Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 14
Á erlendum bókamarkaði The Italian or the Confessional of the Black Penitents. A Romance. Ann Rad- ililfe. Edited and introduced by Frederick Garber. Oxford University Press 1968. 35.— Af hinum svonefndu „gotnesku skáld- sögum“ frá síðasta hluta 18. aldar er „Myst eries of Udolpho" eftir Radcliffe með beim frægustu. Þessi tegund skáldaögu var að nokkru undanfari rómantísku skáld- sögunnar og flestir enskir rómantíkerar lásu Radcliffe og áhrif hennar eru ótvíræð í ymsum verkum þeirra. Hún var einn mest lesni höfundur síðasta hluta 18. aldar og 1796 kom „The Italian" út í Lundúnum. Sögusviðið er Ítalía, gamlir kastalar og rúsiir og atburðarásin krydduð ýmiskonar yfirnátturlegum atburðum og tilfinninga- spi!i. Af skáldsögum Radcliffes er þessi sú mótaðasta og þar gætir mjög áhrifa ekki aðeins frá hryllingsbókmenntum aldarinn- ar heldur einnig mjög frá tilfinninga- stefnu sem tekur að einkenna bókmenntir síðari hluta aldarinnar. Það má kenna á- hrif Rousseaus á rit hennar og þótt hún nái ekki að gæða persónur sínar slíku lífi og merkustu fyrirrennarar hennar þáverða skáldsögur hennar tengiliður milli got- nesku sögunnar og rómantíkeranna. Bókin er gefin út í bókaflokki Oxford útgáfu- nnar „Oxford English Novels". The Greek Myths I-II. Robert Graves. Penguin Books 1966. 12.— Grísk goðafræði er einn lykillinn að evrópskri menningu og menningarsögu, án einhverrar þekkingar á henni geta menn vart skilið og skynjað ýmis þau verðmæti, sem þar er að finna. Bók sem þessi er því einkar nauðsynleg handbók auk þess að vera mjög skemmtilega rituð af manni, sem hefur mjög mikinn áhuga á viðfangs- efninu og hefur mörgum fremur ihugað ýmiskonar vafaatriði um uppruna hins gríska goðheims. Bók þessi kom fyrst út 1955 og hefur oft verið endurprentuð og endurskoðuð af höfundi. Benjamin Woods Labaree: The Boston Tea Party. Oxford University Press. New York 1968. 2.25. Aðfararnótt 16. desember 1773 réðist hóp- ur manna að þremur skipum í höfninni í Boston og varpaði fyrir borð 340 kössum af tei, sem þessi skip höfðu flutt til borgar- innar. Hér voru Bostonmenn á ferð, sumir dulbúnir sem Indíánar, og tilgangurinn var að mótmæla óhagstæðum teinnflutningi frá Bretlandi. Þessar mótmælaaðgerðir breidd- ust út eins og eldur í sinu og leiddu til þess, að Bandaríkin lýstu y fir sjálfstæði sínu IV-í ári eftir þennan atburð, eins og kunnugt er. Tesamkvæmið í Boston, eins og þessi atburður er jafnan nefndur í sög- unni, hefur því ætíð þótt með merkileg- ustu viðburðum í sjálfstæðissögu Banda- ríkjanna. Höfundur þessarar bókar gerir sér far um að skýra aðdraganda þessarar örlagaríku uppreisnar. Héfur hann í því augnamiði kannað mikið magn heimilda beggja vegna Atlantshafsins og dregur fram hvaðeina, sem varpar ljósi á atburði. Er höfundurinn, Benjamin Woods Labaree, aðstoðarprófessor í sögu við Williams Collage, Willhamstown, Massachusetts, og hefur áður ritað bók um leið Bandaríkj- anna til sjálfstæðis. Fyrir bók þessa, sem fyrst kom út árið 1964, hefur hann fengið mikið lof og er hún af sumum talin glegg- sta rannsókn, sem gerð hefur verið á þess- um þætti í sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna The Boston Tea Party er rúmar þrjú hundruð síður að stærð. ítarlegur heimilda- listi fylgir, einnig umfangsmiklar skýring- ar og skrá um atriðisorð. Albert U. Romasco: The Poverty of Abundance. Iloover, the Nation, the De- pression. Oxford University Press. New York 1968. 