Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 5
Slóð minninganna Anders Österíing hefur skrifað endurminningar sínar um cevi- og starf, 48 ár í sœnsku aka- demíunni og 46 ár í Nobelsnefndinni Eftir Poul P. M. Pedersen íyrir nokkru hefur góðvinur Norð urlanda í Svíþjóð, skáldið og gagnrýn- andinn dr. Anders Osterling, gefið út hjá Bonniers forlaginu mikið og merkt bindi endurminninga sinna. „Slóð minn inganna“ (Minnets vagar). Hann tók að skrifa bókina sumarið 1949, þegar hann var 65 ára. Síðan lá handritið óhreyft í geymslu mörg ár. Nú fyrir nokkrum mánuðum tók hann það aftur fram, strikaði út setningar og kafla, hagræddi ýmsu og slípaði, —og nú er bókin komin á markaðinn. Anders Österling kom í heiminn á páskadagsmorgun 1884 í Halsingborg. Faðir hans, sem var af bænda- ætt, fæddur á smábæ við Vemmen- hög á Suðaustur-Skáni, var ritstjóri blaðs eins á staðnum og rak litla prent- smiðju. Móðir hans var dóttir iðnaðar- manns í Karlskrona. Úr húsinu, þar sem hann fæddist, við Södra Storgatan, var á þessum tíma útsýni jrfir höfnina og sundið. Frá fyrstu bernskuárum sín- um minnist hann fagurrar myndar Krónborgarkastala í fjarska og skip- anna á Eyrarsundi. Hann telur útsýnið af svölunum í Hálsingborg, hafa tengt sig hafinu þeim böndum, sem héldu alla ævi. En áður en drengurinn væri orðinn nógu gamall til að stunda umfangs- österling ásamt Grete konu sinni við sumarhús þeirra 1960. miklar athuganir, fluttist fjölskyldan til Gautaborgar. Dvölin þar varð þó skammvinn. Faðirinn var hrakinn úr stöðu sinni við blaðið með brögðum. Eftir það gerðist hann ritstjómarfull- trúi við hið nýstofnaða Sikánska Dag- bladet. í Malmö var drengurinn fyrst settur í barnaskóla og síðan í menntaskóla. Ungur söng hann í kór Petri—kirkjunn- ar. Mörgum árum seinna minnist hann söngsins í kvæði. Drengjaraddirnar voru iþá fyrir löngu dreifðar og þagnaðar. Hann dreymir, að hann standi einn eftir af skóladrengjunum og syngi: Allena í helligt och skummande rum jag 'höjer mitt bavande solo. Strax í menntaskólanum tók hann að rita umsagnir um bækur í Svenska Dagbladet. Þegar hann varð stúdent, birtist eftirfarandi frétt í öðru dag- blaði: „Bókmenntagagnrýnandi Svenska Dagbladets stóðst fyrir nokkrum dög- um þroskapróf við Menntaskólann í Malmö.“ Þó segir skáldið frá námsárum sín- um og flakki um heiminn, persónu- legum sorgum og gleði. Á leiðinni til Italíu dvaldist hann lengi í Kaupmanna- höfn, bjó í Jernbanegade, þótti borgin ánægjuleg að degi til, en dapurleg og einmanaleg á nóttunni, eins og aðrar stórborgir. Þarna hitti hann aftur Sophus Claus- sen, sem hann hafði kynnzt í París skömmu áður. Danska skáldið bjó í Smallegade. f hópnum, sem safnaðist kringum hann, voru þá Helge og Edith Rode. Andrík fegurð hennar hafði örv- andi áhrif á Svíann unga. Hjá Claus- sen hitti Österling líka norska ljóð- skáldið Niels Collet Vogt, sem var sterkur eins og skógarbjörn, en yfir sig tilfinninganæmur. Árin líða. Ljóð verða til. Einnig er lokið embættisprófi. Staða við háskóla- bókasafnið í Lundi. En nýjar ferðir eru í vændum. 