Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Blaðsíða 14
Eftirfarandi skák var tefld á al- þjóðlegu skákmóti í Bognior Regis í Englandi 1967. Hvítt. O. Jacobsen Danmörku) Svart: Keene (Englandi) Sikileyjarvörn. SKAKDÆMI 1 W 1 8 Vtl Ipjyil w*w* fl 1 ¦ 0 'iff Ki Sb i iH|p %fi<% wm jm ÉÍÍ |1I| m m 1 ¦ ^ II B H ^^^ cs? ¥*&% Svartur leikur og vinnur. Lausn í riæsta blaði. Lausn á síðasta skákdæmi er á blaðsíðu 13. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Rc3 Bg7 6. Be3 d6 7. Dd2 Rf6 8. 13 0-0 9. Bc4 Bd7 10. Bb3 Da2 11. 0-0-0 Hf-c8 12. Kbl Re5 13. h4 Rc4 14. Bxc4 Hxc4 15. Rb3 Da6 16. Bd4 Ha-c8 17. h5 Be6 18. hxg6 fxg6 19. gá Bf7 20. Hh2! Rxe4!? 21. fxe4 Bxd4 22. Rxd4 Hxc3 23. b3! Kf8 24. Hxh7 Kc8 25. Df2! GefiS. ATHAFNAMENN Framhald af bls. 7. Jóni Kjartanssyni í Víking, sem var sérstaklega elskulegur. Ég var alveg lúsheppinn á þessum árum, alveg lús- heppinn. Fiskverðið hækkaði í verði, en kostnaðuri við fiskverkun stóð í stað. Þarna fór afkoma manna að stór- batna. Á þessum tíma hafði ég verzlun sem var opin til kl. 11,30 og hafði það ekki tíðkast hér áður og af þessu var ég oft kallaður Bjössi á barnum. Þessi verzlun gekk nú heldur vel og mér var ýtt út í það löngu áður en ég gat að kaupa húsnæði undir verzlun- ina. En verzlun hér í Eyjum út af fyrir sig virkaði ekki vel á mig og mér fannst að ég væri vart sáttur við sálina í mér nema að vinna að atvinnu- málum hér sem beinlínis snertu útgerð- ina. 1951 keypti ég með kunningja mín- um, bát, sem var ágætur eftir að nokk- ur viðgerð hafði farið fram á honum. Annan keypti ég svo 1955 með öðrum, en báða bátana eignaðist ég alveg síðar. Fyrstu útgerðarárin seldi ég fiskinn í frystihúsin, en mig langaði brátt sjálf- um að koma mér upp aðstöðu til að verka fiskinn og svo vildi til að 1957 var okkur gefinn kostur á því nokkr- um mónnum, að kaupa hlutabréf í fs- félagi Vestmannaeyja, sem þá þurfti að auka mjög hlutafé sökum fjárhagserfið- leika. ísfélagið er fyrsta frystihús landsins. Ég var fyrst í stjórn fsfélags- ins 1957 og undanfarin ár hef ég verið stjórnarformaður félagsins. Við rekstur þessa frystihúss hefur verið sérstak- lega ánægjulegt að fást við. Fyrir það fyrsta, þá hefur það á síðari árum gengið all sæmilega og í annan stað þá hef ég verið ákaflega heppinn meS samstarfsmenn og félaga við þennan rekstur. Þannig standa málin í dag, ég vinn að þessu þrennu, verzlun, útgerð og frystihúsrekstri. — Nú hefur þú unnið mikið að félags- rnálum, Björn. — Ég hef alla tíð haft ákaflega gaman af félagsmálum og upp úr 1930 var ég formaður ungra sjálfstæðismanna hér í Eyjum í tvö ár, en hætti þá. Um 1942 var Einar Sigurðsson ritstjóri Víðis, málgagns sjálfstæðisflokksins, og ég hjálpaði honum þá mikið við að skrifa í blaðið og hafði gaman af. 1946 voru bæjarstjórnarkosningar í Eyjum. í próf kosningunum um frambjóðendur man ég að ég þótti koma nokkuð vel út af ungum og óreyndum manni og þá byrj- aði ég í pólitíkinni að ráði. í bæjar- stjórn var ég þá tvö kjörtímabil frá 1946—1954. Á þessu félagsmálastarfi og þáttöku í bæjarmálavafstri lærði maður geysilega mikið. Þá um skeið var ég formaður Sjálfstæðisfélags Vest- mannaeyja og einnig um árabil formað- ur í félagi ungra sjálfstæðismanna, þá var blómlegt félagslíf. Um sinn hætti ég svo að glugga í pólítíkinni, en var aftur kosinn í bæjarstjórn 1966 og síð- ustu árin hef ég verið formaður full- trúaráðs sjálfstæðisflokksins í Eyjum. í gegn um árin hef ég margoft verið ritstjóri Fylkis, málgagns Sjálfstæðis- manna og svona vasast í þess- um málum. Oft hefur nú verið^ gaman að vafstrinu og ýmislegt skeð. Ég man eftir því einu sinni að við höfðum verið að rabba saman sem oftar við Baldur Ólafsson bankastjóri. Fundust okkur þá slælegar samgöngur við byggðarlagið og efndum til borgarafundar um málið, og upp úr því var Herjólfur eiginlega byggður, en hann hefur komið í góðar þarfir og hefur skapað stöðug- leika í samgöngumálum Eyjaskeggja. — Hefur þú ekki unnið að útgerðar- málum á félagsmálasviðinu? — Jú, nokkuð. Ég var formaður Út- vegsbændafélags Vestmannaeyja 1955—, 62 og samhliða þyí í stjórn Landsam- bands fslenzkra Útvegsmanna og síðan aftur í þyí félagi frá 1966 og einnig í stjórn L. f. U. — Hvernig