Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Page 8
Ævi og örlög Péturs á Hallgilsstöð-
um hafa lengst af verið tengd fjórum
feða fleiri hjólum. Hann ólst að vísu
upp í sveit, en bíllinn varð snemma lífs-
förunautur hans. Hann uppgötvaði ung-
ur að bílnum gat hann stýrt að vild
sinni, en hins vegar sá hann þess mörg
dæmi, að þeir sem völdu sér konu að
lífsförunaut, urðu að bílum sjálfir, þar
sem konan sat undir stýrinu og réði
ferðinni. Pétur hefur sem sé valið sér
það hlutskipti að vera heldur bílstjóri
en bíll.
Pétur er fæddur á Svertingsstöðum í
Kaupangssveit en fluttist þaðan 28
vikna í Hallgilsstaði í Hörgárdal og þar
óist hann upp.
Pétur var svo bráðþroska, að hann
segist muna það glögglega, þegar hann
sundreið Eyjafjarðará, rúmlega hálfs
árs, í flutningunum frá Svertingsstöð-
um í Hallgilsstaði, hins vegar man hann
ekki vísuna, sem hann orti.
— Mannstu þá, hvenær tók fyrir
iþroskann?
Néi; Pétur man það ekki, en fellst á,
að það hljóti að hafa verið nokkuð
snemma, eftir hinum endanlega árangri
að dséma.
Fyrsta vörubíl sinn keypti Pétur árið
1929 og kostaði hann fimmtán hundruð
krónur. Hann skipti síðan nokkrum sinn
um um bíla á næstu árum og hóf mjólk-
uifiutninga fyrir bændur úr Öxnadal
og Hörgárdal.
—‘ Ég eyddi beztu árum ævinnar í
þetta mjólkurstúss. Þetta var bölvað
streð að flytja mjólkina á þessum árum
og ekkert uppúr því að hafa. Maður
var eins og útspýtt bundsskinn,að kaupa
saumnálar, skonrok, magarín og skro.
Það var nokkur uppbót fyrir stritið, að
í þesSa daga var það allmikið virðingar-
starf. Maður var ekki eins og hundelt
dýr á þjóðvegunum, miklu fremur eins
og kóngur, bæði menn og skepnur
störðu méð lotningu á þetta farartæki,
bílinn, og fólkið var ánægt yfir þessari
samgöngubót, þó að hún þætti ófull-
nægjandi nú.
Það lestaði hver bílstjóri sinn bíl af
vördm eða fólki, eins og honum sjálfum
gott þótti og ók síðan, eins og dóm-
greind hans bauð honum. Þar sem starf-
ið var eftirsótt, völdust yfirleitt í þetta
sæniilegir menn og þess vegna var lítið
um slys, þó að eftirlitið af hálfu þess
opinbera væri ekkert svipað og nú er.
Oft freistaðist bílstjóri til að láta að
óskum fólks, sem vildi komast með, þó
að hann vissi að bíllinn væri fulllestað-
ur og meira en það. Það var erfitt að
skilja fólk eftir, ef því lá á í kaupstað,
og einhversstaðar var hægt að tyBa því
á bílinn. Það var oft ekki mulið undir
mannskapinn.
Einu sinni man ég eftir því, að ég fór
með fulllestaðan bílinn af mjólk, en ofan
á brúsunum sátu 30 manns, og hrepp-
stjórinn sat uppá þakinu.
Það var í einni slíkri ferð, að öskrað
er inn um gluggann til mín.
—Það datt maður af ...
Ég stanzaði og við fórum að hyggja
að manninum. Okkur sýndist hann dauð
ur og einn karlinn segir:
— Þetta var nú ljóta slysið. Hann er
dauður.
— Hann er fjandann ekkert dauður
hann hefur bara rotazt, segi ég og ýti
h'arkalega við karlinum með fætinum,
því ég var bæði hræddur og reiður.
Mér fannst að barlinn hefði átt að geta
hangið á bílnum.
Þegar ég kom við karlinn rak hann
upp skapræðisöskur og mikið lifandi
skelfing létti mér. Það lá við, að ég
faðmaði karlinn að mér. Ég hef aldrei
orðið fyrir slysi á farþegum eða valdið
öðrum slysi. Menn, sem vilja fara djarft,
verða að gæta þess að stofna ekki öðr-
um en sjálfum sér í hættu. Mér fannst
allt i lagi, þegar ég var einn að láta
vaða á súðum, en ég fór ævinlega gæti-
legar, ef einhverjir voru með mér —
eða oftast.
