Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1968, Blaðsíða 8
Undra maðurinn Gerhard 08 hugskynjanir lians Benjamín Kristjánsson tók saman — 3. grein Glæpamál Lðgreglumenn í Bandaríkjumun kann ast varla nokkurn tímann við það opin- berlega, að þeir hafi notið aðstoðar hugskynjunarmanna við að komast trl botns í glæpamálum. Ber það þó oft við, að til þeirra er leitað og að skyggnir menn koma lögreglunni á sporið í hin- um vandasömustu málum, lýsa glæpa- mönnunum og segja hvað rekið hafi þá til ódæðisverksins, segja jafnvel hvar þeir eigi heima, eða hér um bil á hvaða ■svæði. En mjög sjaldan er þessa getið, jafnvel þó að hugskynjanamenn leysi vandann svo að segja eingöngu. Það er ekki erfitt að gera sér grein fyrir, hvernig á þessu stendur. Alþýða manna í sumum löndum veit lítið um þessa hluti, og hættir við að líta á þá sem hindurvitni. Þess vegna eru lög- reglumenn hræddir um að dregið verði spott að þeim, ef það vitnast, að þeir leiti slíkra upplýsinga. Einnig er það mannlegt, ef þeir vilja gjarnan eigna sjálfum sér heiðurinn af því að upplýsa vandasöm mál. Ekki er það þó talið neðan við virðingu lögreglunnar að nota sporhunda, en undravert þefskyn þeirra heyrn og ratvísi kann þó að eiga eitt- hvað skylt við skyggnihæfileikann. Að- eins má ekki kannast við, að stuðzt sé við óvenjulega hæfileika manna, og er þetta auðsær hleypidómur. Jack Harrison Polack, höfundur bók- arinnar um Croiset, segir frá því, að hann hafi stundum reynt að spyrja am- eríska rannsóknarlögreglumenn um þetta efni, þegar hann hafi haft órækar sannanir í höndum um að hugskynjana- manna hafi verið leitað, eða þeir hafi gefið þær upplýsingar, sem dugðu til að upplýsa einhvern glæp. Hafi þeir næstum ævinlega neitað því eða færzt undan að svara, þangað til hann sýndi þeim svart á hvítu sönnun fyrir máli sínu. Þá viðurkenndu þeir það. Þannig var það til dæmis um einn lögreglu- stjóra, sem varð að viðurkenna, að skyggn kona í New Jersey hafði ráðið fram úr erfiðu morðmáli. Þegar hann átti engrar undankomu auðið, sagði hann loks út úr vandræðum. „Já, en hún var ekkert beðin um þetta opin- berlega, hún gaf upplýsingarnar ótil- kvödd.“ Á Niðurlöndum er nú í dag allt önn- ur afstaða til þessara mála. Lögreglu- stjórar viðurkenna það fúslega, að þeir leiti oft slíkrar aðstoðar og viðurkenna að árangur af því sé iðulega stórkost- lega merkilegur. Jafnvel dómarar þar í landi taka oft mikið tillit til ofvitanna. Slafar þetta ekki sízt af þeim árangri, sem fengizt hefur af skyggnilýsingum Croisets á síðastliðnum 20 árum. Líklega hefur ekkert land í veröld- inni viðurkennt opinberlega þessa rann sóknaraðferð né notað hana í líkum mæli og Holland. Vitanlega eru þó þar eins og víðast hvar einhverjir, sem hikandi eru, og telja sem sjálfsagt er að nota beri þessa aðferð með varúð. En reynsl an, sem komin er á undrahæfileika Croi sets, er orðin svo mikil og hefur gefið svo öruggan árangur að enginn hikar við að leita ráða hans, sem á þess kost. Að sjálfsögðu er ekkert mál talið sann- að, þó að hann segi að þetta sé svo eða svo. Það er aðeins litið á þetta til að byrja með sem leiðsögutilgátu. En sann ananna er leitað á eftir. Og venjuleg- ast kemur á daginn, að það reynist rétt sem hann segir. Allt frá 1946 hefur mjög verið leitað til Croisets um upplýsingar í glæpamál- um og liggja fyrir um þau efni fjölda- margar staðfestar skýrslur í dulsálar- fræðistofnuninni í Utrecht. í fyrstu var Croiset annað en ljúft að skipta sér af slíkum málum, en dr. Tenhaeff benti honum á, hvernig slík rannsókn í sambandi við lögregluna gæti gefið tækifæri til að sanna hugskynjunarhæfi leika hans, og hvílík þjónusta það væri við mannfélagið að láta ekki morðingja og aðra glæpamenn leika lausum hala, Og enn voru það harmar og kveinstaf- ir þeirra, sem aðstandendur voru fórn- arlambanna, sem orkuðu sterkt á huga hans. Hefur þetta starf því alltaf verið mikill liður í skyggnilýsingastarfi Croi- sets, en allar þessar eftirgrennslanir hafa jafnframt verið undir eftirliti dr. Tenhaeffs og þvi liður í rannsóknar- starfi hans á hugskynjunum (ESP). Er prófessorinn ekki aðeins iðulega boð- inn á fundi lögreglumanna til að ræða um þessa hluti, heldur hefur hann einn- ig skrifað bók um málið 1957. í janúar- hefti Lögreglutíðinda (Tijdschrift voor de Politie) árið 1962 er löng grein sem heitir: „Geta ofvitar (paragnosts) að gagni komið?