hefur verið að vinna að þessum málum? — Það hefur verið ákaflega gaman að starfa að útvegsmálum. í þessu starfi hefur maður kynnst mönnum, sem hef- ur verið skemmtilegt að umgangast í sambandi við þau. Hér í Eyjum snýst allt um fisk og útvegsmál, þótt fólk hafi áhuga á mörgu öðru og sinni því, því hér er félagslynt og duglegt fólk. — Hvert er helzta tómstundagaman þitt hér í Eyjum? — Það er nú margt við að vera hér í Eyjum í sjálfu sér, þó það láti ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn og maður tekur talsverðan þátt í félagsstarfinu. Að öllu jöfnu eyðir maður nú mestum tómstundatíma í bókalestur og ég kaupi mikið af bókum og reyni aS íjylgjast með í þeim málum, því að kannski eyð- ir maður ekki of miklum tíma í að auðga andann. Annars er nú brauð- stritið ofarlega á baugi hjá manni. Eins og allir vita er náttúrufegurð Eyjanna viðbrugðið og ég er nú þannig gerður, og elska það mikið mína heimabyggð, að mér finnst umhverfið og klettarnir hér í kring æ fegurri eftir því sem árin líða. Til þess að njóta þess enn betur og sja landlð" frá öBrum sjónar- hól, ef svo mætti að orði kveða, þá keyptum við Tryggvi bróðir minn og kunningi okkar trillu og hún er notuð á vor og sumar kvöldum og um helg- ar til að lóna á hér í kring um Eyj- arnar, renna færi og huga að fugli. Þetta eru ánægjustundir sem geymast í hugarfylgsnunum og er leitað til í hret um vetrarins og þegar hann kemst upp í suðaustan fjórtán. Á. Johnsen. ! %• ! S ^*o r> ^2 si ,s 9< i^ ^ Klara Margrét Gug- mundsson, eiginkona Ólafs Þ. Guðmunds- sonar. HJÓNIN á Bræðraborgarstíg 3 eru bæði bornir og barnfæddir Reykvík- ingar. Ólafur Þ. Guðmundsson starfar hjá O. Johnson & Kaaber og sem sannur Vesiturbæingur (hann er fæddur fyrir vestan Læk) er hann að sjálfsögðu KR-ingur og hefur lengi starfað þar að félagsmálum. Klöru konu hans munu margir kannast við, einmitt vegna kunnáttu hennar í matargerðarlistinni, enda eru þær orðnar býsna margar veizlurnar, þar sem hún hefur haft veg og vanda af veitingunum. Nú skyldi ma'ður ætla, að nokkurn lærdóm þyrfti til þess að taka að sér að útbúa veizlumat, en Klara lætur lítið yfir því. Hún kveðst enga skólamenntun hafa í matargerð, en sjálfsnámið er ekki síður affarasælt, þegar fylgist að áhugi og hæfileikar. Ólafur kann vel að meta matreiðslukunnáttu konu sinnar, og hann á það sameiginlegt með mörgum karlmónnum, að uppáhaldsmatur hans er gott buff, sem Klara matbýr með ýmsu móti. Ein uppskriftin er: Buff með ferskjum 1 kg. nautakjöt 8 sneiðar bacon 4 laukar 1 dós ferskjur. Kjötið er skori'ð í 8 sneiðar, barið, steikt á pönnu og soðið í potti. Á meðan er laukurinn brúnaður og baconsneiðarnar léttsteiktar á pönnunni. Kjötið tekið upp úr og sneiðunum raðað í ofnskúffuna. Laukurinn settur ofan á, síðan baconsneiðarnar og ein ferskja ofan á hverja sneið. Tvær matskeiðar af smjöri eru bræddar, jafnað með sa. 3 matsk. af hveiti. Þetta er látið ofan á me'ð skeið og síðan er rétturinn bakaður í ofni, þar til kom- inn er litur á smjörið og hveitið. Þessi uppskrift er handa fjórum. Með buffinu eru bornar soðnar kar- töflur og Hvítkálssalat. í það er blandað saman sa. 400 g af rifnu hvít- káli, 1 lítilli dós ananas, sýrðum gúrkum, 200 g mayonnaise, 2 dl. af þeytt- um rjóma og piparrót eftir smekk. Piparrót má oftast fá í túbum eða duft, þegar ekki er til ný. Og svo sakar ekki að láta fylgja eina smákökuuppskrift. — Þessar kökur hafa þá náttúru, að þær verða helzt að bakast í einrúmi, því annars geta þær átt það til að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Húsbóndinn á heimil- inu hefur mikið dálæti á þessum kökum, og samkvæmt þeirri ágætu reglu, að hver húsmó'ðir skíri sínar uppskriftir, hefur Klara gefið þeim nafnið Ólakökur 1% bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft % tesk. salt 1 tesk. matarsódi 1% bolli sykur 2 egg 100 g smjör 6 matsk. síróp 1 bolli haframiöi 1 bolli kókosmjöl Þurrefnin sett í skál og síðan öllu blandað saman og hrært. Sett með te- skeið á smurða plötu, þrýst á með gaffli, sem vættur hefuir verið í köldu vatni. Kökurnar eru fljótbakaðar, en hafa verður í huga, að þær renni mikið út við bakstur. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.