Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 10
ÞAÐ, H VESSIR , A HEITA BLOÐIÐ Sveinn Kristinsson rœðir við Sigurð Jóhannesson frá Þingeyri Sigurffur Jóhannesson. SIGURÐUR heitir hann og er Jóhannesson. Fluttist sumarið 1964 að Hrafnistu, dvalarheim- . Ui aWraðra sjómanna, en hefur annars nær alla ævi búið á Þingeyri í Dýrafirði. Hann er áttatíu og þriggja ára að aldri, stundaði sjó um langan aldur, en auk þess seglasaum, verzlunarstjórn, harmonikuleik, húsvörzlu og ýmis önnur störf, sem til féllu. Ekiki ýkjahár maður, en þrekinn. Léttur í lund og góðlátlegur. Ég kom óforvarins til hans einn eftirmiðdaginn og bað hann að segja mér sögur. Sannar sögur af sínum æviferli. — Það er hætt við þú kornir í geitarhús að leita ullar, að tala við mig drengur minn, ef þig langar í ævintýralegar hreystisögur, segir hann. Ég hefi aldrei lent í neinum sérstökum hetjuraunum á sjó eða landi. — Svo er það nú þannig með ykkur þessa blaðamenn, að þið eruð vænskilegir gripir. Getið átt tii að umturna öllu og færa til verri vegar, færa það, sem ykkur er sagt í form, sem ekki tilheyrir. Það er nú meinið. Ég játaði, að það væri misjafn sauður í mörg-u fé, en lofaði að halda mig sem allra næst sannleikanum, er ég endursegði frásagnir hans. — Jæja þá, ég er fæddur í Haukadal í Dýrafirði, 3. október 1884, en þegar ég var ársgamall, fluttu foreldrar minir tii Þingeyrar. Við vorum sex systkinin, fjórir bræður og tvær systur, komumst fimm upp og erum fjögur lifaridi enn, þrír bræður og önnur syí.tirin. Ég var elztur minna systkina, sex árum eldri en það næsta. — Var fjárhagur foreldra þinna þröngur? — Ekki svo mjög. Faðir minn, Jóhannes Ólafsson, va.r snikkari lengi hreppstjóri og þingmaður Vestur- ísfirðinga 1903—1907. Hann var talinn sæmilega efn- aður, að minnsta kosti síðari árin. Þegar ég var sex ára, tók hann að sér hótelrekstur á Þimgeyri. Rak þar hótel í 9 ár. Það var á ástandsárunum og aðstaða til hótelreksturs betri af þeim sökum. — A ástandsárunum, ét ég eftir og þigg í nefið, til að skerpa heyrnina. Hófust þau fyrr en 1940? — Já, á Dýrafirði. Þá voru þar 10—12 bandarísk fiskiskip á sumarvertíðum. Söltuðu aflann og sigldu með hann heim á haustin. Höfðu uppsátur á Þingeyri. Þetta voru svo Ijómandi fallegar skútur og vel byggð- ar Þeir stunduðu þessar veiðar þarna um 10 ára ~ skeið En hættu þá vegna minnkandi afla. — Og myndaðist ástand í kringum þá? — Já, sem ekki var nú kannsfce hægt að lá kven- fólkinu, því hvað máttu heimamenn sín í sínum sfcinn- sokkum, svokölluðum dorningum, og á skinnsfcóm, á móti þessum fínu mönnum í dönskum skóm og með harða hatta? Svo dönsuðu þeir prýðisvel. — Heldurðu að kvenfólk meti karlmenn mikið eftir fclæðnaði þeirra? — Já, á því er ekki vafi, fín föt karlmanna hafa miki1. áihrif á kvenfólk, ásamt fleiru að sjálfsögðu. — Hvernig náungar voru svo þessir Ameríkanar? — Og þetta voru svo sem ekki slæmir menn. En þeir drukku talsvert, einkum sterkt öl á hótelinu hjá pabba, og þ-eir voru svolítið áflogagjarnir innbyrðis. Þó höfðu þeir þá föstu reglu að fljúgast aldrei á innan húss eða úti á sjó. Sinnaðist þeim úti á sjó, þá urðu áflogin að bíða landtöku. Það held ég. — Hvernig voru iífskjör almennings á Dýrafirði svona um aldamót? — Og þau voru náttúrlega misjöfn, víða þröngt í búi, en (hungur var nú held ég orðið lítið þekkt þar. Aðalvinnan var náttúrlega sjósókn og landvinna í sambandi við hana. — Nei enginn held ég hafi nú beint soltið. — Þú hefur ungur farið að stunda sjó? — Já, ég var 17 ára, þegar ég réði mig á litla skútu, sem hét Mary. Skipstjóri á henni var Ólafur Kristjánsson, stjúpfaðir Steingríms Jónssonar, sem síðar varð rafveitustjóri í Reykjavík. — Fékkstu fullan hlut strax? — Ég var ráðinn upp á fast kaup, 9 krónur á viku og frítt bæði. Svo var premía. Hún var tveir aurar á hvern fisk, sem maður dró. — Þú hlýtur að vera orðinn ríkur maður, Sigurður. — O nei. Níu krónur voru nú að vísu meiri pen- ingar í þá daga. Og síðar átti ég auðvitað eftir að vinna fyrir hærra kaupi. Og kannski hefði ég orðið ríkur rneð tímanum, ef ég hefði kunnað nógu vel með penmga að fara. En mér héflzt aldrei sérstaklega vel á peningum. Ég var til dæ-mis dálítið blautur á tíma^ bili. Og það tekur nú alltaf í pyngjuna. — Nú, þótti þér gott brennivín? — Gott, nei ekki aldeilis. Mér hefur ailltaf þótt allt áfengi vont á bragðið. Það eru áhrifin, sem ég hefi verið að sækjast eftir. Þau hafa mér þótt góð. Það er náttúrlega hægt að gera vín betra á bragðið, með því að blanda það með gosdrykkjum, jú. — Byrjaðirðu ungur að bragða vín? ■—■ Já, ég byrjaði svona með öldinni, 16 ára gamall. Þá hefd ég brennivínsflaskan hafi fcostað um 65 aura. — Kannski hefur nú aldrei verið hægt að kalla mig verulegan d'rykkjumann. Ég var svona túramaður. Drakk stundum svona þrjá daga í röð, en bragðaði það svo ekki í milli, í mánuð eða meira. — Telurðu brennivín ekki óhollt? — Það er ég ekki viss um. Ég heyri til dæmis sagt, að alkóhól sé notað í mörg meðöl. Annars var það merkilegt með mig, þó ég væri dálítill vínmaður, þá var ég hlynntur vínbanninu, þegar það var sett. Já, studdi það eins og ég gat. — Hvað átti það nú að þýða? — Ég veit ekki. Ég held ég hafi talið, að bannið yrði framkvæmanlegt til lengdar og þá til bóta fyrir heildina. Og vildi þá fórna svolitlu fyrir það. Já ég var meira að segja einn af stofnendum stúkunnar og var í henni i þrjú ár, og bragðaði ekki vín þann tíma. Þingeyri viff Dýrafjörff þar sem Sigurffur Jóhannesson átti heima. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.