Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1968, Blaðsíða 10
Ragnhildur Ásgeirsdóttir rœbir við Sigríði Hansen í Austin í Texas Heimili Sigríðar Hansen og sona hennar. Sigríður og krossinn úr Víðimýrar- kirkju. Það má víða finna íslenzka stofna og dulda dóma á erlendri grund, einnig hér í þessari undarlegu borg, Austin, höfuð- borg Texas. Borg sem telur 250 þúsund sálir í marglitu fólki, hvítu, svörtu, gulu og brúnu. Spönsk húsagerðarlist setur sérstak- an ævintýrablæ á borgina. Húsin standa nánast eins og inni í skógar- rjóðrum, svo stórir eru garðarnir víð- ast hvar í kring um þau, og frumskóga- legur er allur þessi mikli gróður, þess- ir ógnandi mannhæða háu kaktusar, stoltu pálmar og voldugu aldagömlu tré. Hér iðar allt af lífi. Allskonar flug- ur pöddur, slöngur og sérkennilegir fuglar eru hér á ferli. Til dæmis eru hér mjög skrautlegir bláleitir fuglar með eldrauða hnakka en arga skræki. Mest ber þó á svartri krákutegund: Það eru frekar stórir vígalegir hrafn- svartir fuglar með mikið og montara- légt stél. Þeir fljúga lítið og láta sig nánast detta niður úr trjánum eins og illur fyrirboði.. — Langminnstir og hóg værastir af öllum fuglum sem ég hef séð hér eru litlir mógráir spörvar, þeir tista þýtt og angurvært. Þeir eru inn- fluttir frá Ástralíu enda eru þeir í eins miklu ósamræmi við umhverfið hér og minkurinn heima á íslandi. Loftið hér í Austin er einkennilega gott af jafn stórri borg að vera og eru margar ástæður fyrir því. Til dæmis eru engar verksmiðjur hvorki í borginni né nærri. Verzlanir eru mjög fáar ísjálfri borginni, aftur á móti stór verzlunar- hverfi hér og hvar í útjöðrum borgar- innar. Upphitun fer mestmegnis fram með gasi og á einstaka stað með rafmagni, en það er dýrt. Aftur á móti er gashitun mjög ódýr. Lofts- lagið er líklega ekki heppilegt fyrir hvíta manninn. Alltof miklar hitabreyt- ingar og snöggar. Heitir dagar og kald- ar nætur. Hér er stærsti háskóli Suðurríkj- anna, með 28.000 nemendur, allstaðar að úr heiminum. Einnig er mikið um fag skóla, enda er Austin mesta skólaborg Texas. Fegursta bygging borgarinnar er þinghúsið. Það er byggt úr rauðgulu graníti og svipar mikið til þinghúss- byggingarinnar í Washington nema hvað turninn er 7 fetum hærri á bygging- unni hér í Austin. Þakið er úr kopar. Það stendur í stórum vel skipulögðum garði með fjölda höggmynda, flestum af frægum Texasbúum. Eina myndin sem ég kannast við er af Davy Crockett- hetjunni, sem flestir íslenzkir krakkar kannast við af Davy Crockett-bókun- um. Þessi garður er alveg sérstakur. Það vekur eftirtekt mína og undrun að sjá allar þessar höggmyndir af mönn- um í herklæðum með byssur um öxl. Það er heil höggmyndaherdeild umhverf is þinghúsið og tinnusvörtu fuglarnir, vígalegu spígspora hér um völlinn. Það er aðfangadagskvöld í Austin- borg. Hitinn er um 15 stig. Loftið er kyrrt og þögnin er annarleg frumskógaþögn. Myrkrið vefur sig um mann mjúkt og hlýtt. Fagurlega upplýstan turn þing- hússins ber við dimman kvöldhimin. Enginn maður sést á ferli. Við tveir ísienzkir ferðalangar göngum eftir trjá- skyggðum gagnstéttum í áttina að eina íslenzka heimilinu í Austin. Vöðva- spenntur og skottmikill köttur skýzt framhjá okkur, bik-svartur