Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 1
3 Erindi flutt í hátíðasal Aþenuháskóla 1. september 1964 í upp- hafi 4. málþings þjóðsagnafræðinga. Textinn var styttur í flutn- ingi, en er nú allmikið aukinn. \xmm EFTIR DR. EINAR OL. SVEINSSON 1. CREIN ísland til Hellas Hekla til Ólymps, Segulljóss snægrund Sólvangs í skaut: Hómers í heimland Hrímstorðin Eddu Ljóðkveðju sendir Langleiðis braut. Svo kvað Steingrímur Thorsteinsson, íslenzkt þjóðskáld á síðari hluta 19. aldar, eldheitur föðurlandsvinur og frelsissinni og um leið einlægur að- dáandi hins forna Grikklands, menning ar þess og bókmennta. I. Erindi mínu í dag hef ég gefið nafn- ið: „Edda og Hómer". Hvorutveggja hef ég unnað frá barnæsku. Því er Edda nefnd fyrr, að hún er ræðumanninum miklu kunnugri, en Hómer mun þó einnig koma hér á eftir við sögu. Vér munum sjá hvort í annars ljósi, og hvað sem líður skilningi á Hómer í ljósi Eddu, þá er víst, aS skilningur á Eddu græðir mikið á, ef hún er séð í ljósi Hómers. Annars má oft sjá í ritum síð- ari tíma fræðimanna, einkum frá því H. Monro Chadwick skrifaði „The her- oic age" 1912, að þeir vitna til Eddu í ritum um Hómer, ekki sízt á þetta við um enska fræðimenn. Það þarf vitanlega ekki að fara að lýsa fýrir þessari lærðu samkomu, hver Hómer er e'ða hvílíkur hann er; hitt væri frekar von, að einhverjum áheyr- enda minna, þeirra sem aldir eru upp í löndum fjarri ættlandi mínu, geti ver- ið miður kunnugt um Eddu. Skal nú fyrst af öllu veita nokkra vitneskju um hana. II. Árið 1223 iauk íslenzkur fræðimaður, Snorri Sturluson, bók einni, sem nefnist Edda. Snorri var ákaflega fjölhæfur maður, einn mesti og auðugasti höfð- ingi á íslandi, hirðmaður, lögfræðingur, sagnfræðingur, skáld og ritsnillingur. Af sagnfræðiritum skrifaði hann sögu Noregskonunga, Heimskringlu. En Edda er handbók i skáldskaparfræðum, ætl- uð einkum þeim mönnum, sem ortu dróttkvæði, en það voru mest hirð- kvæði um norræna þjóðhöfðingja, stundum um kappa, eða lausavísur, eða trúarleg kvæði. Aðaleinkenni þeirra eru annars dýrir hættir með miklu rímnaskrauti, sérkennilegu skáldamáli og oft flókinni orðaröð. Þessi tegund skáldskapar virðist hefjast á 9. öld og tilheyra hinni vestur-norrænu þjóða- kvísl (Noregi og íslandi); hún var enn í blóma á 13. öld, og á íslandi varð- veittust hættirnir fram á vora daga. Sökum skáldamálsins varð Snorri að segja sögur um heiðin norræn goð og fornaldarkappa. Þetta dró einnig á eft- ir sér tilvitnanir í annars konar gömul kvæði, sem vera munu ort mestmegnis á tímanum frá 9. öld til 1200, en hafa þó átt sér miklu eldri rætur. Þannig finnast rúnaristur allt frá 4. öld e.Kr. með sama skáldskaparlagi og þessi kvæði. Auk þess eru til með öðrum ger- mönskum þjóðum kvæði skyld þeim að bragarhætti og orðfæri. Algengt er að telja, að fyrir áhrif frá Snorra hafi menn tekið að færa þessi kvæði í letur, en áður varðveittust þau í manna minn- um. Það kvæðasafn hefur frá riti Snorra erft nafnið Edda (stundum nánar til- tekið Ljóða-Edda eða Sæmundar-Edda) og kvæði þau, sem þar eru varðveitt, hafa hlotið nafnið eddukvæði. Þegar ég tala um Eddu hér á eftir, á ég við kvæðin í þessu safni og önnur kvæði Hómer af sömu tegund. Þessi kvæði munu flest vera vesturnorræn, en sum hinna elztu kunna að hafa gengið eitthvað með öðr- um norrænum þjóðum eða átt sér þar hliðstæður. Einstöku kunna að hafa átt sér frændkvæði með öðrum germönsk- um þjóðum, en út í það vandamál skal ég annars ekki fara lengra hér. En rétt er að taka fram, að þegar ég þarf að tala um Snorra-Eddu eða drótt- kvæði, segi ég það með skýrum orðum, og ætti þá ekki að koma til misskiln- ings. Þegar ég tala um kviður Hóm- ers, á ég við Ilíonskviðu og Ódysseifs- kviðu. Um árið 1000 tóku vestnorræn lönd kristni, og hófst upp úr því bókaritun með latínulestri og á móðurmáli. Mik- ið kvað að ritum í óbundnu máli. Þorri þessara rita voru frásagnir og kölluð- ust sögur. Orðið er víðtækt, er haft um ævir biskupa og heilagra manna, svo og þýðingar riddarasagna á óbundið mál. Flestar sögur eru þó um innlend efni og ákaflega sjálfstæðar að formi og anda. Þar eru merkileg sagnarit um samtíma höfundanna, svo sem safn það sem Sturlunga heitir, um sögu íslend- inga á 12. og 13. öld, en meira er þó skrifað um liðna tíma. Má þar greina sögur um íslenzka kappa og skáld og höfðingja á fyrstu öldum íslands byggð- ar, 'i svokallaðri söguöld, og eru þær kjarni alls sagnaflokksins og fullkomn- astar þeirra að list, eru þær nefndar íslendingasögur. Auk þess má nefna konungasögur á sögulegum tíma, eink- um sögur Noregskonunga, og loks sög- ur um fornkonunga, fyrr en sar sögur hefjast: þessar nefnast fornaldar- sögur, og hinar eMri þeirra eru að efni skyldar eddukvæðum, en í hinum yngri þeirra slær út í fyrir höfundunum, þær verða meira og meira fullar af yfirnátt- úrulegu efni og kynjum. III. Þá er komið að umræðuefni mínu í dag, en það er eddukvæði og kvæði Hómers. Með þessum tveimur tegund- um kvæða er margt svipað. Þegar líking er með bókmenntum, geta komið til greina þrjár skýringar. I fyrsta lagi getur verið um að ræða bein áhrif rits á rit eða kvæðis ákvæði, höfundar á höfund. í öðru lagi geta bókmenntir, munnlegar eða skriflegar, með tveimur eða fieiri þjóðum vei-ið runnar frá sameiginlegum eldri heimild- um, t.d. kvæðum, en án þess um bein áhrif sé að ræða milli þessara tveggja þjóða á þeim tíma. Loks getur verið, að hvorki sé um bein bókmenntaáhrif né sameiginlegar heimildir að ræða, heldur stafi liking með bókmenntum af svipuðum rótum, svipuðu þjóðfélagi og menningarstigi. Þannig verður kvæða- gerð þjóða, sem gengið hefur gegnnm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.