Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 3
íslensk nútlmaljóðlist 6. hluti Eítir Jóhann Hjálmarsson FYRIRHEITNA LANDIÐ JÖHANNES ÚR KÖTLUM Jóhannes úr Kötlum einhver ljúfasta og hugþekkasta bók Jóhannesar. Skáldið stendur uppi for- viöa í veröldinni og veltir fyrir sér: Hvert á að flýja meðan allt er ógn, — einskis að vœnta, nema blóðs og társ, meðan hið veika kvak eins kvœöamanns. kafnar í sjúkum ópum lygi og dárs? Og hann snýr sér tiil þess, sem lönigium hefur verið honum athvarf, blómsins í túninu, húsdýranna, fjallsins, biður í auðmýkt: Náttúra, vagga alls og einnig gröf: yngdu mig, vertu sálar minnar hlíf, gefðu mér aftur gleði mína og söng, gefðú mér aftur trúna á þetta líf! Jóhannes úr Kötlum er í eðli sínu mjög hefðbundið skáld, en tilraunir hans til að finna ljóðum sínum nýjan farveg eru með því þróttmesta, sem frá ís'lenskiUim skáMum hetíuir komið eftir síðari heimsstyrjöld. Fyrstu bækur Jóhannesar: Bí bí og tolafca, 1926; Álftirna.r kvaka, 1929; og Ég læt sem ég sofi, 1932, eru að mestu leyti söngvar smaladrengs: bernsku- minningar úr Dölum, kvæði um æsku- ástir og rímæfingar. Ljóðin eru geð- felld, þau eru ort af heilsteyptum manni og hjartahlýjum, kliður þeirra er mjúk- ur og stundum tekst skáldinu býsna vel upp, einkum þegar það lætur ekki mælskuna hlaupa með sig í gönur. En í Ég læt sem ég sofi, kemur í ljós, að þessi óspillti sveitapiltur ie)r maöur milk- illa skapsmuna og til alls líklegur. Hann lætur sig ekki muna um að skrifa opið bréf til guðs, og þar kemur fram guðs- afneitun, sem átti eftir að verða svo ein- kennandi fyrir Jóhannes úr Kötlum. Skáldið trúir ekki lengur á hinn „gamla kirkjunnar guð“, en trúhneigð þess er svo rík, að það sættir sig ekki við hlut- skipti „heiðingjans illa“ og snýr bænum sínum til hins „unga ókunna guðs“. I þessari bók er líka Karl faðir minn, langt raunsæisljóð um ævi fátæks bónda. Samt mun ég vaka, 1935, sýnir greini- lega að Jóhannes hefur eignast nýja trú. Hann er orðinn róttækt bylting- arskáld, ungmennafélagsandinn hefur breytst í kommúnistíska framtíðarsýn: Sovét-l'sland, óskalandið, — hvenœr kemur þú? Um markmið þessara tíma, farast Jó- hannesi þannig orð í erindi _um ljóðlist, sem hann flutti árið 1959:, ,í kreppunni milli heimsstyrjaldanna myndast enn ný- ir ljóðstraumar, einkum að efni til. í stað þjóðfrelsisbaráttunniar óður er þá tekin við innlend stéttabarátta sem brýnir sum skáldin til ádeilu og upp- reisnar og endureflir þá kröfu um rétt- látara þjóðfélag sem áður hafði kveðið við í ljóðum Stephans G. og Þorsteins Erlingssonar." í löntgiu órímiuðu ljóði, sem nefmist Vér öreigar, rekur Jóhannes sögu hins snauða manns frá upphafi íslandsbyggð- ar fram til þess tíma, að hann vaknar og „heimtar rétt sinn til jarðarinnar“. Ljóðinu ilýkur á þessu erindi: Eins og Ijóð vort er einfált og auðskilið og hirðir ekki um rósfjötra rímsins né fjólublá faguryrði, heldur sannleikann sjálfan, eins munum vér berjast til þrautar, í bróðurlegri, einfaldri alvöru, unz réttur vor og niðja vorra til nýs, mannlegs lífs frelsar hið fyrirheitna land. Um leið og skáldið hvetur til stétta- baráttu, eru því vandamál ljóðsins of- arlega í huga. í þessum línum kemur fram stefnuyfirlýsing: ljóðið á að vera „einfalt og auðskilið", „hirða ekki um rósfjötra rímsins né fjólublá fagur- yrði“. Ekki verður því haldið fram, að íjóð Jótoaininesar hafi á þessu tímiabiili verið