Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 4
v T ítur maður sagði mér svo frá: Emu sinni í fyind'imi var voldugur konungur, sem ríkti yfir allri heimsbyggðinni, úthafanna milli, og var nafn hans Nanda, en sumir kölluðu hann Daudami. Dáðrakkur var hann í stríði og stjórnvitr- ingur hinn mesti og yfir fótskör veldisstóls hans féLhi geislarnir frá ennisdjásrmm hundrað léns- fursta. Braut hans var björt sem vegur haustmán- ans yfir straumlygnum vötnum Ganges. Og slík var fraegð hans, að þegar makedóníumaðurinn Alexander var kominn til Hydaspes, gerði hann út serdinefnd j á fund Nanda konungs til þess að spyrja hann, hvort hann vildi stríð eða frið. Nanda konungur svaraði undrandi: — Hversu knýjandi hljóta þær ástæður ekki að vera sem rekið hafa þennan konung rökkurrikjanna í vestri til að takast svo langa ferð á hendur? En Nanda kóngur átti ung3 eiginkonu og hann unni henni hugástum; en hún elskaði rakara nokk- urn sem fægði neglur hennar og var slyngur að segja sögur. Aðalráðgjafi konungsins hét Vararudji. Hann kunni öll tungumál, þau er töluð voru í heiminum; hann hafði rannsakað ötl helgi- og heimspekriíin og krnfið sérhvert málefni til innsta eðliskjarna. Og segir sagan að þegar Alexander fyrÍT órnáð for- laganna ekki veittist neitt tækifæri til að herja á Nanda konung, bað hann hinn síðarnefnda um að sýna sér að minnsta kosti þá veivirðing að senda fáeina heimspekinga, sem hann gæti átt við skemmti- legar og andrikar viðræður á kvöldin, meðan hann drykki sig ölvaðan af víni til þess að geta sotfið á nóttunni. Og Nanda konungur sendi honum Varar- udji og nokkra heimspekinga aðra. Og kvöld eitt spurði Alexander Vararudji: — Hverjir eru fleiri: lifendur eða dauðir? — Þeir lifandi, svaraði Vararudji. — Þér er skopið í huga, vinur minn? sagði Alex- ander. — Nei. Því hafi maðurinn ódauðlega sál þá eru hinir dauðu lifandi og dauðir eru engir til. En sé sál mannsins ekki ódauðleg þá eru hinir dauðu ekki lengur menn og eru því ekki til. Og Alexander undraðist speki hans og tæmdi bik- ar sinn í botn. En Indverjarnir sögðu sín á milli að Vararudji hefði svarað eins og hann gerði fremur atf hyggind- um en vizku: þvi hann hefði viljað gefa það svar sem vestrænn maður gæti skilið. En hefði hann sagt hið raunverulega álit sitt, myndi Alexander ekki hafa skillð hann og fundizt lítt til um speki hans. Og aftur spurði Alexander: — Geturðu sagt mér, þú sem ert svo vitur, hvort hafið fæði fleiri dýr en jörðin? — Þú spyrð nokkur barnalega, konungur, svar- aði Indverjinn. Haíið er hluti af jörðinni. Og hlut- inn er minni en heildin. En þú ert þegar orðinn slævður af víninu og af sigrum þínum ekki síður , en af vín'nu og ég óska þér góðra svefnfara. Og Vararudji sneri aftur til lands síns klyfjaður ríkulegum gjöfum, sem hann útbýtti meðal fátækra á leið sinni til þess að komast þeim mun fljótar heim til eiginkonu sinnar. Því hann átti unga og fagra konu, og hann unni henni hugástum; en hún elskaði liðsforingja í konunglegu filaliðsveitinni, ungan mann, sem klæddist Ijómandi skrúða. Og er Varar- udji kom heim tíl eiginkanu sinnar, tók hún hon- um með ólundarsvip og hann lenti í deilu við hana. En hann þráði mjög blíðu hennar og leitaði sátta og sagði': — Yndið mitt, segðu mér hvað ég á að gera til að þóknast þér, til þess að þú sýnir mér aftur ljúf- legt viðmót og opnir mér skaut þitt? Þá lét hún sem hún hugsaði máiið lengi og sagði að lokum, eins og það værí henni mikil sjálfsafneitun: — Ef þú rakar allt hárið af þér og fleygir þér síðan niður fyrir faetur mér, þá skal ég aftur sýna þér ljúflegt viðmót. Og hann lét að vilja hennar. En nú hafði Nanda konungur, sem átti sér braut svo bjarta sem