Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1968, Blaðsíða 4
SMÁSAGA EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON GOTT SKÁLD FRÖDING mt egar vinur minn kom af taugahælinu, fór ég að heimsækja hann, eins og lög gera ráð fyrir. Hann var glaður og hress, hvass undir brún að líta og snöggur upp á lagið, ekki laus við stríðni og ofur- lítið illkvittinn — svona eins og honum var eigin- legt. áður en hann lasnaðist. Þetta var sem sé skemmti legur maður, en betra að gæta sín dálítið í sam- skiptum við hann. Hann var fljótur að finna snöggu blettina á vinum sínum, og notaði sér það hlífðar- laust oft og einatt, þótt í gamni ætti að vera. Þetta var íslendingur í húð og hár: Meinfýsinn og áreit- inn, talaði helst um það sem miður fór í fari annarra, en hann gerði það á gamansaman hátt og gait verið kvikindislega fyndinn. Mér þótti vænt um að sjá hve vel hann hafði náð sér á þessu hæli. Hann virtist hraustur og kátur, eins og ég mundi hann áður en hann veiktist. Nú, „veiktist“ er kannski fullmikið sagt? Það tók að bera á þessu rúmi ári áður en hann fór á hælið. Hann varð smám saman ómannblendnari og þögulli, fór talsvert einförum, og hætti því sem næst að hreyta skemmtilegum skætingi í vini sína og kunn- ingja Við urðum þess brátt varir, að allt var ekki með feldu. Hann átti til að fara að ræða um ástandið í heiminum við okkur, býsnast yfir bágindum van- þróuðu þjóðanna, hungrinu og kúguninni: „Hugsa sér að milljónir barna skuli svelta“, mælti hann kannski og stundi við. Það var ekki laust við tilfinningasemi í rödd hans og við litum hver á annan: þetta var svo ólíkt honum. Og er þessu hélt fram, tók okkur að skiljast að eitthvað meira en lítið amaði að strák- greyinu. Hann var bersýnilega orðinn þunglyndur, og það ágerðist eftir þvi sem tímar liðu. Okkur leist hreint ekki á blikuna, þegar hann fór að stinga upp á því að eitthvað yrði að gera í tilefni af öllum þessum hörmungum. Hann sagði meðal annars, að það væri ekk; hægt að búa hér við allsnægtir og lifa í vellystingum, á meðan helmingur Jarðarbúa væri að sálast úr eymd og vesöld. Þetta gekk svo langt, að hann — sem aldrei hafði þótt útausandi — fór að gefa fé til allskonar hjálpar stofnana, sem áttu að létta undir með snauðu fólki í Afríku og Asíu. Reyndar var hann vel stöndugur, sennilega orðinn stórríkur maður, því að hann hafði stundað kaupsýslu með góðum árangri um langt skeið og þótt harður í horn að taka, var jafnvelbendl aður við okur. Svo að hann munaði kannski ekki mikið urn þetta, en það var grunsamlegt og óeðlilegt samt Við — vinir hans og kunningjar — ráðguðumst um hvað gera skyldi, og loks varð það að ráði að tveir okkar tækju hann tali og reyndu að komast að því, hvað að honum gengi. Ekki urðum við margs vísari, en þó nokkurs: Hann svaf illa á næturnar, það sóttu á hann daprar hugs- anir, jafnvel kvíði og ótti. — Ótti við hvað? — Nú, eiginlega ekkert sérstakt, bara svona almennt — en myndi ekki heimurinn farast, ef þessum hörmungum linnti ekki? Hann var enn við það heygarðshornið! „Ekki getur þú frelsað heiminn,“ sögðum við. Þá mælti hann þessum undarlegu orðum: „En er samt ekki skylda hvers manns að gera allt sem honum er auðið í þá átt?