Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 3
Sigfaugur Brynleifsson: 2. GREIN UIMDAIMFARI' IMÚTIMA LJODUSTAR Rómantíska stefnan vakti þjóðtung- urnar af Þyrnirósarsvefni og sýmból- isminn hefur „orðið“ til hæða í „poésie pure“ hreinu ljóði. Jean Moréas varð fyrslur til þess að birta yfirlýsingu um „nauðsyn nýrrar bókmenntastefnu" og að „Baudelaire væri hinn sanni upp- hafsmaður stsfnunnar ... og að til- gangur og eðli sýmbólskrar ljóðlistar væri að hugmyndirnar skyldu tjáðar á þann hátt, að þær höfðuðu til skynjan- anna“. Þessi stefnuskrá birtist í „Le Figaro littéraire“ í september 1886. Jean Morás var skáld af grískum ættum, hann hvarf þó bráðlega frá þessari stefnu og stofnaði nýjan „skáldaskóla". Sá höfundur, sem hafði hvað mest á- hrif á Baudelaire um skeið, var Edgar Allan Poa. Baudelaire þýddi sögur eft- ir Poe á frþnsku og Mallarmé þýddi ljóð hans. Áhrif hans á sýmbolistana voru mikil, en hann var sjálfur ná- tengdur evrópskum „skáldaskólum“ og Shelley, Keats og Schlegel höfðu mótað allar skoðanir hans á skáldskap. Merk- ingin í hugtakinu „sýmbólismi" er nú á dögum mjög víðtæk og var oftast þess eðlis, að erfitt var að festa mjög ákveðna merkingu við hugtakið. Mallarmé er sá höfundur, sem átti Arthur Rimbaud Stéphane Mallarmé mestan þátt í því að greina hugtakið. Hann mótaði hugtakið í hugum manna, með kvæðum sínum fi'emur en kenning- um um ljóðlist, sem birtust hingað og þangað í greinum hans, bréfum og við- tölum. Hann nefnir Poe og Baudelaire sem kennifeður sína. Mallarmé var á öndverðum meið við rómantíkijrana, um þátt guðlegrar andagiftar í sköpun kvæðis, hann taldi að ljóðagerð væri fyrst og fremst vinna og tilviljunin ætti engu að ráða. Skáldið var per- sónulaus miðlari orða, sem lifðu eigin lífi. Hann átti að vera skapari „orð- heima“ án nokkurrar umbunar. „Skáld- ið er prestur, sem þjónar kalli sínu í algerri einveru ... “ Fjarlægð hans frá þjóðlífi birtist í ýmsum greinum hans og bréfum, „látið fjöldann lesa upp- byggileg rit, en ekki ljóð okkar, þá fletjast þau út og deyja . . . skáldin hafa alltaf verið stolt, nú þurfa þau að vera meira en stolt ... “ í síðari um- sögnum sínum varðandi skáld og þjóð- félag, virtist hann óska eftir nánari tengslum, en allar tilraunir hans til slíks voru mjög óljósar og stefndu helzt í þá átt að gera skáldið að ein- hverskonar skrautfjöður við hátíðleg tækifæri. Hann kemur aftur og aftur að því, „að skáldið leiti einverunnar til þess að lifa í friði til þess að skreyta sína eigin ■ líkkistu“. Tilraunir hans til samstöðu með lágstéttunum voru jafn hikandi og allar ræður hans þar að lút- andi óljósar. Allar tilraunir hans til þess að sósíal- realisera ljóðlistina urðu fálmkenndar tilraunir sem hlutu alltaf að stangast á við hugmynd Mallarmées um tilgang ljóðsins í sjálfu sér. Mallarmée reyndi að tjá leyndardóma tilverunnar, eins og svo mörg skáld á undan honum og hon- um virtust þessir leyndardómar ekki aðeins vera órannsakanlegir heldur einnig tómir, holir og þögulir, tómið sjálft. Mallarmée virðist ungur hafa fallið frá öllum trúarbrögðum og reynt að leita sér trausts í efnishyggju eða algjörri afneitun og á stundum hneigzt til einhverskonar dulhyggju. Hann var skilgetið afkvæmi aldarinnar og öll fjarlægð hans frá þjóðfélagi og mennsku samfélagi var ekki algjörari heldur en það, að hann leitaði sér upp- sprettu og fróunar í skilgetnum og tíma bundnum kenningum þessa þjóðfélags. Andrúmsloft 19. aldar mótaði skoðanir hans á ljóðlist, svartsýni og guðleysi ásamt skammti af nýplatónisma voru grundvöllur þessara skoðana hans. „Listin leitar hins algjöra, fullkomna, en örvæntir ætíð í leit sinni. Inntak veraldarinnar og leyndardómurinn er „ekkert" Nirvana, og skáldið getur að- eins talað um