Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 8
SJÓSÓKN VIÐ 1 RANCÁRSANDA Eftir Þorstein Jónsson í Laufási Eig wmmm ■ 0 Jóhann Cunnar Ólafsson bjó til prentunar — Síðari hluti ein baran stök i ó a ég færi ekki nema tíu sinn- uim milli Lands og Eyja fram að alda- mótum, ætla ég í aðalatriðu'm að segja frá þv-í, hvernig farið var að því að ýta og lenda við Sandinn. Vænti ég, að af því verði ljóst, að ég hef ekki gert of mikið úr þeim erfiðlei'kum, sem voru samfara sjósókn frá Rangársönd- um. Ef djúpur áll hafði myndazt í brim- u-m á milli sandeyranna, sem náðu nokkuð frá landinu var það kallað hlið. Var þá hægt að 1-enda í hliðinu, þó annarsstaðar væri ófært. Á meðan hliðið hélzt, var flestum þeim skipuim, sem róið var frá Sandinum, lent þar. Hliðin gátu h-orfið eða brevtzt á skömmum tíma, ef brimaði. Þessir ler.dingarstaðir voru einnig nefndir skarð og gat, og var það óveglegasta nafnið. En sam- eiginlegt var góð og vond sjávarskil. Stunduim mynduðu'st sandhryggir þvert fyri-r hliðin og skörðin. Voru þeir kallaðir lykkjugrunn. Var sagt, að sjór- inn félli í lykkju. Var þá oftast djúpt lón fyrir innan hrygginn. Ef s'kipin toku niðri á hyggnum þegar lent var, fór oft illa. Þó allgóð sjávarskipti þættu með hásjávuðu, gat verið alófært með fjöru. Xfirleitt hafði mikið að segja, hvernig stóð á sjó, þegar fr-eistað var lendingar. Flaut betur upp í Sandinn með hásjáv- uðu, en þá var landsjórinn stærri og aflmeiri. . Fyrir utan sandeyrarnar, hryggina og lónin, lá útrifið meðfram ströndinni. Ef nokkuð braut á því, var talið ófært að lenda, og því veifað frá. Veifan, sem notuð var til leiðbeiningar við landtök- una, var borin frá sjónum og lögð niður. Þa urðu skipin að ieggja frá og fara til Eyja, því ekki var annað að leita. Þó kom fyrir að beðið var, ef vonazt var eftÍT breytingu á sjónuim. Því var það í eitt skipti, þegar hásetunum þótti biðin orðin löng, og vildu halda til Eyja, að formaðurinn sagði: „Ein-hvern tím-a d-eyr sjóskrattinn." Fór svo að hann þraukaði þangað til hann gat lent. Svo góð hlið gátu myndazt, að fært var að ienda, þó að sjór félli á útrifi, en sjaldgæft var það. Innan við rifið va-r m-un dýpra en á því sjálfu. Var það kölluð 1-ega. Þar var stanzað áður en lent var, og undir- búningur hafinn að lendingunni, sei-1- aður út fiskurinn, ef úr róðri var kom- ið. Allir athuguðu að sjóklæðin væru þannig, að úr lagi gætu ek'ki færzt, svo m-enn blotnuðu sem minnst, hvað sem á gengi. Formaðurinn tilnefndi þá, sem ætluð voru sérstök störf í lend- ingunni. Einnig athugaði hann allar að- stæður, jafnhliða því, sem hann brýndi fyri'r hásetum sínum, að forðast öll mistök, því að þau gátu haft örlaga- ríkar afleiðingar. Ef stungið var við ári, svo skipinu snéri, gat því hvolft. Mesta vandaverkið var að fara upp með koll-ubandið. Till þess var valinn ókvalráður og snar maður, því mikið lá við að bandið -kæmist í land. Banda- m-aðurinn varð að varpa sér útbyrðis sam-stundis og von var til að hann gæti vaðið í lan-d. Ef lendingin mistókst þsnnig, að skipið