Árið 1934 fór Pétur að aka suður.
Hann flutti fyrst aðallega ost fyrir
Mjólkursamlagið, en um flutning að
sunnan var ekki að ræða fyrst í stað.
Þó kom fljótlega að því, að Pétur fór
að kippa með sér varningi fyrir kaup-
menn og fyrirtæki á Akureyri og mun
hann hafa verið fyrstur Akureyringa
að fá sér fasta vörumóttöku í Reykja-
vík og auglýsa vöruflutninga norður.
Það var þó ekki fyrr en 1942, að þeir
bræður Valdimar og Pétur stofnuðu
fyrirtæki sitt, Pétur og Valdimar og
byrjuðu að aka af fullum krafti og er
því fyrirtækið um þessar mundir ald-
arfjórðungs gamalt. Það hefur jafnan
verið með tvo til fjóra bíla á leiðum
Akureyri — Reykjavík. Valdimar bróð-
ir Péturs hefur einnig lagt af akstur
langferðabifreiða. Var þó Valdimar,
eins og Pétur fílhraustur maður og
frískur vel. Þetta var slítandi starf og
vafalaust þarf enn í það fríska pilta og
ódeiga. Pétur segist aldrei hafa fundið
fyrir hræðslu né ugg í hverju sem hann
ler.ti og hvar sem hann var að þvælast
einn, fyrstu árin. Það fór samt svo, að
hann fór að finna fyrir kvíða og svaðil-
farir voru honum ekki eims að skapi og
áður. Þá hætti 'hann að afca. Það þarf
örugga menn til að aka þessa leið að
vetrarlagi, jafnvel nú, þegar vegir hafa
stórbatnað frá því sem var fyrir stríð.
Þá voru engar talstöðvar heldur í bílun
um, fáförult á vegum og hjálpartæki fá
eða engin.
Fyrsti bíll Péturs kostaði fimmtán
hundr.uð krónur eins og áður er sagt,
en síðasti bíllinn losaði milljónina. Pét-
ur er stjórnarformaður í Vöruflutninga
miðstöðinni h.f., en það er sameignarfé-
lag tuttugu langferðabílstjóra hvaðan-
æva að af landinu og hefur það fyrir-
tæki nýlega byggt sér mikið og vandað
vörugeymsluhús við Borgartún í Reykja
vík. Pétur hefur nú fjóra bíla í flutn-
ingum og getur floti hans flutt 30-40
tonn í einu.
— Heldur þú, að hægt væri að anna
flutningaþörfinni norður, ef siglingar
tepptust vegna ísa en hægt væri að
halda opnum vegum.
— Það væri kanmski hægt að halda
lífinu í fólkinu vestan Möðrudalsfjall-
garðs, en bílar gætu ekki annað allri
fiutningaþörfinni. Það er útilokað mál,
en flugvélarnar eru einnig orðinn snar
þáttur í flutningum um landið og sam-
anlagt myndu þessi tæki fá bjargað
miklu, ef þau væru nýtt til þess ýtrasta.
— Hvernig „bisness“, er þetta, vöru-
fiutningarnir?
Þetta, var ógætileg spurning. Að
spyrja ,,forretningsmann“ svona, er eins
og að taka stíflu úr á.
— Það gengur á ýmsu, eins og í
öðrum viðskiptum. Það hefur, verið
þungt undanfarið, því að við höfum ekki
fengið hækkaðan taxta í þrjú ár, þar til
í vor, en um leið stórhækkaði þunga-
skatturinn og einnig það sem við köllum
gúmmígjald, svo að það er nú ekki sjá-
anlegt að þessi taxtabækkun bæti rekst
urinn neitt, sem heitir. Olía hefur hækk-
að pg viðgerðarkostnaður og varahlutir
og yfirleitt allur reksturinn orðið dýr-
ari með hverju árinu. Þó virðist grund-
völlur fyrir sæmilegum rekstri, ef ekki
væri um að ræða óeðlilega samkeppni,
að fnjnupi dómí. Það vill brenna við að
nýir aðilar sem ekki gera 3ér grein
fyrir í upphafi, hvað þetta er dýr rekst-
ur, leiti, í þessa atvinnu, ag telji það
öilu varða að fylla bífana og eru nokk-
ur brögð að undirboðum slíkra manna
meðan þeim endist örendið. Þeir verða
Hafa ekið í aldarfjórðung Rvík—Ak.