þetta „ekkert“ þessa ei- lífu „þögn“. Tjáning þessa hlýtur því að verða óljós og óbein. Impressionistarnir tjáðu hinn síkvika veruleika, rómantíkerarnir lögðu meg- ináherzlu á einstaklingsbundna tján- ingu, Mallarmée skapar nýjan veru- leika og hann ber í sér eilífðina. Hug- sjón hans var listin, ljóðið, fegurðin. Sköpun ljóðsins var æðsti raunveru- leiki hans. Hann var Platónisti, taldi æðri veruleika búa að baki raunveru- leikanum og sá var ljóðið. Veruleikinn varð ekki tjáður með vanabundnum heitum hlutanna, hluturinn glataðist um leið og hann var nefndur réttu nafni, hann varð aðeins tjáður með tákni hans, sem gæfi innilegri tjáningu hlutarins.' Hann lýsir ekki hlutnum heldur áhrif- um hans á skynjun sína; Sérhvert orð var dýrt og eitt af því, sem stuðlaði að þessum næmleika fyrir orðum, var að Mallarmée varð að stunda ensku- kennslu í fjölda ára. Hann skynjaði því frönskuna ekki jafn sjálfsagða og gefna. Hyiert orð varð honum nýtt, ferskt og dýrt. Tjáning hans er myrk og minnir á Heraklítus: hlutur verður ekki tjáður með einu heiti, heitið gefur alltaf ranga hugmynd um hlutinn þar eð orðið festir ákveðna merkingu við hlutinn, sem hlýtur alltaf að vera bund- inn v.erðandinni, en orðið slítur hann út úr verðandi og eðlilegu samhengi við annað, sönn merking hlutarorðs næst ekki nema andstæða hlutarins sé jafn- framt nefnd, því að veruleikinn verður aðeins tjáður sannanlegast með and- stæðum. Mallarmée trúði á fegurðina og reyn- ir að tjá hana mað kunnuglegum orð- um, sem voru honum tákn skynjana og tilfinninga, og þá notuð í óeiginlegri merkingu. Heimar fegurðarinnar urðu aðeins tjáðir í list. Þetta varð sýmból- istunum trúarleg innlifun, eins og trú- uðum mönnum bæn og íhugun. Dýrkun og íhugun guðsins leiðir til leiðsluá- stands og tímaleysis svipaðs og lista- menn lifa á sköpunai’stundum og af sama toga er sú gleymska og hrifning, sem grípur msnn frammi fyrir lista- verki. Mallarmée gerði sér tákn og til þess að njóta ljóða hans, þarf að vita merk- ingu þeirra. Mörg þeirra skiljast við nærfærinn lestur ljóða hans, en ýmis verða ekki skilin. Þótt skorti á skiln- ing, þá tjá þessi Ijóð reynslu og skynj- un, sem vart verður á annan hátt en m.sð táknum tjáð. Symbólistarnir leit- uðu hinnar upphöfnu fegurðar og því hirtu þeir ekki um hversdagslega við- leitni manna. Stjórnmál voru þeim fjar- læg og framfarir í tækni og vísindum var ekki af þeirra heimi. StyrkUr þeirra var hollustan við hugsjónina og upp- hafning ljóðsins til æðri veruleika var byltingarkennd kenning á þeirri tíð. Hljómlistin var aftur tengd ljóðlistinni, varð hluti hennar. Hljómur orð- anna varð merkingunni yfirsterkari, stemmningin var aðal inntak ljóðsins. Áhrifa symbolistanna gætti um alla Evrópu og sá þeirra sem gekk lengst og hafði afdrifaríkust áhrif var Rim- baud. Hann trúði á ljóðið, orkti ódauðleg kvæði sautján ára gamall og aflagði yrkingar þegar hann var nítján ára. Hann leggst síðan í flakk og sinnir ekki bókmenntum síðan. Þegar hann fær fréttirnar um skáldfrægð sína, af- neitar hann ljóðum sínum, hann var annar maður en hið unga skáld, sem Framh. á bls. 7 EDWARD TAYLOR: GUL JORÐ Það var þetta vor heitar raddir þess svifta mig ró. Ég man hafið gnauða við sandströnd og skelja, sólfáða steina í ljósflæðinu. Nauð ungra fóta á glóð steypunnar. Daga hljómskærra bjallna og silfur, sem ollu mér grunlausum sviða. Við vorum óttalaus umkringd geislunum, sólkrýnd. Ég man gagnsæjar slæður á glerkenndum bláma hvolfsins, hlýjan andardrátt á hönd mér eins og dulmagnað táknmál þessara vara. Var það aldrei, eða hvað? Loftspeglun skeikullar firðar? Hríslan skelfur í rökkrinu og grætur hljóðlega ormsmognum laufum á gula jörð. 14. júlí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.