Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 13
lægi við endann á limgirðingunni um- hverfis garðinn okkar í kafi í grasi ná- lægt runna, sem þar væri. Við leituðum þarna og alls staðar, en gátum hvergi fundið það. En þrem dög um seinna voru tveir menn að slá gras- flötina þarna. Sögðum við þeim á af veskinu, sem týnzt hefði og buðum þeim fundarlaun, ef þeir fyndu það. Að nokkrum mínutum liðnum komu þeir hlaupandi með veskið. Höfðu þeir fund ið það nákvæmlega á sama stað og Croi- set hafði vísað til þess. Reyndar hafði Buine alltaf grunað ákveðinn mann um að hafa stolið vesk- inu og Croiset verið sömu skoðunar, en vildi ekki hafa orð á því, vegna þess, að hann hélt að um hugsanaflutning gæti verið að ræða. Þess vegna lýsti hann aðeins staðnum, þar sem hann sá, að veskið mundi finnast. Hér var því í rauninni um forspá að ræða. Þegar Croiset var símáð, var veskið ekki kom- ið á þennan stað. Þjóðurinn hafði komið því þangað síðar. Maðurinn með tvær blöðrur. Eins og alkunnugt er geta skyggnir menn iðulega greint sjúkdóma, rannsak að lifur og lungu, enda þótt þeir séu öldungis ólæknisfróðir og hafi til þess engin tæki. Maður hét F.Wolle frá Köln í Þýzka- landi. Þjáðist hann af einhvers konar iðrakvölum, sem læknir hans skildi ekk ert í af hverju stöfuðu. Hann hafði heyrt ýmislegt um Croiset og fór í ör- vænting sinni á fund hans í von um að hann gæti eitthvað hjálpað sér. Það var í nóvember 1953, sem hann kom til Hollands og hitti ofvitann. Strax og Croiset sér hann verður honum að orði: „Þetta er skrýtið. Ég sé eins og strik þvert yfir blöðruna, hefi aldrei séð neitt svipað í nokkrum manni.“ Þjóðverjinn varð allur að aug- um og eyrum, þegar Croiset hélt fáram: „Það er alveg eins og að þú hafir tvær blöðrur og þær þrýsti hvor á aðra, en hvernig væri það mögulegt? Það er alveg eins og það sé strik á milli þeirra. Farðu strax til læknis og skýrðu honum frá því sem ég hef nú sagt þér. Enda þótt Wolle héldi að Croiset væri geggjaður, lét hann samt taka Röntgen mynd af blöðrunni. Öllum til stórfurðu kom það í ljós, að maðurinn hafði tvær blöðrur, og var fæddur með þessari vansköpun. Þýzkir og hollenzkir lækn ar staðfestu þetta, og var þessi atburð ur skráður við sálarrannsókanstofnun- ina í Utrecht með vitnisburðum allra viðkomenda. Elísa spámaður og Þorleifur í Bjarnar- höfn. Bók hefur verið skrifuð um Croiset, troðfull af sögum líkum þeim, sem hér hafa verið tekin nokkur dæmi um, og koma þar þó ekki nándarnærri öll kurl til grafar um undraverða hugskynjun- arhæfileika þessa manns. En enda 'þótt bók þessi hafi vakið mikla athygli, er hér ekki um neina áður ókunna hæfileika að ræða. Bók menntir heimsins hafa frá aldaöðli kunn að að segja margar sögur um slíka menn, og þá ekki sízt sú bók, sem merkilegust hefur verið talin með Gyð- ingum, ættfeðrum Croisets: Biblían. Hún er eins og allir vita spjaldafull af vitrunum og spádómum, sem sýnir að hæfileikinn hefur verið ríkur með þess um kynstofni um þúsundir ára. Svo