“ Er hún eftir vísindamann við Utrecht háskóla og fjallar aðallega um afrek Croisets við úrlausnir glæpa- mála. Enda þótt Croiset hafi verið mjög slyngur á þessu sviði eins og öðrum, hafa þessar eftirgrennslanir ekki ætíð heppnazt eins vel og sumt annað, og telur Tenhaeff það kunna að stafa af huglestrarhæfileika hans, þannig að alls konar grunsemdir lögreglumanna kunni stundum að rugla hann í rím- inu. Þó liggja fyrir vottfest fjöldamörg mál, sem hann hefur upplýst að meira eða minna leyti og skulu nú tekin tvö dæmi af þeim, sem sálarrannsóknar- stofnunin hefur í höndruðum sínum. Var faðirinn drepinn á eitri? Það er ýmislegt, sem truflað getur skyggni sálnæmra manna, eða réttara sagt hindrað, að þeir komizt að réttri niðurstöðu, þó að skynjanir þeirra hafi við ýmis rök að styðjast. Ósjálfráð fjar hrif geta ruglað. Oft er hægt að komast hjá misskilningnum með því, að láta hvorki leynilögreglumenn eða nána að- standendur koma nálægt skyggnilýsand anum, heldur láta einhvern þann vera milligöngumann, sem ekkert veit um mál ið. Hér er saga, sem glöggt sýnir, hvaða varúð þarf við að hafa. Af ýmsum ástæðum grunaði kaup- sýslumann nokkurn, sem kalla má hr. S. að stjúpmóðir sín kynni að hafa drep- ið föður hans á eitri. Hann styrktist enn þá meir í grun sínum um sekt henn- ar, er hann hafði hitt að máli sál- næma konu, er vinur hans þekkti, og gat hún sagt honum ýmislegt, er alveg stóð heima um föður hans. Að lokum 3agði hún honum, að hún teldi það ekki útilokað, að faðir hans hefði verið drep in á eitri af seinni konu sinni, eftir að þeim hefði orðið sundurorða út af kaup sýslusamningi. Eftir þetta varð sonurinn sannfærður um það með sjálfum sér, að grunur sinn væri réttur. Til þess nú að Leita frekari staðfest- ingar á þessu, heimsótti sonurinn ásamt lögfræðingi sínum dr. Tenhaeff í Ut- recht hinn 11. apríl 1951. Tjáði hann hr. S. að ekki væri ólíklegt og jafnvel líkur fyrir, að völvan hefði eingöngu fengið þessa hugmynd fyrir telepatisk áhrif (hughrif) frá honum sjálfum og væri því lítið á þessu að byggja. Furðaði þá nokkuð á þessu, en báðu þó Tenhaeff að leita álits annarra ó- freskismanna, er hann veldi sjálfur. Þessu lofaði dr. Tenhaeff, en varaði þó hr. S. alvarlega við því að treysta öllu sem slíkum mönnum kæmi í hug. skyldi þó reynt að gæta allrar varúðar. Dr. Tenhaeff kaus nú Croiset til skyggnilýsingarinnar, er fram skyldi fara næsta dag, og mátti þá hvorki kaupsýslumaðurinn, lögfræðingur hans eða jafnvel hann sjálfur vera nærri staddur. Lét hann konu sína fá Croiset mynd af föðurnum í lokuðu umslagi, en hún vissi ekkert af hverjum þessi mynd var né nokkuð um málið. Átti þetta að reyna að útiloka hugsunaráhrif frá við- stöddum. Nokkrum klukkutímum eftir að kaup sýslumaðurinn og lögfræðingur hans voru farnir, fékk dr. Tenaeff konu sinni myndina og bað hana að fá Croi- set hana næsta dag og láta taka á segul- band það, sem hann segði. Byrjaði Croi- set fyrst að lýsa kaupsýslumanninum og ýmislegu í kringum hann, og var það allt saman rétt. Síðan fór hann að tala um myndina og sagði, að maðurinn, sem myndin hæri af, hefði dáið af hjarta- bilun. Þetta kom alveg héim og saman við læknisúrskurð. En rétt á eftir fór hugmyndin um eitrun að gera vart við sig og kvaðst Croiset ekki sjá hvernig á henni stæði. En að lokum sagði Croiset ákveðinn: „Þessi maður dó áreiðanlega í rúmi sínu af hjartabilun." Svo bætti hann við hugsandi: „Samt er svo