Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 12
Drykklanga stund Veizlunni er lokið og vinir mínir farnir. Allt er hljótt. Stirðnaður reykur í hornum. Hálftæmd glös og haugar í öskubökkum. Ég læt mig falla úrvinda á einn stólinn. Mildir geislar frá glugganum þreifa beizkum fingrum á andliti mínu boðandi nýjan dag. Eitthvað sem snerti mig strýkur huga minn og hverfur: glaumurinn og orð úr fjölmenni. Þessi stund mín í auðum salnum og ég get ekki munað hvers vegna ég elskaði alla. Aðeins fingraför á glösum og lógin á teppinu vitna þrúgandi um veru vina minna. Hvers vegna elskum við þá og gleðjumst þegar öll okkar samvera er löngu gleymd eftir að dagurinn rís og aðrar raddir berast áhyggjulausar inn um gluggann. ingar þess vera á rökum reistar. Ekki fannst drengurinn. Frændi barnsins, P. Livingston, hafði árangurslaust reynt að ná sambandi við Croiset, en hann var þá í París í nokk- urra daga heimsókn hjá syni sínum, sem er listmálari. Þegar Croiset kom til baka sagði hann Livingston, að drengurinn hefði dottið í vatn og drukknað. Mundi lík hans finnast ná- lægt brú nokkurrL Nú var enn slætt, og 17. apríl bað Croiset frændann að hitta sig í Voor- burg seinnipart dags þann 19. apríl og mundi hann þá geta gefið honum frek- ari upplýsingar. Barst dagblöðunum fregn um þetta og 18. apríl stóð fregn- in með feitletraðri fyrirsögn í Haagsche Courant: Gerard Croiset kemur á morg un! Á föstudagsmorgun 19. apríl gerði Croiset riss af umhverfi því, er hann sá fyrir hugskotssjónum sínum og sýndi það fjórum óvilhöllum mönnum áður en hann fór frá Voorburg. Sagði hann, að Wimpje hefði drukknað nálægt litlu húsi, sem væri með skáhöllum veður- vita á þakinu. Sagði hann þó að lík- ami barnsins væri ekki lengur þar, beldur hefði hann rekið lítils háttar og mundi finnast næst komandi þriðjudag milli tveggja brúa í nágrenni hússins með veðurvitann. Voru þessar spásagn- ir Croisets birtar í blöðunum í Haag næsta dag, svo að hver og einn gæti sjálfur gengið úr skugga um, hvort þetta reyndist rétt. Þriðjudaginn 23. apríl kl. 7.45 fyrir hádegi fannst lík Wimpje Slee á floti í Vliet skurðinum nákvæmlega eins og Croiset hafði sagt fyrir. Sama dag var feitletruð fyrirsögn í Haagsche Cour- ant: Croiset hafði rétt fyrir sér enn einu sinni. Lögreglufulltrúinn var Wouden- berg var einstaklega hvatlegur ungur maður og ók hann með okkur prófessor Tenhaeff marga klukkutima um alla Voorburg. Grandskoðuðum við alla þá staði, er snertu þetta mál. Þegar við stóðum andspænis litla húsinu með hall andi veðurvitanum, sem Croiset hafði lýst svo nákvæmlega, sagði lögreglu- fulltrúinn: „Áður en Croiset kom til sögunnar í þessu máli, höfðum við leit- að um alla Voorburg og hafði verið skýrt frá þeirri leit bæði í útvarpi, sjón- varpi og dagblöðunum. Við fórum þrisv ar eða fjórum sinnum um sömu slóðir, enn allt sýndist vonlaust. Okkur hafði verið sagt, að Wimpje mundi finnast í sandi í vatni og jafnvel á þökum uppi. Meira að segja leituðum við í verksmiðj um, meðan við héldum áfram að slæða. Sannast að segja var ég orðinn hund- leiður þegar hér var komið á alls konar sundurleitum hugmyndum svo kallaðra skyggnra manna, sem ekki gerðu ann- að en villa um fyrir okkur. Svo að þegar Croiset kom og sagði okkur að við gætum slætt og slætt, en mundum samt ekki finna barnið fyrr en á þriðju dag, þá tók ég sannast að segja ekkert mark á þessu, svo að við héldum áfram að slæða. Hvernig gátum við vitað, hvort hann hefði réttara fyrir sér en aðr ir?“ „Þegar ég var að borða morgunverð- inn minn á þriðjudaginn, símar svo að- stoðarmaður minn í mig og segir mér, að' lík Wimpjes litla sé fundið nákvæm- lega þar, sem Croiset hefði sagt fyrir — Það sem mig furðar er, þar sem svo margir möguleikar eru fyrir hendi, hvernig Croiset gat hitt nákvæmlega á þann eina rétta! Það undrar mig líka, þegar hann sagði, að lík barnsins mundi fljóta upp á tólfta degi: hví ekki ell- efta eða þrettánda? En staðreyndirnar eru þessar, og ég get ekki neitað þeim. Ég hefi séð þetta og sannprófað það aftur og aftur.