Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 2
HÚSIN í BÆNUM eins og Tómas gerði á fjórða tug ald- arinnar og síðar. Þau skáld eiga, þegar allt kemur til alls, mestan heiður skil- inn, sem ekki gleyma listrænu hlut- verki sínu, hvernig sem vindamir láta; hve fljótt fyrnist ekki eða brennur í eigin eldi, það sem háværast er og trú- ast þjóðfélagslegum kröfum um þjón- ustu ljóðsins við stundarkenningar stjórn málanna. Fagra veröld hefst á saknaðarkvæði: Löng er nóttin þeim, sem birtunnar bíða.------------ Við brunninn ég sat, þar sem stjörnurnar komu jorðum, og horfðu á okkur börnin, og brostu við okkur frá botni djúpsins. En það er svo óralangt síðan. — Þegar við lesum þetta erindi Gamals ljóðs, verður okkur ljós hin listræna vandvirkni, sem gæðir einföldustu orð tungunnar hljómmikilli fegurð og hef- ur klið hins tæra skáldskapar í sálum okkar; Tómas þarf ekki á mærð a'ð halda til að tjá okkur hug sinn, hann talar það mál, sem við skiljum og kem- ur fyrst fram á varir okkar þegar við viljum segja það, sem okkur býr í brjósti. Lítum á þessar hendingar síðar í Ijóðinu: Og því er ég hryggur! Hérna gengum við saman, og hingað kom vorið fyrst, inn í litla •* garðinn. Ég man, að blómin byrjuðu að springa út í maí. Ef við hugsum dálitla stund um sein- ustu línuna, skilst okkur hvað hún er raunverulega hversdagsleg, en hvað hún segir okkur mikið á þessum stað; það vor, sem er liðið, vitrast okkur, eða við fögnum í henni nýju vori: Ég man, að blómin byrjuðu að springa út í maí. Fyrra erindið er ekki einungis dæmi- gert fyrir málfar Tómasar Guðmunds- sonar, heldur einnig þá aðferð hans að persónugera náttúruna: — — —., þar sem stjörnurnar komu l forðum, og horfðu á okkur börnin, og brostu við okkur. Hér ríkir hinn innilegi samruni eða samkennd manns og náttúru, stjörnurn- ar verða kærkomnari í minningunni vegna þess að þær áttu sér nærtækt líf, voru hluti af veröld barnsins, sem ekki kann að gera greinarmun á undr- um heimsins og sínu eigin lífi. Hver kannast ekki við þetta úr bernsku sinni, því öll börn eru a'ð sínum hætti skáld; ljóðið er að lifa aftur bernsku sína, eða minnsta kosti: þetta er eitt af leynd- armálum sannrar ljóðlistar. Tómas vekur, ef svo má segja, Reyk- víkinga til skilnings á yndisleik borg- # arinnar, eða gerir borgina að verðugu yrkisefni, og verður þannig fyrsta skáld borgarlífsins á íslandi, sem eitthvað kveður að. Þelta gerist á tímum þegar flest skáld eru ættuð úr sveitum landsins og hafa skilið draum sinn eftir á heima- sióðum. Af jafn næmri innlifun og skáld náttúrunnar syngja fjöllum og dölum heimbyggðar sinnar lof úr f jarska nálgast Tómas þau yrkisefni, sem standa honum næst: húsin í bænum, gamla báta, Vatnsmýrina, skólabræður og sjálft Austurstræti, þannig að ljóð hans verða heimþrá til þess, sem er, þess sem er höndlanlegt, en ekki eins og hjá nýrómantísku skáldunum til hinn- ar bláu fjarlægðar, sem umvafin rós- rauðum, hálfgagnsæum þokum, hörfar sífellt undan, enda er það hennar eina von um líf í huga skáldsins. Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína hvítar við safírsœnum. En er nokkuð yndislegra — leit auga þitt nokkuð fegra — en vorkvöld í vesturbœnum? (Úr 1 vesturbœnum) Þannig lýsir Tómas þessu sjálfur í Fögru veröld, gerir vesturbænum í Reykjavík jafn hátt undir höfði og draumnum um Kína keisaranna. Þegar Tómas ávarpar farfuglana í ljóðinu Sumargestir, fellur hann ekki í freistni „skáldlegrar" tilfinningasemi, heldur talar við þá blátt áfram (að vísu af töluverðri kurteisi) á máliborg- arbúans: Þér miklu ferðamenn, sem leggið yðar