Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 13
Moshe Safdie: RÁÐ VIÐ UMHVERFISVANDA NÚTÍMANS Vér horfumst nú á tímum í augu viS umhverfisvandamál, sem eru gífurlega mikil að vöxtum. Meiri hluti mann- kj-nsins hefir ekki efni á sómasamlegu húsnæði. Um allar jarðir eru borgir í upplausn innan frá. Fætæktarbæli, sem vér höfum stofnað til, eru nú að springa í sundur, tugþúsundir samgöngukerfa eru nú saman vaxin og orðin að einum risastónim Gordonshnút, óhreinkun um- hverfis ásamt hróplegri og grimmúð- legri niisnotkun náttúrugæða ógna sjálfri tilveru manneskjunnar á þessari jörð. Mannfjöldaaukning ein mun þó verða snarasti þátturinn í þvi að örva til betri tækm í skipulagningu og gerð 'húsa. Tii dæmis mun Indland eitt þurfa að sjá fyiir húsr.æði handa meira en tvöhundruð milljón manna. fyrir árið stærðar frægra borga til forna (það er ferhyrningur um 2000 sinn.um 2000 metr ar). Þess konar fruma verður að vera í mannsæmandi hlutföllum, svo að menn geti gengið cða ekið frá einum stað til annars, án þeirra þrengsla og þess glundroða manna og véla, sem nú er. Mannfélög framtíðar munu verða saman tengd með einu stóru fjarskipta kerfi og mynda eins stóra borg og þörf verður á. Slíkt kerfi mun verða sem stig upp af stigi, í því munu verða margar litlar og stórar miðstöðvar til að fullnægja öllum vorum þörfum. Samgöngur bæði í einkarekstri og op inberun, munu eiga sér stað neðanjarð- ar, og hagnýttur verður nokkur hundr- uð mílna hraði á klukkustund. Allar vörur verða sendar beint til heimila vorra í sérstaka viðtökuskápa, gegn um skjótvirk sendihylki. Greiðsla í þessu myndlausa þjóðfélagi mun fara fram á sjálfvirkan hátt, gegn um tölvu- bankakerfi. Þess konar borg, sem þróast meðfram hraðskreiðum neðanjarðar flutningakerf um, mun varðveita eðlilegt landslag hér og þar, og mun viðhalda umhverfi vorra tíma eða umbæta það. Náttúrleg svæði munu stækkuð, frjósamasti jarðvegurinn varðveittur og grænir garðar tengdir saman með grasræmum. Þeir munu verða svo nálægt sérhverri borgaríbúð, að hæfilegt mun að fara þangað gang- andi. Þar sem nútímaborgir þenja sig út hömlulaust og eyðileggja öll núttúr- leg verðgildi, mun framtíðarborgin ólíkt þeim teygja byggð sína langt út fyrir landið, og eðlilegt landslag mun ná langt inn * borgina, og þannig mun fást það umhverfisjafnvægi, allt frá heimili manneskjunnar með garði þess, til dval ar og vinnuumhverfis í borginni. Þess ’konar jafnvægi í umhverfinu, um alla jörð er manneskjunni nauðsynlegt til að lifa. 2000 til að nýsa hraðvaxandi íbúafjölda sinn. Þettu þýðir að hýsa þarf um það bil eina nýja fjölskyldu á hverri sek- úndu næstu þrjátíu og tvö árin. Húsa- smíð í svo stórum stíl getur auðsæilega ekki komizt í framkvæmd með þeirri byggingatæxni sem nú er tiltækileg. Hvað sem pólitískum kröfum líður í hverju landi, mun þurfa að finna lausn- ir á umhverfismálum, lausnir sem hægt er að láta ná til alls þorra íbúanna. Af þessu leiðir að efnahagur manna verður ekki eingöngu fjárhagsleg, held ur að alveg jafn miklu leyti siðferðileg skylda. Tæknifræðin — færibandið og sjálf- virknin — hefir tvöfaldan tilgang: Að gera oss kleift að varðveita þau þæg- indi, sem vér teljum oss sjálfsögð nú, um leið og vér tökum að búa nær hvert öðru, og auka um leið gagnsemi og ráðdeild í meðferð húsakostar, svo að vér getum séð fyrir því, sem hann vinn- ur sér inn. Byggingaiðnáðurinn þarf að taka í þjónustu sína þá hagræðingu, sem aðrar iðngreinar hafa þróað með sér (svo sem samræmingu rannsókna, gerð teikninga, framleiðni og nýtingu, möguleika til að verja milljónum í rann- sóknir og verkfærasmíðar, og