Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1968, Page 11
SKARLATSRAUfMR DRAUMAR Eftir Ingibjörgu Jónsdóttur Meðan ég sef er ég hvítt blóm í 9karlatsrauðum draumi. Hann umlykur mig, mjúkur og blíður sem móðurkinn. Meðan ég sef. . . Þegar ég vakna streymir draumurinn upp stöngulinn, hríslast um blóðblöðin og ég verð skarlatsrautt blóm í hvítum draumi. Hvítum draumi, sem er harður og kaldur sem dauðinn. Þegar ég vakna. . . . . . stendur nál í vinstri handlegg og þeim hsegri. f olnbogabótinni á báðum handleggjum. Við vinstri hlið mér, stúlka i hvítum slopp. Til fóta, maður í hvítum slopp. Allt herbergið hvítt. Eins og vakan. Vakan er hvít og köld og hörð eins og dauðinn. Má ég hverfa aftur á vit skarlatsrauðra drauma? Má ég verða aftur lítið, hvítt blóm? Má ég sofa? Spyrjið mig ekki framar: Hver ert þú, kona? Eg er löng kona, ég er röng kona, ég er svöng kona, ég er söngkona. Eg er sköllótta söngkonan hans Ionesco. Ég er laglaus. Hlustið á mig syngja: „Akrafjall og Esjan eins og fjólubláir draumar . . . .“ Af hverju umlykur mystísk ára laekna á stofugangi? Ára, sem er svo þykk og höfug að hægt væri að skera hana, já, búta hana niður í bita með hníf? Ef ég sker . . . lætur þá áran undan og ég fæ að sofa og hverfa á vit skarlats- rauðra drauma sem lítið, hvítt blóm á ný? Ég hendist út í tómið, þetta hvíta, kalda tóm og verð skarlatsrautt blóm. Svo hverf ég inn í mildina og hlýjuna, sem umlykur mig og verndar meðan ég sef: Já,_ meðan ég sef . . . Ég skil eftir hvíta drauminn, sjúkraskyrtuna, konuna á hvíta kjólnum og hvít- klædda manninn. Ég sigli niður fljót, sem ekki eru til. Ég sé menn umhverfis mig og ég skynja að það eru skuggar úr skarlatsrauðum draumi. Þó er ég ÉG og lítið hvítt blóm í draumi. í skarlatsrauðum draumi er ekkert sumar — enginn vetur. Ég er um vetur, þegar vorar, ég er sumar, þegar haustar. Ég er ósnert eins og hugur nýfædds barns. Ég er drukkin af sælu. Ég er ekki neitt. Þeir lýsa á mig, en blóm skynja ekki allt. Ljóskeilurnar, sem hefðu blindað mig, auðvelda mér aðeins að sigla niður rauða fljótið og skarlatsrauði draum- urinn kæfir allt. Golan ber mig til og frá á öldum úthafsins. Rauði liturinn fær mig til að gleyma þeim hvíta. Kínverjar hljóta að vera vitur þjóð. Hvítt er sorgarlitur þeirra. Draumurinn verður að laug, sem ég skvampa í. Liturinn að drykk, sejm er áfengri en alkóhól. Þrungið líf. Þrungið skarlatsrauðum lit ástarinnar. Ég sé allt. Ég þekki mennina. Ég sé hugsanir þeirra. Ég nálgast alheimssálina án þess að hún skynji mig. Hvers vegna, ó hvers vegna, gerðu maðurinn og hvítklædda konan mér þetta? Því vilja þau vekja mig af álagasvefni? Gæti ég vakið þau úr álögum með því að tala? Ég brýzt um í rúminu. Þau hlaupa til mín. Það er þeirra verk að gæta mín, en ég vil gæta þeirra. Ég sé þau. Mig langar til að hverfa á vit skarlatsrauða draumsins, en þau verða að þekkja hann líka. Þau hafa vákað yfir mér. Ég er þrjú, ég er nú, ég er þú . . . . Ég er ekki neitt. Þau heyra ekki til mín. Ætlast þau til þess, að ég vakni frá draumunum og skrifi 6 binda rit um hina óskilj anlegu og mystísku áru lækna á stofugangi? Á ég að vakna til að skrifa um aðskiljanlega dampa og óáran í sjúkradýnum? Eða átta bækur um misskilið hlutverk sjúkrarúma? Get ég það meðan skarlatsrauðir draumar bíða þess eins að umlykja