Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Page 7
orðin í henni sniöin eftir grísku kir’kju- máli. En ekki er loku fyrir það skotið, að eitt og eitt orð hjá Wulfila, þýðand- anum, sé komið úr gömlum kveðskap þeirra Gotanna (til að mynda: midjun- gards, ufarliimina — filufaihs, marisa- iw/s?). í frumniorrænu er þó ndkkuð af samsettum orðum, í rauninni vonum fleira. Hér að fráman var getið um niannanöfn, nafnið Hlewagastir, nöfn sem byrja t.a.m. á Haþu - Hari -, nöfn sem enda á — wolafa (þolf.); svo eru önnur samsett orð, eins og wita(n)daha- iaiba, wajemarir. Verður vikið að sumu af þessu hér á eftir. Þegar til eddu- kvæða kemur, úir og grúir af þvílíkum orðum. Er það tálsýn, að ættarbragð sé með þeim og Skáldamáli Hómers? Það held ég ekki vera. Og mér virðist auð- sætt, að margt af því sé verk geysi- hagra orðasmiða. Vitaskuld mun sjaldan bera við um samsett orð í þessum kvæðum, að báð- ir liðir í öðru málinu svari til beggja í hinu (þetta kemur aftur á móti stund- um fyrir um keltnesk og germönsk orð). Sem dæmi má þó nefna gr. homógenés (gnios, — gonos). gotn. samakuns, ísL samkynja: gr. homopatrios, íisl. sam- feöra. Hitt er algengt, að annar liður- inn svari alveg að merkingu til sama liðs í hinu málinu. En stundum er lík- ijigin meiri: annar liður í samsettu orði er sá sami í þeim báðum. í Ynglingatali er konungur kallaður goðkynningr, þ.e. af guðlegum uppruna eða kyni. Orðið svarar til lýsingarorðsins goðkunnigr, sem bera má saman við fornenska orðið godcund (,,divinus“) — svipað orð er víðar í vesturgermönskum málum —; hér er fyrri liður hinn sami, en skyld- lei'ki með hinum síðari. Þetta svarar nokkurn veginn til gríska orðsins dio- genes; í fyrra lið er mea-kingin- hin sama en síðari liður af sama kynþætti. í Ynglingatali stendur á þessum stað goð konungr fyrir goðkynningr í sumum handritum, og er það þýtt í orðabó'k Clea'sibys diogenés basileus. Stundum er fyrri liður annar. í sama kvæði kemur fyrir orðið trollkundr, og 1 trúarlegu máli eddukvæða ás-kunnr, álf-kunnr, regin-kunnr (eða — kyndr — kunnigr). Síðasta orðið kemur líka fyrir í sænsk- um rúnasteini frá því um 600 (Noleby) í myndinni raginaku(n)do. f gotnesku (og að nok'kru leyti í vesturgermönsk- um málum) koma fyrir orðin guma- kunds, himinakunds, airþakunds, goda- kunds o.s.frv. Þó að sum þessara orða kunni að vera úr kristni, munu önnur þeirra næsta forn að uppruna. f grísku er grúi mannanafna sem hafa — génés, — gnétos (líka — gnótos) að síðara lið; fyrri liður er breytilegur, en stunid- um er hann dio — eða þeo — (s.s. goð — )■ Einhver vanalegasti liður í grískum einkunnum er polý —. Sagt er, að í Ilíonskviðu séu eitthvað 75 samsett lýs- ingarorð sem byrja á þeim lið. í skálda- málsorðabók (Lexicon poéticum) nor- rænunnar eftir Finn Jónsson eru eitt- hvað 41 orð, sem byrja á tilsvarandi orði fjöl — (auk þess koma fyrir orð- in fjöl kvk., fjöld kvk., og fjöldi kk.) f báðum málum byrja mörg mannanöfn s þessu orði, eða þá samnöfn eða lýs- ingarorð. Mörg dæmanna úr eddukvæð- um eru augljóslega smíðar skálda, og væntanlega er sama að segja um orðin i Hómerskvæðum. í þessu er þá fólgin sama skáldlega erfðavenjan. Aftur á móti mun mjög sjaldgæft, að báðir liðir séu samsvarandi að mynd (svo sem f jöl- vitr, polý-ídris, polý-idos, Polý-idos). í gotnesku kemur fyrir orðið fillufaihs (síðari liður er skyldur sagnorði, sem mjög tíðkast í fornnorrænum