Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 8
Það virðist hafa verið ákvörðun forlag anna, að við farþegarnir á spænska skipinu „Virginia Du Cihurnuca" ætt- um að dvelja um jólin í borginni Vera Cruz í Mexikó og um áramótin í La Guaira í Venezuela. Áætlað var, að skipið færi frá Vera Cruz 13. des- ember, og er það mjög rómað fyrir að halda vel áætlanir sínar. En skrúfan á því bilaði í Curacao og síðan lenti það í versta norðanfárviðri, sem komið hef ur í mannaminnum á Mexíkóflóa, tólf tii fimmtán vindstigum í samtals þrjá- tíu og sex klukkustundir. Við lögðum þvi ekki af stað frá Vera Cruz, fyrr en á annan í jólum, höfðum þó farið um borð í skipið á aðfangadagskvöld. Þannig atvikaðist það, að ég beið í hálfan mánuð í Vera Cruz. Þótt sú væri ekki upphaflega ætlunin, þá gerði þessi töf mér kleift, að kynnast betur mexíkönsku þjóðlífi en mér hefði ann- ars auðnazt. Ég hafði farið frá Mont- real, þegar heimssýningunni lauk í end- aðan október og ferðaðist þaðan með lestum og langferðabílum um Winni- peg, Klettafjöllin, Seattle, San Fran- cisco og Los Angeles til Mexicóborgar. Enda þótt öll þessi leið sé mörg þúsund kílómetrar, þá eru ennþá eftir 5000 sjó- mílur til Spánar, og ísland er jafnvel í enn meiri fjarlægð. Tirginia De Curruca" er bæði far- þega- og vöruflutningaskip, 9000 smá- lestir að stærð, og heldur það uppi reglubundnum ferðum frá Cadiz á Spáni um Kanarieyjar til Mexikó og hafna við Karabiska hafið. Meðalhraði þess er 16 hnútar á klukkustund. Nafn sitt dregur það af spænskri sjóhetju, sem þátt tók í sjóorustunni við Traf- algar. Áhöfn skipsins er 108 menn (allt Spánverjar), en auk þess getur það tekið allt að 300 farþega. í þessari ferð eru farþegar aðeins 18 talsins, flest Spánverjar, ýmist á heimleið eða á leið til La Guaira, en þar er næsta viðkomuhöfn okkar. — Meðal farþeganna er aðlaðandi þýzk stúlka, sem einu sinni var lofuð Þjóð- verja nokkrum, en með því að hann hafði í hyggju að setjast að á íslandi og hún elskar sólina bersýnilega meira en hún elskar hann, þá sleit hún trú- lofuninni. Klefafélagi minn er ítalskur prestur á leið til afskekkts þorps í frumskógum Suður-Ameríku. Það er heppilegra að ferðast á öðru fremur en fyrsta farrými, þar sem við (og öll áhöfnin) fáum ótakmarkað magn af sterku rauðvíni á öllum mál- um, en farþegar á fyrsta farrými verða að greiða sérstaklega fyrir það, ef þeir vilja fá það. Matur er hér sér- staklega góður, sexréttaðar máltíðir tvisvar á dag. Á jólamatseðlinum var kjúklingasúpa, reykt svínakjöt, fiskur frá Bilbao, mexikanskur kalkún, alls konar sælgæti, ostur, kaffi, hvítvín, rauðvín, kampavín og vindlar. Það eina, sem maður saknaði var jólatré og „Heims um ból“. lalið er, að hinn hlýji loftstraum- ur, sem gerir fsland og önnur lönd í Norðvestur-Evrópu byggileg á veturna, komi héðan frá Mexikóflóa. Ég felli mig þó betur við hitastigið á íslandi, því að hér í Vera Cruz hefur hita- stigið daglega verið 25—30 gráður á Celsíus og ekki farið undir 20 gráður jm nætur. Og það á kaldasta árstím- ,inum. Á hinn bóginn er fallegt að ;ijá sólina, jafnvel þótt maður sé í einu ,'ivitakófi. Núna, þegar við erum komin út á sjó, er þægileg svöl gola. Það var í Vera Cruz, sem Spán- verjinn Hermann Cortes kom fyrst að landi með fámennan hóp manna og hesta árið 1519. Hann kom frá Kúbu. Indíánaþjóðflokkurinn, sem búið hafði í margar aldir á þessu landsvæði, tók vinsamlega á móti honum. Frá Vera Cruz hélt Cortes áfram gegnum frumskóga hitabeltisins og yfir Fiskimenn í Vera Cruz