Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 5
EG VEL Formáli j? • • • >c a jorou ÍJt í veröld heimskunnar, út í veröld ofbeldisins, út í veröld dauðans sendi ég hugsun mína íklædda dularfullum, óskiljanlegum orðum. Gegnum myrkur blekkingarinnar, meðal hrævarloga lyginnar, í blóðregni morðsins gengur sorg mín gengur von mín gengur trú mín óséð af öllum. Djúp, sár og brennandi. Óséð af öllum. Svo að ljóðið megi lifa, svo að andinn megi lifa, svo að guð megi lifa. EK LJO® Sérhver íslendingur geymir í hug- skoti sínu ljóð eða kvæði, sem hon- um er sérlega hugleikið. Kannski hefur hann ort það sjálfur, kannski er það eftir eitthvert þjóðskáldið okkar. Sumir greina rök fyrir dá- læti sínu og hafa gaman af að brjóta ljóðið til mergjar, aðrir hirða ekki um slíkt, en leyfa ljóðinu að njóta sín án skýringa. Lesbók langar til að báðir þessir hópar ljóðaunnenda fái notið sín í þessum nýja þætti, en til að hleypa honum af stokkunum, hringdum við í frú Ásthildi Björns- dóttur, ekkju Steins Steinars, og báð um hana að velja sér ljóð eftir Stein, sem henni væri einhverra hluta vegna sérlega hugstætt. Ást- hildur valdi Formáli á jörðu, sem hér er tekið úr Kvæðasafni Steins Steinars, sem Helgafell gaf út árið 1964. — Ég get ekki sagt, að ég hafi valið það af nokkurri sérstakri á- stæðu, segir Ásthildur, kannski ein- ungis af því að mér finnst það svo fallegt. Og líka vegna þess, að þetta er eitt af síðustu kvæðunum, sem Steinn orti. Það er ort rúmu ári áð- ur en hann dó og ég er alveg viss um, að hann var sjálfur ánægður með það. Annars talaði hann af- skaplega lítið um sinn eiginn kveð- skap. Hann átti það til að fara með ljóðin sín fyrir mig, en rökræddi þau aldrei eða merkingu þeirra, flest þeirra eru líka ort áður en við gift- umst. Kvæðin Formáli á jörðu, Kreml og Don Quijóte ávarpar vindmyll- urnar eru síðustu kvæðin, sem birt- ust eftir Stein — þau komu fyrst í Nýju Helgafelli, en eru ekki til í annarri bók en Kvæðasafninu, og þar er kannski komin önnur ástæða til að ég vel mér þetta ljóð. Sv. J. baw hann ars spengja gjörð á vagn- hjólinu sínu. í snatri tók sígauninn glóandi naglann og notaði hann til að spengja saman brotnu gjörðina. Síðan setti hann hana á hjól Arab- ans og horfði með eigin augum á það þegar Arabinn setti hjólið aftur á öx- ulinn og ók burt og hélt í gagnstæða átt. Strax og Arabinn var farinn lagði sígauninn af stað. Hann ók allan dag- inn án þess að þora að líta við. Þegar asninn var orðinn svo örmagna að hann hné niður, keypti hann sér annan asna og hélt ennþá lengra burt frá þeim stað þar sem hann hafði fargað naglan- um. Og eftir marga daga án þess að þora að líta við og hræddur við að opna augun þegar dimmt var orðið, komst hann til borgarinnar Damaskus. Þar setti hann upp smiðju sína aftur. Dag- inn eftir kom til hans maður með hjöltu af sverði og bað hann að gera við þau. Sígauninn kveikti upp í smiðjunni og lagði hjöltun frá sér. Þá byrjuðu þau að glóa eins og naglinn hafði gert. Þarna var naglinn, eins og hann væri límdur við hjöltun. Og þá tók sígaun- inn til fótanna aftur. Og naglinn birtist alltaf í tjöldum niðjR mannsins, sem smíðaði naglana, sem voru notaðir