afskrift- ir miðaðar við framleiðslu í stórum stíl.) Vera má að vöxtur borga hafi verið allt of hraður til þess að stjórnarfars- legar stofnanir vorar gætu aðlagað sig að umskiptunum frá laust skipulögðu sveitasamfélagi, þar sem menn voru lítt háðir hver öðrum, til mannfélags, þar sem einstaklingurinn er mjög háður sam félaginu. Þannig eru nú á dögum sveitastjórn- ir, sem eru gjörsamlega sambandslausar við aðalborg svæðisins, sem er sameinuð og starfandi lífsheild. Vér verður að virða ósk manna og þörf fyrir að búa í litlum samfélögum, þar sem þeir kunna við sig og geta tekið þátt í lífinu, en vér verðum einnig að þróa stjórnarfars- lega skipan mála, sem gerir það kleift að stjórna borgarsvæðum og skipuleggja þau sem heildir. Höfuðborgin og hin stóra svæðisborg, sem spennir yfir þrjú til fjögur hundr- uð mílur, verður um leið að vera stjórn- arfarsleg eind, sambandsheild sem hæf- ir borg, eins konar bandalagsborgríki. Vér þurfum að athuga skattagrund- völl borga vorra og bera saman við þær samfélagslegu greinar þjónustu, sem vér þörfnumst nú. Vér þurfum að athuga fjáröflunarieiðir vorar, þær sem gera venjulegum einstaklingi nálega ókleift að kaupa sér bústað. Hugmyndir vorar um eignarrétt á landi, byggðar á mann- félagi, sem var í meginatriðum landbún aðarþjóðfélag, eru nú gjörsamlega úr- eltar. Vér játum nú aðeins með vörun- um eignarheimild á landi, þar sem notk un borgarlands verður æ meir takmörk- uð út frá löggjöf um niðurskipt borgar- hverfi.Landnytjar á svæði borga verður að ókvarða út frá velferð allrar heild- arinnar, og hið opinbera hlýtur því að hafa vald til að mæla fyrir um nýtingu þess. Þann hluta af brúttó þjóðarfram- leiðslu vorri, sem notíiður er til húsa- smíða og þróunar borga, þarf að athuga. Eins og stendur er hann ekki nægur til að skapa þá gerð umhverfis, sem oss er þörf á. Miili hugmynda um borgargerð og framkvæmda þeirra hefir jafnan veri'ð Margir framtíðarspámenn hugsa sér borg ir sem einhverskonar klasa eða lengjur, líkt og teikningin sýnir. fimmtíu ára bil. Vér verð.um að reyna að koma í framkvæmd nútíma hugmynd- um vorum þegar í stað. Og um leið og vér hefjumst handa og byggjum ný borgarhverfi, þurfum vér að hafa sett fram þau markmið, sem arkitektar vor ir eiga að ná. Hvort sem vér ætlum að hýsa tíu eða hundra fjölskyldur á ekru, ættum vér að krefjast þess að sérhver fjölskylda eigi sitt opna svæði, að börn á hvaða aldri sem vera skal, geti geng- ið, leikið sér og safnazt saman, án til- lits til þess á hvaða hæð þau eiga heima: að í nokkurra mínútna fjarlægð frá sér- hverju íbúðahverfi geti verið meiri hátt ai verzlunarbúð og skilyrði til hressing ar, jafnframt opnu almenningsgarðs- svæði: að skilyrði til að komast á milli staða verði svo góð sem verða má, til þess að sérhver einstaklingur geti not- ið alls þesa, sem borg hans hefir upp á að bjóða. Með framleiðslu margra samskonar bygginga i stórum stíl margfaldast jafn vel minnstu gallar í teikningum, svo að vér verðum að setja spurningarmerki við alla teikningagerðina, eins og vér fram- kvæmum hana nú. Vér verðum að þróa teikniaðferðir, sem ekki eru gjörræðis- legar, sem komast nær því en nú gerist að fullnægja fjölþættum þörfum lífrænn ar umhverfisheildar. Vér þurfum að losa oss við hugmyndir um að „gagnlegt“ og „fagurt" séu andstæður. Aðeins með því að gegna hlutverki voru í víðtækri merkingu niunuin vér geta þróað þá gerð umhverfis, sem hefir þau einkenni í reynd og útliti að vér getum talið hana eðlilega eða sannarlega fagra. Borg er fjölþætt lífræn heild, byggð upp af mjög mörgum starfsháttum. Að innibyiggja mikið rými með