Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 5
Úr horninu kastaði kertið flökt- andi, eirðar- lausri birtu yfir dagstofuna, — örstutta stund virtist honum loginn vera frosinn meðan herbergið snerist haegt. Veggirnir fjarlægðust og drógust saman á ný, her'bergið laukst um hann, greip hann og bar hann í blindandi dans, en allan tímann s>á hann gegn um mistrið uppréttan lo.gann stara á sig úr fjarska. Allt hvarf þar til loginn einn var eftir, bLátt augað seiddi, dá- leiddi hann, sleppti honium svo aftur til þess að festast í punkti að baki hans. En hedbergið var farið og hann vissi ekki hvernig hann ætti að snúa sér við. >á kom umhverfið skyndilega til baka, og guli hnífurinn í horninu missti vald sitt. Eitt augnaiblik var hann teinréttiur, en allt annað bifaðist hljóðlaust í síðustu sveiílum dansins, þá byrjaði hann aftur að flökta, hratt, óstöðugt. Skuggarnir lifnuðu loginn blakti nokkrum sinnum, sveigðist til og frá í dauðateygjunum, stanzaði svo alveg láréttur og benti í sömu átt, á hið sama einhvers staðar að baki hon- um, sem bláa loga-augað hafði starað á. Hann vissi, að veggirnir mundu ná honuim þegar loginn slokknaði, hann sneri sér snöggt við—: bókaherbergið var að baki boniuim. Það var þá þetta — Nei. Og hann stóð á fætur hægt og stirðlega til þess að komast undan og inn í borðsalinn. En þá þegar runniu vegigirnir að honum, hraðar en áður. Þrír þeirra færðust inn og hann hörf- aði smám saman — þar til hann fann þykku silkigluggatjöldin við dyrnar á bókalherberginu teygjast út etftir hon- um og vefjaist blíðlega utan um hann og draga hann inn í sig Þá, loksins, hneig loginn í horninu og dó. ... .kviksyndi andans.... Húsið var á hæðardraginu og langt þar fyrir neðan,— eins og líkamar dauðra skor- dýra sundurtættra og raðað saman á klunnalegan og ó- skiljanlegan hátt, — sáust þorps búarnir. Grár, snákslegur lá vegurinn hikandi og undinn, sveigð- ist hægt í burtu til sjóndeildarhrings- ins, yfir drungalegar flatneskjur svartr- ar moldar. Þessi moldarauðn og vetr- arhiminn yfir henni virtust speglaet hvort í öðru. Þannig var sú mynd, sem mætti auiga sjaldgæfs gests svo langt sem augað eygði. í henni var þorpið þegar gratfið, og því gæti áhorfandi þessarar dökku sléttu farið að velta því fyrir sér hvort hugurinn mundi ekki óihjákvæmilega hverfa inn í þessa sjón, inn í þessa mynd og fara burtu, — og, ómótstæðileg réðist sú hugsun að honum, að á næsta augnabliki mundi ekki hugur hans heldur líkami sökkva. Þorpsbúar þekktu ekki slika tilfinn- ingu. Þeir þekktu alls engar tiltfinning- ar, allar hugmyndir, sem þeir annars hefðu fengið hafði landið tekið í pant frá hverjum og einum við fæðingu og gefið sálu hans spegilmynd sina í stað- inn, eins og það lét hana vetrarihimn- inuim í té: slíkur var lífssamningurinn hér. Viðbrögð þeirra voru eins við öllu, — þau voru engin. Aðeins eitt kom þeim til að hrökkva við og beygja si'g í ótta lí’kt Oig dökku slétturnar hetfðu barið þá með svipu, — þeir störðu óró- legir á ferðalanginn, tautuðu óskiljan- leg svör við spuxningum hans um hús- ið á hæðinni og flýttu sár í burtu, dragandi á eftir sér, fannst honum, hlekki hræðilegrar, ósýnilegrar keðju —: en það var aðeins vindurinn, sem rjálaði í þungu laufi ósýnilegra trjá- toppa. Og ferðalangurinn spurði ekki fleiri spurninga um húsið á hæðinni. Hvíslandi minnti vindurinn hann á riki Mæðranna, útskýrði fyrir honum, að slétturnar, þessar myrkurauðnir, sem virtust svelgja allt ljós, áttu líka hugmynd, meginkjarna: og bugmynd þeirra var einmitt húsið á hæðinni. Og ferðalangurinn flýtti sér í burtu frá húsinu, frá sléttunum, og frá enda- lausum vetrarhimninum, sem speglaði þær. Húsið var þarna eins og alltaf. Það var eins og það hefði ætíð