lítið, hvjtt blóm og annast það? Ég veit allt. Ég sé allt. Ljósið syngur í eyrum mér, öldurnar drynja í augum mér. Hófar þeirra traðka á baki mínu. Dreymir mig? Vaki ég? Næturnar eru skarlatsrauðar, himinninn fossaflóð. Sumarið um vetur hverfur og veturinn um sumar kemur. Himinninn, sem ég sé ekki og þó er yfir mér, opnast. Ég græt vegna mannanna. Vegna alha þeirra, sem vaka yfir mér og sitja hjá mér og skilja ekki, að ég þarfnast þeirra ekki. Vegna mannkynsins alls, sem metur ágæti þess að vera lítið, hvítt blóm í skarlatsrauðum draumi. Jörðin er haf. Þar siglir litið, hryggt barn skipi, sem sífellt hvolfir. Eg er hafið. _ Það, sem ég gerði, gerði ég ekki. Það sem ég gerði ekki, get ég engum sagt. Ég hef ekkert að segja. Ég er þreytt. Má ég sofna núna? Ég hef talað of lengi? Má ég aftur vera lítið, hvitt blóm? Litla hvíta blómið, sem deyr, þegar ég vakna. Segirðu satt? Nei, ég lýg. Það er mér í blóð borið. Ég lýg, ég flýg, ég sýg. Leðurblaka, blóðsuga. Skilur enginn þjáningar þess að vakna af skarlatsrauðum draumi? Að hætta að vera lítið blóm og verða stórt? Að verða að vera skarlatsrautt blóm í hvít- um draumi? Ég held, að þessi hvítklæddu séu hrædd við mig. Ég heyri þau tala um það, meðan þau halda að ég sofi. Þau tala um augun í mér. Ég er hrædd við augun í henni stundum. Ekki alltaf. Hún. Hún _er svo sem ágæt stundum. Læknirinn segir að hún vilji refsa sjálfri sér. Útrýma sér. Kannski hún haldi, að hún hafi framið glæpinn. Þeim skjátlast öllum. Ég_ held ekki neitt. Ég streymi aðeins niður_ fljót tíman3 á skarlatsrauðum flaumi. Ég _sé allar gerðir mínar og ykkar með. Ég gæti ekki breytt þeim þó að ég vildi. Ég er ég, þið eruð þið. En ég er lítið, hvítt blóm, sem deyr, EF ég vakna. Vilja þau ekki skilja mig og heyra sannleikann, sem ég reyni að segja þeim? Vita þau ekki að ég heyri hugsanir þeirra þrár þeirra og að þetta sligar mig? Ég er orðin þreytt á að sjá aðra streyma áfram niður skarlatsrautt fljótið. Ég vil streyma áfram sjálf eins og blóðið í æðum mínum. Streyma áfram, knúin áfram — vitandi, viljandi, kannski nauðug. Ég þrái frið. Að vaka ein, sofa ein, vera ein. Hvers vegna hópast fólkið umhverfis mig? Vakir yfir mér. Sefur hjá mér. Leyfir mér aldrei að vera einni. Getur það verið að maðurinn geti ekki lifað einn? Eru allir eins? Vilja allir vera eins? Ein úlfahjörð, sem drepur þann, sem út af brýtur. Úlfahjörð, sem alltaf ræðst á þann vanmáttuga. Þann sem jafnvel reynir að vaða gegn strauminum, sem umlykur hann og kæfir eða frystir í hel. Það er auðvelt að kæfa massann. Ég gæti það. En þá fengi ég aldrei frið. Þá kæmu hugsanir allra hinna inn í heim minn og ég þyldi ekki lengur upp- dömpun sjúkradýnanna eða mystíska áru læknanna. Ég þrái að sigla niður fljót tímans á vit skarlatsrauðra drauma og vera hvítt blóm, sem deyr, þegar ég vakna. Meðan fætur mínir kreppast að kviðnum og hendur mínar krossleggjast á bringunni, opnast augu mín. Ég styn. Ég lít á hendur mínar. Þær eru skarlats- rauðar sem blóð. Er það blóð úr mér eða þeim, sem ekki heyrðu það, sem ég hafði að segja og þögðu þunnu hljóði eftir að ég hafði talað. Þeir mega nefna mig nöfnum,: kalla mig hvað sem er. Ég er lítið hvítt blóm í skarlatsrauðum draumi, sem flæðir um blómblöðin, þegar ég vakna. 28. júlií 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.