Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 2
Bátur í hafróti við Kletta í Eyjum. / FÁNGBRÖGÐUM__________________ leg til að snúast á ný. Meðan þessu fór fram hékk „Frægur“ í netatrossunni, sem þeir höfðu verið að draga en var að öðru leyti eins og stjórnlaust rekald. Var nú von þeirra félaga sú að „Fræg- ur“ gæti hangið í trossunni þar tilhjálp bæiist. En ekki leið á löngu þar til sú von brást. Um klukkan tíu um morguninn slitnaði trossan og tók þá bátinn að sjálfsögðu að reka undan vindi og sjó. Var þá gripið til þess ráðs að hífa segl og sigit inn á milli báta og annarra fiskiskipa, en þau voru all mörg og ýmissa gerða á þessum miðum. Þá var og hifð upp -,-eifa en svo einkennilega brá við að svo virtist sem enginn um borð í skipum þessum virtist taka eftir benni, eða bátnum undir seglum, enda sýndi ekkert þeirra neina tilburði til aðstoðar ,,Fræg“. Þegar kom fram yfir hádegi fór vind- ur harðnandi og var komin mikill sjór og all mikið hvassviðri þegar kom fram á miðjan dag. Tók þá einnig að snjóa mikið, svo að skyggni varð lítið sem ekkert. Þó fór svo að bátsverjar á „Fræg“ urðu varir sex skipa rétt við borðstokk bátsins. Þótt erfitt væri að greina tegund þeirra í sortanum, töldu þeir að þrjú þessara skipa hafi verið færeyskar skútur, eitt sennilega línu- veiðari og tveir breskir togarar. Ekki veittu skipverjar á neinum þessara skipa ,,Fræg“ nokkra eftirtekt þrátt fyrir til- raunir bátsverja til að vekja á sér at- hygli, enda kannske ekki við að búast að svo lítill bátur sæist í sortanum. Var nú útlitið orðið all illt hjá þeim félögum að vera á reki í ört vaxandi vindi, sjógangi og hríðarbyl og reka út af svæði því sem helzt mátti vænta hjálp ar annarra skipa á. Varla getur hjá því farið að ýmsar hugleiðingar hafi sótt á þá félaga, þegar þannig var komið fyrir þeim, en enginn þeirra æðraðist eða lét á sér finna minnsta vott um ugg og ótta. Milli klukkan fjögur og fimm um dag inn eygðu þeir á „Fræg“ togara, sem var að hifa inn bauju. Kviknaði þá ný bj örgunarvon í brjóstum þeirra félaga. Það fór líka svo að skipverjar á togar- anum tóku eftir neyðarmerkinu frá „Fræg“ og komu bátnum strax til að- stoðar, enda um að gera að hefjast strax handa og reyna að missa ekki sjónar af bátnum. Það kom í ljós að þetta var brezkur togari, frá Grimsby, sem ,,Fortuna“ hét. Var nú ekki beðið boðanna, heldur lögð á ráð um það hvað gera skyldi og útkoman var sú að ákveðið var að „For- tuna“ reyndi að draga ,,Fræg“ til Vest- mannaeyja. Þótt aðstæður væru að mörgu leyti erfiðar gekk all greiðlega að koma línu frá togaranum yfir í bátinn, og að nokkurri stund liðinni höfðu bátsverj- ar dregið til sín annan enda trollvírs- ins, sem togaramenn hugðust draga bát- inn með til Eyja. Lásuðu þeir vírnum aftur fyrir mastur og gengu rammlega frá honum á stunnunni fram á. Þegar þeir höfðu lokið við að gera togvírinn kláran mun „Frægur“ hafa verið kominn 5 til 6 sjómílur vestur af Einidrang. Ekkert var nú lengur til fyrirstöðu að hægt væri að halda heim á leið og lagði „Fortuna" af stað áleiðis til Eyja móti vaxandi veðri og sjó. Er ekki nema eðlilegt að bátsverjum hafi á þeirri stund fundizt sem þeir og bátur þeirra væru sloppnir úr mestu hættunni, sem svo ískyggileg virtist fyrir