leið um lönd og úthöf breið! Vér bjóðum yður velkomna einu sinni enn í yðar sumarfrí. Og fyrst þér eruð mættir, ■ þá vitum vér, að senn mun vorið koma á ný. Gamansemin í ljóðum Tómasar Guð- mundssonar, sem án efa er einn auð- ugasti þátturinn í ljóðlist hans, hefur vafalaust bjargað skáldinu frá því að faia inn á brautir, sem mörgum skáld- um hafa reynst hálar, og sum þeirra hálsbrutu sig á. Ég tel það mikils virði, að lesendur hans átti sig á þeirri staðreynd, að gamansemin er ljóðunum runnin í merg og bein, „að ekki er leið að flokka kvæði Tómasar „fræði- lega" í gamankvæði og alvarleg kvæði", eins og Kristján Karlsson bendir kunn- áttusamlega á. Ef til vill skiljast orð mín betur, ef við rifjum upp eitt af órímuðum ljóð- um Tómasar, Haust í borginni, langt ljóð, sem fjallar utn haustregnið sem er svo „ísmeygilega blautt", og „hættu- legt fyrir brotin í buxum manns". Því fólki sem „kveður firði og heimahaga, og heldur í bæinn", er skemmtilega týst. Freistingar borgarinnar brosa við aðkomumanninum, Hótel Borg og böllin í Iðnó, kvikmyndahúsin; það er margt hægt að gera sér til dundurs í bæn- um: Því bærinn er þrátt fyrir allt hin brosandi veröld á bak við myrkur og regn! Hver þekkir ekki þessa haustmynd af borginni: Það rignir látlaust í fjörutíu daga og fjörutíu nœtur, svo árlega man enginn aðra eins rigningu. Hún drýpur af húsþökunum, rennur niður rúðurnar, og streymir í litlum lœlcjum eftir götunum unz hús og menn og himinninn sjálfur endurspeglast á ævintýralegan hátt í óhreinum pollunum. Ljóðinu lýkur á þessu erindi: En einmitt nú er náðartími skáldsins. Því haustið kemur með fangið fullt af yrkisefnum. Og ýmist eru það bliknuð blóm, sem minna á hverfulleik hamingjunnar, eða húmið, sem minnir á dauðann. Og skáldið klökknar af innvortis ánœgju yfir öllum þessum hörmum, sem svo gott er að yrkja um. í samræmi við gamansemina, sem lýs- ir sér í seinustu línunum, þegar skáldið sjálft er gert skoplegt í leit sinni að dapurlegum yrkisefnum, eru mótsagn- irnar í ljóðum Tómasar Guðmundsson- ar, leikur hans að orðum og hugmynd- um, sú tækni hans að snúa við merk- ingum málsins, svo að við sjáum hlut- ina í nýju ljósi, en þó gamalkunnu. f merkri ritgerð sinni um Tómas Guð- mundsson, sem hér hefur áður verið drepið á, gerir Kristján Karlsson þessu atriði glögg skil. Örugglega er ritgerð Kristjáns skarpskyggnasta rannsókn, sem gerð hefur verið á skáldskap Tóm- asar; hún er ómissandi þeim, sem vilja skilja ljóð skáldsins dýpri skilningi en þeim, sem almennastur er. Kristjan Karlsson, segir: „Paradox, gamansamur, alvarlegur e'ða hvort tveggja í senn, er -'inn hinn mikilvægasti og frumlegasti þáttur í skáldskapartækni Tómasar Guð mundssonar og verður í meðferð hans nýjung í islenzkum skáldskap." Síðan nefnir Kristján mörg dæmi úr ljóðum skáldsins þessu til sönnunar, og leggur áherslu á að notkun Tómas- ar á paradox sé ekki einungis einkenn- andi fyrir gamansemi hans, heldur einn- ig alvöru, þau ljóð hans, sem eru ,,nú- tímaleg heimspekikvæði með frumleg- um táknum.“ Skopskyn Tómasar Guðmundssonar er einstakt í íslenskum skáldskap, og að því er mér virðist hefur leikni hans við notkun mótsagnar magnað það, gætt það þeirri hraðfleygu hyggju, ef mér leyfist að taka þannig til orða, sem er fyrst og fremst nútímaleg, sprottin úr borgarmenningu, en ekki vaxin upp á þeim blettum jarðarinnar, þar sem allt gengur sinn hæga gang, þokast áfram um ár, sem hver eru öðrum lík. Þeir, sem kynna . sér ljóð Tómasar af alúð, munu fyrr eða síðar komast að því, að hið hefðbundna yfirborð kvæðanna, segir ekki allt um