rúnarist- um); þetta orð er nákvæmlega hið sama og sans'krít puru — pécás, og sýnir þá það orð líka, hve víða samsetningarorð- ið fjöl — (polý — ) hefur verið kunn- ugt. 11. Samlíkingar í kvæðum Hómers, hinar fjölbreytilegu og unaðarsamlegu myndir úr lífi manna og náttúru, eru vitaskuld harla forvitnilegar, þær fylgja hetjusög Samuel Josef Agnon frá ísrael var sem kunnugt er annar tveggja Nóbels- verfflaunahafa áriff 1966. Hér er samkoma honum til heiffurs í Sendiráffi fs- raelsmanna í Stokkhólmi. Frá vinstri Villielm Moberg, rithöfundur, Samuel Josef Agnon, Anders Österling og Gerard Bonnier, hókaútgefandi. Það var í sannleika ömurleg stund Anders Österling segir trá Sænska akademían er einstakíega virðuleg stofnun, sem færri en vilja fá sæti í. Er gjarnan nokkuð lið’ð á ævi manna, er þeir þykja verðugfr inngöngu þar og sitja því flestir þar ekki marga áratugi. Ein undantekn- ing er þó frá þessu, því að á næsta ári hefur einn meðlimur Akademí- unnar átt þar sæti í hiálfa öld, ef hann lifir fram að öðrum jóluni hér frá. Þessi maður er Anders öster- ling, skál'd, gagnrýnandi og rit- ari Akademíunnar um ]angt skeið. Hann hefur lá'tið fj'ölda bóka frá sér fara allt frá því hann debuteraði 1904 með ljóðabók, aðeins tvítugur að aldri. Á síðasta ári sendi öster- ling enn frá sér taók, minr.mgabók, þar sem hann rekur ýmsa atbuyði áttatíu ára ævi. Anders Österling: Minnets vágar. Albert Bonniers för- lag Stockholm 1967. í bÓK þessari rakur hann einnig mangt frá starfi sínu sem riltari Sænsfcu akademíunn- ar og mun mörgum þykja þeir kafl- ar forvitnilegir. Österling minnist á Pasternakmálið í bók sinni og kemst þar m.a. svo að orði: „Árum saman hef ég haft það við- fangsefni að koma fram sem ræðu- maður á Nóbelshátíðinni og kynna bókmenntaverðlaunahafana áheyj’end um. Helztu erfiðleikar þessa viðfangs efnis eru í því fólgnir, að erindin þurfa að vera yfirgripsmikil og lielzt þarf á minna en tíu mínútum að gera grein fyrir fjölþættum rithöf- undarferli og rekja ástæður ve rð- launaveitingarinnar. Ári-ð 1958, er a.lkunnar, mijög sorg- legar aðstæður neyddu Boris Paster- nak til að afþakka verðlaunin, sem hann hafði áður þegið með einlcegri gleði, var ekki annað fyrxr mig að gera en tiilkynna stuttlaga þessi méia lok. Það va.r í sannleika ömiurleg stund. Akademían var algerlega á einu máli um Pasternak/erðlaur in. Hann hafði fyrr komið til greina við úthlutun, en þetta ár var skáld- sagan „Doktor Zjivago" þýðingarmik ið lóð á vogarskálina. Engin stjórn- málasjónarmið lágu þessari ákvrið- un til grundvallar. Ég minnist þess einnig, að Akademían sendi vingjsrn legt skeyti t:ll sovézka sendiráðsins í StokkhóLmi, þar sem frá þess.u var skýint og hamingjuóskir fram færðar. Eina svarið var mjög snubbótt bréf frá sendiráðsfulltrúanum, sem nokkr um dögum síðar hafði fengið sín fyr- irmæli. Öldum tilefnisiauss ofsóknar stríðs að austan skolaði upp að Börs- húsinu og jafnvel að einkaheimdi ritara Akademiíunnar í Djiutr.gáixien, Þegar ég hugsa til þessara æsinga- daga, er það þó ætíð með falslausri sannfæringu um, að Pasternakverð- launin séu í hópi þeirra, sem nezt hafði verið unnið til af þeim verð- launum, sem ég hef tekið þátt í að ákvarða og ber sérstaika ábyrgð á. Nóg um það.