Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 11
Enn eru Dalvísur á dagskrá Kr. G. Þorvaldsson: GLJUFRABUI ákveðinn foss eða samheiti Undanfarið hafa birzt nokkrar greinar í Lesbók Morgunblaðsins um Dalvísur Jónasar Hallgrímssonar og er aðalmarkmið þeirra að fá sannan- ir fyrir um hvaða hérað þær séu kveðnar, koma þar tveir staðir fram, Öxnadalur, þar sem skáldið fæddist og Eyjafjallasveit, sem í er fossinn Gljúfrabúi, en það nafn er í kvæðinu kemur þar fram sem oftar, að sitt virðist hverjum. Ég ætla ekki að reyna að skera úr því máli til fuLlnustu, tii þess brestur mig þekkingu, en mig langar til að skrifa nokkrar línur um hvern ig ég hef litið á þetta og benda á atriði sem mér virðist sé vert að hafa í huga, en mér virðast ekki hafa ver- ið tekin til greina. Ég var barn að aldri þegar ég fyrst sá Dalvísur og hrifu þær huga minn, eins og. öll ljóð Jónasar. Eg vissi ekki um hvaða stað þær voru kveðnar, en nafnið bar það með sér, að það var um einhvem dal. Það var einnig ljóst að staðurinn var skáldinu einkar kær og kom mér því í hug það mundi vera æskustöðvar skáldsins og taldi víst að svo væri og hef lifað i þeirri trú til þessa dags. Auðvitað hafði ég engar sann- anir fyrir þessu og hef ekki enn. Ég mun þá líklega ekki hafa vitað hvar Jónas var fæddur og enn hef ég ekki hitt mann sem þar var kunn- ugur. Sannanir vantar algerlega, en líkurnar eru miklar. Það hefur verið svo um flesta menn að þeir höfðu sérstaka ást á þeim stað, sem þeir léku sér börn og þó menn flytji þaðan og búi langdvöl- um á fjarlægum stöðum og þeir verði þeim kærir, þá gleyma þeir ekki bernskustöðvunum, en vitja þeirra iðulega. Hjá mörgum eru sérstakir blettir sem við eru tengdar ljúfar minningar, sem aldrei gleymast. Það væri fjarstæða að hyggja að Jónas hafi þar staðið að baki annara. Ég hygg frekar hið gagnstæða. Eg hygg að bernskustöðvar Jónas- ar hafi lítið breytt heildarsvip frá hans dögum, aðalbreytingin mun vera í nýbyggingum og jarðræktmeð nútíma tækjum, að öðru leyti mun svipurinn hinn sami og hafi fossinn, sem hann nefnir, verið þar, þá er hann 'þar enn með sama svip og lítt breyttu umhverfi. Þeir sem þar búa eða þangað koma eiga því hægt um hönd að athuga hve mikið Dalvísur íýsa því. Mér virðist að þeir sem ritað haf? um þetta skoði nafnið Gljúfrabúi í Dalvísum nafn fossins, en ég hef frá því fyrsta litið á það sem ein- falt nafnorð, enda hafði ég þá ekki heyrt nafnið á fossinium syðra og þegar ég nú ies síðustu grein Bryn- jólfs Stefánssonar, þar sem mér virð ist hann færa lítt hrekjanleg rök fyrir því að fossinn var þá kallaður Gljúfrabúi og Jónas gat því ekki þekkt hann undir öðru nafni. Gljúfra búi þ.e. sá sem í gljúfrinu býr. það á fylli'lega við fossinn, hann er sem einvaldskonungur í farvegi sín- um. Þetta gæti einnig átt við þær dularverur, sem mikill fjöldi þeirra tíma trúði að byggi í klettum og björgum, en svo er ekki hér. Ég þekki hliðstætt dæmi þessu. í Ijóði sem flestir kannast við, er fyrsta erindið þannig: Þar fossinn í gljúfranna fellur þröng með flugnið, sem heyrist í grennd, við bergbúans þrumandi þunglynd- issöng ég þögull og hlustandi stend. Engum mun dyljast að hér er átt við fossinn, hvað sem hann hefur heitið, enda kemur það enn ljósar fram í breytingu er síðar var gerð á erindinu, breytingu sem ég hef addrei fellt mig við. Hér er fossinn kallaður bergbúi, sem er nálega það sama og gljúfra- búi, en mönnum getur þótt eiga mis- jafnlega við umhverfi fossins. Hér er ekkert sem bendir á hvað hann hét fossinn er varð þess valdandi að andinn kom yfir skáldið og þaðorti þetta fallega kvæði. Það eru víða fall egir fossar og skiljanlegt er aðhjá þeim vakni í huga skáldsins hugsan- ir, sem það lýsir svo fagurlega í síð- ari hluta kvæðisins. Þá er að snúa sér suður til Gljúfra búa í Eyjafjallasveit, sem sumir hýggja fossinn, sem Jónas nefniir og þeir skoða nafn