Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 3
GHURCHILL hetja í harmleik Viðtal við Rolf Hochhuth — Ettir A. Alvarez Leiksýningin má ekki standa langur en þrjár klukkustundir. Hver sem óskar að lesa leikritið á eftir, getur haft mikið gagn af athugasemdunum. En þetta eru fyrst og fremst leikrit, og stefna mín hlýtur að vera sú að reyna að aðlaga þau kröfum sviðsins. — Hvers vegna? Er það vegna þess að þér teljið að þér náið til fleira fólks með leikhúsi en bókum? — Ég hef ekki áhuga á bókarform- inu. Því er ekki að neita að 250 þúsund eintök af „Staðgenglinum“ hafa selzt í Þýzkalandi. En þegar ég skrifa, er ég stöðugt með leiksviðið í huga, — ég sé persónur mínar ganga um sviðið, um leið og þær eru að mótast, og heyri þær tala. Ég gæti aldrei skrifað skáld- sögu, vegna þess að skáldsöguformið mundi ekki uppfylla kröfur mínar. Þegar leikarinn, sem fór með hlutverk Churchills gekk inn á sviðið í Toronto, tóku áhorfendur ósjálfrátt að klappa. Hann hafði ekki sagt orð, en göngulag hans og sá kraftur, sam fylgdi inn- komu hans, hreif áhorfendur. Þetta sýndi mér einu sinni enn að það fylg- ir leikrænn máttur nærveru mannsins á sviðinu einni saman. Sá sagnfræði- legi áhugi sem ég sýni í mótun at- burðarásar og persóna, er eiginlega til kominn af illri nauðsyn, af því að per- sónurnar og atburðirnir í leikritinu eru enn of nærri okkur, og því er þessi nákvæmni nauðsynleg af lagaleg- um ástæðum. Ég má ekki hætta á að fara of frjálslega með efnið, heldur verð ég að gæta þess að allt sé hár- nákvæmt. Ef einhver skrifar leikrit um Churchill eftir 100 ár, munu allir kæra sig kollótta um það, hvort hvert ein- asta smáatriði er sögulega rétt eða ekki, því að maðurinn verður ekki lengur í brennidepli. Ég er þó búinn að fá mig fullsaddan af sögulegum leikritum. Þessi tvö eiga að nægja. Héðan í frá mun ég aðeins semja leikrit með at- burðarás, sem ég finn sjálfur upp. Næsta leikrit mitt hefur þýzkt iðnað- arumhverfi að leikmynd og verður ein- göngu stefnt gegn auðvaldi. Verkið er mitt eigið hugarfóstur og það verða ekki neinar persónur í því með fyrir- mynd úr raunverulega lífinu. Auðvitað er ég nú að afla mér gagna, en það verður engin söguleg né samtímaper- sóna í því. — Þegar þér segið að þetta verði leikrit gegn auðvaldi, eigið þér þá við að þér takið algerlega afstöðu með vinstrimönnum í stjórnmálum? Mér hef- ur þótt eitt öflugasta einkenni hinna lyrri tveggja leikrita yðar vera bað að þér voruð að móta yðar eigin siðfræði með hjálp verkanna. — Ég kem alltaf aftur að persónuleg- um skoðunum mínum á tilverunni, sem skjóta upp kollinum, hver svo sem at- burðarásin kann að vera- Ég er sann- arlega enginn kommúnisti, en þegar svo er komið að auðvaldsskipulagið í efna- hagsmálum leiðir til ástands eins og þess sem ríkir í Bandaríkjunum í dag, — þ.e.a.s. að stríð er nauðsynlegt til að atvinna og framleiðsla minnki ekki, — þá verður að leggja til harðrar at- lögu við skipulagið. Framkvæma verð- ur rannsóknir til að finna meinið, því að eitthvað amar að skipulaginu. Hið sama gildir um „Hermenn", þar sem mikilvægasta siðfræðilega spurningin er, hvort varpa eigi sprengjum á al- menna borgara eða ekki. — Mér sýnist tveir auðgreinanlegir efnisþættir ríkja í leikritinu, og að „Hermenn“ varpi fram tveimur siðfræði legum spurningum. Önnur þeirra er um sprengjuárásir á almenna borgara, sem skiptir okkur mjög miklu máli nú í dag, og hin er um samsærið gegn Si- korski. Nú langar mig að vita, hvort þær eru aðeins tengdar veikum þræði. KJARNI SÖGUNNAR Nýtt leikrit eftir þýzka leikritahöfundinn ROLF HOCHHUTH hefur vakið miklar deil- ur og umræður í Þýzkalandi Bretlandi og nú vestan hafs eftir frumsýningu þar. Sýning leiksins var bönnuð í Bretlandi. