Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Blaðsíða 3
Greiðar sanigöngur eru meginatriði, þegar reynt er að hugsa sér borg framtíðar- innar. Hér svífur hin nýja Boeng SST yfir geysifullkomnu gatna- og veganeti og það er jafnvel talið að þrýstiloftsknúnar járnbrautarlestir eigi mikla framtíð fyrir höndum. undir yfirborð jarðar. En utan við út- hverfin mundu akbrautir á tveimur eða þremur hæðum koma upp á yfir- borðið. Þá geta menn aftur fari'ð að spírgspora á götunum og götulíf- ið mundi að einhverju leyti aftur fá á sig þann blæ, sem það hefur haft í nærri sjö þúsund ár. Allstaðar eru borgirnar að stækka; það er þróunin, sem jafnt á við Reykja- vík og allar aðrar borgir heimsins. Þar er fólksfjölgunin mest og borgirnar draga að sér fólk úr dreifbýlinu eins Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.; Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Sími 22480. Útgefandi: H.f Arvakur, Reykjavik og segull. Það er augljóst mál, að skipu- lagning borgar er þýðingarmikið atri'ði fyrir það fólk, sem þar býr. Sé skipu- lagið slæmt verður þeim mun verra að búa í borginni, sem hún er stærri. í Los Angeles ná götur yfir 28 hundr- aðshluta af öllu borgarsvæðinu, en bílastæði og bílageymsluhús ná yfir samtals 38 hundraðshluta. Samtals hef- ur verið ráðstafað 66 hundraðshlutum vegna þessara þarfa. Vegna bílamergð- arinnar í Los Angeles hefur komi’ð til tals, að bílaumferð verði með öllu bönnuð í ákveðnum hlutum miðborg- arinnar, en þess í stað leggi borgin til litla rafmagnsbíla, sem hver vegfarandi getur tekið og notað eftir þörfum. Það var talað um að þessar hjólatík- ur yrðu rafknúnar; maður tæki þær úr samibandi við einskonar stöðumæli þar sem síðasti notandi hefði lokið ferðinni, og að notkun lokinni setti maður hjóltíkina aftur í samband, og þannig átti hleðslan að varðveitast. Jafnframt þessu var hugmyndin sú, að koma upp geysilega hraðskreiðum og þægilegum hraðlestum frá úthverfun- um og inn að þessum miðkjarna borg- arinnar og skipulagssérfræðingar ger'ðu því skóna, að menn mundu margfalt heldur vilja komast á örfáum mínútum meginpart leiðarinnar og geta síðan far- ið allra sinna ferða á hjólatíkunum inn- an miðsvæðisins. En þetta hefur ekki Afleiðing iðnbyltingarinnar í Englandi; óvistlegar raðir múrsteinshúsa í East End í London. verið framkvæmt ennþá og það bíð- ur framtíðarinnar að skera úr því, hvort hér sé um raunhæfa lausn að ræða e'ða ekki. Nútíma borgir hafa sætt mestri gagnrýni fyrir það, að maðurinn sjálf- ur sitji þar ekki lengur í fyrirrúmi; borgin sé orðin einhverskonar skrímsli, ómennsk veröld, sem maðurinn hefur dæmt sjálfan sig til vistar í. Jalfnveil þótt allir skilji þetta og viðurkenni, er ákaflega erfitt mál að ráða á því bót. En flestir virðast fella sig vel við þá hugmynd, að bíllinn — hvernig sem hann verður í framtíðinni — verði dæmdur til neðanjarðarvistar í borgun- um. Þá mundu göturnar aftur fá þann rólega svip gangandi fólks, sem þær hafa haft um aldir. Eins og kunnugt er haf;a Brasilíubúar ráðizt í að byggjai frá grunni nýja höfuðborg, Brasilia, og stendur hún langt frá öðrum borgum inni í landinu. Hér var á ferðinni póli- tík um einskonar jafnvægi í byggð landsins, og arkitektinn Oscar Niemey- er fékk að mestu leyti það verkefni að skipuleggja borgina og teikna hana. Þegar þannig er af stað farið, mætti halda a'ð ráð:n yrði bót á ýmsum þeim meinum, sem h,.. borgir, enda hef- ur það vissulega verið gert. og verð- ur nánari grein gerð fyrir þessari ný- tízkulegu borg síðar í greinarflokknurru Samgöngukerfið innan borgarinnar er þrennskonar. Þar eru sérstakar götur fyrir fótgangandi vegfarendur, götur ætlaðar fólksbílum og sérstakt gatna- kerfi fyrir vörubíla. Borgin er skipu- lögð úr tveim löngum álmum, sem skerast í kross og miðja borgarinnar verður að sjálfsögðu þar sem álmurn- ar skerast. Þar liggur annað gatnakerf- ið yfir hitt, en þar fyrir neðan er strætisvagnastö'ðin og rúllustigar frá henni upp á yfirborðið. Sézt á þessu að fleirum en okkur hér í Reykjavík finnst þægilegt að hafa miðstöð stræt- isvagnana sem næst miðju borgarinn- ar. Þegar lengra dregur frá miðjunni og ibúðarhverfin taka við, eru bílar og fótgangandi fólk ekki lengur skilin að á sama hátt. í mörgum borgum er raunar að finna götur sem einungis eru ætlaðar fótgang- andi vegfarendum. Þannig er t.d. Bött- chergasse í Bremen, Treppenstrasse í Kassel, Liljenbaan í Rotterdam og fleiri gömlum borgum Evrópu, þar sem göt- urnar eru þröngar og fallegar og ein- ungis fótgangandi umferð skapar sér- stæða stemningu. Danir hafa stundum banna'ð bílaumferð á- Strikinu og þá er eins og þessi mikla verzlunargata breyt- ist í eina allsherjar útiskemmtun. Við könnumst sjálf við þessa stemningu héð- an úr Reykjavík; Austurstræti var t.d. lokað á síðustu Þorláksmessu og það var eins og allir önduðu léttara, um leið og þeir komust inn á götuna. Um leið er borgin orðin samkomustaður; fólkið safnast á staðinn til að sýna sig og sjá aðra, og sú notalega kennd, sem þarna verður til getur aldrei átt sér stað þegar fótgangandi vegfarendur verða einungis að halda sig við gang- stéttirnar. Þeir sem eitthvað að marki hafa ferð- azt um Evrópu kannast við ýmsa gamla fótgöngustígi, sem alla tíð hafa verið varðveittir; búðargangar og innri garð- ar ýmsir, sem fólkinu hefur þótt vænt um. Öldum saman hefur verið hægt a'ð komast gegnum hluta Salzburgar eftir fallegum görðum, sem tengdust hverjir öðrum án samhengis við göt- urnar. í Miinchen er Hofgartengörðun- um komið fyrir á líkan hátt og bæði í Napoli og Milano eru yfirbyggðar búð- argötur, þar sem fólk reikar um á kvöldin sér til ánægju, enda þekkist þar ekki að öllum búðum sé lokað kl. 6. í Bazel, Mainz og Róm eru áætlanir uppi um að banna umferð vélknúinna faratækja í ákve'ðnum hluta miðborg- anna. En þetta hefur þó víða mætt mót- stöðu og því er vissulega líka haldið fram, að með því yrði ákveðið frelsi og ákveðin þægindi afnumin, því auð- vitað eru bílar ekki sjálfstæðar innrás- arverur í borgunum, heldur eru þær þar vegna mannfólksins. Framhald síðar. 21. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.