Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 4
FJORÐI NAGUNN 8ÍGAIÍNAÞJÓÐ8AGA Asa ben Miriam, sem heimurinn kall- aði seinna Jesúm, var afhentur hermönn um, sem áttu að ráða hann af dögum, því að sagt var að hann hefði talað gegn keisaranum í Róm. Tveir hermenn voru sendir af stað til að útvega fjóra nagla til þess að krossfesta hann me'ð. Fyrir hvern þann, sem krossfesta skyldi, voru hermennirnir vanir að fá áttatíu „kreitzera" til þess að fara til járnsmiðs og kaupa nagla fyrir þá. Þegar hermennirnir höfðu fengið þessa áttatíu „kreitzera“ til að kaupa nagl- ana fyrir lögðu þeir fyrst leið sína inn á veitingakrá og eyddu helming upphðarinnar í gómsset vín, sem Grikk ir seldu í Jerúsalem um þessar mund- ir. Það var orðið áliðið dags þegar þeir mundu eftir nöglunum. Fyrir dag- setur áttu þeir að vera komnir aftur til hermannaskálanna, því að næsta morgun átti krossfesting Asa ben Miri- am að fara fram. Þeir skunduðu því af stað, ekki alls ódrukknir, til fyrsta járnsmiðsins og sögðu við hann með þjósti miklum, í þeim tilgangi að hræða hann til að vinna verkið þó að þeir hefðu ekk nóg fé til að greiða fyrir jámið og vinnuna: „Heyrðu lagsmaður, við þurfum að fá smíðaða strax fjóra stóra nagla til að krossfesta Asa ben Miriam með.“ Jámsmiðurinn var gamall maður, og hann hafði séð hið ástúðlega föla and- lit og hin Ijósbrúnu augu Asa ben Miri- ams þegar hann gekk fram hjá smiðj- unni hans. Það fór hrollur um járn- smiðinn þegar hann vatt sér frá afl- inu, þar sem hann hafði verið að vinna og sagði: „Ég vil ekki smíða nagla til að kross- festa Asa ben Miriam með.“ Hermennirnir drógu þá upp hina fjöru tiu „kreitzera“ og öskruðu: „Hérna eru peningarnir fyrir þá. Svona, farðu nú að smíða. Og þeir héldu spjótunum að mann- inum. Hann rétti upp hendurnar, rétti úr bakinu, leit beint í augu hermannanna og sagði: „Ég vil ekki smíða nagla til að kross- festa Asa ben Miriam með.“ Hermennirnir ráku þá spjót sín i gegn um hann. Og þeir skunduðu til annars járn- smiðs sem var þar skammt frá. Ogdegi var farið að halla þegar þeir komu til hans, og þeir sögðu við járnsmiðinn: „Smíðaðu fyrir okkur fjóra nagla og við skulum borga þér fjörutíu „kreitz- era“ fyrir þá. „Ég get smíðað fjóra litla nagla fyrir þetta verð,“ sagði maðurinn. En hermennirnir sýndu honum hve stórir naglarnir ættu að vera. Þá hristi maðurinn höfuðið og sagði: „Ég get ekki smíðað þá fyrir þetta verð.“ En augnatiilit hermannanna var and- styggilegt. „Jæja, ef þið viljið að ég tapi á ykk- ur. Og ég sem á líka konu og börn. Ég skal smiða þá.“ „Gyðingur," öskruðu hermennirnir, „smíðaðu naglana fyrir okkur og hættu þessu kjaftæði." Þeir sáu að þeim hafði tekizt að skjóta Gyðingnum skelk í bringu, enda var það ætlun þeirra að þvinga málið fram. Gyðingurinn gekk síðan að aflinu og byrjaði á smíði naglanna. Annar her- mannanna hallaði sér þá fram og sagði: „Hafðu þá vandaða og sterka, Gyð- ingur, því að við verðum að krossfesta Asa ben Miriam með þeim.“ Hönd Gyðingsins nam staðar með ham arinn hátt á lofti. Og rödd mannsins, sem hermennirnir höfðu drepið vegna þess að hann hafði ekki viljað smíða naglana til að krossfesta Jesú með, sagði lágum, draugslegum rómi: „Aría, smíðaðu ekki naglana." Aría lét þá hamarinn síga við hlið- ma á aflinu. „Ég get ekki smíðað naglana," sagði hann. „Smíðaðu þá!„ skipuðu hermennirnir, þó að þeir væru sjálfir skelfdir, af því að þeir höfðu líka heyrt röddina. Dag- ur var að kveldi kominn og þeir höfðu drukkið upp fjörutíu af þeim áttatíu kreitzerum sem þeim höfðu verið fengn ir. „Ég get ekki smíðað þá,“ svaraði Aría. „Gyðingur, þú sagðist eiga konu og börn,“ sögðu þeir til að þvinga hann, og otuðu spjótunum að honum. „Ég Vil ekki smíða nagla til að kross- festa Asa ben Miriam með,“ svaraði Gyðingurinn og rétti alveg úr sér. Hermennirnir ráku hann í gegn með spjótum sínum. Skammt var nú til sólarlags og her- mennimir þurftu að hafa hraðann á. Þeir hlupu því eins og fætur toguðu til þriðja járnsmiðsins, sem var Sýr- lendingur. Þeir komu í smiðju hans þegar hann var í þann veginn að fara burt, að afloknu dagsverki. Spjót þeirra voru enn þá blóði drifin er þeir kölluðu til mannsins: „Khalil, smíðaðu fyrir okkur fjóra svera nagla, hér eru fjörutíu kreitzer- ar fyrir þá. Og vertu nú fljótur að því.