Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 7
að hnýta í mig fyrir athæfið, en þetta hjálpaði nú mikið á mínu heimili á þeim árum, þegar lítið var að bíta og brenna. — Hvað gerðir þú svo á sumrin? — Á sumrin var maður svo sendur í sveit og ég var 6 sumur á Hvoli í Mýr- dalnum. Þar var sögufrótt fólk og dug- legt, manni var haldið vel að vinnu og hafði gott atlæti og afskaplega gott fæði. — Hélztu áfram námi eftir barnaskól- ann? — Ekki gerði ég það nú fyrr en síðar. Þegar ég var búinn með barna- skóla kom Þorsteinn Þ. Víglundsson til mín og vildi greiða fyrir mér og bauð mér að koma á unglingaskólann hjá sér, en ég gat það ekki vegna þess að ég varð að vinna og ég var búinn að ráða mig í verzlunarstörf hjá Einari Sigurðs- syni. Mér þótti hart að komast ekki í skólann, en svo varð að vera. Einar Sigurðsson var höfðingi í lund, hélt vel um sitt, en ég man eftir því að hann bauð mér með sér á Alþingishátíðina 1930. Ekki komst ég þó með, mig minnir að ég hafi ekki átt nógu góð föt til þess að fara í slíkt ferðalag. Áratugum seinna sá ég hvað það var slæmt að sleppa þessu tækifæri. Hjá Einari, þeim verið það lengi að ég afgreiddi 14 blöð í einu og þótti þá ýmsum vera farið að slá í það elzta. Minnisstæðasta at- vik frá fréttamenskunni var þegar menn irnir voru skotnir á Fróða og hljóp ég mikið í fréttaleit þann dag sem Fróði kom. Einnlg er minnisstætt Helga-slys- ið og Hraðfrystihúsbruninn 1950. Nú, haustið 1937 fór ég á samvinnu- skólann og sló þá Viggó heitinn Björns- son, þann mikla heigursmann um 1000 kr. víxil og þeir peningar áttu að duga mér yfir veturinn og gerðu, en ég var orð- inn andskoti mötustuttur í vetrarlok. Seinni veturinn bjargaðist svo með að- stoð góðra. Illa gekk að borga þetta, en það hafðist að lokum. Þegar Sam- vinnuskólanum lauk varð ég forstjóri fyrir Samkomuhúsinu í Eyjum og þótti mörgum það skrítið og kannski ekki sízt mér sjálfum. Maður þótti líklega ekki nógu veraldarvanur, en áhuginn var fyrir hendi og fyrsta árið græddust 7—8 þúsund krónur, sem voru miklir peningar í þá tíð. Það voru til frekar litlir peningar á þessum árum, en fólk gerði það bezta úr hlutunum. Ég man það t.d. að blessaðar stúlkurnar sem áttu nú takmarkað af aurum en vildu gjarnan fara á dansleiki áttu það til að biðja um einn sítrón, sem kostaði 65 BJORNGUOMUNDSSON Bátur Björns Guðmundssonar, Björg- VE 5. Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson. ÚTVEGSBÓNDI í VESTMANNAEYJU M — Þú er fæddur og uppalinn í Eyj- um, Björn. — Já, ég er fæddur hér í Vestmanna- eyjum á jónsmessunótt 1915 og hér hef ég búið alla tíð, enda eru Eyjarnar hluti af manni sjálfum. — Var ekki margt brallað á unglings- árunum? — Eins og gengur, þá var það og við brölluðum ýmislegt peyjarnir. Ann- ars þurfti ég fljótlega að fara að snúa mér að alvörunni. Ég missti föður minn í miklu sjóslysi hér 1924, þá fórust 8 menn og meðal þeirra var Halldór Gunn laugsson læknir. Þeir höfðu farið á bát út í Gullfoss með lækninn og ætluðu að lenda við Eiðið, en bátnum hvoldi og þeir fórust allir, nema einn, Olafur Vilhjálmsson frá Múla. Sjónarvottar voru að slysinu, en það var ekk- ert hægt að gera vegna sjógangs. Þetta var rétt fyrir jólin. Ég var þá elztur 5 