Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 5
Dularfullur barnsgrátur væri sjúkleiki stúlkunnar hinn sami og truflað hefði mig þá um sinn. „Það hafa margir snert af þessu,“ sagði hann. „Ég er meira að segja ekki alveg frí sjálf- ur.“ Hann brosti til mín talsvert íbygginn. Fyrsti sjúklingurinn, er sögur fara af, var Aknaton, hinn egypski faraó. Jesú Kristur var einnig mjög illa hald inn. Báðir hefðu þeir getað orðið stórhættulegir menn ef prestarnir hefðu ekki lagað kenningar þeirra í höndum sér og gert þær óskaðlegar að mestu. En við verðum að gera okkur ljóst að í veröld okkar er þetta mjög viðsjárverður krankleiki. Sjúklingur- inn verður meðal annars ófær til að bjarga sér og varast þær hættur, sem hvarvetna leynast á vegi hans. — Nú, hvað viðvíkur þessari stúlku, þá er hún ein- birni og á mikinn auð í vændum. Foreldrarnir hafa að vonum þungar áhyggjur af veikindum hennar." „Ei þá vor. um bata?“ spurði ég í hálfkæringi. „Sussu já!“ Gamli prófessorinn hló og klappaði mér á öxlina. „Við læknum ykkur öll, skaltu sjá. Hún verður orðin góð eftir tvo mánuði.“ Ég gat ekki orða bundist: „Það þykir mér leitt,“ sagði ég o.g meinti það. „Er ekki nóg af hörkunni og miskunnarleysinu í heiminium, þó að þeir fáu sem vilja vel séu látnir fara sínu fram?“ Hann virti mig fyrir sér andartak: svo mælti hann: „Þér hljótið að skilja að stúlkan væri verra en dauðadæmd, ef hún færi út í lífið svona á sig komin. Hún yrði hædd og kvalin til dauða, og það getum við ekki látið viðgangast. Reynslan er ólýgnust og hún sannar mitt mál svo að ekki verður um villst. Þér vitið hvernig fór fyrir Aknaton og KristL Fjöldi skálda hefur líka tekið þetta efni til meðferðar, og þar kveður allstaðar við sama tón. Munið þér kvæðið hans Frödings: „Det borde varit stjarnor?“ Ég skal rifja það upp fyrir yður:“ „Jag tankte: Du er rik i att alska og svarma, att fostra octh varma all skönhet all karlek allt ljus i din sjal. Vad bátar dig din rikedom? — till skam skall den vandas odh trampas ooh skandas som skogens viol av en stigmanshal I traldom ooh förnedring din rygg skal du kröka som slav odh som sköka en gáng för din karleks odh veklhets Skull. Ty det, som drömmer vackrast ooh det, som blickar mildast, brutalast octh vildast skall brytas mot jord och besudlas med mull.“ Það var langt síðan ég hafði lesið Fröding, en þó mundi ég að þetta var ekki endir kvæðisins. Ég reyndi að rifja hann upp, en tókst það ekki í bili. ,,Jæja“ sagði ég aðeins. „Þér hafið sjálfsagt rétt fyrir yður.“ „Ætli það ekki,“ ansaði prófessorinn og brosti í kampinn. „Og það sem meira er: ég verð að lækna hana fljótt, því að ykkur sumum hverjum fer ekki að batna fyrr en hún er orðin heilbrigð!“ Svo slitum við talinu. Mér hefur víst aldrei liðið eins vel um mína daga, eins og þarna á hælinu — meðan Gretchen var veik. Hún gerði okkur lifið ljúft. Er. allt tekur enda. Ég áttaði mig ekki á því fyrst i stað, þegar framkoma hennar tók að breytast, það gerðist svo hægt og hljóðlega. En einn góðan veður- dag uppgötvaði ég að Gretcen var horfin. Það var komin allt önnur manneskja í hennar stað. Hún var svo 3em þægileg og prúð og indæl enn sem fyrr, en hún strauk ekki neinum um vangann lengur, hjúfr- aði engan að brjósti sér. Um tíma var hún talsvert hugsi. líkt og utan við sig, og horfði þá stundum ó okkur hin, eins og hún þekkti okkur ekki eða gæti ekki áttað sig á því, hvers vegna við værum öll þarna saman komin. Og smám saman færðist hefðar- konusvipur á andlit hennar: augun Ijómuðu ekki fram ar af ástúð og góðleika, þau virtu okkur fyrir sér eins og ókunnugt fólk, sem haldið er í tíu skrefa fjarlægð. Hún var líka hætt að syngja. En alúðleg var hún og röddin falleg enn. Þetta var geðsleg stúlka, og hét fröken Hansen. Innan tíðar var hún horfin af hælinu. Þá var mér einnig farið að batna, og skömmu síðar töldu læknarnir mig heilbrigðan. En um það leyti, sem ég lagði af stað heim, var ég búinn að rifja upp endinn á kvæðinu hans Frödings, og hann er svona: „Men kanske har det battre och adlare gátt dig — nar mánskoma försmðtt dig, karuhánda hava peris beskyddat din gáng. För mig var du en ljusgestalt i nattens tid upprunnen, vid morgonen försvunnen, jag minns dig som en stjárna, en saga, en sáng.