verið þarna, horfandi út yfir þétt tómið, — líkt og væri það allt eitt stórt auga — veggir, glug'gar, allt — auga, sem hug- leiddi ímynd sinnar eigin sjóntaugar. En hvernig leit hún út, þessi taug? Hver var myrkureinbeiting hennar? Og hver var heili hennar? Þeir kölluðu hann „hann þarna uppi“, — eins og þeir væru að tala um guðinn, sem þeir ákölluðu með líif- lausum andlitum í gráu steinlíkkist- unni, sem var kirkja þeirra. Þeir voru ekki hræddir við guð sinn, því að þeir þekktu hann ekki, — þekkt-u hann ekki öðru vísi en sem nokkur hundruð skref þangað og heim einu sinni í vikiu, nokkrar stundir í holum bergmáls- kulda með steingólfi og blóðlausum vörum, sem bærðust vélrænt og án til- gangs. En þeir titruðu af ótta við hann þarna uppi. Þeir höfðu heldur engin kynni af honum, en þeir vissu, að hann var þarna, — og geislarnir frá þessari myrkuruppsprettu hýddu þá svo að þeir skriðu. Nokkrir, fáeinar aldraðar manneskj- ur, virtust muna, að hann hetfði einu sinni komið til þessa héraðs langt að. Hann sj'áltfan þekktu þeir ekki betur en aðrir, — þær mundu aðeins óljósan orðróm um hann og annan, kvitt um fjandmann eins öflugan og hann sjáltf- an, einn, sem barðist gegn honum og beið ósigur. Þess hafði hann hefnt, hræðilegri, ólýsanlegri hefnd. Þá hafði hann komið hingað. En þessi maður, þessi vera þarna uppi, sem þau óttuðust öll, sjáltfur lifði hann í ótta —: skalf stöðugt fyrir því, sem gat vakið með honium skelfingu. Hann beið þess, að hinn kæmi aft- ur. Sá dauði, já, þannig var það, — en dauðinn mundin engin hindrun vera þegar stund hefndarinnar rynni upp. KASSINN Hann Hann var kominn á borðið En það var ómögulegt — ómögulegt. Hann vissi, að hann hafði ekki geng- ið í svetfni síðan síðast, það var hræði- Le.gt síðast, þegar hann vaknaði með fingurinn á leynihnappnum, hnappnum, sem hann hafði þrýst á, bókaskápur- inn opnaðist hægt. . . Nú var hann kominn út og beið hans — út, í fyrsta sinn, sjálfkratfa. Nei, nei — ekki sjálfkrafa!! Og — það var ljós hérna inni. Sama kertið og sami Loginn, sem hatfði dáið að baki hans. Hann hófst á ný, hérna inni, hingað hatfði hann rekið hann. Og nú var hann á miðju borðinu fyr- ir framan kassann. . . — Látum veggina renna áfram til mín bað hann æstur, Látum þá koma og ná mér fljótt áður en — áður en, . . En nei, nú liðu þeir burtu frá honum, út á við, hratt, ávallt út á við, — hann sá bókaskápana hverfa inn í fjarlægð- ina, skynjaði hvernig hann var skilinn eftir aleinn í stórum tómum salnum — einn með illa safírsauganiu í hæðn- isloganum og — einn með kassanum, sem beið hans....... ,.Þú, — hugsarðu ennþá nógu oft til mín? Ég sagði þér, að þú mundi gera það, — sagði það með augum minum. Ég gat ekki sagt þér það_ á annan hátt, eins og þú manst. — Ó, já, vissulega, það ER einmitt það, sem þú manst“. „Tími og regla, kæri vinur, skipta hinn þolinmóða engu máli. Og — þeg- ar allt verður eins og milli okkar tveggja núna: Að vera — ég — að vera — sá, sem stenzt síðustu raunina — er það ekki í sjálfu sér meiri og betri umbun en nokkuð annað, — jafn- vel meiri og betri en sú, sem þú hlauzt fyrir mörgum árum? Og þá — hve mörg þús'Und sinnum lengur hetfur ekki ÞETTA staðið .... hve langvinn kvöl þín til þessarar hinztu stundar. — En ef til vill bjóst þú ekki við því, að ég mundi ekki tala við þig — að ég Framhald á bls. 7 Frederico Carcía Lorca: OMEGA Ljóð handa dauðum Urtirnar. Eg hegg af mér höndina hægri. Bíðum. Urtirnar. Eg hef glófa úr kvikasilfri og annan úr silki. Bíðum. Urtirnar! Andvörp — nei, höfum hljótt svo vér fáum dulizt. Bíðum. Urtirnar! (Líkneskin falla . . • opnast hliðbáknið hinzta.) Urtirnaaar!! Baldur Óskarsson þýddi. - ■ - - — ■ — - i 21. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.