Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1968, Page 1
« HEKMANIM PALSSON PRÓF.: IMVJAR SKVRIIMGAR A E4E3LI ÍSLENZKRA FORNSAGNA 1 Þeir sem vilja kanna menningaráhrif einnar þjóðar á aðrar verða að gefa igaum að töfcuorðum, því að þau gefa oft furðu glögga vísbendingu um samskipti manna með sundurleitu tungutaki. Að þessu leyti hefur íslenzk tunga lengst- um verið þiggjandi: þau orð sem hún hefur gefið öðrum eru inæsta fá hjá ara- grúa af orðum, sem hún hefur þegið úr öðrum tungum, svo sem latxnu, enskiu og dönsku. Þó er eitt orð íslenzkt, sem mun hafa verið tekið upp í allar þjóð- tungur áifunnar og raunar víðar, en það er orðið saga. Með því að gera þetta íslenzka orð að fullrétta þegni í orðaforða sínum hafa menningariþjóðir álfunnar viðurkennt merkasta skerf, sam íslendingar hafa lagt til bókmennta heimsins: orðið saga er ekki einungis frægasta orð íslenzkrar tungu, heldur eru íslenzkar formsögur frumleigustu bókmenntirnar, sem skráðar hafa verið á tungum Norðurlandabúa. Vegur íslenzkra fornsagna með öðr- um þjóðum hefur aldrei verið meiri en nú: á hverjiu ári sem Jiíður bætast við nýjar þýðingar og útgáfur víðs vegar um heim, og útlendir sérfræðingar á sviði bókmennta og menningarsögu gefa þeim sífellt meiri og meiri gaum. Fyrir nokkrum árum var flest það sem ritað var af gagni um íslendingasögur er- lendis annaðhvort á norðurlandamálum eða þýzfcu, en nú ber ósjaldan við að fræðimenn fjalli um þær á ítölsku, frönsku eða rússnesku. Og allmikill hluti af því, sem er unnið á þessum vettvangi kemur út á ems'ku, sem leyst hefur þýzkuna af hólmi að verulegu leyti. Þessi au'kni áhugi á sögunum er- lendis mun óhjákvæmilega hafa mikil éhrif á skilning manna á sögunum sjálfum: þeim mun fleiri góðir fræði- menn sem fjalla um þær, þeirn mun fjöl- hreyttari skýringar á eðli þeirra get- •um vér vænzt að fá, og þeim mun víð- ar sem fengizt er við sagnarannsóknir, þeim mun fleiri hiugmyndum hlýtur að vera beitt. Því mun óhætt að staðhæfa, að sú mikla áherzla sem nú er lögð á slík fræðistörf á eftir að breyta hug- mymdum manna um sögurnar að veru- legu leyti. En hér mun ég ekki reyna að ráða fram úr neinum sp'ádómum um afleiðingar af framtíðarrannsóknum á sögunum, heldur einungis að fjaila um einn þátt, sem skýrzt hefur nokkuð að undanförnu: þá skuld sem Islendinga- sögur eiga að gjalda evrópskri menn- ingu á tólftu og þrettándu öld. 2 Fyrir nokkrum áratugum hófst sú tízka sem nú mun hafa lagzt niður, að flokka fræðimenn í tvo hópa eftir hug- myndum þeirra urn uppruna fornsagna vorra: annars vegar voru svOkallaðir sagnfestumenn sem héldu því fram að sögurnar hefðu sprottið af sjálfum sér og síðan varðveitzt í munnmælum, og hins vegar voru svo bókfestumenn, sem töldu sögurnar vera samdar af einstök- um höfundum. Skipting þessi er nú orð- in úrelt af tvennum sökum: í fyrsta lagi mun sagnfestukenningin enga eða fáa formælendur eiga sér lengur og má nú heita liðin undir lok. Og í öðru lagi hefur komið í ljós, að sumar verstu veil- urnar í kenningum beggja eru einmitt atriði, sem enginn ágreiningur var um. Afleiðingarnar af endurskoðuðum huig- myndum fræðimanna um eðli fornsagn- anna hafa meðal annars val-dið því, að nú er.u komnir fram tveir skólar. Ann- ars vegar er germanski Skólinn og hins vegar hinn evrópski. Samkvæmt ger- manska skólanum (hvort sem menn að- hyllast sagnfestuna eða bókfestuna) er hugmyndaheimur fslendinga sagna inn- lendur, ekki einungis íslenzkur, heldur af Skandinavískum og germönskum rót- um. Afstaða slíkra fræðimanna til sagn- anna er svipuð og hugmyndir þeirra rnálfræðinga sem neita að fjailla um tungur nema frá sögulegu sjónarmiði, enda hefur germanski skólinn goldið þe,ss, að íslenzk tunga og bókmenntir hafa einkum verið stundaðar af málfræð ingum, sem höfðu sérstakan áhuga á