segir t.d. um Elísa spámann í 6. kafla II Konungabókar: En er Sýrlands-konungur átti í ófriði við fsraelsmenn, ráðgaðist hann við menn sína og mælti: Á þeim og þeim stað skuluð þér leggjast í laun- sátur. En guðsmaðurinn (þ.e.: Elísa) sendi til ísraelskonungs og lét segja honum: Varast þú að fara fram hjá þessum stað, því að Sýrlendingar liggja þar í launsátri. . . Varaði hann þannig við í hvert sinn, og gætti hann sín þar, og það var oftar en einu sinni eða tvisvar. Út af þessu varð Sýrlandskonungur órór í skapi, kallaði á menn sína og sagði við þá: Getið þér ekki sagt mér, hver af vorum mönnum ljóstrar upp fyrirætlunum vorum við fsraelskonung? Þá sagði einn af þjónum hans: Því er eigi svo farið, minn herra konungur, heldur flytur Elísa spámaður, sem er í fsrael, fsraelskonungi þau orð, sem þú talar í svefnherbergi þínu. Hér er auðsýnilega um hugskynjanir á háu stigi að ræða og slíkum gáfum voru spámenn Gyðinga gæddir oft í svo stórkostlegum mæli, að efnisvisinda menn seinni alda hafa talið frásagnir um þá með ýkjum og helgisögum „því að slíkt gerist ekki.“! Croiset og margir fleiri hugskynjana menn fyrr og síðar sanna það einmitt, að slíkt gerist og hefur þá efalaust gerzt fyrr og síðar í sögu mannkynsins. Ekki ætti okkur Íslendingum að vera ókunnugt um þetta. Fjöldamargar sögur eigum vér til um skyggna menn. Einn hinn frægasti þeirra var Þorleifur í Bjarnarhöfn, sem fylgdist ekki aðeins með skipum sínum á höfum úti, heldur fylgdist með fiskitorfum og hákörlum í hafdjúpinu, og sagði fyrir hversu marg ir mundu veiðast á hverjum stað. Einn- ig gat hann lýst fólki á götum Kaup- mannahafnar og klæðaburði þess enda þótt hann sæti kyrr heima hjá sér. Nefna má einnig menn eins og fsfeld snikkara á Austurlandi, sem var fjöl- vitur maður, fjarsýnn og forspár, og Ingunni skyggnu á Skeggjastöðum og halda þannig áfram að segja frá mikl- um fjölda skyggnra íslendinga, eins og Oscar Clausen hefur gert í bók sinni: Skyggnir fslendingar. Og þeir, sem komið hafa á skyggni- lýsingafundi til Hafsteins Björnssonar miðils, hafa gangið úr skugga um að vissulega sér hann lengra en nef hans nær. Kynni það ekki að sannast, þó að síð- ar verði, að þetta sé merkilegasta málið í heimi?. BÓKMENNTIR Framh. af bls. 7 unzio, Schnitzler og Rilke skrifa og yrkja í þessum stíl. Sýmbólisminn teng- ist stefnunni hjá sumum þessum skáld- um, Vínarskáldin komust næst því að vera hrein impressionistísk og meðal þeirra er Hugo von Hofmannsthal tær- astur og sannasti fulltrúi tímanna: Die ist ein Ding, das keiner voll aussinnt, Und viel zu grauenvoll, als dass man klage: Das alles gleitet und vorúbe- rint... Tregi og þunglyndi haustsins liggur yfir Evrópu fyrsta áratug 20. ald- ar. Ný öld var að hefjast og festa og öryggi 19. aldar reyndist byggt á „falsaðri öryggð", sem er tætt í sundur af Freud, Nietzsche og nýrri söguskoð- un. Maðurinn er á valdi afla, sem búa með honum sjálfum, en sem hann ræð- ur oft ekki við og verða því öflugri, eftir því