32 ára gamall kvæn- ist skáldið Grete Sjöberg. í bókinni er mynd af henni ásamt tveimur systrum Anders Österling, tvítugur. hennar. Önnur þeirra giftist Christian Giinther, háttsettum starfsmanni utan- ríkisþjónustunnar, en' hin varð frú Brita Drewsen í Danmörku stofnandi Illums Bolighois. Frú Österling varð með árunum töfrandi og höfðingleg húsfreyja á heimilinu í Stokkhólmi og gestrisin við þann stóra hóp menningar- forkólfa, sem safnaðist að hjónunum á fögru sumarsetri þeirra í Falsterbo. Frú Grete Österling lézt í fyrra eftir 50 ára hjónaband. Enginn, sem þekkir Anders Österling, væntir þess, að hann komi í endur- minningum sínum fram með óþægileg- ar uppljóstranir í sambandi við veit- ingu Nóbelsverðlaunanna. En hann skemmtir okkur þó með nokkrum ó- væntum sögum. Sá, sem koma á til greina við úthlutunina, verður að hafa lagt í skáldskap sinn einhverjar „hug- myndir“ með ákveðinni stefnu. Þetta var misskilið af nokkrum, sem sjálfir vöktu athygli á sér við úthlutunar- nefndina, þar sem þeir töldu nægja að hafa fengið „ákveðna hugmynd". f- talskur arkitekt fékk í byrjun aldar- innar þá hugmynd, að byggja ætti kaupstaði þannig, að öll húsin væru undir einu þaki og menn yrðu ekki blautir þótt rigndl Frakki nokkur viidi gjarnan fá verðlaunin fyrir aðferð sína við að smyrja lík, og annar landi hans hafði fundið upp „lifselexír“. Maður einn í San Francisco vildi fá verðlaunin fyrir verk sitt „Gangur ameríska brokk hestsins“. Annar taldi sig eiga verð- launin skilin við að færa í letur und- arlegar draumfarir móður sinnar. Dr. Österling tekur fram, að þessi dæmi séu tekin frá löngu liðnum áratugum. En flónska skýtur ennþá upp kollinum. Amerískur fegurðarsérfræðingur sendi nefndinni fyrir fáeinum árum lítinn pésa, sem hún hafði skrifað um það, hvernig á að fara að því að gerast lizkusýningarstúlka. Hún fékk ekki heldur verðlaunin. Einu sinni var Anders Österling yngsti meðlimur Sænsku akademíunn- ar, um langt árabil var hann ritari stofnunarinnar, en í dag er hann elztl meðlimur hennar. Fyrstu ljóð hans voru raunamædd, en svo færðist hann nær lífinu og varð skáld hafsins, strandarinnar og gróðursins, umfram alla aðra í sænskri Ijóðlist. Sem gagnrýnandi og rit- stjóri útgáfu „gulu bókanna“ hjá Bonn- iers forlaginu hafði hann allra manna mest áhrif á það, hvað lesið var í Svíþjóð á síðustu tveimur áratugunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Anders Österling ritar eftirmála end- urminninga sinan við furuviðarborðið í Falsterbo, þar sem fyrstu orð þeirra komust á pappírinn fyrir næstum tutt- ugu árum. Hann minnist látinnar konu sinnar, sem nostrar nú ekki lengur við blómin sín „í litla garðinum, sem kalla mætti ævisögu hennar ritaða í náttt úruna. Hún er farin ... Húmið leggst yfir, lár niður Eystra- saltsins berst inn um gluggann til mín, og brátt mun ég heyra klukknahljóm- inn frá sveitakirkjunni, því að það er laugardagskvöld." Lestur endurminninga Anders Öster- ling vekja upp aftur og aftur vísur úr þykkum og litríkum ljóðasöfnum hans. Þegar ég legg frá mér bókina „Slóð minninganna", koma mér í hug nokkr- ar ljóðlínur eftir höfund hennar: Ej vet jag vad sláktarv jag delar med fadernas lantliga liv. Jag hör bara vinden som spelar i sáden sitt minnesmotiv. I mig vill den tystnade sángen stá upp tm ett sista farvál . . . Framkv.stj.: Sigíús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjaruason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Sími 