systkina minna, 9 ára gamall- Foreldr ar mínir höfðu reist hérna bú í stríðs- byrjun fyrra stríðsins eins og margir aðrir, þetta voru velti og uppgangstím- ar á þessum árum og bærinn var að þróast upp í meiriháttar fiskibæ. Hér þótti mjög lífvænlegt og motorbátunum fjölgaði stöðugt. — Var faðir þinn úr Eyjum? — Nei, faðir minn Guðmundur Eyj- ólfsson var undan Eyjafjöllunum og fJutti hingað ásamt móður minni Áslaugu Eyjólfsdóttur sem var fædd á Bæ í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Þegar þau fluttu hingað áttu þau ekkert til, en þetta var bjartsýnisfólk. Þegar faðir minn féll frá var fjárhagurinn ekki neitt stórkostlegur og maður varð fljótt að fara að hjálpa til að koma heimilinu áfram. Þá voru hér uppi tvö mjög stór útgerðarfyrirtæki sem Gísli J. Johnsen og Gunnar Ólafsson áttu. Þessi fyrir- tæki keyptu þorsklifur á vertíðum. Þeg- ar mikið var um að vera féll til lifur, sem lá eftir á bryggjum og á floti í sjónum. Þá fór maður gjarnan snemma á stjá á morgnana, áður en farið var í skól ann og oft v'ar maður uppi um fjögur- leytið, og safnaði lifur og lagði inn hjá þeim Gísla og Gunnari eftir atvikum. Fyrir þetta fékkst stundum talsvert fé að þeirra tíma mælikvarða og ef heppn- in var með gat þetta farið up í 7—10 kr. á dag og daglaun þá voru um 10 kr. Þannig gat morgunstundin oft verið drjúg. Einliver samtíðarmaðurinn var nú höfðingja, var ég í 2—3 ár og eftir það fór ég að vinna svona hingað og þangað og keypti þá m.a. fisk hér til útflutn- ings fyrir þá Jóhann Þ. Jósefsson og Ásgrím í Akurgerði í Hafnarfirði. Mér er það sérlega minnistætt hvað vel var gengið frá ýsunni til útflutnings, en hún var ísuð og mátti ekki sjást sjó- slegin. Þetta var vandað fram úr hófi og mikið nostrað við fiskinn. Maður vann svona sitthvað, verkaði fisk, vann við útskipun o. fl. — Langaði þig í verzlunarstörfin? — Eina starfið sem mig langaði reynd ar alltaf sérlega til að fást við var blaðamennska og það kom nú fljótt fram því að árið 1934 gáfum við Ási í Bæ út blað sem hét Dundur. Ég var frétta- ritari Morgunblaðsins í Eyjum 1938 og hef verið það alla tíð síðan og hefur gengið á ýmsu í þeim efnum. Ég hef einnig séð um dreyfingu Mbl. hér í bæ og í því sambandi hef ég stundum verið mikið skammaður og sérlega þó fyrr á árum.. T.d. einu sinni höfðu engar ferðir aura og fá 3 glös með, og sítróninu var svo skipt bróðurlega. — Varstu lengi þarna við Samkomu húsið? — Nei, ég var þarna í tæp tvö ár. Þá háttaði til á annan hátt en nú, því yfirleitt var dansað til kl. 4 og þá voru líka tvö bíó í bænum og mikil samkeppni og eftir böllin þurfti að koma upp bióauglýsingum og ganga frá ýmsu. Þannig var það oft að ég var þarna í Samkomuhúsinu svo til allan sólar- hringinn. Samkomuhúsið var í daglegu tali kallað „Höllin“ og þarna fékk ég viðurnefnið „Hallardraugur“, sem var nú fjandi sniðuglega til fundið. Margir héldu að mér væri stríðni í þessu, en ég hafði bara gaman af. Hvenær byrjaðir þú eigin atvinnu- rekstur að fullu? — Árið 1940 byrjaði ég að verzla og átti þá hreint ekki neitt. Ég sló allt út hjá heildsölum og voru mér margir hjálpsamir. Ég man sérstaklega eftir Framhald á bls. 14 4. febrúar 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.