Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 14
Nýjar erlendar bœkur Josef Pieper: Was heisst philosophi- eren? — ijber den Glauben — Hoffnung und Geschichte. Kösel- Verlag Miinchen 1967. DM 6.50; 8.— Það fyrsta upptalinna kvera eru fjór- li fjjrirlestrar, sem eru nokkurskonar inngangur að heimspekinni. T. S. Eliot ritar eftirmála, en hann dáði mjög þennan höfund og átti frumkvæði að því að rit eftir hann voru þýdd á ensku og gefin út af Faber og Faber, en Eliot var einn forstjóra þess forlags. Pieper skilgreinir hugtakið, sem hér um ræð- ir, á þann hátt sem hann skilur það og með þeim forsendum, sem hann gengur út frá. Einnig ræðir hann tengsl guð- fræði og heimspeki. í kverinu „tíber den Glauben" ræðir hann ástæður til trúar og skilgreinir orðið og nauðsyn trúar. Höfundur er kaþólskur thómisti og kenningar hans og skoðanir eru því mótaðar af kenningakerfi kaþólsku kirkjunnar. Síðasta kverið fjallar um söguskoðanir og skoðanir höfundar á þeim. Þetta eru fimm fyrirlestrar, sem höfundur hélt í Salzburg. Höf. spyr hvort saga mannkynsins gefi tilefni til þess að álíta að von sé betri tíma. Þetta kver er þörf hugvekja og eins og hin fyrri skrifað af þekkingu og skyn- samlegu viti. The Eighth Day. Thornton Wilder. Longmans 1967. 30/— Frægð Thorntons Wilders sem rit- höfundur hófst með annarri skáldsögu hans „The Bridge of San Luis Rey“, sem kom út 1927. Hann hefur sett saman fjölda skáldsagna og leikrita. Þessi saga hefst 1902 með morði og ákæru á hend- ur saklausum manni, sem er dæmdur sekur, en á leiðinni til aftökustaðarins er honum bjargað af grímuklæddum mönnum. Höfundur lýsir flótta Johns Ashleys, hin ákærða, til Suður Amer- íku og baráttu konu hans gegn fátækt og tortryggni smáborgarinnar. Höfund- ur rekur síðan sögu sonar hans, sem berst til valda í blaðaheimi Chicago og barna hans. Höfundur vefur inn í frá- sögnina fyrri atburðum, þannig að for- tíð og nútíð fléttast saman. Draumar ungra elskenda eru ofnir inn í ömurleg- an raunveruleika fátæktar og vandræða, og harmur liðinna ára blandast von og gleði afkomenda þeirra, sem liíðu harm leikinn. Að lyktum er morðgátan leyst. Þessi saga spannar visst skeið og mann- leg örlög þessa skeiðs í hnotskurn. The Anxiety Makers. Some Curious Preoccupations of the Medical Pro- fession. Alex Comfort. Nelson 1967. 30/— Hlutur lækna í baráttunni fyrir bættu siðgæði hefur stundum orðið til þess að auka stórlega ótta og kvíða meðal al- mennings, einkum á þetta við allt það sem snertir kynferðismál. Þeir hafa tek- ið þátt í baráttu siðgæðispostulanna gegn „sexinu“. Undarlegustu hömlur voru lagðar á unglinga á vissu aldurs- skeiði, sem gerðu það að verkum að þeir lifðu í stöðugum ótta við eigin syndsamlegar girndir. Þeir ráðlögðu hin furðulegustu apparöt til þess að varna sjálfsflekkun, sem þeir töldu að myndi leiða til sjúklegs sljóleika. Höfundur rekur þessa furðulegu sögu og baráttu margra ágætra manna gegn hindur- vitnum og „ráðleggingum" læknanna. Þetta er mjög fróðleg bók, höfundur er sjálfur læknir og hefur skrifað nokkr- ar bækur, auk þess sem hann hefur flutt fjölda fyrirlestra í útvarp og sjón- varp í Bretlandi. Bókinni fylgja nokkr- ar myndasíður. Chaucer’s World. A Pictorial Comp- anion. Maurice Hussey. Cambridge University Press 1967. 15/— Bók þessari er ætlað að gefa nútíma- mönnum hugmynd um líf manna á Eng landi um daga Chaucers. Höfundur hefur valið þær myndir sem bezt falla að efninu og sér í lagi eins og það birtist í Canterbury Tales. Hann hefur lagt alúð við að velja þær myndir, sem sýna hugmyndir miðaldamannsins um trú og vísindi, en þær eru flestum mið- aldahugmyndum fjarlægastar nútím- anum. Það er geysimikill fróðleikur kominn saman í þessari bók um hug- myndir og líf miðaldamannsins. Höf- undur notar Canterbury Tales sem grind, hann útlistar síðan hvern þátt kvæðisins og birtir myndir til skýring- ar. Myndirnar eru ýmist frá miðöldum eða ljósmyndir af byggingum frá þeim tímum. Memoirs. Clara Malraux. Bodley Head 1967. 30/— Minningar þessar komu út í tveim- ur bindum í París 1963 og 1966. Hér eru þær gefnar út í einu bindi í enskri þýðingu Patricks O’Brians. Bækurnar vöktu mikla athygli þegar þær komu út í París. Ýmsir hneyksluðust á þess- um skrifum um einkamál manns, sem var mjög í sviðsljósinu, og þótti hæpið að fyrrverandi eiginkona hans skyldi gera sig seka um slíka smekkleysu. Clara kynnist André Malraux skömmu eftir fyrri styrjöldina. Hún vakti hneykslan fjölskyldu sinnar, með því að ferðast og búa með honum án þess að hirða um borgaralegt velsæmi og giftast. Það varð síðar. Höfundur lýs- ir samlífi þeirra og baráttu með frem- ur tilgerðarlegum stílsmáta, hún virðist reyna að ná stíllegum áhrifum, sem eru henni enganveginn eðlileg og stíll bók- arinnar verður þess vegna strengdur og falskur. Það verður skiljanlegt eftir lestur bókarinnar, að André Malraux skyldi skilja við þessa konu og jafn- framt lítt skiljanlegt að hann skyldi ekki gera það fyrr en eftir tuttugu ára hjónaband. John Galsworthy: The Man of Pro- perty — In Chancery — To Let — The White Monkey — The Silver Spoon — Swan Song. Penguin Books 1967 33/— (samtals). í ár koma út endurprentanir á bók- um Galsworthys í tilefni 100 ára af- mælis hans. Penguin útgáfan hefur nú gefið út sex af níu bókum Forsyte sög- unnar. Hinar koma síðar á árinu. Þetta eru mjög vandaðar útgáfur og mjög handhægar. Ættarsaga Forsytanna er saga lífs og dauða „upper middle class“ á Englandi. Höfundurinn var sjálfur úr þessari stétt og bar flest einkenni henn- ar og söguefni hans og persónur voru sóttar í eigin ætt. Þetta er ódýrasta út- gáfa Forsyte sögunnar sem nú er fáan- leg. 14 LESBÓK MORGU.NBLAÐSINS 28. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.