fossins, foss með því nafni mun ekki vera annarstaðar á landinu og er því eðlilegt að hugur- inn beinist þangað. Frá mínu sjónar- miði gæti þetta víðar átt við, ekki sízt ef það átti við dularvenur, sem menn töldu búa þar, en höfðu að líkindum aldrei séð. Ég er ekki kunnugur þarna en þó betur en nyrðra á æskuistöðivum skáldshis, því tvisvar bef ég farið framhjá Gljúfraibúa, á aiustur og vest- urleið, er ég ásamt fleimrn fór austur að Kirkjubæjarklaustri. Gistum við tvær nætur á Skógum og dvöldum þar tvö kvöld og tvo daga til hádegis. Höfðum við góðan tíma til að skoða hið fagra umhverfi og sáum fossinn skrýddan regnbogaskreyttum bún- ingi í ljósi árdegissólarinnar. Það er margt fagurt að sjá á leiðinni undir Eyjafjöllum, en menn njóta þess lítið, þó þeir þjóti fram- hjá í lokuðum bíl. Á vesturleið bætt um við úr þessu með því að staldra við nokkrum sinnum Það voru skyndi skoðanir, en þó mikil virði. Öllum mun finnast Gljúfrabúi fag- ur og einkennilegur, enda mun ekki annar foss finnast á landi hér í svip- uðu umhverfi. Feiknamikið víðsýni er frá fossinum er yfir láglendi að sjá til austurs, vesturs og sjávar, slétt land með nokkrum mishæðum. Mér er óskiljanlegt að þetta hafi nokkru sinni verið kallaður dalur og ósenni- legt er, frá mínu sjónarmiði, að Jón- as hafi kallað kvæði um þetta land Dalvísur. Brynjólfur Stefánsson talar um Markarfljótsdal í þessu sambandi og hlýtur þar að eiga við svæðið þar sem Markarfljót rennur neðan við bæina undir Vestur-Eyjafjöllum. Ég hef ekki heyrt það nafn fyrr og ekki veitt því eftirtekt á landabréfum. Eft ir því sem ég hef vanizt getur þetta ekiki kallazt daiur fyrr en komið er upp móti Fljótshlíð. Skáldið segir: „Gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í klettaþröngum". Vissulega hefur Jónas komið að Gljúfrafossi og ekki hefur honum dulizt fegurð hans, en dvalldist hann nokkru sinni svo lengi nærri honum að líkindi séu til að hann eigni sér gilið sem hann rennur í eða er nærri honum? Eða vita menn til þess hann hafi eignað sér fagra staði utan æskusveitarinnar? Ég þekki ekki til þess. En svo er annað lakara: gilið fyrirfinnst hvergi. Gljúfrabúi renn- ur ekki í neinu gili, farvegur hans er inni í klettaveggnum, en þó með nokkrum opum fram úr klettunum og sér maður fossinn gegn um þau þegar framhjá er farið. Eflaust fell- ur vatn gegnum þessi op þegar vatn- ið vex og sennilega verður hann stundum svo vatnsmikill að farveg- urinn tekur það ekki allt og afgang- urinn fellur fram af klettabrúninni. Það er eins þó gengið sé á báða vegu frá fossinum, að hvergi sést glufa sam kalllazt geti gil. Virðist mér það ekki Jónasi líkt, ef Dalvís- ur eiga að vera tengdar við þennan foss. Ég hef sagt hér skoðun mína á þessu kvæði og getið þess að ég hef ávailll't talið það vera uim æsíkustöðv- ar skáldsins og einnig að ég hef styrkzt í þeirri trú af umræddium skrifum. Ég hef ekki öruggar heim- ildir fyrir þessu og skal því ekkert fullyrða, en líkumar eru miklar. Ég hef frá því fyrsta skoðað orð- ið gljúfrabúi í kvæðinu sem almennt nafnorð, sem ætti við þann er byggi í gljúfrinu, en ég sé að margir telja það nafn fossins. Þessi skoðanamun- ur hlýtur að hafa í för mér sér ólíkar skoðanir á fleiru og benda í mismunandi áttir. Mér finnst Brynjólfur Stefánsson færa sterkar sannanir fyrir því, að móðir skáldsins , sem bjó á æsku- stöðvunum, sagði vísurnar um þær. Hann færir einnig full rök fyrir því að hún mundi hafa fengið þær frá syni sínum áður en hann dó, enda mundu fáir unnendur Jónasar trúa því að hann hefði látið það lengi dragast. Hann vissi að henni var kærkomið ljóð um heimahagana. Hitt gat verið annað, ef það var um annan, henni kannski óþekktan stað. Það er trú mín að samanburður á kvæðinu og æskustöðvunum mundi benda á hið rétta í þessu máli. Kristján G. Þorvaldsson frá Selárdal. Bn þá vildi mér það til happs að ekk- ert barefli var mér