Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1968, Blaðsíða 9
Me<V Ingigerði flugfreyju á sleðanum. Frá vinstri: Þorsteinn Svanlaugsson, Magnús Guð- mundsson flugstjóri, Tryggvi Þorsteinsson, Ólafur Jónsson, Þráinn Þórhallsson á bak við Jón Sigurgeirsson, sem er að hlú að Ingigerði Karlsdóttur, sem situr á sleðanum og loks greinarliöf. Myndirnar í grein þessa tók Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari utan nyndina af áhöfninni, sem einn þeirra félaga tók á myndavél Bolla Gunnarssonar. Leiðangursmennirnir, Reykvíkingarnir til vinstri. Sitjandi frá v.: Sigurgeir Jónsson, Jónas Jónasson, Gísli Eiríksson, Þórarinn Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Þorsteinn Svanlaugs- son, Ólafur Jónsson og Vignir Guðmundsson. Standandi frá v.: Magnús Sigurgeirsson, Einar Arason, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Jónasson, Jón Sigurgeirsson, Grímur Valdemarsson, Tryggvi Þorsteinsson, Jóhann Helgason, Eðvarð SCigurgeirsson, Kristján P. Guðmundsson, Hólmsteinn Egilsson, Þráinn Þórhallsson, Sigurður Steindórssson og Bragi Svanlaugsson. — Haukur Snorrason tók þessa mynd á vél Eðvarðs. Hér hefst greinaflokkur undir heitinu Horft um öxl og koma þær greinar í framhaldi af páskablaði Morgunblaðsins. Þar birtust allmargar greinar um eftirminnilega atburði lið- inna áratuga og bíða tíu greinar birtingar í Lesbók fyrir ut- an þessa. Þar verður margt forvitnilegt rifjað upp, sumstaðar stuðzt við frásagnir Morgunblaðsins á sínum tíma og ann- arsstaðar aukið við samtölum við suma þeirra, er komu við sögu og enn lifa. Vaðöldu og vestur sandana norðan Vatnajökuls að Kistu- felli. Þessir vösku Reykvíking- ar slógust í förina og voru velkomnir. Þeir voru: Guðmundur Jónasson frá Völlum, Þórarinn Björnsson, Asgeir Jónsson, Gísli Eiríksson Sigurgeir Jónsson, Magnús Sig irgeirsson, Jónas Jónasson og Einar Arason. Laust fyrir miðnætti er snædd- ur góður náttverður í Hótel Reynihlíð og síðan haldin ráð stefna um hvernig haga skuli ferðinni næsta dag, eftir að far arstjórinn hefir ráðgazt við yf- irstjórn björgunarstarfsins í Reykjavík. Vitað er að við munum fá liðsinni úr lofti, orð sendingar gegnum útvarp, þar sem við höfðum viðtökutæki, en ekki talstöðvar, og enn- fremur að matur muni nægur er við komum á jökulinn. Klukkan er farin að ganga tvö þegar gengið er til náða. Klukkan fjögur eru leiðang urmenn vaklir og taka þeir að búast af stað. Farangri hefir verið komið fyrir á trukkn- um og þar er benzín á bílana, tjaldbúnaður allur, skíði og það sem sameiginlegt er af mat, fyrst og fremst mikill mjólk- urbrúsi, sem átti eftir að verða hinn mesti bjargvættur. Nú er haldið sem leið liggur inn að Lindará og hef ég ráð- izt til að aka bifreið Gríms Valdemarssonar og hélt ég þeim starfa þar til komið var heim til Akureyrar á ný. Veð- ur var kyrrt, frost nokkurt, en alautt á láglendi, Var ekið greitt og gekk ferðin vel allt að Lindará. Hún féll í þremur stórum kvíslum, þar sem við þurftum að fara yfir hana. Var hún torfær og þurftum við að taka viftureimar af og vatns verja jeppana. Allir komust þó klakklaust yfir, en sullsamt varð fyrir suma. Tók nú við jaðar Herðubreiðarhrauns og var þar einn samfelldur óveg- ur yfir hellubungur og hraun- gjár. Jafnt og hægt tókst þó að þoka bílunum yfir og mæddi mest á Hólmsteini, en fyrir staka lagni hans tókst að koma trukknum yfir. Gekk nú allt vel að Urðarhálsi. Við fengum tilkynningar í útvarpinu. Fregnir bárust af því að fólkinu myndi verða bjargað með skíðaflugvél, sem komið hafði á vegum Banda- ríkjahers frá Grænlandi. Við vorum þó beðnir að halda á- fram og vera til taks ef á þyrfti að halda. Fyrir okkur var lagt að láta farangurinn í flugvélinni ósnertan, ef við færum þangað, en hlynna að hundum, sem í flakinu voru, og gefa þeim mat og vatn. Við gerðum það eins og mannsæm- andi var, þegar þar að kom, og verður frá því skýrt síðar. Okkur þótti sumar tilkynn- ingarnar til okkar nokkuð furðulegar og nánast brcsleg- ar, en við vorum staðráðnir í að halda áfram förinni þar til ljóst væri, að fólkinu hefði örugglega verið bjargað. Um annað hirtum við ekki. Það 'var enginn barnaleikur að ’vera inni við Vatnajökul í lok september, þegar þar gat verið 'allra veðra von og það var 'ekki ætlunin að fara í sport- leiðangur eða gullleit inn að 'flakinu. Hitt er svo annað mál, ’að viðhorfið kann vissulega að 'vera annað frá sjónarhóli ’þeirra, sem dveljast suður í 'Reykjavík, en hinna, sem gisla 