Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 10
Þórshöfn. Gamli þingstaðurinn Tinganes. Minningar úr lFœreyJaTör eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi — 4. hlufi Pílagrímsför að Götu Dægradvöl í Þórshöfn. iVIeðan ég dvaldist hjá þeim Húsa- víkurhjónum, Súsönnu og Óla Samúel- sen, sagði húsfreyjan mér frá manni í Þórshöfn, Hans Dalsgaard, sem þýtt hafði íslenzk ljóð á færeysku og fengið verðlaun fyrir. Datt mér því í hug að setja mig í samband við hann, þegar ég kom aftur til Þórshafnar, og hringdi því til hans frá Landsbókasafninu, þar sem ég leit oft inn til að lesa og fá lán- aða bók. Dalsgaard bauð mér þegar að koma, fékk ég mér því bíl, og ók stöðvarbílstjóri mér á vettvang. Hann ávarpaði mig á íslenzku, kvaðst hafa verið hér mörg ár, fyrst í Mýrasýslu við bústörf, sfðar bílstjóri, og kunnað vel við sig, talaði íslenzkt mál, eins og bezt varð á kosið. Hans Dalsgaard fagnaði mér vel, og bar margt á góma. Dvaldist hann í Reykjavík eitt ár að minnsta kosti, m.a. við að snúa Gullna hliðinu á færeysku. Þetta var á stríðsárunum síðari. Matað- ist hann á sama stað og Halldór Jónas- son frá Eiðum, Gretar Fells og Elías Mar, sem var hjálparhella Færeyingsins við þýðinguna. Þýðandinn bauð útvarp- inu í Þórshöfn leikinn til flutnings, en það hafnaði honum, að því er Dalsgaard hyggur, af trúarbragðaástæðum. Var gaman að heyra hann segja frá kynn- ingu sinni af hinum ágætu, en ólíku Islendingum, sem voru einkum sálu- félagar hans. Dalsgaard gaf mér kvæða- bók eftir sig, þá er hann fékk verðlaun- in fyrir, frumsamin ljóð og þýdd í úr- vali. Önnur skáld hitti ég engin í Færeyj- um. En þrjár nýjar ljóðabækur á fær- eysku sá ég í búðum, keypti og las: „Ramar risti hann rúnirnar,“ eftir Poul F. Joensen, eitt elzta núlifandi skáld Færeyinga; „Fjallafossar,“ eftir Hans J. Glerfoss; og „Tað var i maí, vár- og ást- arkvæðir,“ eftir Bernhard Brim. Undr- aðist ég, hve bækur þessar voru ódýrar, kostuðu vart meir en helming ver'ð á við íslenzkar ljóðabækur af sömu stærð. Er skemmst frá að segja, að mér þóttu bækur þessar hafa hver til síns ágætis nokkuð: kvæði Joensens kjarnyrt mál, söngvar Glerfoss dýpt og dulúð, en ástarljóð Brims hressilegan ferskleika. Einnig náði ég mér í smásögur nýút- komnar, „Lívsævintýrið,“ eftir Arnbjörn Daníelsen, kornungan mann að sögn. Sýndust mér þær, einkum fyrsta sagan, lofa góðu. Allt ber þetta vott um grósku í færeyskum bókmenntum. í einni bókaverzluninni, þar sem ég verzlaði, vildi mér til einkennilegt at- vik. Bóksalinn kynnti mig fyrir karli og konu, sem þar voru stödd, óaðfinnanlega klæddum, og var framkoman eftir því. Þó voru þau eigi með öllu laus við þótta e'ða jafnvel dramb. „Þetta er einn fremsti maður Færey- inga,“ sagði bóksalinn. „Á hvaða vettvangi?“ spurði ég, and- varalaus. „Hann er sölumaður," var svarið. Ég bjóst til að rétta honum hönd mína, eins og ég hef vanizt, að menn gerðu, þegar þeir eru kynntir. En hann vildi ekki heilsa mér, né heldur frúin. Ef til vill hefur þeim fundizt þau veg- legar búin en ég, sem var klæddur ferðafötum. Að minnsta kosti virtust þau líta mjög stórt á sig. Svo skildust leiðir, og þau hjón (eða hjónaleysi) fóru út í magt og miklu veldi. Sölumað- urinn var sagður vera frá Klakksvík og hefur liklega ekki búizt við, að ég væri slíkur verðleikamaður á íslandi sem hann í Færeyjum. En þetta viðmót stakk