stundu síð- an. En þetta fór þó á annan veg. Ekki hafði togarinn siglt lengi í aust- urátt þegar dráttarvírinn reif lausan kefann sem hann lá í stjórnborðsmegin og risti í einu vetfangi sundur lunning- úna og stunnurnar aftur að lúkarskappa Var þá brugðið á það ráð að færa vír- inn yfir í klefann bakborðsmegin. En ekki reyndist það heldur til frambúðar því nokkru síðar skar vírinn sundur lunninguna og stunnurnar á það borð líka aftur að kappa. Má af þessu marka hvílík heljarátök það hafa verið þegar togarinn. rykkti í vírinn á sjóunum Stúðu nú borðtstokkarnir á sitt hvort borð út frá bátnum einna líkast vængj- um. Ofan á þetta bætist svo að dráttar- vírinn kubbaði sundur mastrinu úr báínum og tunnunni á framdekkinu. Þá var gripið til þess ráðs að koma netafæri frá „Fræg“ um borð í togar- ann og nota það fyrir dráttartó, enda vírinn auðsjáanlega of sterkur og gaf ekkert eftir heldur tætti allt í sundur. Enginn önnur ráð voru tiltæk en að bregða tóinu aftur fyrir stýrishús og um spilfótinn, þar sem hvergi var leng- ur hægt að festa því á annan hátt. Með einhverjum brögðum varð að halda dráttartóinu sem allra næst stefn inu, en afstaðan á tóinu var að sjálf- sögðu mjög skökk í veltingnum, þar sem festingin varð að vera svo aftarlega í bátnum. Voru þá menn hafðir fram á til að reyna að stjórna tauginni. Var það gert á þann veg að tó var sett fast um hnífilinn og því síðan brugðið utan um dráttartóið. Síðan var gefið eftir með tóinu á hníflinum, þegar rykkti í og mikið reyndi á, til að reyna að forða því að stefnið brotnaði eða rifnaði úr bátnum í þessum feiknalegu átökum. Hefir bæði þurft kjark og þrek, auk mikillar aðgæzlu og árvekni, til þessa hættulega verks. „Frægur“ var nú öllu líkari flaki en Vélbátur af sömu stærð og gerð og „Frogur“ var, kemur til hafnar í Vest- mannaeyjum. vélbát, þar sem hann flaut þarna á öld- um úthafsins. Flest af því sem brotnað gat ofan dekks var þegar farið og þar að auki var kominn mikill leki að bátn- um. Að sjálfsögðu var þó mestur lekinn með brotnu stunnunum fram á, enda fossaði sjórinn þar inn í bátinn. Það sköpuðust því enn aðrir erfiðleikar fyr- ir bátsverjana að berjast við. Þegar hér var komið sögu skiptu menn með sér verkum til björgunarstarfsins. Var ýmist staðið í augtri, dælt úr bátnum sjó með dekkdælunni, sem var fyrir framan stýrishúsið, eða legið á framdekk inu til að stjórna dráttartóinu. Þannig var haldið áfram all langa hríð og drógu menn ekki af sér við að reyna að halda í horfinu, eftir því sem mögulegt var við þær erfiðu og hættulegu kringum- stæður sem við var að etja. Svo var það um klukkan átta um kvöldið að dráttartaugin slitnaði. Var þá skollið á svarta myrkur, bæði vegna þess að tekið var að oimma mjog r lofti svo og hins að sædrif var orðið mjög mikið ög stöðugt og komin iðu- laus blihdhríð.' Er naumást hægt að segja að sézt háfi út fyrir lunninguna. Það horfði því ærið óvænlega fyrir þeim félogum á „Fræg“, þár sem heldur virtist vonlítið að „Fortuna" finndi' bát- inn aftur. Ef svo færi að togarinn' næði ekki bátnum aftur, sem mestar líkur voru á, hvað myndi þá gerast? Hvað myndi þá taka við forsjá mannanna um borð í litla rekaldinu á æðandi úthafsöldun- um? Myrk nóttin var að skella á, með