“ Eftir þstta bar lögreglufulltrúinn talsvert meiri virðingu fyrir hugskynj- unum Croisets og gaf jafnvel skýrslu um Wimpje Slee málið og tvö önnur áþekk mál, sem Croiset hafði einnig greitt úr á líkan hátt í Lögreglublað- inu (Algemeen Politieblað). Og þegar hann ók okkur prófessor Tenhaeff á járnbrautarstöðina fór hann að brjóta heilann um örlagatrú og sagði: „Ef það er satt, að fólk eins og Croiset geti sagt fyrirfram, hvað muni ske, hvernig er þá hægt að segja, að maður sé sekur eða ekki sekur?“ Er við komum til Utrecht, kveikti dr. Tenhaeff í pípu sinni og sagði: „Þetta dæmi um hugskynjanir Croisets, sem ekki er nema eitt af mörgum hundruð- um álíka, getur ómögulega verið skýrt með því, að spásögn hans hafi verið til- viljun. Herra van Woudenberg viður- kenndi, að það hefðu verið fjöldamarg- ir möguleikar aðrir. Af þeim öllum rat- aði Croiset ekki aðeins á hinn eina rétta, heldur kom einnig með hárrétta lýsingu á mörgum atriðum öðrum. Þeir sem vilja halda því fram, að Croiset rati á hið rétta af tilviljun einni saman verða þá, til þess að vera sjálfum sér samkvæmir, að ganga út frá því, að hann geti látið slíka tilviljun henda eftir pöntun, en þá getur það ekki kall ast tilviljun framar. Enginn getur sam- kvæmt óskum annarra látið slíka til- viljun ske. Það var slæmt að dr. Rhine og dr. Gardner Murphy gátu ekki at- hugað þetta mál eins og við höfum nú gert.“ Tveim öðrum málum líkum þessu gat ég fylgzt nokkuð með, segir Pollack sem gerðust um líkar mundir. Hinn 29. marz 1963 drukknaði Keesje Wallard, átta ára gamall drengur í Haag. Croi- set gaf nákvæma lýsingu á hárri, hvítri byggingu, skipi, neðanjarðar göngum í grennd við pósthúsið, götu með mat- vórubúð, blómabúð, benzínstöð og bláum sandkassa með hengilás, sem allt leiddi til þess að lík barnsins fannst. Hafði þessi skyggnilýsing hans einnig verið birt í blöðunum áður. Á líkan hátt lýsti Croiset alveg rétt drukknun tíu ára drengs að nafni Ro- bert Beltman frá Amersfoort 15. apríl 1963, og fimm ára drengs, Pieter Guijt frá Scheveningen 10. júní 1963. Af þessu má ráða, að svo að segja daglega er leitað til Croisets í þessum efnum og ekki að ófyrirsynju. Börn ieru hvarvetna þannig gerð, að þau hafa yndi af að sulla í vatni og óttast það ekki eins og t.d. þrumur og annan hávaða, sem hætta stafar af. Er því ekki að undra, þó að mörg hollenzk börn drukkni, því að Holland er mar- flatt land, orðið til af framburði fljóta og þannig heimt úr hafinu. Stórárnar Rín, Maas og Schelde greinast um und irlendið og eru kvíslar þeirra saman- tengdar með einlægum skurðum, sem mynda net um landið. Garðar verja und irlendið vatnsflóðum og ágangi sævar. í flóðunum 1953 drukknuðu í febrúar 1800 manns og var þá efnt til stórkost- legrar áætlunar, sem talið er að taki um 25 ár að koma í framkvæmd, til að treysta flóðgarða. Eins og minnzt hefur verið á, virðist vera einhvers konar samband milli þeirra lífsreynslu Croisets í æsku, að hann var eitt sinn alveg kominn að því að drukkna og þess, hve auðvelt hon- um hefur reynzt að finna drukknuð börn. Þá er eins og hann verði grip- inn köfnunarkennd. „Mér v.erður stund um svo illt,“segir hann,“ þegar ég hitti foreidra drukknaðra barna, að ég get varla sagt þeim hvað komið hefur fyr- ir þau.