“ Okkur varð að vonum svarafátt. Eitthvað þessu líkt hafði kannski hvarflað að okkur líka, einkum þegar við vorum illa haldnir af timburmönnum: en vitneskjan um vanmátt okkar hafði róað samviskuna hverju sinni. Eftir dálitla þögn brosti hann vandræðalega og sagði: „Jæja, þið hafið kannski rétt fyrir ykkur — og ég er líklega eitthvað linur á taugum? Læknirinn minn hefur ráðlagt mér að hvíla mig rækilega." Við kvöddum hann og héldum heim. Er. litlu síðar heyrðum við að hann væri farinn af landi burt, og það kvisaðist að hann væri á tauga- hæli Nú var hann kominn heim aftur, og virtist albata. „Þetta hefur gengið vel?“ sagði ég, þegar við vor- um búnir að heilsast og rabba saman litla sund. „Mikil ósköp!“ anzaði hann. Hann leit til mín með sínu gamla, eilítið meinfýsnis- lega brosi En svo sló hann allt í einu flötum lófanum í borðið sem við sátum við, og hló, léttum og glöðum hlátri, sem ég kannaðist ekki við. „Ég læknaðist,“ sagði hann. „Þetta var eitthvert taugaslen, sem að mér gekk. Þeir dældu í mig fjör- efnurn -og allskonar lyfjum — það var víst einhver slæmska í nýrunum líka — ég losnaði við það allt, eins og það lagði sig. Og það er gott að vera kominn heim aftur — best hér.“ Þá veitti ég því athygli að hann var ekki alveg eins og hann átti að sér, þrátt fyrir allt. Það var eitt- hvað nýtt og annarlegt í svip hans og fasi. Hann þagði nokkuð langa stund, varð hugsi og alvarlegur, og það hvarflaði að mér að hann hefði ef til vill ekki læknast eins rækilega og hann sjálfur hélt fram „Hælið“, sagði hann loks. „Það var forvitnilegur staður. Margir kynlegir kvistir þar. Maður kynntist alveg nýjum viðhorfum til lífsins, nýjum sjónarmið- um, sem ég að minnsta kosti hafði ekki hugmynd um að væru til. Mér rann satt að segja stundum í hug að það væri — ja, eiginlega mesta glapræði að lækna þessa menn, suma hverja. Ég er viss um að margir þeirra verða mér lengi minnisstæðir. — Og alveg örugglega mun ég seint gleyma Gretchen." Um varir hans lék mjög einkennilegt bros, sem ég þekkti ekki fná fyrri kynnum okkar. Hann hristi höfuðið og það hummaði svolítið í honum, svo hélt hann áfram: „Hún hét náttúrlega eitthvað annað, en við köll- uðum hana Gretcfhen af því að hún var svo björt og sviphrein. — Hún kom tH mln I setusTorunm, íyrsra daginn minn á hælinu, og strauk mér um vangann með hlýrri hendi sinni. Ég skal vera góð við þig, sagði hún. Þú skalt ekki vera hryggur. Reyndu að vera glaður, ég skal hjálpa þér til þess. Þetta lagast allt, bara ef við erum nógu góð og styðjum hvert annað. — Og þú hefðir átt að heyra röddina hennar þannig og með þvílíkri rödd talar enginn við mann, nema þá helst í drarumi. Nú, eins og þú getur skilið, þá varð ég ekki lítið hissa, og ég starði á stúlkuna alveg grallaralaus. Hún var há og grönn, kannski ekki beinlínis fríð, en þó fannst mér að ég hefði aldrei séð fallegri kvenmann. Það gerði mest þessi ótrúlegi ljómi í kringum hana: ég get fullvissað þig um að það blátt áJEram birti í stofunni, þegar hún kom inn. Ef til vill voru það augun — brún, að ég held, eða öllu heldur dökk- fjólublá: ég veit það ekki með vissu. Þau voru djúp og dimm að líta í, en úr þeim skein einhver undra- ljómi ástúðar og góðleika. Ég gleymdi öllu öðru með- an ég horfði á hana, og ég tók ekki vel eftir því sem hún var að segja, en það voru mild og sefandi huggunarorð, líkt og móðir mælir við barn sitt. Svo strauk hún mér aftur um vangann, áður en hún fór til næsta manns — og gerði honum sömu skil!“ Vinur minn gaut til mín augunum, vandræðalegur á svipinn svo hló hann stuttlega. „Fjandi skrítið finnst þér líklega?