algerlega í stúf við allt annað, sem ég mætti hjá frændþjóðinni færeysku. Ef til vill staðfestir það einmitt regluna um hið gagnstæða. Gengið um í Götu. S íðan ég ungur að árum las Fær- eyinga sögu, hef ég ætið haft sérstakar mætur á Þrándi í Götu og litið á hann sem frelsishetju eða eins konar Einar Þveræing Færeyinga. Lengi fyrirhuguð ferð mín til Færeyja hafði því alltaf veri'ð hugsuð öðrum þræði sem píla- grímsför á þann helgistað, sem þessi ágætismaður forðum gerði frægan. Loks rann upp sá dagur, þegar för minni var sérstakl\ga þangað heitið. Og eftir nauð- synlegan undirbúning lagði ég af stað fró Þórshöfn laust fyrir miðaftan fimmtutaginn 17. ágúst. Farkostur minn skyldi vera „Þernan" yfir að Tóftum á Austurey. Tók sú bátsferð tæpan klukkutíma. Margt fólk var með fley- inu, allt hæglátt og hlédrægt í fasi, eins og flestir þeir Færeyingar, sem ég hef séð. Bifreiðar í röðum biðu ofan vi'ð bryggjuna að Tóftum, þegar „Þernan" lagðist þar. Ég steig þegar á land og vék mér að virðulegum ökumanni, sem beið þar við bíl sinn, og spurði um ferð til Götu. Kvaðst hann aka þangað og opnaði þegar bifreið sína fyrir mér. Settist ég í aftursætið og beið átekta. Fylltist bíllinn von brá'ðar af fólki, sem fór þó úr honum í næsta þorpi, svo að ég var eini farþeginn eftir það. Leiðin lá inn með austanverðum Skálafirði, sem er lengstur fjarða við Færeyjar og eitt bezta skipalægi á Norður-Atlants- hafi. Bílstjórinn hét Andreas Poulsen. í svip hans birtist einkennilegt sam- bland af dirfsku og hlédrægni. Greind hans og kímnigáfa var auðsæ á drátt- unum við augun. Hann fræddi mig um eitt og annað, sem ég hef nú gleymt, og skilaði mér heilum á áfangastað, en það var heimili skólastjórans í Götu. Sá hét Jakob Símonsen. Hafði Jóhannes av Skarði bo'ðizt til að tala við hann í síma, þegar honum varð kunnugt um fyrirhugaða för mína til Götu og beðið hann að skjóta yfir mig skjólshúsi, sem Jakob hafði gáðfúslega lofað, þar eð átrúnaðargoð mitt, Þrándur, hafði fyrir löngu látið af búsýslu og mannaforráð- um, en ekkert gistihús var í byggðar- laginu. Þorpið Gata skiptist í tvo hluta, Nor'ð- ur- og Suður-Götu, og stendur skóla- húsið, þar sem forstöðumaðurinn bjó, mitt á milli þeirra, en bilið eitthvað 20 mínútna gangur. Framan á skólanum stóðu letruð niðurlagsorðin úr trúar- játningu Þrándar í Götu, er saga Fær- eyinga greinir: „Sjái Guð hluta minn.“ Fannst mér þetta vel til fundið. Jakob Simonsen tók háttvíslega á móti mér í dyrunum, en ég kvaddi Andreas bílstjóra, sem bauðst til að flytja mig aftur frá þessum stað að Tóftum, hvort sem ég kysi heldur ár eða síð daginn eftir. Að fenginni vit- neskju um ferðir „Þernunnar" frá Tóft- um til Þórshafnar, bað ég hann að koma klukkan hálf-fimm síðdegis. egar inn í íbúðina kom, sá ég, að Jakob skólastjóri naut stuðnings myndarlegrar konu. Frú Ragnhildur hafði allt í röð og reglu innan dyra, þó að þau væru nú að skila af sér óðali því, er þeim hafði verið trúað fyrir í 45 ár, að undanskildu einu, sem hann fékk leyfi frá störfum til að stunda framhaldsnám og þau dvöldust í Kaup- mannahöfn. Nú átti Jakob aðeins eftir bálfsmánaðarstarf, unz hann fengi lausn, sjötugur að aldri. Næsta dag átti skól- inn að hefjast, og skiyldi skólastjórinn setja eftirmann sinn inn í embættið síð- ustu tvær vikurnar, sem hann gegndi því, einn sonur aðeins eftir heima og hjónin þegar farin