“ Österling hefur frá mörgu öð-u fróðlegu að segja úr starfsreynslu sinni í Akademíunni. Hann gefur stuttar og lifandi lýsingar á ýmsum féiögum sínum þar, sem lömgu eru horfnir af sjónarsviðinu, Selmu Lag- erlöf, Hinrik Schúck, Hjalmar Hammarskj öld og Per Hailström og einnig segir hann bráðskemmtilegar sögur frá kynnum sínum af ýmsurci verðilaunahöfum. Einkeninijst bókin af frásagnargleði, léttum stíl og lif- andi myndum úr ævi höfundar og löngum kynnum hans af listum og bókmenntum. J. H. A. -I unni eins og röð smámynda, og varpa á efnið ljósi eða skugga, vegna samræm- is eða mismunar við það. Þær eru oft langar, alltof langar, ef þær væru ekki svo forkunnar fagrar: þeirra líka þekki ég hvergi. Samlíkingar eru ekki alls kostar fátíðar í eddukvæðum, en munurinn á lengd og fjölda er vitan- lega geysilegur miðað við Hómerskvæði. Samlíkingar eddukvæða eru stuttar, vanalega teiknaðar með fáum strikum, en mjög öruggu handbragði. Samkvæmt athugunum C.M. Bowra eru samlíking- ar vanalega fágætar í frumstæðum kveð skap. Þessu er líka svo farið til að mynda í Rollantskviðu. En hvort gamall skyldleiki veldur því, að bæði Hómers- kvæði og eddukvæði hafa töluvert af samlíkingum, er óvíst að vita. 12. Eitt allra auðsæjasta einkenni á kvæðum Hómers eru endurtekningar. Stundum eru það einstakar einkunnir tengdar við tiltekin nafnorð, stundum hálfar ag heilar línur, stundum kaflar lengri eða skemmri. Óefað er þetta runn ið frá gamalli venju munnlegs skáld- skapar. Eins og ætla mætti, er þetta vel þekkt fyrirbrigði úr eddukvæðum, þó að miklu hóflegar sé með það farið. Þau eddukvæði, þar sem mest kveður að þessu, eru Þrymskviða og Rígsþula. Svo kynlega ber hér við, að ýmsir fræði- menn hafa haldið því fram, að þessi kvæði séu ung og hafi sætt áhrifum frá danskvæðum miðalda, — einmitt af því £ð þau eru gædd vanalegum einkennum niunnle.gs kveðskapar. Miklu frekar mætti spyrja, hvers vegna ekki ber meira á endurtekningum í öðrum eddu- kvcéðum. Stundum má sjá, að fræðimenn setja endurtekningar orða, fast mótaðra orða- tiltækja eða vísuorða í samband við þá hugmynd, að skáld hafi mælt kvæði sín aí munni fram undii'búningslaust, þegar þeir ortu, og kvæðamenn hafi ort meira og minna á þeirri stund, þegar þeir fluttu gömul kvæði. Um þetta er vant an dæma, en hitt er hæpið að gera ráð fýrir, að hvarvetna hafi verið farið eins að. Og af því að menn hafa stundum diegið íslenzk dæmi inn í umræður um þetta mál og ekki farið að öllu rétt með, þýkir mér hæfillegt að leggja hér orð í belg. Staðreyndirnar hér á landi eru vel kunnar, bæði að fornu og nýju. f heimildum sem mark er á takandi, er þess ekki getið, að kvæffum sé varpað fram undirbúningslaust, hvorki eddu- kvæðum né dróttkvæðum, og um drótt- kvæði er stundum tiltekið, að menn ortu þau í einrúmi, en „festu“ þau síð- an, og er þá væntanlega átt við að festa í minni; síðan eru kvæðin flutt, og aðrir námu af skáldunum, að því er virðist af mikilli nákvæmni. Aftur á rnóti er oft sagt, að menn hafi ort ein- stakar vísur undirbúningslaust og af munni fram í annara manna viðurvisit; var það þá ein vísa í senn, ýmist með tótt um eddukvæða eða dróttkvæða, og virð ist það hafa tíðkazt meira á íslandi. Þótti það mikil íþrótt að kasta þannig fram víisuim, og ekki létu menn . sig þá muna um að viðhafa torvelda háttu, ef þeim bauð svo við að horfa. Þessi list er enn tíðkanleg á fslandi, og á það við nú sem fyrr um einstakar vísur, en hitt mun ekki tíðkanlegt, að menn hafi kveð- Framhald á bls. 12. 28. júM 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.