'við rætur Vatnajökuls og höfðu búizt þangað í skyndi og vissu lega ekki við stóróhöppum bún ir, svo sem vonzkuveðri. Við Urðarháls nam öll lest- in staðar. Framundan var bratt ur og stórgrýttur háls, sem ekki var árennilegur. Gengu sumir upp til að kanna hvort hann myndi bílfær. Sýnilegt var að lengra yrði ekki hald ið með trulckinn. Hófust all- margir handa að afferma hann og setja skíði og tjaldbúnað á jeppana ekki voru þá þakgrind ur á neinum bilanna. Þorsteinn skipaði okkur, á bíl Gríms Vald emarssonar, að fara og kanna hvort fært reyndist að koma honum yfir hálsinn. Eftir mikla króka og snúninga tókst okk- ur að finna leið, en hinir jepp- arnir komu svo í slóðina. í krikanum norðaustan undir Kistufelli var svo numið stað- ar og þar var tjaldborgin reist og setzt að. Enn var ekki ljóst hvort tekizt hefði að bjarga fólkinu með bandarísku skíða- vélinni. Um kvöldið fengum við þó boð um að það hefði ekki tekizt og vorum beðnir að halda inn á jökulinn svo fljótt sem auðið væri. Við Jón Sigurgeirsson og Tryggvi Þorsteinsson héldum þegar um kvöldið upp á Kistu fell, en að fellinu höfðum við komið klukkan 5 síðdegis í björtu veðri og fögru og var sól að ganga til viðar. Það var snarbratt upp á Kistufellið, en greiðfært upp fannbornar brekkurnar. Hins vegar var Dyng j u j ökullinn ekki árenni- legur, allur sprunginn og snar brattur. Ráðið var því að klífa upp á fellið og treysta því að jökullinn að baki þess væri sæmilega greiðfær. Þetta reyndist rétt ályktað. Er við komum upp á austuröxl fells- ins sáum við vel inn yfir allan jökulinn. Yfir flakinu hnitaði flugvél stöðuga hringi og var tekið áttavitamið á vélina. Var Jón með áttavitann, og man ég hann lét okkur báða samferða mennina líta á hann með sér til þess ekki færi milli mála hver stefnan væri nákvæmlega ef skyggni yrði ekki gott næsta dag, en þá þegar hafði verið ákveðið að halda upp með birt ingu um morguninn. En nú var kvöldverkum okk ar lokið þennan dag. Við renn um okkur niður snarbrattar brekkur Kistufells og man ég að sjaldan hef ég fengið skemmtilegra brun á skíðum en þarna í kvöldhúminu. Er við sátum á fellsbrúninni rædd um við um veðurútlit og Jón sagði okkur nöfn allra þeirra mörgu fjalla er við okkur blöstu til norðurs. Hann kunni skil á þeim öllum. Okkur kom saman um að leiðangur bessi væri ekki upp á marga liska ef slæmt veður gerði þarna uppfrá. Líklega myndu þá ekki aðrir ná til byggða en þeir, sem væru sæmilega fráir á fæti og hefðu skíði til að ganga á, því ekki þyrfti mikið snjóföl, svo enginn bílanna yrði hreyfður. Okkur var því fyllilega ljóst að við yrðum að hafa hraðan á næsta dag, ef þessi för ætti ekki að verða okkar síðasta og ef okkur ætti að takast að bjarga hinu hrakta fólki af jöklinum. Við höfðum það hinsvegar á tilfinningunni að áhöfnið lifði praktuglega í flakinu, væri lítt sem ekki slösuð, hefði nóg að éta og drekka og allan hinn fullkomn asta búnað. Því miður kom annað í ljós er við komum á staðinn. I þann mund er við Jón og Tryggvi komum niður af Kistu fellinu kom flugvél fljúgandi og flaug lágt yfir tjaldborgina Hafði hún meðferðis talstöð, sem átti að kasta niður til okk ar og var okkur gert viðvart um hvað til stæði. Síðan kom flugvélin yfir á ný og nú valt út úr henni allstór kassi, en fallhlífin, sem átti að svífa með talstöðina rólega til jarðar, opnaðist aldrei og kassin kom. eins og sprengja ofan úr há- loftunum og hafnaði á klöpp skammt hjá tjaldborginni. Þar splundraðist talstöðin okkar í þúsund mola. Von okkar um nánara samband við umheim- inn varð því í einu vetfangi að engu. Tilkynningarnar í út varpinu voru það eina, sem gaf okkur til kynna að með okkur væru fylgzt. Reykvíkingarnir í okkar hópi voru miklir bjargvættir og hinir beztu félagar. Þeir voru raunar mun betur búnir í þennan leiðangur en við. ut- an það, að þeir höfðu ekki skíði. Nestisforði þeirra var hins vegar betri en okkar. Ég man að þarna um kvöldið gekk ég í tjaldið til þeirra og þáði ógleymanlega hressingu. Stóð ég að vísu stutt við, því ég átti að vakna fyrir allar aldir og löng ganga var þá fyrir höndum. En vært svaf ég þær tvær stundir, sem ég fékk þá nótt. Mér fannst ég vart hafa blundað er ég var vakinn. Nú var að búast til göngu á jökul. Ég tók með mér allan minn hlífðarfatnað gæruúlpu setti ég í bakpokann minn og vafði henni um nestið og alla sokk ana, sem ég hafði, 5 eða 6 pör, Framh. á bls. 14 21. aprí'l 1968. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.