germaniskri samanburðarmálifræðL Og mönnum hefur oft orðið á að hugsa á þessa leið: allar germans'kar þjóðir tala tungur sem eitt sinn fyrir löngu voru ein og hin sama: á sömu lund má ætla að igermönsk menning hafi verið ein og hin sama í öndverðu. Að vísu tíðkaðist ekki sagnaritun nema á íslandi og lít- ils hiáttar í Noregi, en sumir skýra það á þann einfalda hátt að íslendingar hafi verið frumstæðari en aðrar ger- maniskar þjóðir og raunar sé sagnalist- in aríur frá tíð frumgermana. Þótt bók festumenn leggi nokkuð annan skilning í þátt arfsagnanna en sagníestumenn, þá þýkir þeim eigi síður sjálfsagt að gera ráð fyrir því, að norrænar hug- myndir úr heiðni ráði miklu um anda fornsagnanna. Því taka þeir ýmiss kon ar fyrirbæri í sögunum á svipaðan hátt og sagnfestumenn. Þurfa menn til að mynda ekki að lesa ýkja len.gi í ís- lenzkum sagnaskýringum um undanfar- in 30-40 ár til að rekast á hugtök á borð við „hugsjónir hetjualdar“, „ofur- mátt örlaganna“, „norrænan hetj,uanda“ o.s.frv. Vafalaust má verja notkun slíkra hugtaka á einstaka stöðum, en þegar þeim er beitt í því skyni að sýna fram á að sögurnar séu heiðnar frem- ur en kristnar, og germanskar fremur en evrópskar, þá er verið að fara út á næsta hálan ís. Samkvæmt evrópska skólanum verð- ur að kanna sögurnar í sambandi við heildarmenningu fslendinga á þeim tíma, sem þær voru dknáð'ar. Með þessu móti verður að sjálfsögðu að gefa fyllsta gaum að eðli íslenzks þjóðfélags á tólftu og þrettándu öld. f öðru lagi er ekki hjá því komizt, að grundvallarskýring- ar á sögunum hljóta að verða kristn- ar. Ef einhver vill halda fram heiðnum atriðum í sögunum, þá hvilir sönnunar- byrðin á slíkum manni. Með öðrum orð- um: oss ber að fjalla um sögurnar sem kriistnar bókmenntir, þótt sumar þeirra séu látnar gerast í heiðnu umhverfi. Evrópsk menning á tólftu og þrettándu öld var höfundunum að sjálfsögðu miklu nœr en norræn og germönsk villi- mennska í heiðnum sið. Þó er hugsan- legt, að einstök heiðin viðhorf kunni að haf.a varðveitzt, en aldrei má ganga út frá þeim sem sjálfgeignum hlut, held.ur verður einungis að grípa til heiðinna skýringa þegar kristnar hugmyndir þrýtur. 3 Astæðurnar fyrir því, hve illa mönn- um hefur gengið að átta sig á kristnu eðli sagnanna, eru margar og sundur- leitar. EðliJegt var, að fslendingar á síð- eri öldum, meðan þjóðin var undir út- lendri ánauð, legðu sérstaka áherzlu á að fegra hugmyndir sínar um forna gullöld. Slíkri afstöðu hlaut að fylgja oftrú á sagn'fræðilegu gildi sagnanna, og þá var skammt til þess, að menn tryðu á heiðinn boðskap þeirra. Gunn- ar á Hliðarenda var sannur fulltrúi heiðinnar menningar að hyggju slíkra manna. Um frændþjóðir vorar á Norð- urlöndum og Þjóðverja er það einsætt að slí'kar þjóðir gátu ekki „eignað" sér sógurnar með öðru móti en því að gera þær sem norrænastar og germanskastar. Þeim mun frumstæðari sem sögurnar voru taldar, þeim mun auðveldara var að telja þær samsign kynstofnsins. Er það og skiljanlegt hvei-s vegna Norð- mönnum var svo mikið í mun að trúa gömlum konungasögum: Snorri Sturlu- son og aðrir íslenzkir sagnamenn á mið- öldum gáfu Norðmönnum lifandi mynd- ir af fornri sögu þeirra: án þessara sagna væri norsk fortíð harla myrk um mangar aldir, og því þótti sjálfsagt að trúa þessum sögum. Oftrúin á sannl.eiksgildi sagnanna hef ur mjög hamlað því, að menn leigðu ann- ars konar skilning á hugmyndaheim þeirra og tilgang. Því hefur hvað eftir annað verið slegið föstu að höfuðtil- gangur sagnanna væri að fræða menn um fortíðina. Auðvelt væri að telja nokkur dœmi um slikt, en hér skal látið nægja að vitna til Siigurðar Nordals ‘ Hrafnkatla, 1940), sem telur Hrafnkels f ögu vera skáldrit, en þó hafi höfundur ritað hana í þeim tilgangi að hún sé

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.