kæfði niður, þá var voðinn vís. Sk'-pið gat dregizt út í brim- garðinn með öllu innanborðs, ef bandið var ekki komið í land, en þar va-r oftast nógur mannafli til aðstoðar. Annar maður var látinn fara u-pp með hnútubandið. Það var fest í hnútunni eða kinn.ung skipsins, sem að landi snéri. Pormaðu-rinn ákvað á hvora hliðina hann lét ski-pinu slá. Það var stefna brimisin-s og ofta-st vindkvikan, sem nefnd var skakki, sem að j-afnaði réði þvú, en mikilsvert va-r, að skipinu slægi se-m fyrst. Annars var kæfa óumflýj- anleg. Nokkuð oft kom fyrir að skipin kæfði niður, ef þau voru hlaðin, jafn- vel þótt sjór væri dauður. Orsökin var æt.íð sú, að sjórinn var svo afllaus, að skipunum sló ekki flötum. Óð hann inn yfi-r þau að aftan og fyl'lti þau. Fátítt er að sjórinn sé svo dauður, að ekki sé nokkur lá v:ð Sandinn. Yfirleitt ski'l- aði skipunum verr upp í Sandinn í dauð- um sj-ó, en slysahættan var auðvitað hverfandi þega-r svo stóð á. í Eyjaferðirnar voru oftast brúkuð stór skip. Þá voru nefndir til fjórir menn til þess að fara u-tan undir. Voru valdir duglegir menn, þ-ví þeirra verk var vandasamt og hættulegt. Þeir urðu að setja sig út af skipinu sjávarmegin, þegar það kenndi grunns, og aiftra því að það félli í sjó. Ef s-vo fór, var skip og varningur í hættu. Þeir máttu ekki standa fa-st undir skipinu. Þá gat verið hætta á, að sjór- inn le-mdi þá lii m-eiðsla við súðina. Þess vegna stungu þeir sér í sjóina, sem oft gengu yfir þá, sórstaklega fyrst, end-a báruist skipin ofar eftir því, sem þau létt-ust. Allíaf urðu þeir þó að gæta þess að út-sogið velti ekki skip- unum yfi-r, eða drægi þau út. Þeir, s-em utan undir fóru, höfðu alltaf hönd úr skipunum til að halda í, ella hefðu þeir ekki staðið sjóina, sem á þei-m dundu. Þá roátti ekki heldu-r standa of fast utan undir skipunum, þó fært þætti, því þá vildi landsogið fylla þau, þegar það streymdi með miklum þunga aftur-.til sj-ávar. Þeir, sem fóru utan undir, voru á sínum stað þangað til búið var að bera af, en svo var fermingin nefnd. En fermingin var kölluð, að bera á skip. Brugðið upp mynd af lífsbaráttu liðinna kynslóða Til vinstri: Sjóklæddur fiskimaður. Að afloknum Eyjaferðum eða í sláttar- byrjun, voru flest skip dregin upp og til uppdráttarins voru notaðir hestar. Eftir því s-em skipi voru minni, þurfti færri menn utan undir. Yfirl-eitt var minni van-di og vosbúð að lenda smá- um skipum en stóru-m, því þau flutu betur upp á sandinn, og minna var í húfi. Á hnútubandinu var skipið dregið ejnis og mátti upp í sandinn, svo að það lá hálfflatt. Útsogi'ð straukst þá aftur með því, en streymdi ekki inn í það. Hinir hásetarnir báru varningki-n al skipinu. Það var erfitt verk, þegar að- fall var og mik:ð briim, Þá þurfti að bera byrðarnar u-m langan veg og þung- an. Blautur og laus sandurinn er þung- ur undi-r fótinn. Áður en landiróðurinn va-r tekinn, reyn-du allir formenn að renna skipinu sem næst brimgarðinum, svo að sem minnstur tími íæri í róðurinn í land. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.