margbrotin eða torskilin, enda þótt harun hafi verið trúr rósfjötrum rímsins. En honum er rík í huga sú að- ferð, sem hann beitir í Vér öreigar. Ljóðið er epískt í eðli sínu, líkt vel heppnaðri ræðu á kosningarfundi. Nýj- ung þess er aðeins rímleysið, sem kem- ur hér í fyrsta sinn fram hjá skáld- inu: merki þess, að það er farið að hlera eftir því, sem er að gerast í ljóð- list samtímans. Hafi einhver búist við mikilvægum breytingum á ljóðrænum vinnubrögðum Jóhannesar úr Kötlum, ’hlýtur sá sami að hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar næsta bók hans, Hrímlhvíta móðilr, kom út 1937. Skáldið lýsir sjálft hvað fyrir því vakir í upphafsljóði bókarinnar, Söguhetjur íslands: í Hliðskjálf ég leita í hljóðlátri þökk, og heilagur ilmur frá liðinni tíð mér streymir í mót — það er minningin klökk um mœður og feður og þeirra stríð. Hrimbví'ta móðir er safn söguljóða, kveðinna í gömlum anda af sannfærð- um sósíalista, rómantískum í aðra rönd- ina. Samúð hans er öll með þeim, sem órétti hafa verið beittir: „þegnar þaign- arinnar11 eru hans fólk. Hart er í heimi, 1939, sýnir enn bet- ur hvar Jóhannes úr Kötlum er stadd- ur; stjórnmálaleg san'nfæring hans er uppspretta kvæðanna. Heimsmálin lætur ’hann sig varða, yrkir sköruglega um spænsku borgarastyrjöldina, hæðnis- lega um Mússolíni, tárfellandi um Max- im Gorkí. Eitt ljóðanna heitir Tröllið á glugganum, órímað og mælskt eins og Vér öreigar forðum. Skáldið óttast, því: Herskarar kuldans og myrkursins ríða um veginn. Og spyr: Sefurðu, þjóð mín? Sefurðu, þegar þú átt að vaka? Listrænustu ljóðin í bókinni eru þó þau, sem hefðbundnari geta talist, ein-s og Er hnígur sól, sem fjallar um þá, ,,er dóu í draumi um djarft og voldugt æf- intýr“; Ástarkvæði til moldarinnar, eins konar ákall til moldarinnar um að end- urgjal'da ást bóndans tiil hennar; og Stjörnufákur, söguljóð í ætt við þau bestu, sem á íslensfcu hafa verið ort. í því er lýst ör’liögum íslensfcs hests', sem endar ævi sína í útlendri kolanámu. Jóhannesi lætur mjög vel að yrkja um dýr, örlög þeirra verða oft nærtæk og óh'ugn,a'nleg í ljóðium hans. Eilífðar smáblóm, sem fcemur út árið 1940, þegar stríðið er í algleymingi, er Ljóðin í Eilífðar smáblómum eru styttri, angurværari en tíðkast hjá því skáldi kreppuáranna, sem á það til að storka guði og mönnum með hamri sín- um og sigð. Tónn bókarinnar er til- beiðslukenndur, eins og skáldið hafi fundið guð og gleymt auraleysinu: Vorið í dalnum opnar liœgt sín augu, — yljar á ný með vinarbrosi Ijúfu. Eins og þá barnið rís af rökkursvefni, rauðhvítar stjörnur Ijóma á grœnni þúfu. Augasteinn vorsins, lambagrasið litla, löngum í draumi sá ég þig í vetur. Guði sé lof, að líf þitt blómstrar aftur, líkt þeirri von, sem aldrei dáið getur. Framh. á bls. 10 BALDUR RAGNARSSON: Hinir útskúfuóu Hinir útskúfuðu beina luktum augum sínum inn yfir dökk svið draumanna. Sviplausar ásjónur þeirra mynda óyfirstíganlega varnargarða ögrunarlausa, næstum ósýnilega í grimmri dagsbirtu veraldar. Bak við vatnshvíta veggina leggja skuggar hugsana þeirra við hlustir, bíða átekta eftir því að skrjáfi í lausnarorðunum sem þeir hafa lengi þótzt rækta á laun undir viðkvæmum höfuðkúpum sínum. Og þótt ekkert gerist er bið þeirra ekki til einskis, það munu þeir sannreyna þegar ljósin dofna og liðsinnis þeirra verður leitað utan úr kófinu. 18. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.