þau, nýjung þeirra er mun meiri en flestir gera sér grein •fyrir. Það er einmitt þetta, sem mér finnst svo athyglisvert m.a. við það, sem Kristján Karlsson hefur skrifað um Tómas; honum eru þessi sannindi ljós, og mér finnst honum takast að sann- færa lesandann um haldsemi skoðunar sinnar. Áður en ég skil við Fögru veröld, langar mig til að minnast á nokkur ljóð, sem mér virðast skyld á vissan hátt, og einnig eiga sér frændsystkin í síðari bókum skáldsins. Fyrst þessara ljóða er Sorgin: Hún er k nan, sem kyrrlátust fer o<7 kemur þá m 'nnst þig varir, og les úr andvaka augum þér hvert anaur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin, sem falla. Og hún er þögúl og avatft em og á ekki samleið með neinum. Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein, og sífellt leitar að einum. Lestin mikla, Gesturinn, og Tvenn spor í snjónum, eru ljóð, sem ásamt Sorginni standa eilítið sér í Fögru ver- öld. Þetta eru heimspekileg ljóð með myrkari svip, dimmari tónum en önnur ljóð bókarinnar; í þeim er meiri efi og spurn: Engum er Ijóst, hvaðan lagt var af stað, né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst x förina fyrir það, jafnt fúsir sexn nauðugir, bræður! (Úr Lestinni miklu) Og gustur fór um garðinn sumarbjarta. í grænu laufi trjánna skinið flökti, titrandi, órótt, eins og kvalið hjarta. (Úr Gestinum) Gatan er auð og allt er kyrrt og hljótt, og engin stjarna lýsir kvöldsins höll. Sem bleikir skuggar rísa fjarlœg fjöll. Fram undan blundar hafið þungt og mótt. (Úr Tvennum sporum í snjónum) Myndir þessara ljóða eru sterkar en einfaldar, bygging þeirra óaðfinnanleg. Gesturinn miðlar lesandanum einhvers konar annarleik, eins og það svið, „sem annarlaga kyrrt að baki lá“, og Tvenn spor í snjónum, er líkt og gagntekið undursamlegum raunveruleik: Og mjöllin, mjöllin hnígur hægt og rótt. Og hvert sem augað lítur fellur mjöll. Og hvítum svefni sefur borgin öll. í svefni gengur tíminn hjá í nótt. Tvær fyrstu línurnar draga upp vetr- armynd af sofandi borg, sem persónu- gerist í þriðju línu, eins og tíminn í þeirri síðustu, þegar honum er fengið hlutverk svefngengilsins. Síðan eignast mjöllin andstæðu: „moldina frá í júní“ því í draumnum sefur „tveggja hjartna horfið vor.“ Allt er Ijóðið þrungið næt- urúð, kynjað úr draumi eða eins og á mörkum svefns og vöku. Sömu sögu er að segja um Gestinn og að vissu marki Sorgina, en aftur á móti er Lest- in mikla naktari í niðurstöðu sinni, af- stöðunni til lífsins: Og hægt hún fer, en hún fœrist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet. Og ferðinni er heitið í dauðann. Öll eru þessi ljóð innhverf, hvert á sinn hátt, og skera sig einnig að því leyti úr. Þau tala hljóðlátlega til les- andans, en eru laus við hinn elsku- lega rabbtón, sem oft er að finna í ljóðum Tómasar; hann á það til að spjalla við lesandann, lýsa frekar fyrir honum því, sem hann sér eða hefur séð, í staðinn fyrir að snúa sé.r beint að m ndinni. Þessi lýsing umhverfis, þetta vinalega hjal við lesandann er engu síður styrk- leiki Tómasar Guðmundssonar, því hon- um tekst i miklu ríkari mæ'i en öðrum skáh’um, sem reynt hafa að fara sömu leið ð gera þessi ljóð sjálfum sér sam- kvæm, og þá um leið vel heppnuð og forvitnileg, og umfram allt „frumleg“. Gleggsta dæmið um þetta eru Stjörnur vorsins, sem kom út 1940; sjálf nöfn ljóðanna segja mikið um efni þeirra og aðferð: Ljóð um unga konu frá Súdan Morg mn við Afríkuströnd, Nú er veðui Fraimh. á bls. 7 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. júni 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.