“ tautaði hann. „Og það er alveg rétt hjá þér. En ég var í öðruvísi ástanidi þá en núna, og ég get bara sagt þér að þetta verkaði fullt eins vel á mig og lyfin, sem lækn- arnir gáfu mér. — Ég hef náttúrlega skemmt mér með stelpum, eins og hver annar, en mér var skoll- ans mikið nýnæmi á því samt að stúlka væri bein- lánis góð við mig. Tilætlunarlaus góðleiki er áreiðan- lega ekki algengur, og góð stúlka — ég meina raun- verulega og bara góð — er víst fremur sjaldgæft fyrirbæri. Og það er væntanlega lika heppilegast. Mér þykir trúlegt að það færi ekki sérlega vel fyrir slíkri auðarlín í okkar harða heimi. — Og vera má að flestu heilbrigðu fólki hefði þótt Gretchen kátleg í kærleiksboðun sinni: en okkur fannst það nú ekki þarna á hælinu. Eins og ég sagði þér áðan þá kölluðum við hana Gret clhen, en reyndar var hún alls ódík þeirri þýzku mjólkurauglýsingu, sem er tengd því nafni. Hún var dökkhærð með hátt enni, frekar lítið nef og nokkuð þunnar varir en fallega formaðar. Andlitið var ávalt, hörundið gullinfölt, vöxturinn viðjugrannur, en fagur og hreyfingarnar mjúkar. Mér voru sögð deili á henni: Hún átti ríka foreldra, hafði verið í leikskóla og var nýbúin að ljúka prófi, þegar hún var látin á hælið af aðstandendum. Framkoman var mild og prúð, og röddin — já, hana er ég búin að tala um, það var alveg ótrúleg rödd. Hún las oft fyrir okkur kvæði og gerði það snilldar lega. Það var eins og fallegi munnurinn hennar gældi við hvert orð og hæfi það í æðra veldi. Sérhver hending öðlaðist líf og meiningu sem ég að minnsta kosti hefði aldrei getað fundið af sjálfsdáðum. Stund um söng hún líka, eða öllu heldur raulaði, aðallega þjóðvísur, gömul stef og harmfögur. Einnig þau urðu ný og undursamleg í meðferð hennar: það voru töfr- ar í orðum og ómi, eitthvað sem aldrei getur gleymst þeim er hlýddu. — Og á eftir kom hún til okkar, gekk fyrir okkur hvert af öðru og strauk okkur blítt um vanga, kyssti okkur á ennið og sagði eitthvað fallegt við okkur öll. Alltaf og allstaðar reyndi hún að hjálpa, hugga og styðja. Það er óþarft að taka það fram, að okkur þótti öllurr. vænt um hana, jafnvel kvenfólkinu, erreyndi þó í fyrstu að draga lítilsháttar dár að henni. En það gafst einnig upp fyrir þessum dæmalausa góðleika. Hún var eins og engill af Himnum sendur, gamal- dags engill, sem enginn trúir lengur á og hefursjálf- sagt aldrei verið annað en ævintýri handa börnum. Frá morgni til kvölds Vcir hún á stjái, alltaf að bjóða aðstoð sína ljómandi af gleði og ástúð. Pá, sem voru daprii og miður sín faðmaði hún að sér, hallaði höfði þeirra að brjósti sínu og raulaði við þá. Ég tók eftir því, að það hressti þá undarlega vel allflesta, jafnt konur sem karla. Sumir fóru þó að gráta í faðminum á henni, en henni tókst ævinlega að hugga þá og gleðja. Margir urðu býsna líkir börnum í samskiptum við hana, og hún meðhöndlaði þá eins og móðir. Ég er viss um að karlmennimir elskuðu hana allir, en ég sá þess engin merki að þeir litu á hana sem kyn- veru. Það hvarflaði ekki að mér heldur. Þegar ég var orðinn vel kunnugur læknunum, fór ég að tala við þá um hana, spurði hvað það væri, sem að henni gengi, og sagði, eins og satt var, að mér virtist hún eins heilbrigð og nokkur manneskja gæti orðið á þessari jörð. Þeir brostu að mér, eilítið háðslega kannski, og spurðu mig hvernig ég héldi að svona stúlku myndi vegr.a í veröldinni. Gamli prófessorinn, sem var yfirlæknir hælisins, tók mig tali einslega. Hann tjáði mér að í rauninni 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. júni 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.