að flytja búslóðina í nýtt hús, er þau höfðu byggt sér í Norður-Götu. Meðan á máltíð stóð, hafði skólastjór- inn engan frið fyrir símtölum. En þegar henni var lokið, gekk hann með mér upp fyrir byggðina. „Þetta ræktaði tengdafaðir minn, sem var hér lengi skólastjóri á undan mér,“ sagði Jakob og benti á fagran trjáreit í hvammi einum. Logn var veðurs og háskýjað. Sá vel yfir Götuvik og umhverfi hennar, tígu- leg fjallanes á tvo vegu, líktust Austur- og Vesturhorni við Lónsvík í Skafta- fellssýslu, er mér hafa löngum virzt kjörnar landvættabyggðir. Smám saman blánaði allt sem hulduheimur í ljósa- skiptunum. Átjándi ágúst rann upp með góðviðr- isskýjaslæðu á lofti. „Nú verður þerrir,“ sagði ég við skólastjórann, þegar við höfðum bóð- ið hvor öðrum góðan dag og skipzt á fleiri kurteisisorðum. „Getur verið, að þér eigið kollgát- una,“ sagði hann. Fáguð háttvísin, sem virðist svo mörgum Færeyingum eigin- leg, brást honum aldrei. frá því við heilsuðumst fyist þar til við skildum. „Mig langar til að litast um, áður en of seint verður,“ sagði ég. „Þá skuluð þér ganga út á Eiði,“ lagði hann til, „þaðan sést vel til Fuglafjarð- ar, stærsta staðarins á Austurey, og yfir á Norðureyjar. Ef til vill er þar tign mest í Færeyjum." Eftir morgunverð fór ég að ráðum Jakobs, en hann varð að gegna skyldu sinni í skólanum. Frú Ragnhildur gekk með mér til Norður-Götu, staðarins þar sem Þrándur bjó. Hún staðnæmdist við þrílyft steinhús, bauð mér inn og sýndi mér það hátt og lágt, nýja húsið sitt og Jakobs, enn eigi nándar nærri full- gert. Hvað ætlið þið að gera með svona stórt hús, þegar börnin eru flest farin að heiman?“ spurði ég. „Ég veit það sannarlega ekki,“ sagði hún og hló. „Ef til vill er það líka bezt,“ sagði ég. „Örlög sín viti enginn maður fyrir, þeim er sorglausastur sefi.“ Kringum húsið var allstórt tún, og lá hálfþurrkuð taða á miklu af því, eign skólastjórahjónanna, sem ætfð höfðu stundað búskap með aðalstarfi sínu og hugðust nú halda honum áfram, eftir að því yrði lokið. Skammt frá nýja húsinu sneri frúin við, en ég hélt áfram gangandi eftir veginum áleiðis upp að Eiði. Eftir stutta stund ók bifreið fram hjá mér, en staðnæmdist von bráðar. Við stýrið sat Andreas, opna'ði dyrnar og spurði, hvort ég vildi vera með til Leir- víkur. Hann kvaðst eiga þangað erindi með póst. Ég þakkaði honum fyrir hug- ulsemina og settist í framsætið við hlið hans. egar kom upp á Eiðið, (en það færeyska orð þýðir breitt og grunnt skarð) stöðva'ði Andreas bílinn, og við fórum út. Skýjahulan var óðum að greiðast sundur. Fram undan blasti við Fuglafjörður, en Norðureyjar gnæfðu í hátign sinni og heiðum bláma hægra megin. Þá minntist ég orða skólastjór- ans, að ef til vill væri þar tign mest í Færeyjum. Ég tók einhverjar myndir. Svo settumst við aftur inn í bílinn, og Andreas ók fyrirstöðulaust til Leirvík- ur. „Svo að þú ert í þjónustu póststjórn- arinnar," sagði ég. „Hef verið þa’ð í 40 ár,“ svaraði hann. „Er það ekki illa borgað?" spurði ég. „Biddu fyrir þér,“ sagði hann, „smán- arlega eins og allt, sem Danir hafa yfir- stjórn á.“ „Likar þér þá ekki yfirstjórn Dana í Færeyjum?“ „Við höfum aldrei haft ávinning af erlendri íhlutun,“ sagði Andreas, „það skildi Þrándur í Götu og barðist þvi gegn henni. Hann var mesti Færey- ingurinn, sem uppi hefur verið. Hins 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.