að sjá, sem þetta mál sé eitthvað í sambandi við eitrun." Hálfum mánuði seinna hinn 25. apríl óku þeir dr. Tenhaeff og Croiset eftir samkomulagi til bæjarins, þar sem kaupsýslumaðurinn bjó. Ný skyggnilýs- ing fór fram á heimili lögfræðingsins. Nú sagðist Croiset sjá glögglega, hvern- ig í þessu lægi. Hann kvað það v.era áreiðanlegt, að maðurinn hefði dáið af hjartabilun. En ruglingurinn í huga sér í fyrra skiptið hefði stafað af því, að sonurinn hefði verið fullur af þeirri ímyndun, að stjúpmóðirin hefði drepið föður hans á eitri. Þessum hugarsveifl- um hefði hann einnig náð og það villt um fyrir sér. „Það var fyrst, þegar ég hitti þennan kaupsýslumann," sagði Croiset, „sem ég áttaði mig á, að hug- myndina um eiturmorðið hafði ég feng- ið frá honum.“ Það eru fjarhrif af þessu tagi, sem ruglað geta ofvitana. Yfirleitt telur Ten haeff, að myndirnar, sem koma í huga Croisets styðjist við veruleika, Um hitt getur honum skjátlazt, hvernig hann les úr þeim. í þessu tilfelli stóð hann reyndar alltaf fast á því, sem réttara var. Hvernig á hinni hugmyndinni stóð gat hann ekki skilið, fyrr en hann komst í beint samband við manninn, sem hugmyndin var komin frá. Þetta dæmi sýnir hins vegar glöggt, hvernig hugskynjanamenn geta komizt á villigötur, enda þótt hæfileikar þeirra séu miklir í raun og veru. Barnsmorðið í New York. Jack Harrison Polack kemst þannig að orði: Sunnudagurinn 26. febrúar 1961 er dagur sem ég mun seint gleyma. Allan liðlangan daginn var ég í símanum út af hryllilegu máli, hvarfi 4 ára gamals stúlkubarns. Þennan sama dag hafði grein eftir mig, sem birzt hafði í vikuriti (This week magazine) verið lauslega endur- sögð í Nlew York Herald Tribune, og fjörutíu og tveimur öðrum sunnudags- blöðum borgarinnar, en greinin hét: „Með hugskynjun (ESP) má upplýsa glæpamál" og er þar skýrt frá merki- legum árangri af skyggnilýsingum Croi sets, varðandi þessi efni. Miklar æsingar urðu út af þessu máli vestra, og varð mönnum margrætt um það í sambandi við greinina. Bauðst hollenzka flugfélagið KLM að flytja þá Croiset og prófessor Tenhaeff vestur, ef þeir kynnu að geta upplýst málið. Edith Kiercorius (kölluð: Google), lít ii ljóshærð stúlka, sem átti heima að 810 East 13. St. Brooklyn, N.Y., hafði týnzt fyrir fjórum dögum. Var ekkert um hana vitað síðan miðvikudaginn 22. febrúar kl. 4.45, en þá var hún að leika sér utan við hús frænda síns Manual Duclat, þar sem hún var í heimsókn með móður sinni, sem var ekkja. Þetta var að 170, 8th Avenue í grennd við 20. stræti á Manhattan. Meira en 350 lögregluþjónar í New York leituðu í byggingum og hvar sem þeim gat dottið í hug allt um kring, en kom fyrir ekki. Einnig hafði verið slætt í Hudson fljótinu. Leitin að þessu týnda barni var ein hin umfangsmesta, Siem nokkru sinni hafði verið gerð af lögregluliði New Yorkborgar og náði alla leið til Chicago, því að einhver þóttist hafa séð konu á flugvelli þar með barn, sem líktist lýsingu á Edith lítlu. Hélt lögreglan hálfvegis, að barn inu kynni að hafa verið stolið af ein- hverri einmana, barnlausri konu, sem stundum vill til. Líka gat það hugsazt að barninu hefði verið misþyrmt af kynóðum manni, sem ekki er dæma- laust. Voru á hverjum degi fjöldamarg- ar greinar með feitletruðum fyrirsögn- um í dagblöðunum. Hölluðust lögreglumenn helzt að hinni síðarnefndu skýringu. Croiset hafði verið á ferðalagi, og tókst ekki fyrr en seint og síðar að ná sambandi við hann, og segja honum frá tilboði KLM. Var hann að því spurð ur hvort hann vildi reyna hjálpa til við að upplýsa þetta hörmulega mál, og galt þessi barngóði maður þegar já- yrði sitt við því. Hins vegar kvaðst hann ekki vera reiðubúinn að fara til New York. Hann hefði aldrei þangað komið og vissi ekki nema stórborgin hefði aðeins truflandi áhrif á sig. Taldi 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. júlí 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.