feril haustmánans yfir fljótsbylgjurn- ar, einnig átt í ástarsenum við konu sína, og hann sagði við hana: — Yndið mitt, ég get ekki lifað án þín; segðu mér því hvað ég á að gera til að þókast þér. Og hún svaraði honum eftir langa íhugun; — Fyrst skaltu láta rakarann sem fægir neglur mínar, raka allt hárið af höfði þér. Og síðan áttu að skriða á fjórum fótum og hneggja eins og hestur og leyfa mér að sitja á baki þínu; og þú átt að hafa beizli í munninum. Og konungur hásætisins sem endurápeglaði geisl- ana af ennisdjásnum hundrað lénsfursta í fótskör sinni, lét svo vera sem konan óskaði; því hann þráði blíðu hennar. En daginn eftir var ríkisráðsdagur; árla morguns skyldi konungurinn halda fund með ráðgjöfum sín- um. Og Vararudji þjáðist í kvíða og blygðun, er hann hugsaði um nauðrakað höfuð sitt og hann sagði við konu sína: — Yndið mitt, hvað á ég að segja þegar konung- urinn spyr mig hvers vegr.a ég hafi rakað höfuð mitt ? Þá sag'ði kona hans: — Ég mun gefa þér gott ráð. Þú skalt ekki svara honum með orðum, en hne-ggja heldur eins og hestur. Vararuj-di undraðist mjög þetta ráð. En þar sem hann vissi að kona hans var trúnaðarvinkona drottn- ingar og nákunnug öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur, þá grunaði hann að eitthvað byggi undir ráð- :nu og að það væri heillaráð. Og Vararu-dji gekk á konungsfund. En þegar kon- ungurinn, s-em vegna steikjandi sólarhitans hafði hulið snoðrakaða höfuðkúpuna í hvítum líndúk, sá Vararujdi koma með skallann gljáandi eins og fíla- bein-skúlu, þá brosti hann og spurði: Framhald á bls. 12. SPORÐSFEÐGABYLUR At gömtum blöðum — Úr minnisblöðum föður míns, Jóns Hanssonar ÁRIB 1S92 v-ar vorið og sumarið vandræðalegt, og heyskapur mjög rýr. Skepnum var því fækkað um haustið. Mig minnir það vseri snemma í nóvember, sem gerði hart áhla-up, Eftir Hannes Jónsson fyrirvaralaust, svo fé fennti víða. Ég var einn þeirra, sem voru að leita að fé fram um háttatíma, þá vantaði mig 16 kindur. Þeirr-a var leitað dag- inn eftir, bæði af mér og Sigurjónd vinnumanrti minum. Hann 1-eitaði framan úr Bessaborg og út um Sporðshús, og .átti svo að leita Sporðstunguna. En þegar Sigurjón kom út á veg- inn fyrir a-ustan Miðdegishól, þar eru stórir steinar, þá finnur hann þar kvenmann, sem hafði orðið úti dag- inn áður. Hann fór heim að Sporði og bað Jón Gunn-arsson að hjálpa sér til að koma líkinu þangað. Það var þó -ekki gert, heldur var líkið flutt að Selási, og 1-átið þar í k-ofa úti við. Kona þessi hét Anna Guð- mundsdóttir, hafði ætlað að Vatns- hóli, en orðið þarna úti. Þetta var á miðvikudag. Daginn eftir bað Jón í Sporði mig að koma niður eftir að slátra með sér kvígu. Þegar ég sá kvíguna, leizt mér vel tá hana og segi við Jón: Þig mun- ar ekkert u-m að gefa henni í nokkr-a daga, ég ætla að vita, hvort ég get ekki selt kvíguna. Það er þér betra. Morguninn eftir fór ég snemma á fætur, til að láta út fulllorðna féð, og aildrei þessu vant -g-engur m-að- urinn, sem passaði lömbin og kýrn- •ar með mér upp að húsunum. Ég var búinn að opna húsið fyrir sunn- *an lækinn og ætlað-i að fara að hleypa út, en þá segir Jóhannes: tFinnst þér ekki ráð -að reka út og *upp núna, mér sýniist h-ann svo idimmur í loftinu, að ég gæti trúað *að hann gerði vont veður, og þá iaf útsuðri? í hugaunarleysi fór ég 'eftir þessu, og rak féð framtfyrir iNúp og upp á Núpsflóa. Það voru 174 kindur, 40 sauðir iog hitt ær. Ég var svo hjá fénu •þar til orðið var bjart, en þá fór- ég heim og borðaði. Ég var heiima fram um hádegi, en fór þá til fjar- ins aftur og var hjá því fram að rökkri. En þá rýkur hann svo á, að á 200 faðma vegalengd var al- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.