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um listgildi verksins; þó munu dómar í Þýzkalandi hafa verið nei- kvæðir að mestu. Lesbók birtir liér viðtal, sem brezka ljóðskáldið og gagnrýnandinn A1 Al- varez átti við Hochliuth, og birtist í The New York Times, svo og grein, nokkuð stytta, eftir ameríska gagnrýnandann Jack Kroll. Leikritið HERMENN eftir Rolf Hoclihuth er tvímælalaust merkilegasti og eftirtektarverð- asti vlðburður þessa leikárs. Þetta umdeilda leikrit, sem er eftir sama höfund og STAÐ- GENGILLINN, þar sem fjallað var um ábyrgð Píusar XII páfa á fjöldamorðum Gyðinga í Evrópu, var frumsýnt í Berlín í október sl. Það vakti mikinn úlfaþyt, þegar leikhúsráð Þjóðleikhúss Breta ákvað að meina Sir Lawr-. ens Olivier að setja það á svið í London og kvisaðist jafnvel að liann og bókmenntaráðu- nautur leikhússins mundu segja upp starfi sínu við leikhúsið, og þótt til þess hafi raunar ekki komið mun ekki enn hafa gróið um heilt. Nú hefur leikritið HERMENN verið sett á svið í Kanada af nýstofnuðum leikflokki sem nefnist Theatre Toronto. Aðferðin er hin sama og í STAÐGENGILL- INN: efni úr sannsögulegum samtímaviðburði er notað í skáldskap til að kanna þau sið- ferðilegu öfl, sem eru að verki í margsdung- inni atburðarás. Að þessu sinni er Winston heitinn Churchill aðalpersóna leiksins. í leikn- um er hann sýndur sem afdráttarlaus raun- sæismaður, sem hikar ekki við að ákvarða ger eyðingarloftárásir á þýzkar borgir, sem urðu nær milljón óbreyttum borgurum að bana, og — eftir öllum líkum að dæma — fellst einnig á að Sikorski, forsætisráðlierra pólsku útlaga- stjórnarinnar verði rutt úr vegi í því skyni að treysta bondin við Rússa. Leikritið HERMENN er efnislega tvíþætt. f forleik sjáum við brezkan flugmann, Dorland að nafni, marghrjáðan af sektarkennd vegna aðildar sinnar að loftárásum sem lögðu Dres- den, Hamborg og fleiri þýzkar borgir í rúst. Rolf Hochhuth Eru þær tengdar vegna þess að þér séuð að segja að eitt siðferðilegt ódæði leiði til annars siðferðilegs ódæðis, að Dorland hefur skrifað leikrit um Churchill fyrir fyrirhugaða leiklistarhátíð, sem lialda á í Coventrydómkirkjunni, en sjálf ber kirkjan merki eyðileggingar eftir Ioftárásir. Dorland ætlar sér mcð þcssu móti að liafa áhrif á al- hjóðlega samþykkt á ákvæði Genfarsáttmála um vernd á borgum gegn loftárásum. í þess- um leik innan leiksins, sem nefnist „Litla Al- licimsleikhúsið í London“ sýnir Dorland Churc hill þar sem liann er að skipuleggja gereyðing- arherferðina meðan Frederick Lindemann og Cherwall lávarður hvetja hann með allt að J.ví djöfullegum ákafa, cn Sir Alan Brooke, hers- höfðingi, leggst gegn ákvörðuninni. Cinnig er sýnd óþolinmæði Churchills gagn- vart Sikorski, hershöfðingja, sem fer fram á, að rannsakað vcrði án tafar — og fyrir stríðs- lok — fjöldamorðið i Katyn á 4000 pólskum liðsforingjum, en Sikorski telur Stalin ábyrg- an fyrir þeim atburði. i þéttriðinni, samfclldri atburðarás sjáum við, hvernig borgirnar eru cyðilagðar, Sikorski drepinn í flugslysi yfir Gibraltar, og siðan biskupinn af Chichester í áköfum rökræðum við Churchill um siðferði- legt réttmæti þeirrar stefnu Breta að beita loftárásum gegn saklausum. borgurum. í eft- irmála birtist sonur Dorlands, scm er einnig flugmaður, og ræðst gegn föður sínum fyrir að rcyna að koma morði á Churchill. Dorland ber af sér og segir: „Afburðamenn lúta sínum eigin lögum. Hvaðan kemur þér sú bíræfni að fordæma verknað einungis af því þú hefðir sjálfur ekki gctað framkvæmt hann?