Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 1
Teikning af endurbyggðum hlúta Parísar eins og hann gæti hugsanlega orðið. Næst eru lágar en víðáttumiklar byggingar fyrir ýmiskonar menningarstarfsemi og á þökum þeirra opin svæði fyrir fótgangandi fólk. Fjær til hægri eru venjulegar blokkir, en til vinstri sambygging af því tagi sem margir hugsa sér að verði í framtíðinni. CISLI SIGURÐSSON TOK SAMAN Árið 1889 bjó heimspekingurinn Art- (hur Sehopenhauer í Frankfurt og í greinamkorni óskapaðist hann yfir há- vaðanum þar í borginni: „Hinn hræði- legi hávaði, sem leiðir af helvizkum smellunum á götum borgarinnar og rænir lífið allri ró og dýpt". Bitur mundi Sohopenhauer verða á vorum tímum, ef hann þyrfti að hlusta á öíl þau ókjör af ólhljóðum, sem bílar, járn- brautarlestir, sporvagnar, hátalarar, þotur, og steypuhrærivélar leiða af sér í stórborgum nútímans. Flestum mundi finnast það friðsæll bær, þar sem ein- ungis heyrðust svipusmellir. Þegar gríski ráðherrann Venizelos ákvað á embættisárum sínum 1910— 1915, að allir skyldu vikja til hægri í helztu götum Aþenu, þá fannst Aþenubú'um nóg komið og hann var kallaður „Týran", eða harðstjóri. Þeim fannst þessi ákvörðun ganga freklega á rétt þeirra og frelsi og þeim fannst fjári hart að mega ekki nota göturn- ar þar sem helzt væri hægt að kom- ast áfram og yfir höfuð, þar sem þeim dytti í hug. Það hefði sennilega leitt til blóðugra átaka, ef ráðlherrann hefði gerzt svo djarfur að innleiða umferð- arljós, sem meinuðu mönnum að halda áfram, þegar þeim sýndist. Árið 1935 skrifaði Ortega Gasset: „Jafnvel á hinum verstu einræðistím- um gat fólk í Evrópu þó glatt sig við það frelsi, sem það hafði til þess að ganga um göturnar, að minnsta kosti þar til dimmt var orðið. En upp á síðkastið höfum við orðið að sjá á bak þessu frelsi, því að allur sá gífurlegi fjöldi af farartækjum og fótgangandi fólki gerir frjálsa umferð ómögulega. Og nú verður að hafa þjóna ríkisins í öllum meiri háttar borgum er umferðin langsamlega torleystasta vandamálið. I Los Angeles einni saman berast út í andrúmsloftið átta þúsund tonn af eitruðum gastegundum. Margir eygja þá lausn eina, að brennslumótorinn verði að afnema og leggja bílagötur neðanjarðar í borgum. Borg þykir hæfilega þéttbýl, þegar 30 þúsund manns eru á ferkílómetra. En víða er miklu þéttar búið, t. d. í Japan, þar sem manngrúinn á baðströndunum verður ofboðslegur, en mest þéttbýli mun þó vera í Calcutta á Indlandi, 300 biisund á ferkílómetra. á strætum og gatnamótum til þess að stjórna og ákveða hvar við förum og hvar við itöndum. Frá San Fransisco til útihverfisine San Rafael liggur hraðbraut með fjór- um akreinum í hvora átt, en samt er algengl að þar verði slíkar tafir á annaíímum, að enginn kemst áfiram. Ameríska vikuritið Time sagði frá því 1960, að þá væri stundum hœgt að sjá bréfdúfu fljúga upp úr bílakösinni. Kaupmaður nokkur, sem hafði alið upp bréfdúifur sér til gamans, tók þser vsnjulega með sér í vinnuna og á heim- leiðinni þegar umferðin stóð föst, sleppti hann þeim öðru hvoru út með skilaboð ura að hann mundi koma seint heim. Um líkt leyti sagði brezki umferðar- málairáðiherrann í neðri málstofunni: „Þegar eift tonn af stáli, sem hreyfist með 60 km. hraða á klukkustund og 60 eða 70 kg. af holdi og blóði, sem hreyfist með 5 km. hraða á klukku- stund, eiga að nota sömu samgöngu- æðarnar, þá hlýtur það að leiða til slysa og holdið og blóðið hlýtur allt- af af bíða ósigur". Nú er svo komið, og það meira að segja fyrir all löngu, að bíllinn hefur lagt undiir sig borgirnar og um leið, má segja, að hann ráði yfir þeim. Ef bílalestirnar rofna einbvers staðar, hleypur fótgangandi fólk yfir göturn- ar eins og hrædd hænsni. Á götunum, sem fótgangandi menn bjuggu sitt sinn til handa fótgangendum, þar er fót- gangandi fólk að vísu enmþá þolað, en oft er þeirri umferð líka beint niður í jörðina, til þess að ekki þurfi að rjúfa bílaumferðina. Þá eru bílarnir í dagsljósinu en maðurinn neðanjarð- ar og í sannleika sagt er þá búið að hafa röskleg endaskipti á því sem eðli- legt sýnist. Á hinn bóginn geta þeir sem aka í bilum ekki glaðzt verulega yfir ráð- ríki bílana í borgunum: Það segir sig sjálft, að enginn er öfundsverður af , því- að híma tímunum saman í bíla- lestum á- götum, sem eitt sinn voru gerðar fyrir hestvagnauimferð. í flest- Úrh borgum, Evrópu er talið, að gatna- kerfið hafi tvöfaldazt að flatarmáli síð- an.um aldamót, en ökutækjum hefur fjölgað tuttugu og fimmfalt. f borgum eins og New Yórk og London getur seinagangurinn á annatímum orðið slíkur, að bíll er klukkutíma að kom- ast kílómetra. í fáum borgum eru þrengslin verri en í Rómaborg. í hin- um eldri hiluta borgarinnar er fót- gangandi maður oftast fljótari að kom- ast ferða sinna. Það er stöðugt vanda- mál fyrir milljónir stórborgarbúa um allan heim að finna bílastæði og bíl- arnir taka vissulega sinn toll: í Róm til dæmis farast á mánuði hverjum 20—30 manns í umferðarslysum. í stór- borgunum erú umferðarslys einnig al- gengasta dánarorsök barna. Fyrstu 60 ár aldarinnair fórust á götum og vegum Bandiaríkjianna 1,3 millj. manna í um- ferðarslysum. A hverju ári heyrum vi'ð að bilaverksmiðjurnar hafa aukið fram- leiðslu sína, og samanlögð framleiðsla þeirra allra nemuir nokkrum milljón-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.