Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 2
Jíinn nýkjörni forseti Tékkóslóvakíu, Ludvik Svoboda, uppfyllir þrjú skil- yrði, sem talin voru nauðsynleg til að tryggja frið og framdrátt hinni nýju frelsisstefnu landsins: bæði þjóð- arbrotin, Tékkar og Slóvakar gátu sætt sig við kjör hans, ráðamenn í Kreml áttu ekkert sökótt við hann per- sónuiega, og sjálfur hafði hann engan þátt átt í „hreinsunum" tékkneskra yfir valda á árunum eftir 1950. Enda var Svoboda í rauninni eini kandídatinn við þetta forsetakjör: aðrir kandidatar helt- ust fljótlega úr lestinni. Þó voru þessar kosningar í mörgu frábrugðnar venju- legum kosningum í kommúnistaríkjum, m.a. stóðu um 500 stúdentar fyrir utan kjörstað með áletruð spjöld til stuðn- ings kjöri Cestmirs Cisars, en Cisar sjálfur sveigðist til stuðnings við Svo- boda áður en yfir lauk. Svoboda greiddi ekki atkvæði sjálfur, en sex sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Ludvik Svoboda er bóndasonur frá landbúnaðarhéraði á mörkum Böhmen og Máhren og tók við búi föður síns árið 1920. Þrem árum áður eða 1917 hafði hann barizt með tékkneskri her- deild í fyrri heimsstyrjöldinni, þá 22ja ára gamall. Árið 1922 gekk hann aftur í herinn og lauk herskólanámi á ár- unum 1930—34. Eftir innrás Þjóðverja í Tékkóslóvakíu í marz 1939, var hann forustumaður neðanjarðarhreyfingarinn ar í austurhluta Máhren, en flýði sið- ar til Sovétríkjanna, þar sem hann stofn aði og þjálfaði tékkneskar bardaga- eveitir. Hann beitti áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir, að Sovét- stjórnin færi með tékkneska flóttamenn sem þýzka njósnara og fengu þeir óá- reittir að fara yfir landamærin. Mun þetta ekki hafa verið átakalaust, að sögn þeirra er til þekkja. Þessi tékkneska herdeild, sem hlaut þjálfun sína í Sovétríkjunum, tók fyrst verulegan þátt í styrjöldinni í bardag- anum við Sokolov í janúar 1943. Hún barðist einnig við Kiv og átti síðar mikinn hlut í úrsiitasigrinum um Dikla í Austur-Slóvakíu. Eftir sigurinn þar gat Svoboda á ný dregið tékkneska fán- ann að hún í föðurlandi sínu. Það gerð- ist 6. október, 1944 og á næsta ári, í apríl 1945, var hann gerður að varn- armálaráðherra í hinni svonefndu Kos- ice-stjórn. Svoboda var áfram í stjórn eftir vald- atöku kommúnista í febrúar 1948 og gerðist eindreginn stuðningsmaður þá- verandi formanns flokksins, Klements Gottwalds. Á því sama ári gekk hann í kommúnistaflokkinn, þá 54 ára gam- all, og varð meðlimur miðstjórnar hans, en tveim árum síðar féll hann í ónáð, var settur af sem varnarmálaráðherra, en í þess stað fengin í hendur yfirstjórn íþróttamála og líkamsræktar. Þetta em- bætti missti hann þó einníg og sat í fangelsi um hríð. Að fangelsisvistinni lokinni, starfaði hann sem skrifstofu- maður á samyrkjubúi í heimahéraði sínu. Þar dvaldist hann, að mestu gleymd ur, fram til ársins 1955, er stofnað var til hátíðahalda í tilefni þess, að tíu ár voru liðin frá sigri Tékka og banda- manna þeirra á nazistum. Sagan hermir, að einn meðlima sendinefndar Sovét- ríkjanna, sem kom til að taka þátt í hátíðahöldunum, hafi spurt: En hvar er Svoboda? Var þá mannaður bíll og Svoboda sótfcur til að sitja hátíðahöld- in í Prag. Þetta ár var hann gerður að yfir- manni herskólans og þeim starfa gengdi hann til ársins 1959, er hann komst á eftirlaun. Auk þess tók hann þátt í ýmis konar stjórnmálasamtökum, var m. a. í stjórn félags, er efla skyldi vin- áttusamband Tékkóslóvakíu og Sovét- ríkjanna og í stjórn félags, sem hefur andstöðu við fasisma á stefnuskrá sinni. Svoboda hefur hlotið fjölda heiðurs- peninga og orða bæði innlendar og út- lendar. Sovétríkin hafa sæmt hann Len- in- og Suvorov-orðum og hann hefur hlotið sæmdarheitið „hetja Sovétríkj- anna“ auk samsvarandi nafngiftar heima fyrir: „hetja Tékkóslóvakíu". Auk heið- ursmerkja frá mörgum Austur-Evrópu- rikjum ,hefur Svoboda einnig hlotnazt viðurkenning frá Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Æðstu viðurkenn- ingu fyrir vaska framgöngu í styrj- öld hefur Svoboda fengið sex sinnum í heimalandi sínu, þrisvar í hvorri heim- styrjöldinni. Eiginkona hans og börn urðu eftir í Tékkóslóvakíu, þegar Svoboda flúði til Sovétríkjanna eftir hernám Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Kona hans Irana að nafni, var meðlimur neðan- jarðarhreyfingar, sem aðstoðaði flótta- fólk yfir landamærin, en varð síðan að fara huldu höfði ásamt dóttur sinni. Einkasonur þeirra hjóna, Miroslav að nafni, var tekinn til fanga árið 1942 og sendur í eina af útrýmingarbúðum Þjóðverja. Þaðan átti hann ekki