tiltækt í herberg- ir.u. Hún hafði séð í gegnum þetta allt. Þegar ég las fyrir henni bréfið, fylgt mér í anda alla leiðina og skemmt sér við að horfa á mig ráðast til morgun- verka hjá ekkjumanninum á Fælledvej 14c. En ég var hrekklaus íslendingur, sem ekki gat látið sér til hugar koma að svona kænska í vistráðningu fyrir- fyndist í heiminum. Nokkra daga á eftir var ég miður mín, þó það kunni að virðast ósennilegt. Ég sá fyrir mér hina skuggalegu íbúð á Fælledvej 14c, viðbjó'ðslega ístrubelg- inn hvíla fram við stokk í innra rúm- inu og mig út við stokkinn í fremra rúminu, bæði diskútera saman að morgni hvað við skyldum hafa til miðdags í dag, og síðan stúdera hlið við hlið, nýj- ustu viðburði í Berlingske-Tidende. Margrét Jónsdóttir skráði. CROSIET Framh. af bls. 9. or Tenhaeff ýtarlega skýrslu um mál- ið.“ Ekki hefur þetta samt nándar nærri ævinlega verið gert, og stafar það þá venjulegast fremur af feimni en vilja- leysi. Ómenntað fólk hefur ekki komið sér að því að skrifa svo lærðum manni. Samt eru við sálfræðistofnunina í Ut- recht mörg hundruð skýrslur af þessu tagi, þó gera megi ráð fyrir að engu færri sé hin tilfellin, sem að engu hefur verið getið. Jack Harrison Pollack segist svo frá: Um hádegisleytið, sunnudaginn 22. júní 1963 var ég að drekka kaffi heima hjá Croiset, ásamt mági hans og dr Ten- haeff, þegar síminn hringdi allt í einu. Croiset svaraði fám orðum hraðmæltur og lagði síðan tækið á. En þegar hann kom úr símanum tókum við eftir því, að sú ró, sem áður var yfir honum, var horfin. Hann hrukkaði ennið og var auðsjáanlega þungt hugsi. Þegar ég ætl aði eitthvað að fara að halda áfram fyrri umræðum sló hann mig undir eins út af laginu og sagði á ensku: „Gerið svo vel að bíða augnablik." Annars hugar, reyndi hann auðsjáan lega að gera sér grein fyrir hugskynj- unum sínum í aðaldráttum, en stóð svo á fætur og mælti gremjulega: „Það er ekkert gagn í þessu, ég verð að fara til Hague strax. Þar er barn, sem er týnt. Eg gaf þeim dálitlar upplýsingar, en sé þetta nú betur. Því næst kvaddi hann okkur í skyndi og ók af stað í bíl sínum. Eins og oft vildi verða, var þetta lítill hvíldardagur fyrir Gerard Croiset. Klukkan tvö um nóttina hafði lögreglu- þjónn í Utrecht barið að dyrum hjá honum til að segja honum frá áríðandi samtali, sem hann hefði þá átt við lög- regluna í Nijmegen, fimmtíu mílur í burt. Tveir bræður voru týndir, annar átta ára en hinn ellefu. Grútsyfjaður svaraði Croiset lögregluþjóninum undir eins í dyragættinni: „Ég sé tvo drengi sofandi í hlöðu rétt hjá akri, sem er níu kílómetra frá bóndabæ. Þeir hafa verið þreyttir af hjólreiðum og sofnað þarna. Það er engin ástæða til að bera áhyggjur út af þeim. Þeir munu skila sér um tíuleytið á morgun“. Klukkan hálftíu símaði faðir þeirra þakklátur til Croisets og sagði, að þeir væru rétt komnir heim, og allt hefði verið eins og Croiset sagði. Þetta kvöld aflaði ég mér frekari upp lýsinga um barnshvarfið í Haag hjá blaðamanni þar. Croiset hafði haft upp á barninu, sem engum öðrum hafði tek- izt og það svo fljótt, að engum hafði fundizt taka því, að skýra Tenhaefffrá 'þessu. En fjórum dögum seinna eyddum við prófessor Tenhaeff öllum seinni hluta dagsins til að heimsækja G.H.D. van Woudenberg úr rannsóknarlögreglunni í Voorburg, sem er 45 þús. manna út- borg frá Haag til að kynna okkur mál þassu líkt. Þriðjudaginn 11. apríl 1963 kl. 4.30 eftir hádegi hafði drengur að nafni Wimpje Slee horfið og hundruð manna úr þorpinu höfðu leitað hans. Lögregl- an fór á mótorbát um Vliet-skurðinn og lét slæða hann, fékk jafnvel fjölda marga kafara. Sporhundar lögreglunn- ar voru settir af stað, og könnuð frá- ræslugöng borgarinnar, hvað þá annað. Búið var að leita til ýmislegs fólks, sem talið var dulrænum gáfum gætt, en hvorki bar því saman, né virtust ábend- 14. júlí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.