til að krossfesta Asa ben Miriam með. Og þegar naglinn birtist hlaupa sígaunarnir af stað. Þess- vegna flytja þeir úr einum stað í ann- an. Þessvegna var Asa ben Miriam krossfestur með aðeins 3 nöglum, báðir fæturnir voru lagðir hvor yfir annan og nagli rekinn í gegnum þá báða. Fjórði naglinn er á sífelldu flakki heimsendanna milli. Halldór P. Dungal þýddi. EDDA OC HÓMER Framh. af bls. 2 alþýðumál, en með smekk og hófsemi — víð tign eddukvæðamálsins; margt sæk- ir hann líka í fornt óbundið mál eða lagar eftir því, eða í mál dróttkvæða. Sveinbjörn var mikill fræðimaður á ís- lenzkt mál; og er það til marks, að hann samdi orðabók yfir fornnorrænt skáldamál, en gerði auk þess vísnaskýr- ingar við allt hið mikla safn Noregs- konunga sagna, „Fornmanna sögur“. Um þetta sagði Guðbrandur Vigfússon: „Þó mun hvorugt þessara rita verða máttar- stólpi frægðar hans, heldur miklu veg- legra verk — hin fagra þýðing hans á ódysseifskviðu og Ilíonskviðu í lausu máli. Samkvæmt vorri skoðun tek- ur engin þýðing, í bundnu máli eða ó- bundnu á nokkru máli sem vér þekkj- um til, fram þessari þýðingu hans (einkum þó Ódysseifskviðu). Hjarta þýðandans var í verkinu; hann elskaði það, og hið næma samræmi sem er milli þessara tveggja mála, grísku og ís- lenzku, kemur forkunnar vel fram í henni.“ Um leið og horfið er frá hinum merki- legu þýðingum á Hómerskvæðum, þar sem ekki er leitazt við að líkja eftir gríska bragarhættinum, er rétt að fara fám orðum um feril þess háttar á fs- landi. Skáldið Grímur Thomsen notaði hann í kafla þeim úr Ilíonskviðu, sem fyrr var getið, svo að sjá má, að ekki var hátturinn ókunnur á fslandi. Fyrst verður hans vart á 17. öld, til að mynda í kvæði sálmaskáldsins Hallgríms Pét- urssonar, Aldarhætti, en einnig í öðr- um kveðskap hans. Er þá rímað innan línu (leonínskur háttur) að miðaldasið. Samtíðarmaður Hallgríms, Stefán Ólafs- son notar þennan sama hátt, og vart verður hans líka á 18. öld hér á landi. Litlu eldri en kvæði Hallgríms eru erfiljóð Jóns prest Guðmundssonar i Hítardal (ort 1620 eftir konu hans) undir elegiskum brag og svo háttað, að ójöfnu línurnar (hexametrið) eru ó- rimaðar, en þær jöfnu (pentametrið) rímaðar innan braglínunnar. Það er þó ekki fyrr en á 19. öld, að verulega ber á órímuðu hexametri hér á landi, og gætir þar vitaskuld áhrifa nýklassism- ans. Undir elegiskum hætti órímuðum þýðir Bjarni Thorarensen brot eftir Ovíd og Martíal, Steingrímur Thor- steinsson notar hann við spakmælavís- ur, og Jónas Hallgrímsson leikur sér að hættinum í kvæðinu „ísland farr sælda frón“. Gamankvæði yrkja undir hexametri Steingrímur Thorsteinsson (Redd-Hannesarríma, og stælir hann þá í mörgu Hómer), Benedikt Gröndal (Þingvallaferð o.fl.), Matthías Jochum- son (Ferð upp í Fljótsdalshérað), Auk þess kemur hátturinn fyrir hjá Gutt- ormi J. Guttormssyni: Utbreiddur varð hann aldrei á íslandi. Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj .fltr.: G-ísli Sigurðss-on. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Útgeifandi: H.f. Árvakur, Reykjavík. Úr Ilionskviðu Hómers. Afródíta telur Helenu á að fylgja Paris 14. júlí 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.