“ Sýrlendingurinn horfði á blóðug spjót in og tók þegar í stað að blása smiðju- belginn, því að hann vissi við hverju hann mætti búast ef að hann neitaði. En hann hafði ekki fyrr byrjað á að slá fyrsta járnbútinn til en veikar og skjálfandi raddir járnsmiðanna, sem hermenniinir höfðu myrt, kölluðu til hans að smíða ekki naglana. Maðurinn kastaði hamrinum frá sér. Og þeir ráku hann líka í gegn með spjótum sínum. Her mennimir voru í öngum sínum. Hefðu þeir ekki drukkið upp fjörutíu kreitz- erana hefðu þeir getað snúið aftur til hermannaskálanna og sagt frá því, sem komið hafði fyrir. Þegar svona var kom ið málum þustu þeir út um hlið Jerú- salem, og fannst að þeir hefðu himin- inn höndum tekið þegar þeir mættu sígauna, sem var að enda við að reisa tjald sitt og koma fyrir steðja sínum, af því að hann var járnsmiður. Þeir fóru til hans og skipuðu honum að smíða fjóra nagla. Og þeir tóku upp fjörutíu kreitzerana. Maðurinn stakk peningunum fyrst í vasann og byrjaði svo á verkinu. Hermönnunum leið nú miklu betur vegna þess að þeir höfðu fundið mann, sem var fús á að smíða naglana, sem þeir þurftu að fá. Þegar sígauninn hafði lokið smiði fyrsta nagl- ans settu þeir hann í poka. Og þegar sígauninn hafði lokið smíði annarsnagl- ans settu þeir hann líka í pokann. Og þegar sígauninn hafði lokið smíði þriðja naglans settu þeir hann líka í sama pokann. Sígauninn byrjaði á smíði fjórða naglans. Hermönnunum var nú orðið rórra, og áhrif vínsins farin að dvína, svo að þeir sögðu við sígaunann: „Með þessum nöglum ætlum við að krossfesta Asa ben Miriam.“ Jafnskjótt sem þeir höfðu sagt þetta tóku raddir járnsmiðanna þriggja, sem hermennirnir höfðu drepið áður um dag- inn, að tjá sígaunanum hvaða me’ðferð þeir hefðu sætt. Og raddirnar voru annarlegar. Hermennirnir litu hvor á annan. Myrkrið var að skella á. Þeir hlupuzt á brott áður en sígauninn hafði lokið smíði síðasta naglans. Þegar hermennirnir voru horfnir var sígauninn ánægður yfir því að hafa stungið peningunum í vasann áður en hann byrjaði á verkinu. Síðan lauk hann við fjórða naglann. Þegar hann hafði lokið smíði hans beið hann eftir því að hann kólnaði áður en hann léti liann hjá öðru dóti sínu. Hann hellti vatni á heitt járnið en það hraut af og virtist engin áhrif hafa, því að járnið hélzt jafn heitt og rautt eins og áður. Sígaunann furðaði á þessu og hann hellti meira vatni á. Myrkrið var að skella á og naglinn glóði eins og allt í einu hefði farið að blæða úr járn- inu, og að blóðið væri logandi eldur. Hann hellti því meira vatni á. En þetta hafði engin áhrif og naglinn var jafn glóandi eins og áður. Koldimmt var orð- ið í eyðimörkinni, en samt sem áður lýsti birta hins glóandi nagla langar leiðir. Skjálfandi af hræðslu batt sí- gauninn tjaldið upp á asnann og flýði aftur inn í eyðimörkina. Á miðnætti var asninn orðinn svo þreyttur að hann komst ekki úr spor- unum, og sjálfur var sígauninn svo ör- magna að hann reisti aftur tjáldið sitt. En þegar hann leit við sá hann aftur glóandi naglann, þó að hann hefði skil- ið hann eftir við hlið Jerúsalemborg- ar, af því að hann hafði ekki þorað að taka hann upp. Það vildi svo til að hann var staddur rétt hjá vatnsbrunni. Til þess að reyna að minka glóð naglans stóð hann í vatnsburði það sem eftir var nætur. Hann jós á hann sandi og vatni, en það hafði ekki nokkur áhrif, naglinn var jafn glóandi eftir sem áður. Hann skildi því naglann eftir á jörðinni og hélt ennþá lengra inn í eyðimörkina. Langt inni í eyðimörkinni, í nánd við Araba þorp, setti sígauninn upp tjald sitt.Þeg- ar hann snéri sér við var naglinn þar. En þá hljóp heldur óvænt á snærið hjá sígaunanum. Arabi kom til hans og 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.