22480. Útgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík BflHSBBBBBBHBSHBBI iveg komið í sorta, og veðurofsinn eftir þvi. Nú átti ég að sækja beint u.pp í veðrið, og var þó búinn að koma (£énu út að Stekkjaaiág, en þá gaf fj vetra gamall forustusauðux frá isér. Ég átti 3 sauði þrevetra, sem voru léttrækir, 2 forustiuær og svarta gimbur á annan vetur, sem 'var gott efni. Þegar sauðurinn bil- aði tók önnur forustuærin við og fór á undan, þar til kom á hornið Jundan Skúlalág. En þá gerði hann svo harðan byl, að ekki varð við aieitt ráðið, og skóf féð af horninu eins og þurrt moð úr poka. Og þá gaf féð alveg frá sér. Ég gerði svo mokkrar tilraunir, og gat eitt sinn fengið svörtu gimbrina og aðra for- mstuána til að fara af stað, en hitt ivar mér ómögulegt, að koma hinu Ifénu á stað, og setti þær aftur í Ihópinn og stóð fyrir fén.u. Nú varð ég vitlaus í hræðslu uim piltana, ég vissi af þeim heima, og ibjóst við að þeir hefðu farið að leita að mér og hefðu villzt. Þeg- lar langur tími var liðinn kemur Sig- urjón, og ég sá, að hann kom heim- lanað. Ég varð svo reiður, að það <er í eina skiptið, sem ég hef verið ikominn að því, að berja hjú mitt. <Hann var með svipu í hendinni, og tég þreif hana af honium og sneri <i sundur. Ég fór svo að skamma Siann, Sigurjón sagði, að Jóhannes iværi undir fjárhiúsunuim, og hefði Jiann ekkí átt að fara lengra en isv-o, að hann heyrði til Jóhannesar. Ég sagði Sig.urjóni að stamda fyrir fénu, æddi svo heim að húsunum og skammaði Jóhannes. Ég ra.uk svo heim að bænum, þax .var húsmaðux, sem Anidrés hét. Hann átti hund. Ég bað Andrés að koma með mér, og fórum við þrir <og hittum Sigurjón. Hann lofaði Guð fyrir komu okkar, því sér hefð'i heyrzt mannamál allt í kringum sig. Nú gerðum við margar atrennur að .því, að koma fénu heim að húsain- <um, en gátum ekkert að gert. Við, etóðum því fyrir féniu, en svo var .hríðin áköf eftir dagsetrið, að við <sáum ekkii kindurnar, þó við fynd- >um að við stæðum upp við þær. Nú bættí ekk'i úr, því Jóhannes jþurfti að leysa sig upp, og eftir jþað ætluðu þeir að drepast, ég held imest af hugleysi. Mér þótti illt, að láta þá drepast þama hjá mér, og skipaði þeim .heim. En Sig'urjón sagð- ist ekkert rata, og Jóhannes sagðist ekki fara frá mér, mér var því nauð- ugur kostur að yfirgefa féð. Þegar við fórum á stað var ég fyrstur, hélt isvo hver aftan í annan. Ég hn.aut um istein, sem ég sýndi þeim, enginn þeirra iþekkti hann, og þó var steinninn ein- ikennilegur, klofinn í sundur og stóð <alltaf upp úr, hvað mikil fannalög sem <voru. Ég sagði þeim hvar hann væri, <og könnuðust þá allir við hann. Svo idraslaSi ég þeim heim, og er við kom- <um inn í bæinn segir Sigurjón: Næst ■iGuði eigium við Jóni lífgjöfina að jþakka. Þá var klukkan 9 um kvöldið, og thriðin hafði staðið í 4 tíma. Ég var (funheitur, að ofan var ég í einum vað- málsjakka, tveim skyrtum, annarri úr vaðmáli og hinnj úr heimaofnum tvist- dúk. Er ég fór að verka mig upp var <ég allur blaiutux, það hafði fennt inn- lundir jakkann og þiðnað í hitanum af <mér, enda var jakkinn íu'llur af krapi <að innan Framhald á bls. 12. 28. janúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.