að störfum. Miðhluti borgarinnar séður úr lofti. Pétur Karlsson: í VERA CRUZ Á JÓLUNUM Járnbrautartorgið í Vera Cruz. há fjöll, upp til hásléttunnar, til að komast til hinnar fornu höfuðborgar Azteca (forn Indíánaþjóðflokkur á háu menningarstigi). Þetta 'var furðiu- legt afrek í þá daga í ókönnuðu landi. En þarna var líka kvenmaður í spil- inu, ein.s og fyrri daginn. Þarlend Indíánastúlka festi ást á Cortes og hefur eflaust hjálpað honum mikið sem leiðsögumaður, túlkur og njósnari. Hið upphaflega nafn, sem Cortes gaf staðnum, þar sem hann kom að landi, var „La Villa Rica de Vera Cruz“ (Hin ríka borg hins eina, sanna kross). Þar myndaðist brátt aðalhöfnin á þessum slóðum, bæði fyrir spænska landnema, trúboða og kaupmenn, svo og fyrir útflutning hins mikla magns af silfri og gulli og öðrum verðmæt- um, sem Spánverjar tóku frá hinum nýunnu landsvæðum, til að gera sjálfa sig að einni ríkustu þjóð heims. Er- lendir sjóræningjar tóku innan tíðar að sýna borginni áreitni, og var hún rammlega víggirt í byrjun átjándu ald- ar. Tveir stórir varnarkastalar frá þessum tíma eru enn uppistandandi, en veggirnir, sem tengdu þá saman, sjást ekki lengur. Ekki langt frá Vera Cruz er einnig elzta kirkja í Mexíkó, byggð 1524, og heldur hún sér enn mjög vel. Vera Cruz hefur verið miðdepill margra annarra sögulegra viðburða. Þar lýstu Mexikanar yfir sjálfstæði sínu undan yfirráðum Spánverja um 1820. Frakkar skutu á borgina 1838 og aftur 1864, þegar hersveitir Napó- leons þriðja stigu þar á land, til að setja þar á keisarastól Austurríkis- manninn Maximilian og konu hans Kar lottu, sem var belgisk að þjóðerni. Þeirra stjórnartími fékk skelfilegan endi þremur árum síðar. Bandarískar hersveitir réðust á land í Vera Cruz í stríðinu milli Mexikó og Bandaríkjanna 1846 (því lauk svo, að Bandaríkjamenn unnu mikil lönd af Mexikönum, meðal annars allt það land, þar sem nú eru fylkin Kali- fornía, Texas og Arizona) 1914 settu Bandaríkj amenn aftur lið á land í Vera Cruz. T\ öllu þessu geta menn .fengið góða lýsingu í litlu fornminjasafni í Santiagovirkinu í Vera Cruz. Roskinn mexíkanskur leiðsögumaður leiðbeindi mér þar og fræddi mig um ýmis at- hyglisverð efni. — Hann hafði verið sjómaður í 30 ár, þar á meðal á heims- styrjaldarárunum síðari, en þá sigldi hann meðal annars í skipalest frá Kan- ada til Bretlands með viðkomu á Græn landi og fslandi. Þetta var yndislegur maður, með hjarta úr gulli. Hann sagði, að sjórinn og styrjöldin hefðu kennt sér að bera virðingu fyrir fólki um allan heim sem „börnum guðs“. Á stríðsárunum hafði hann gefið fátæk- um verkamannabörnum í illa útleikn- um brezkum borgum næstum alla mat- arskömmtunarseðla sína. Jafnhliða sagði hann mér, að Mexikanar væru hrifn ir af Þjóð'verjum, enda væru þeir í hópi þeirra stórþjóða, sem aldrei hefðu unnið landi þeirra neitt tjón. N 1' u til dags er Vera Cruz ny- tízk'uleg hafnarborig með um 150 þús- und íbúa. Höfnin var byggð að mestu leyti undir yfirstjórn Englendings nokk urs, Pearsons að nafni, undir lok 19. aldar. Þar eru margir beinir, samsíða hafnargarðar, og er höfnin í beinum tengslum við aðaljárnbrautarkerfi ná- grennisins. í höfninni liggja að jafn- aði eigi færri en 10 skip, frá 6000— 9000 lestir að stærð. Þegar ég gekk um hafnargarðana, sá eg skip frá Nor- egi, Svíþjóð, Danmörku, Vestur- og Austur Þýzkalandi, Kúbu, Sovétríkjun- um, Bretlandi, ísrael, Hollandi, Spáni 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28.janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.