aftur- kvæmt. Málgagn kommúnistaflokksins í Tékkóslóvakíu hefur það eftir Svoboda sjálfum, að skjöl sonar hans hafi verið merkt RU (Retur Unerwiinscht) og þann 7. marz 1942 hafi þýzkur læknir gefið honum banvæna sprautu undir því yfirskini, að hann væri að lækna hann af berklum. Dóttir Svoboda er nú gift sendiherra Tékkóslóvakíu hjá Sam- einuðu Þjóðunum. Enda þótt Svoboda sé nú orðinn 73 ára gamall, er hann við góða heilsu, og gera menn sér vonir um, að æðsta embætti landsins muni nú í höndum hans hljóta á ný þá virðingu, sem því ber. Munu menn sammála um, að eng- inn nema Sv-oboda hefði verið fær um að sameina Tékka og Slóvaka í „endur- reisnarstarfinu", sem nú er hafið. EVamkv.stJ.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Byjólfur KonráS Jónsson. Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn: AOalstræti 6. Simi 22480. Útgefandi: H.f. Árvakur. Reykjavik Basel, Sviss. Rolf Hochhuth hefur aðeins skrifað tvö leikrit, en þau hafa samt þegar unnið honum alheimsfrægð. Fyrra verk hans, „Staðgengillinn", fjallaði um það hvernig Píus páfi XII lét undir höfuð leggjast að blanda sér í gyðinga- morð nazista. Það vakti deilur hvar- vetna, og í Þýzkalandi og New York hreyfðu ýmsir hörðum andmælum gegn sýningunni. Hið nýja leikrit Hochhuths, „Hermenn", virðist ætla að fá eins mis- jafnar móttökur. Á meginlandinu hefur það hlotið meira en sinn skerf af harðri gagnrýni, og í Englandi hefur það ver- ið bannað, þrátt fyrir baráttu Laur- ence Olivers og Kenneths Tynans fyr- ir sýningu þess í þjóðleikhúsi Breta. Það þarf engan að undra, þar sem ekki er aðeins dreginn í efa tilgang- ur Churchills með skipulegri eyðingu þýzkra borga í síðari heimsstyrjöld- inni, heldur því einnig haldið fram að hann hafi lagt á ráðin um „slys“ það sem Wladislaw Sikorski, yfirmaður út- lagastjórnar Pólverja, lézt í. Ekkert þessara ásökunaratriða kemur Hochhuth úr jafnvægi. Hann er nú 37 ára gamall, laus við yfirlæti, alvarlegur, fullur af hugmyndum og sjór af fróð- leik. Þótt vinstri hlið andlits hans sé stirðnuð vegna lömunar, er hann kvik- ur í framkomu og það er auðheyrt af því sem hann segir að honum er mik- ið niðri fyrir um mörg mál. Hann býr í látlausri íbúð í útjaðri Basel. Stofan, þar sem við ræddum saman, er björt og full af bókum. Ég hóf samtalið með því að segja við hann: „Þér tilheyrið, eins og ég, þeirri kyn- slóð, sem var aðeins örlítið of ung til að verða látin berjast í síðari heims- styrjöldinni. Þessvegna langar mig til að spyrja yður, hvort þessi ákafi yð- ar að fásfc við sögu styrjaldarinnar sé ekki að einhverju leyti sprottinn af því að þér leitist við að bæta fyrir það að hafa ekki getað tekið raunverulegan þátt í stríðinu vegna aldurs?" — Ég hefði orðið mjög slæmur her- maður. Þegar ég var 13 ára og am- erísku sprengjuflugvélarnar flugu yf- ir litlu borgina mína á leið til Berlínar, datt mér aldrei í hug að mig langaði til að berjast. Ég var alltaf feginn, þeg- ar þær voru farnar. — Ég er sammála þessu. Það sem ég er að velta fyrir mér er það rót, sem slíkir atburðir hafa á tilfinningalíf barns, og hve langan tíma það tekur að komast aftur í eðlilegt jafnvægi. — Stærsta áfall okkar var þegar ein- angrunarbúðirnar voru opnaðar. Frá þeirri stundu hef ég haft afstöðu til sögunnar, þá sannfæringu að við verð- um að reyna að koma í veg fyrir slíkar djöfullegar athafnir. Og þetta gildir um sprengjuárásir líka. Ég varð vitni að þeim, og upp frá því var ég haldinn þörf fyrir að reyna að koma í veg fyrir að þær endurtækju sig. Ég býst við að barátta mín beinist gegn því að vera ginntur til þátttöku í því sem ég kæri mig ekki um. Ég óttast söguna. Ég vil ekki vera flæktur í söguna eða eiga þátt í styrjöld, og ég held að þetta sé ástæðan fyrir því að ég skrifa þessi leikrit- — Ég hef aðeins lesið „Hermenn", ég hef ekki séð það. Leikritið er ótrúlega góð lesning, en einhvern veginn þann- ig að mér virðist ekki skipta miklu máli, hvort það er sviðsett eða ekki. Þáð er að segja, það er eins margt áhugavert í því, sem leikararnir segja ekki fram, þ.e.a.s. í leikstjórnarleið- beiningum og athugasemdum, — og í sjálfum samtölunum. Lesandinn kemst því í náin og athyglisverð kynni við mannkynssöguna, — hvort það er sett á svið eða ekki virðist eiginlega ekki skipta neinu máli. Erwin Piscator lagði eitt sinn fyrir mig þessa sömu spurningu. Þegar tek- ið var að æfa „Staðgengilinn“ í Ber- lín, þótti honum við þurfa að hafa ein- hvern á sviðinu, sem læsi athugasemd- irnar. En ég var alltaf andvígur því. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.