1.95. Þegar Herbert Hoover yfirgaf Hvíta hús- ið árið 1933, eftir fjögurra ára dvöl þar við harðnandi kreppu, var hann talinn hafa verið misheppnaður og aðgerðalítill for- ?eti. Röskum mannsaldri síðar, er þjóðin hefur náð að jafna sig og lifa við velsæld, er auðveldara að gera sér glögga grein fyrir því, sem raunverulega gerðist frá 1929 til 1933, segir í kynningu þessarar bók ar Og það er einmitt þetta, sem höf. gerir. Hann reynir hvorki að hefja Hoover til skýjanna né troða hann í svaðið, en gerir tilraun til að skyggnast undir yfir- borð atburða þessi ár og gera sér grein fyrir því, hvaða orsakir hafi verið afdrifa- ríkastar. Niðurstaða Romascos er í megin- atriðum á þá leið, að Hoover hafi átt minni þátt í kreppuástandinu en löngum hefur verið talið. Sökin hafi að miklu leyti legið hjá stjórnum ýmissa samtaka og stofnana. Hann sýnir fram á. að fyrstu viðbrögð Bandaríkjam. við heimskreppunni voru þau, að grípa til gamalkunnra ráða.en nýjar leiðir voru ekki reyndar fyrr en sýnt var, að þau ráð, sem áður höfðu gefizt vel, dugðu ekki lengur. Albert U. Romasco er aðstoðarprófessor í sögu við New York-háskóla. Þessi bók hans kom fyrst út árið 1965, en er nú endurprentuð í ódýrri útgáfu. Bókinni fylgja athuga- greinar, ítarleg skrá yfir heimildarrit og skrá um nöfn og atriðisorð. K. C. Wheare: Legislature, Oxford Uni- versity Press. New York 1968. 1.50. Bók þessi kom fyrst út árið 1963, en er hér í endurútgáfu í vasabókarbroti. í að- fararorðum tekur höfundur fram, að hér sé ekki fjallað um löggjöf allra ríkja, heldur beinist rannsóknin að þeim ríkjum þar sem löggjafarvaldið hafi um langan aldur haft bein áhrif á landsstjórn. Er tekin til athugunar stjórnskipan ýmsra Evrópuríkja, m.a. í ítarlegu máli fjallað um löggjöf Englands og þingfyrirkomulag, en einnig lýst löggfafarsamkomum fleiri Evrópulanda, þ.á.m. vikið að Alþingi ís- lendinga. Þá er einnig í bókinni gerð ítarleg grein fyrir löggjöf Bandaríkjanna. Höf. K. C. Wheare, er rektor við Exeter College í Oxford. Hann hefur áður ritað margt um löggjöf eldri og yngri ríkja. Claude J. W. Messent: A Thousand Years of Norfolk Carstone. Published by the Author at Stibbard Reet'>ry, Fakenham. Ncrfolk.1967. Norfolk er skíri á austursti'önd Englands og dregur nafn af norrænum mönnum, sem þar hafa eitt sinn haft búsetu. Steinbygg- ingarnar fornu, sem Messent tekur til með- ferðar í þessári bók eiga sér að hans dómi þúsund ára sögu, því að hann telur að nálægt árinu 967 hafi menn byrjað fram- kvæmdir við kirkjuturna úr steintegund þeirri, carstone. sem rannsókn hans beinist að. Þetta er sandsteinstegund, með járn- kornum, sem finnst í lögum á nokkrum stöðum í Norfolk. Messant lýsir því hvern- ig menn hafi unnið steintegund þessa til byggingar og rekur útbreiðslu þessara bygginga. Þá víkur hann að einstökum byggingum, sem gerðar eru úr þessum steini, en það eru einkum turnar og kirkj- ur. Einnig eru nokkur þorp byggð að veru- legu leyti úr þessum sandsteini. Bókin, sem er 96 bls. að stærð, gefur fróðlega inn- sýn í þúsund ára byggingarsögu. Nokkrar myndir af öldnum byggingum fylgja, einn- ig skrá um nöfn og atriðisorð. Francis Bacon and Renaissance Prose. Brian Vic'kers. Cambridge University Press 1968. 45,— í þessu riti leitast höfundur við að rann- saka stíl og framsetningarmáta Bacons, hann tekur til meðferðar bæði latnesk og ensk rit hans. Fáir lærdómsmenn hafa skin- ið jafn skært og Bacon á 17 öld á Eng- landi og þá var hann ekki síður metinn á meginlandi Evrópu allt fram á 18. öld. Hann er einn þeirra manna, sem vann að þeirri undirstöðu, sem nútíma vísinda- rannsóknir byggja á og enda þótt Newton og Locke skyggðu á hann um tkna hefur það ekki orðið til þess að rýra gildi hans fyrir framvindu vísindalegrar hugsunar á 17. öld. Höfundur feemst að þeirri niður- stöðu, að Baeon sé einn með mestu meistur um enskrar tungu á þv£ tímaskeiði, þegar áhrifa renesancans gætti hvað mest. Bókin er mjög vel unnin og byggð á miklum lærdómi og framsetning skýr og nákvæm. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.