“ í skjalasafni sálarrannsóknastofnun arinnar í Utrecht eru fjöldamargar skýrslur um skyggnilýsingur Croisets varðandi týnd börn og margar sorg- legar, en stundum rætist vel úr, og er hér að lokum ein frásögn, þeirrar teg- undar. Drengurinn sem þráði aS ferðast. Kona nokkur í úthverfi Utrecht-borg ar, sem við getum kallað frú K. og þekkti Tenhaeff lítils háttar, símaði til hans föstudaginn 27. júní 1952 hálfgrát andi og mælti: „Sonur minn Jan, sem er þrettán ára, hefur verið týndur í tvo daga. Ég er hrædd um, að hann hafi hlaupizt á burt vegna þess, að einhver árekstur var í skólanum“ Enda þótt konan hefði þegar sagt lögreglunni frá hvarfi Jans, hafði hún enn ekki haft neinar spurnir af honum. Móðirin, sem var orðin mjög sorgmædd, bað nú prófessorinn að gefa sér heimilis fang Croisets í von um að hann gæti eitthvað liðsinnt sér. Croiset bjó þá enn þá í Ensohede og gaf prófessorinn henni símanúmer Croisets þar, og talaði kon- að við hann þegar í stað. „Sonur þinn er á lífi og þú þarft ekkert að óttast um hann,“ svaraði Croiset um hæl. „Hann hefur farið að hieiman á reiðhjóli með það í huga að komast út að hafinu og á skip. Það er ævintýraþrá í drengnum. Ég sé, að hann hefur farið veginn til Valkenburg og ætlar að reyna að komast til Belgíu á þann hátt. Berðu engar áhyggjur af þessu. Hann snýr heim aftur eftir nokkra daga. Ef hann verður ekki kom inn heim á mánudag (30. júní) þá láttu mig vita aftur og skal ég þá reyna að skyggnast um ieftir honum. Daginn eftir töluðu foreldrar Jans enn við Croiset. Sagði hann þeim þá að hann hefði það mjög ríkt á tilfinn- ingunni, að Jan væri enn í Belgiu. „En ég er viss um“, sagði hann, „að hann verður kominn heim til Utrecht þriðju- daginn 1. júlí. Snemma morguns á þriðjudag 1. júlí símuðu foreldrar Jans enn þá til ofvit- ans mjög óróleg yfir því, að ekki var drengurinn kominn heim þó að nú væri 1. júlí. „Það er nú ekki nema þriðjudags- morgunn ennþá“, sagði Croiset. Áreið- anlega munuð þið frétta eitthvað ákveð ið af syni ykkar, áður en dagurinn er allur“ og til þess að hressa þau ienn betur, bætti hann við: „Ég vildi gjarn- an fá að sjá ykkur öll saman á morgun síðdegis í Utrecht, því að ég ætla þá að heimsækja prófessor Tenhaeff.“ Klukkustund síðar símaði lögreglan í Utrecht til K. hjónanna. Sonur þeirra Jan var þá nýfundinn heill á húfi rétt við landamæri Belgíu. Var hann á leið- inni til Antwerpen, þar sem skipagöng- ur voru tíðar, þegar hjól hans bilaði ná lægt Dinant í Belgíu, og lauk þar ferð þessa unga ævintýramanns, er hann var búinn að hjóla 165 mílur. Og alveg eins og Croiset skyggni hafði spáð, var Jan K. kominn heim til sín í Utrecht áður en þriðjudagurinn var allur. Veskið sem fannst. Ekki eru það aðeins týnd börn, sem Croiset finnur, heldur einnig alls kon- ar týndir hlutir. Þó er það aldrei að vita, hvenær hann fæst til að sinna slík um hlutum. Ef einhver segir t.d. við hann: „Ég týndi í dag þúsund krónum“ væri hann eins vís til að svara: „Það var nú slæmt“ og gleyma því um leið. Aftur á móti, ef fátækt barn týndi aur- unum sínum, sem það átti að hafa til að kaupa handa sér miðdegishressingu væri hann vís til að finna þá fyrir það. Þegar hann var spurður að því hve- nær hann teldi ástæðu til að skyggnast eftir einhverjum fjármunum eða hlut- um fyrir fólk, svaraði hann: Bara þegar mér finnst vera einhver þörf á því. Ég verð að hafa tilfinningu fyrir því, að ég sé raunverulega að hjálpa einhverj- um. Maður bsitir S.G. Buine, fyrrverandi nágranni Croisets, er hann átti heima í Enschede. Honum segist svo frá: Hinn 8. júlí 1952 var systir mín að drekka te með konu minni að heimili okkar. Sat hún hægra megin í dagstof- unni baka til, nálægt opnum dyrum, sem vissu út í garðinn, en lagði veskið sitt á gólfið við hliðina á stólnum. Allt í einu fór ungbarn að gráta inni í svefnhiarberginu og fóru þá kona mín og systir þangað inn til að líta eftir því. Þegar þær komu til baka inn í dag- stofuna var veskið horfið. Rétt er að geta þess að undanfarandi daga hafði okkur hjónunum tvisvar sinnum horfið veski með lítils háttar peningum í. Konan mín stakk upp á því, að við töluðum við Croiset í síma og gerðum við það. Sagði hann okkur, að peningaveskið 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. júli 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.