sem hann afneitar þeim ákveðn ar. Freud segist hafa fundið til „ein- hverskonar ófullnægju í menningu Ev- rópu“. Þessi ófullnægja var einkenni síðari hluta 19. aldar og þeirrar 20. öryggisleysi, einmanakennd, óttinn við yfirvofandi hættu, tómleiki og fánýti alls mörkuðu mjög listir og bó'kmenntir tímabilsins. Freud rakti þetta öryggis- leysi og jafnvægisleysi til bælingar hvatanna og einkum kynhvatarinnar. Hann heldur því fram, að menningin sé alltaf meira og minna ósjálfráð tján- ing hvatanna í feluleik við kveikju sína. Svo hafi ætíð verið og muni verða, því að félagslegar breytingar hafi eng- in áhrif á hvatirnar. Mannlegt eðli er óbreytilegt, samkvæmt kenningum Fre- SKÁK Friðrik Ólafsson virtist ætla að byrja vel í Fiske-mótinu, þegar hann tefldi sína fyrstu skák við sovézka stór- meistarann Vasjukov. Skákin varð snemma býsna fjörug og vakti mikla athygli áhorfenda, sem fylgdust með keppninni. Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart Vasjukov Spánskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. o-o b5 6. Bb3 Bb7 C. Hel Bc5 8. c3 d6 9. d4 Bb6 10. a4 o-o 11 Bg5 h6 12. Bh4 He8 13. axb5 axb5 14. Hxa8 Bxa8 15. Dd3! (Friðrik hugsaði sig mjög lengi um þennan leik, enda verður hann að vera viðbúinn að fórna manni, eða missa peð að öðrum kosti). 15. — cxd4 16. cxd4 g5 17. e5! (Nú hótar hv. 18. Dg6 og sv. verður mát, ef hann gerir ekki við þeim leik). 17. — Kf8 (Svarti kóngurinn víkur sér undan, enda virðist það eina úrræðið). 18. Rxg5 (Þessi mannsfórn er í beinu fram haldi af 15. leik hv., því ef B hörfar til g3, þá leikur sv. dxe5 og bjargar sér úr öllum vanda) 18.— hxg5 19. Bxg5 dxe5 20. Dh3 (Sterkur millileikur, sem hótar Dh8 og vinnur manninn aftur. Sv. á ekki margra kosta völ). 20. — Dd6 21. Dh6 Ke7 22. Dg7! (Þrátt fyrir gífur- legt tímahrak finnur Friðrik enn sterk asta leikinn). 22. — Kd7 23. Bxf6 Kc8 Stöðumynd eftir 23. — Kc8 24. dxe5??Y (Friðrik kemur ekki auga á vinningsleiðina í tímahrakinu. Eftir 24. Dxf7 Hf8 25. De6 Dxe6 26. Bxe6 Kb8 27. dxe5 Rxe5 28. Hxe5 Hxf6 29. Bf5 á hv. 3 frípeð kóngsmegin, sem ómögulegt yrði að stöðva). 24. — Db4 (Nú tapar hv. manni og þar með skákinni). 25. Rd2 Dxd2 26. Hfl Bxf2 27. Hxf2 Del 28. Hfl De3 29. Khl Dxb3 30. h.4 Rd4 31. Kh2 Dc2 32. Dg4 Kb8 33. Hf4 Re6 34. Hb4 Bc6 35. h5 Kb7 36. b3 Ha8 37. Dg3 Ha2 38. Hg4 Hal 39. Hh4 Hfl 40. h6 Dcl 41. Dg4 og gafst upp um leið, því eftir 41. — Hhl 42. Kg3 Del er hvítur mát. uds, en þó virðist hann ekki algjör svartsýnismaður. Hann efast mjög um vald skynseminnar á hvötunum, en hann telur að skynsemin sé eina vopn- ið, sem menn hafi til þess að hamla gegn ólgu undirvitundarinnar. „Rödd skynseminnar er lágróma ... en menn leggja við hlustir fyrr eða síðar“. Kenningar um að maðurinn væri varnarlaus og allt væri honum áskap- að og ætti í stöðugum feluleik voru hliðstæða ef ekki afsprengi impression- ismans. AUt var breytingum undirorp- ið og hvergi að hafa neina festu, hug- myndir manna voru allar afstæðar og