veðurofsa, ógnandi brotsjóum og blind- byl. Voru þá nokkrar líkur til þess að báturinn myndi nokkru sinni koma að landi framar, eins og hann nú var á sig kominn? Myndi ekki veðurofsi og stórsjór verða yfirsterkari og heimta sína fórn í hina votu gröf þessa að- farandi nótt? En engin maður um borð í „Fræg“ lét nokkurn bilbug á sér finna, eða ótta við skelfingar næturinnar, hvað svo sem þeir hafa hugsað með sjálfum sér. Ekkert Ijós var lengur til í bátnum, svo að ekki gat það orðið togaranum til neinnar hjálpar við leitina, enda þótt svo hefði verið er með öllu óvíst að það hefði komið að nokkru gagni vegna sædrifsins og hríðarveðursins. En ljósleysið háði að sjálfsögðu bátsverjum sjálfum mikið og olli þeim miklum erfið- leikum í baráttu sinni allan tímann. Þrátt fyrir hinar afar erfiðu aðstæð- ur vildi svo yfirnáttúrulega til að „For- tuna“ fann „Fræg“ fljótlega aftur. Tog- aramenn treystu sér engan veginn til að ná bátsverjum af „Fræg“ um borð í skip sitt, enda komið stórviðri og haug- asjór, auk myrkursins, svo sem áður er sagt- Komu þeir yfir í bátinn geysisveru og miklu dráttartói, sem bátsverjum tókst all greiðlega, að ná í. Var síðan gengið rammbyggilega frá þessu tói á nákvæmlega sama hátt og hinu fyrra. Að því loknu hélt „Fortuna" enn af stað með „Fræg“ í eftirdragi, áleiðis austur til Eyja. Sjór var nú orðin mikill í bátnum vegna lekans og var „Frægur" orðinn svo þungur, að hann stakk sér í hverja öldu. Var því orðið illstætt á dekkinu. Öllu lauslegu, sem ekki var þegar horf- ið í hafið, skolaði sjórinn fyrir borð. Þrír menn fóru nú niður í lúkarinn til að reyna að ausa bátinn svo sem möguregt var. Stóðu þeir þar upp í mitti í sjó og jusu með bitakössum sínum, en þeir voru það eina sem eftir var inn- an borðs af því sem hægt var að nota við austurinn. Einn maður var við dekk dæluna og einn fram á við dráttartaug- ina. Formaðurinn, Eiður Jónsson, stóð við stýrið og reyndi eftir megni að stýra sjóina af, en það er enginn barnaleikur, við slíkar aðstæður. Voru öll þessi björgunarstörf þeirra félaga hin mesta karlmennskuþrekraun og þá jafnvel ekki hvað minnst fyrir þann mann sem fram á var, því hann var eins mikið á kafi í sjó eins og ofansjávar. Engin viðspyrna var lengur til, eða neitt til að halda sér í, að öðru leyti en því að brugðið hafði verið tói utan um réykrörið frá eldavélinni í lúkarnum, en rörið hafði verið steypt fast í dekkið og hélt því enn. í þetta tó varð mað- urinn fram á að halda sér, jafnhliða því sem hann stjórnaði dráttartauginni. Hvað eftir annað skolaði honum fyrir borð, en náði sér alltaf inn fyrir aftur. Enda þótt nokkuð hafi verið skipzt á um að vera fram á var þó Ágúst Guðjónsson þar lengst allra. Jóhann Baldvinsson, Jóel Einarsson og Óskar Bjarnason voru við austurinn í lúk- arnum, Andrés Gestsson að mestu við dekkdæluna og Eiður formaður við stýr ið. Þannig var haldið stöðugt áfram móti veðri og sjó og þrotlaust unnið að því að reyna að halda bátnum ofan sjávar, þar til komið var upp undir Eiðið við Vestmannaeyjar. Var klukkan þá langt gengin í ellefu um kvöldið. Þegar komið var að Heimakletti og Framhald á bls. 13 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. apríl 1968.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.