““ Vinur minn leit til mín og brosti vandræðalega. „Gott skáld, Fröding,“ sagði hann. Minningar úr Strandasýslu Þeir sem voru fulltíða menn lt>18 munu seint gleyma því ári og mun fleira en eitt stuðla að því Hæst ber þó á fullveldisdeginum 1. desember. Kötlu- gos og frosthörkur þær mestu á þessari öld, og svo síðast en ef til vill ekki síst; drepsótt sú sem nefnd er Spánska veikin, sem mörgum manni varð að aldurtila, en hún komst aldrei til okkar í Stranda- sýslunni því héraðslæknirinn sem þá var Magnús Pétursson setti vörð um héraði'ð. Ég bjó þá á Bjarnarnesi í Strandasýslu. Byrjaði að búa þar 1913 með nokkrar kindur og eina kú, og þætti það lítið nú til dags. Hafði verið vinnumaður áður en ég fór að búa og hafði lítið kaup. Kuldinn 1918 er manni alltaf í fersku minni um og yfir 30 stig, og byrjaði hann aðallega uppúr nýjárinu. Þá rak hafísinn inn í hægum noröan vindi, og frostreyknum, sem þá lagði upp úr snjónum mun ég seint gleyma. Annars voru miklir kuldar fyrir hátíðar, og man ég sérstaklega í því sambandi eftir 1. vetrardegi 1917. Þá fórst bátur á Kollafirði með fjórum mönnum, þar af tveim feðgum af sama bæ. Þá var hægur norðan kuldi, sem ætlaði alveg að ganga í gegnum mann. Þegar hafísinn var að reka inn lægði sjóinn inná firðinum áður en hafísinn kæmist inná fjarðarbotn, því eins og landabréfið sýnir, beygir Steingrímsfjörð urinn í norður þegar inn fyrir Reykjanes kemur. Bjarnarnes er á nesinu milli Steingrímsfjar'ðar og Bjarnarfjarðar, einni bæjarleið fyrir utan Grímsey, og sá maður því vel þegar hafísinn var að reka inn. Lagísinn var mannheldur eftir nóttina, og sást það bezt þegar maður sá dauðan fugl sem hafði verið í auðum sjó kvöldið áður og frosið í hel um nóttina, að þegar máður tók hann upp þá var kolblár sjór- inn undir. Kringum hafísjaka, sem stóðu á grynningum mynduðust vakir eftir sjávarföllum og safnaðist æðarfuglinn í þær vakir og drapst þar í hrönnum úr hungri og kulda. Þá var fuglinn reittur og fiðrið haft í sængur og kodda þó fiður þyki ekki lengur hæft til þeirra hluta. Til var að fuglinn væri skot- inn í vökunum en það hefði ég aldrei getað fengið mig til að gera enda lögbrot, sem kunnugt er. En máski hefði það verfð miskunnarverk, en hefði maður skotið í þétta hópa með haglabyssu hefði maður átt á hættu að særa fleiri eða færri fugla, og var þetta þá að fara úr öskunni í eldinn. eftir Eystein Eymundsson ísinn mátti ríða Horns og Skaga á milli og var þetta annar veturinn, sem ég man eftir því að það væri hægt. Hinn veturinn var 1902 og þrem árum áður 1899 var óhemju fannfergi. Svo sem fyrr segir rak ísinn inn fyrstu daga janú- ar, en hann lá ekki mjög lengi. Mig minnir að hann færi að reka burtu um mi’ðjan febrúar, og þá byrj- uðu útsynningar og umhleypingar, annars minnir mig að oft væri hægviðri meðan hafísinn lá inni. Þá þrutu að mestu 2 vatnsból frá þessu heimili, og þegar ég ætlaði að sækja vatn í á ekki alllangt í burtu frá bænum fannst þar ekkert vatn. Annars byrjuðu þessi harðindi seinnipart sumars 1917 með illviðris- krapa og kafaldshryðjum af norðri, og þegar átti að fara að reka til Hólmavíkur, var komin svo svört kafaldshríð að hætta varð við. í sambandi við það, sem hér hefur verið sagt dettur mér í hug atburður sem ég ætla hér að skrá- setja, og þó hann sé dularfullur, þá voru það ekki einsdæmi á þessu heimili, að ýmislegt bæri þar fyrir sem maður gat ekki skýrt á eðlilegan hátt, svo sem að hurðir, sem lokaðar áttu að vera stóðu opnar að morgni, og stundum sáust lokur brotnar og umgang- ur og hundagelt heyrðist oft á nóttunni. Það mun hafa verið í september 1917 að snemma morguns er við láum vakandi í rúmi okkar ég og konan mín Guðrún Skúladóttir að við heyrðum ein- kennileg hljóð, og þar sem konan min var tauga- veikluð en heimilið afskekkt, — stytzt tæpur klukku tíma g^igur til bæja — þá gerði ég sem minnst úr þessu til þess að auka ekki á hræðslu, og segi aW það muni vera fuglakvak. En ekki leið á löngu þar til málið skýi'ðist, og duldist okkur þá ekki að þetta var barnsgrátur sem ávallt skýrðist betur og betui þar til hann var svo átakanlegur og sár að likast var þvi, að verið væri að gera útaf við barn, og slíkan grát höfum við ekki heyrt fyrr eða síðar, og höfum við þó heyrt mjög veik börn gráta. Áður en lengra er farið ætla ég að lýsa húsaskipun á þessum bæ, Bjarnarnesi. Húsaskipun var þannig háttað að ba’ð- stofustafnsþil ásamt bæjardyraþili og geymsluhús- inu lágu móti suðvestri og var hey geymt í geymslu húsinu. Við hjónin sváfum í afþiljuðu húsi í þeim enda baðstofunnar sem fram á hlaðið vissi, undir þeirri hlið, sem frá sjónum snéri og nær var geymslu húsinu. Og þar sem við lágum þarna vakandi sem fyr.r segir, heyrðust okkur hljóðið færast æ nær og Ikamh. á bls. 14 22. júni 1M8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.