maðurinn leiksoppur dulinna afla var ekki ný kenning, en hún hafi ekki náð því að móta tímana fyrr. „Sannleikurinn, sem við nefnum svo, er ekkert annað heldur en lygar og blekkingar, sem eru nauðsynlegar til þess að halda við lífinu á jörðinni", segir Nietzsche. Sannleikurinn er allt- af afstæður, okkar sannleiki verður ekki sannleikur eftir hundrað ár, vegna breyttra aðsitæðna og því er hann ætíð tímabundinn. Orðin í einu ljóði eruþau sömu, en merking þeirra breytist með tímunum og ljóðið verður ekki eilíf- lega það sama, auk þess sem ótalmargt annað verður til mismunandi mats á Ijóðinu. Þjóðfélagið verður Marx tilefni til kenninga sinna um stéttabaráttuna sem afl og framvindu allrar sögu. Ópersónu leg öfl ráða framvindunni og öll sagn- fræði fram um daga Marx, var skrif- uð út frá skökkum oft fölskum forsend- um. Afstaða sagnfræðinganna var mót- uð stéttarlegri afstöðu þeirra og bund- in efnahagslegu og félagslegu umhverfi þeirra. Marx og lærisveinar hans voru sjálfir bundnir því umhverfi, sem var kveikja verka þeirra og kenningar þeirra voru hliðstæða hinnar nýju heimsmyndar, sem tók að myndast um og eftir iðnbyltingu og rómantík. Heimurinn var ekki fastmótaður leng- ur, allt var verðandi og einstaklingur- jnn leiksoppur ókenndra afla. Þjóðfé- lagið varð ýmsum höfundum nú enn hryllilegri óskapnaðar en fyrrum. Því var verkum Ibsens tekið sem fagn- aðarboðskap af yngri kynslóðinni. Inn- takið í verkum hans er skylda manns- ins við sjálfan sig, sjálfræði einstakl- ingsins og uppreisn hans gegn þröng- sýnu samfélagi. Einstaklingshyggja Ib- sens var runnin frá rómantíkinni og var hliðstæða við mannshugsjón Nietz- sches og lífshvöt Bergsons. Ibsen áleit persónulegt frelsi æðsta verðmætið, ein- staklingur án allra tengsla og óbund- inn af öllum ytri viðjum var hugsjón hans. Þjóðfélagið gat sáralítið gert til þess að hefja einstaklinginn, það varð honum fremur fjötur um fót og þegar öll kurl komu til grafar var samfélag manna sprottið af illri nauðsyn og í sjálfu sér illt. Það varð Ibsen ímynd heimsku, ruddalegrar valdbeitingar og hleypidóma. Hann barðist gegn þessari ímynd sinni, lagði til atlögu við for- heimskun ,lágkúru og hræsni, fordæmdi þjóðfélagið sem samhlaup vesalinga, sem höfðu ekki kjark til þess að vera þeir sjálfir. Hann vildi lœra til kóngs Framh. af bls. 6 og létt bros hélt áfram að heilla vini bans. Og nú gerðist hann veitingamaður. — Eitt sinn í vinnutímanum fór hann í bíó. Gestirnir söknuðu hans og þegar hann kom aftur risu þeir allir úr sæt- um sem einn maður og hrópuðu húrra, síðan hefur hann ekki farið í bíó. Hann dvelst meðal gesta sinna, er einn af þeim, hlær með þeim og elskar þá og stígur uppá pallinn í horninu, þar sem orgelið er og syngur, þegar asminn gef- ur honum frið. •— Jeg elsker dem allesammen. Það er hans orðtak og stærsta konungshugsjón. Færi betur ef fleiri þjóðdrottnar hefðu slíka guðsgjöf í blóðinu. Björn Daníelssen. 14. júlí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.