litlu efni, að koma bústöðum manna svo fyrir að hver þeirra njóti sólskins og útsýnis, eða veiti hver öðrum forsælu þar sem loftslag er heitt: að búa til umferða- kerfi, sem menn geta notað sem frjáls- um mönnum hentar, að þróa formrænt tungumál (umhverfisgerðar) með hverju manneskjan getur tileinkað sér sam- semdarkennd, aðgreiningu og lifað í sátt við sinn eigin stað, þar er viðfangs efni arkitekta á vorum tímum. AÐ SKOKKA Framh. af bls. 9 hlaup og skokk þar til hann dó 70 ára úr krabbameini. Krufning leiddi í ljós að hjarta, æða- og öndunarkerfi var eins og í unglingi. Billy Graham pre -dikari, sem margir þekkja og hér á landi, meðal annars af pistlum hans í Morgunblaðinu, skokkar reglubundið, enda er hann hreystin uppmáluð. En karlmenn eru ekki einir um þetta sport: Einkaritari frú Johnsons, frú Leslie Carpenter skokkar reglulega á hlaupa- braut við háskólann í Washington. Eft- ir útliti hennar að dæma gæti hún þó verið á sextugsaldri. Ekki er mælt með því að miðaldra menn hefji skokkæfingar án þess að leita fyrst til læknis og fá úrskurð um að ekkert annað sé að heilsu þeirra, sem þá gæti hugsanlega versnað við óvænta áreynslu. Ekki stoðar fyrir óæfða menn að hefja skokkæfingar með ofstopa, heldur verður að fara skynsamlega af stað. Bezt er að skokka svo sem hálfa mín- útu í einu, ganga síðan spölkorn og skokka aftur. Smám saman minnkar gangurinn og maður getur skokkáð langtímum saman án þess að þreytast eða mæðast. Ekki alls fyrir löngu birt- ist í erlendu blaði mynd af tveim hlaup- urum, sem voru að ljúka við að hlaupa mílu. Tímans var ekki getið, enda skipti hann ekki máli í þessu tilviki. Það at- hyglisverða var hinsvegar, að báðir höfðu mennirnir verið lagðir inn á spít- ala, illa haldnir af kransæðastíflu. Þeg- ar þeir höfðu náð sér byrjuðu þeir undir eftirliti læknis að ganga og síðan að hlaupa smávegis. Hægt og rólega bættu þeir við og gátu nú fyrirhafn- arlítið hlaupið enska mílu, 1.609 metra. Það geta hinsvegar ekki allir, sem al- heilir eiga að heita. SVETLANA Gata einungis fyrir fótgangandi umferð. Að neðan. Býkúpuborgin, hugmynd Moshe Shafdies. Framh. af bls. 7 Hann leitar að bók flettir blöðunum og þýðir síðan hægt á reiprennandi frönsku:. Ég hef heyrt rödd kalla til mín: „Komdu hingað, yfirgefðu þitt synduga land, Yfirgefðu Rússland og snúðu aldrei aftur. Ég mun þvo blóðið af höndum þér, Ég mun afmá kvölina úr hjarta þér, Ég mun endurskíra allar þínar sorgir, Alla þína ósigra“. j En með lófunum lokaði ég eyrum mínum, í kæriulausri rósemi lokaði ég þeim, til þess að slík óverðug orð skyldu ekki veita mér sár. „Akhmatova," segir Alexei, „hefur oft verið boðið til útlanda, en hún hefur aldrei yfirgefið land sitt, jafnvel ekki þegar hart var í ári hjá okkur öllum. Hún þekkti Turgenjev, sem skrifaði: „Rússland getur verið án okkar, en eng- inn getur komizt af án Rússlands". „Ég held að eitthvað hræðilegt, eitt- hvað óeðlilegt hafi komið fyrir Svet- lönu, ef til vill einhverskonar sjúk- leiki; börn henn'ar eru skilin eftiar móð- urlaus, vinir hennar vita ekki hvað segja skal. Nei, hún er ekki eitt af fórnar- lömbum Stalins, heldur fórnarlamb sj álfskaparvítis.“ Það var hætt að rigna þegar ég fór. í skálanum veitti ég athygli körfustól: hann er allt, sem eftir er, ásamt fáein- m myndum, af því sem Svetlana lýsti sem „fyrstu, stærstu og óham- ingjusöinustu ástinni, sem ég mun aldrei geta gleymt". Ég ók framhjá Konstantin Simonov þar sem hann var á gangi með börnum | sínum undir regnvotum hlyn eftir einum stígnum í Rithöfundaþorpinu. 18. ágúst LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.