og dular- fuliur eins og andlitið á þjónustustúlk unni, sem ég sá í morgun gegnum glugga á gömlu og virðulegu húsi í spönskum stíl. Þvílíkur voði að vera falleg lítill svört stúlka, jafnvel á jólanótt. Klukk an í háskólaturninum slær 6 og við erum komnar á leiðarenda. Húsmóðir- in Sigríður Hansen kemur til móts við okkur með rauða nýútsprungna rós í hendinni sem hún var að skera úr garð- inum sínum. Okkur finnst þetta furður miklar á þessum tíma árs, en hún segir okkur að stundum sé svo hlýtt hér á aðfangadagskvöld, að þau borði jóla- matinn úti, en það er alls ekki nógu hlýtt í kvöld, segir hún, og við munum borða hangikjötið inni. Við göngum inn og við okkur blasir heimili, sem andar frá sér íslenzkri menningu þrátt fyrir að húsakynni og húsbúnaður séu að mestu á Suðurríkja- vísu. Bókakostur er hér góður bæði ís- lenzkur og erlendur og miklum mun meiri en maður á að venjast á amer- ískum heimilum. Synir frú Sigríðar eru báðir bóka- menn og stunda hér háskólanám. At- hygli mín beinist sérstaklega að forn- um viðarkrossi, skornum máttugum myndum. Hann er ekki stór þar sem hann hangir einn á vegg, en það er eins og hann fylli alla stofuna og geri and- rúmsloftið kvikt. Þessi kross er úr Víðimýrarkirkju, sem byggð var 1160. „Af einhverjum ástæðum mér ókunn- um“, segir Sigríður, „hefur þessi kross fylgt ætt minni gegnum marga ættliði, en hversu langt aftur veit ég því miður ekki.“ „Hvernig stóð á því að þú fluttir til Bandaríkjanna“?spyr ég. „Eg lærði fag mitt — Dental Hygiena hér“, segir hún á sama tíma og maðurinn minn, Skúli Hansen, lærði hér tannlækningar. Sú grein tannlækninga sem ég lærði var svo til óþekkt á íslandi, þegar ég fór að heiman. Þess vegna voru atvinnumögu- leikar í þessari sérgrein beztir fyrir mig einmitt hér.“ „Hvað er langt síðan þú fluttist með syni þína til Bandaríkjanna?“* „Það eru nú orðin 16 ár síðan“. Fyrst fluttist ég til Maine, þar sem móðir mín Helga Potter og stjúpi bjuggu. Hjá þeim bjó ég með syni mína tvo óupp- komna. Þar vann ég fyrir heilbrigðis- eftirlit ríkisins — Þar sem þetta er nyrsta ríki Bandaríkjanna fyrir utan Alaska eru oft mikil frost og hörkur á vetrum og erfitt yfirferðar. Heiman frá mér á vinnustað voru 50 km, vegalengd, eða eins og frá Reykjavík til Þingvalla Einn óveðursdag mætti enginn til vinnu nema ég og forstjórinn, þrátt fyrir það, að ég var sú eina sem bjó utanbæjar. Forstjórinn bjó aftur á móti aðeins fimm mínútna gang frá vinnustað. Það var auðvitað ekki annað að gera en loka stofnuninni og ég fékk frí þann dag- inn. En nú er ég búsett í Texas, syðsta ríki. Bandaríkjanna, og má með sanni segja að munur er á hitastigi. Um tíma vann ég við tannrannsóknir fyrir há- skólann í Indíana en nú hef ég stöðu við ríkisspítala hér í Austin. Kristinn sonur minn vinnur nú að magister-gráðu hér við háskólann en Gunnar, sem er yngri, mun útskrifast eftir eitt ár, en hann er einnig staðráðinn í að bæta við sig magister-gráðu og helzt doktors- gráðu ef vel gengur. Hann er nú að útbúa sig á slönguveiðar. Hér í Texas er á hverju ári allsherjar barátta gegn eiturslöngum. Veiðarnar standa yfir í þrjá daga. Síðast veiddust 18.000 slöng- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.