“ Afrek Hochhutlis er fólgið í því að Churc- hill leiksins er hvort teggja i senn: söguleg persóna og einstaklingur. Ilann er ekki aðeins sýndur í réttu sögulegu samhengi heldur einn- ig andspænis því siðferðilega mati sem stað- rcyndirnar miðla. Hochhuth er því ekki ein- faldlcga að saka Cliurchill um morð á Sikorski til að þóknast Stalín sem vildi ryðja þessum póiska andkommúniska leiðtoga úr vegi — hann er að sýna fram á, að hlð algera vald búi yfir þeim lögmálum, rökum og þeirri ör- lagastefnu, að hugsanlegt sé, að Churchill liafi gert þetta. Fari svo, að sagnfræðingar sanni óvefengjanlega, að Churchill hafi enga hlut- deild átt í dauða Sikorskis, breytir það engan veginn áhrifum og niðurstöðum ieiksins. ódæði grafi um sig eins og mein, og þannig geti maður, ef hann hefur leyft almennar sprengjuárásir, leyft laun- morð vina sinna? — Þetta er rangt. Þegar ég hóf að semja leikritið, ætlaði ég aðeins að láta atburðina snúast um Churchill og Bell biskup af Chichester, sem var harðorð- asti og áhrifamesti andstæðingur sprengjuhernaðarstefnunnar. Mig lang- aði til að komast að því hvers vegna Churehill, sem ég hafði alltaf dáð sem lausnara vestrænnar menningar, fyrir- skipaði allsherjarárás með sprengjum á almenna borgara. Og þá skildist mér fljótt að það væri í hæsta máta ósann- gjarnt að beina athyglinni eingöngu að sprengjuárásum, þar sem ekki er hægt að aðgreina þær frá öðrum málum. Eg hélt að spurningin mundi hljóma: „Hvers vegna gerði hann það?“ En þá skutu ósjálfrátt aðrar spurníngar upp kollinum: „Hvernig var staða stríðs ins þá?“ „Hvers vegna barðist hann með sprengjuflugvélum, en ekki með hermönnum?“ Það kom í ljós að nauð- synlegt var að sýna stríðsaðstöðuna á þessum tiltakna tíma. Churchill trúði því í raun- og veru þar til sumarið 1944 að hann gæti komizt hjá því að berj- ast á öðrum vígstöðvum, með því að beita slíkum sprengjuárásum, og þá gerðist þess ekki þörf að hefja innrás í Frakkland- Minnizt þess að hann hafði séð orrustuna við ána Somme árið 1916, þar sem Englendingar misstu 60 þúsund hermenn. Hann hataði þá hers- höfðingja, hvort heldur var í liði Bandamanna eða Þjóðverja, sem tefldu fram hermönnum sínum eins og peðum, án þess að skeyta um áhættuna. Um jólin 1940 sagði hann við Harry Hop- kins: ,,í þessu stríði verður ekki lengur um að ræða stóra heri.“ Og það var einlæg sannfæring hans að hægt yrði að sigra í þessari styr.jöld með vélum og tækjum, en ekki mannafla. Hann gat fyrirskipað sprengjuárásir í góðri trú á þeim tíma. Hann var sannfærð- ur um að þær mundu bera skjótan ár- angur, en aftur á móti hlýtur t.d. Johnson að vita í dag að hernaðarleg- ur ávinningur sprengjuárása hans er enginn. — En Churchill hlýtur að hafa vitað það sjálfur að sprengjuárásirnar gætu ekki borið svo skjótan árangur, því að þegar öllu er á botninn hvolft, höfðu ekki fáar sprengjur fallið á England. — Nei, hann vissi það ekki, vegna þess að gerð sprengjuflugvéla hafði fleygt fram og þær voru miklu áhrifarík ari árið 1943 en árið 1940. Englendingum tókst að eyðileggja þýzka flugherinn í orrustunni um Bretland, en ekki hið gagnstæða. Fyrir nokkrum dögumfékk ég bréf frá ameríska gagnrýnandanum Eric Bentley, sem sagðl að ég yrði að koma í veg fyrir að „Hermenn“ yrði sýnt í New York. Hann færði fram þá ástæðu að í Toronto hefðu öll kana- dísku blöðin snúizt til varnar fyrir Churchill, og nú er hann hræddur um að Bandaríkjamenn muni segja að það, sem Churchill gerði þá, sé hvorki betra né verra en það, sem Johnson gerir nú í dag. Þannig heldur Bentley að árang- ur minn verði gagnstæður við það, sem ég ætlaðist fyrir, — leikritið muni rétt- læta sprengjuárásir á almenna borgara. — Að hve miklu leyti getur leikrit- ið „Hermenn" skírskotað beint til Viet- namstríðsins? — Það getur aðeins skírskotað til Vietnamstríðsins í formála og eftirmála, þar sem reynt er að skyggnast inn í framtíðina árið 1964. En svo er auðvit- að einn reginmunur, sem ekki má gleymast, — Norður-Vietnamar hafa ékki svo mikið sem brotið eina rúðu í Bandaríkjunum, en Þjóðverjar gengu svo iangt að varpa sprengjum á hlut- lausar þjóðir. Það er alveg óhugsandi að líkja þeim saman, Churchill og John- son. » 16. júní ÍMS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.