EFTIR ÁSGEIR JAKOBSSON
Pétur
margir skammlífir, en það er eins og
það vakni alltaf upp nýir menn í stað
þeirra, sem fara á hausinn, svo að við
búum stöðugt Við þessa samkeppni. En
það er nú svona, einokun er heldur
ekki góð, en fyrir litla og fátæka þjóð
er samkeppni af þessu tagi dýr, og
bætir sí2t þjónustuna, því að þetta end-
av rneð því, að það hefur ekkért fyrir-
tækjánna bolmagn til að veita almenni-
lega þjónustu. Það kann aldrei góðri
Inkku áð stýra, þegar fyrirtæki eru
ekki stófnuð af því að þörf sé fyrir
þau,' heldur bókstafléga til að ná við-
skiptum frá öðrum. Eldri fyrirtæk-
in reyna náttúrulega að halda sínu í
lengstu lög, og þá myndast það, sem ég
vil kalla óeðlilega samkeppni. Það fylg-
ir henni engin aukning, engin bætt
þjónusta, heldur aðeins aukin tekju-
skipting milli fleiri aðila en áður var,
en þó tíðara aukið tap allra.
Pétur var orðinn heitur, því að þrátt
fyrir kímnina, er honum auðvitað eins
og öðrum dauðleguim mönnum, brauð-
stritið hjartfóilgnast, og lætur ekki bitann
frá munninum á sér fyrr en í fulla
hnefana. Ég þorði ekki að eiga undir
að toppstykkið á honum hitnaði meira
og sagði: — Ssgðu mér nú eitthvað að
norðan ...
Pétur Jónsson er söguglaður maður og
skemmtilegur vel, hermikráka hin mesta
og hefur sérhæft sig í svonefnd-
um betri borgurum á Akureyri, en þeir
eru margir ekki eins og fólk er flest.
Allt er þetta græzkulaust hjá Pétri, því
að hann er mjög ótuktarlaus maður og
gæti ekki gert hundi mein, þó að líf
hans lægi við, en hann er dálítið að-
hlæginn og hefur glöggt auga fyrir því
sem skrýtið er og hlátursefni.
Okkur dvaldist nú fram eftir kvöld-
itiu við ýmsar sögur af kunningjum
okkar nyrðra, en snerum okkur síðan
aftur að efninu, Pétri sjálfum, og Pétur
getur ekki síður hlegið að sjálfum sér
en öðrum.
Það var sagt hér á undan að Pétur
hefði aldrei fundið fyrir hræðslu né
ugg af nokkru tagi fyrstu árin. Það orð
lék á, að hann væri það sem nú myndi
kallað „kaldur gæi“, en þó var Pétur
aldrei það í orðsins fyllstu merkingu.
Eins og aðrir þeir menn, sem alast
upp yið vinnu og störf með fullorðn-
um varð hann aldrei ábyrgðarlaus ang-
urgapi, en hann átti það til að
tefla djarfar á sínum yngri árum, en
beinlínis gat talizt skynsamlegt. Þeim,
sem eru öruggir lánast mjög fífldirfskan
og svo var um Pétur, meðan hann hét og
var. Það verður líka að hafa það í huga,
að hann mátti bjóða sér meira, en þeir
ungu rhenn almennt, sem nú leika sér
fífldjarft á bílum, þar sem Pétur var hið
mesta karlmenni á yngri árum. Þá á-
hættu,’ sem hann tók á sig á stundum,
tók hán'n vegna atvinnu sinnar, en ekki
af ástæðulausum glannaskap. Þó að
hann ætti bíla sína sjálfur skuldaði
hann oft í þeim og varð því oft að
leggja sig í meiri mannraunir, en hann
hefði ella gert, ef hann hefði verið bet-
ur stæður.
Bílstökkið
Það var eitt sinn að haustlagi, í nóv-
ernber, að Pétur fór til Reykjavíkur að
sækja súr-og gas, en hann annaðist þá
fluthihlga fyrir vélsmiðjur nyrðra. Hann
kom til Reykjavíkur að morgunlagi eft-
ir áð hafa keyrt allan daginn og nótt-
ina. Hanh þurfti í mörgu að snúast bæði
fyrir sjálfan sig og náunga sinn og það
var ekki fyrr en kl. 12 á miðnætti að
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
28. júlí 1968