Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 1
tslenzkir annálar nefna ókennilega hluti og fyrirbrigði, sem sáust á lofti. FUÚGANDI DISKAR Markverðar staðreyndir eða hreinn uppspuni JON K. MAGNUSSON TOK SAMAN Teikning sjónarvotts af fljúgandi diski. I meira en áratugi heíur alls staðar í heiminum verið rætt og ritað um ,þau fyrirbæri, sem nefnd hafa verið „fljúgandi diskar". Að vísu er miklu lengra, síð-an þessi fyrirbæ>ri fóru að sjást á lofti, en þetta diskanafn kom fyrst til sögunnar, þegar flugmaðurinn bandaríski Kenneth Arnold mætti hin- um níu skínandi skífum eða kringlum á flugi yfir Cascadafjöllum og lýsti þeim sem fljúgandi dískum. Það heiti barst samstundis um allan heim og hef- ur verið notað síðan um alla ókenni- jega hluti á flugi um himinhvolfið, að undanskildum þeim gervitunglum að. Sj-álfsögðu, og þeim eldflaugahlutum, tem menn kunna full skil á, en komu þó ekki til sögunnar fyrr en um tíu ár- um eftir að fyrirbærið „fljúgandi disk- íir" varð til í núverandi mynd þess. Það var 24. júní 1947. í fyrstu, og reyndar æ síðar, vöktu þessar sýnir áhuga og spenning hjá almenningi, eins og vanalega, þegar eitt hvað nýtt er á ferðinni, sem kitlar hug- myndaflugið, en engir eða fáir trúðu því raunverulega eða trúa, að hér gæti verið um að ræða flugtæki einhvers kon ar frá öðrum hnöttum, þó sú kenning s:é og hafi þráfaldlega verið á lofti. Vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna og tilraunir með kjarnorkuvopn buðu upp á nærtækustu og e.t.v. eðlilegustu skýringu á þessum fyrirbærum. Menn brostu góðlátlega ypptu öxlum og sögðu s^m svo, að nú væri einhver nýjungin á ferðinni hjá Rússum eða Bandaríkja- mönnum. En hvað sem öllum skýring- um leið, héldu þessar sýnir áfram að eiga sér stað og jukust stöðugt, alls staðar í heiminum. „Smitandi ímyndunar veiki, taugaveiklun og ofsjónir" sögðu hinir eitilhörðu skynsemisprelátar og andstæðingar lifandi, auðugs hugmynda flugs, og reyndu að láta lítið á því bera, hve spenntir og áhugasamir þeir voru. „Staðreyndir: við erum heimsótt- ir af háþróuðum verum frá öðrum hnöttum í þessu sólkerfi eða öðrum" sögðu hinar raddirnar. „Við vitum ekki neitt" sögðu Bandaríkjamenn. „Nýjasta ieynivopn okkar", sögðu Rússar um tíma, en tóku sig svo á og sögðu einnig: „"Við vitum ekkert". Var hér raunverulega eitthvað nýtt á ferðinni? Var hér eitthvað að ske, sem heimurinn hafði ekki staðið andspænis áður? Vissulega ekki. Alls staðar í heim inum, að fornu og nýju, eru til frásagn ir um furðuleg loftför og sýnir og teikn á himni, sem tæplega er allt hægt að skýra með einu og sama orðinu: víga- hnettir. Fólk lifði að vísu í þekkingar- snauðari heimi fyrr á öldum, en eng- inn skyldi reyna að halda því fram, að fólk 'hafi verið heimskara í þá daga en það er nú. Langt því frá. Mörgum öld- um f. Kr. b. voru uppi vísindamenn og hugsuðir, sem í engu standa að baki þeim, er síðar komu. Þeirra tími var bara annar. Fólk iþekkti öll helztu fyrirbæri nátt- úrunnar furðanlega vel, þó ekki skyldi það alltaf ástæðurnar fyrir þeim, sem vonlegt var, iþví skortur á tækni leyfði ekki að ýmsar rannsóknir yrðu fram- kvæmdar, sem nú er auðvelt og fljót- legt að viðhafa. Tæplega er því hægt að ætla að öll fyrirbrigði, sem sögur fára af og skrásettar heimildir eru til um, hafi verið eintómar ofsjónir og mis- túlkun fáfróðra heimskingja og aula, þó margur maðurinn vilji svo vera láta í dag. Við skulum að gamni okkar glugga í gamlar bækur íslenzkar t.d. Skarðsann- ái og lesa þar eftirfarandi: „1594 . . . Einn maður sá svofellda sýn: hann reið frá Odda suður, hann sá fljúga einn dreka í lopti neðarlega, álíka sem lindormur er uppkastaður: var allt í rauðum loga, fór vestan og þráðbeint austur. Varð maðurinn aptur að snúa, því hesturinn vildi hvergi ganga, en hvorki sakaði manninn né hestinn. 1595.....Þá sást og ein óvanaleg leiftrandi stjarna, einnig vígahnettir. . . 1614. . . 14. Martii, sem var Góu- þrællinn, rétt um hádegi, sáust margar sólir með ýmislegum hringjum: varði um heila klukkustund, hvarf síðan smámsaman að liðnum miðjum deginum 1615. . . . þann vetur sást sjaldan ein sól, svo ekki væri tvær eður þrá- vallt þrjár og furðu opt fjórar, item all tíðum fimm: svo og einnig sex sénar og og 7, einnig 8, nokkrir menn litu og 9. Þessar sólir sáust í hringjum í loptinu, með ýmislegum teiknum og lík- ir.gum". Hér hef ég aðeins nefnt örfá dæmi sf handahófi því af mörgu sliku er að taka. Og ennþá skulum við líta í bók sem ailir kannast við og lesa eftirfarandi: „En er þeir höfðu hlýtt á konunginn, fóru þeir leiðar sinnar. Og sjá, stjarnan, sem þeir höfðu séð austur frá, fór fyrir þeim, þar til er hún staðnæmdist þar yfir, sem barnið var". Hvaða stjarna hagar sér svona? Hver og einn ræður því auðvitað sjálfur, hvað hann lætur sér detta í hug, hafi þessir atburðir gerzt, eins og þe:m er þarna lýst og það er auðvitað einkamál hvers og eins, hvort hann trúir því, að þetta hafi gerzt eða ekki. Fljótlega eftir að frásagnir umfljúg- andi diska fóru að berast víðs vegar að úr heiminum, neyddust yfirvöld í Bandaríkjunum til að fara að láta málið eitthvað til sín taka, bæði vegna þess að hvergi var meira um þessar sýnir að ræða og einnig vegna sífellds um- tals og bollalegginga um leynilegar til- raunir hersins með einhver furðuflug tæki, en við það vildu yfirvöldin alls ekki kannast. Þær ágizkanir dvínuðu líka mikið, þeg ar almenningur gerði sér ljóst, að marg ar af frásögnunum, og kannske þær „sterkustu," voru einmitt komnar frá ýmsum flugmönnum og öðrum aðilum innan hersins sjálfs. Orrustufl'ugmaður í Kóreu 1950 segir svo frá: „Við vorum í þrem sprengju- flugvélum að leita að ákveðnu skot- marki: Þá sá ég allt í einu tvo afar- stóra, hringlaga skugga á jörðinni fyrir neðan okkur. Ég leit upp og sá þá 2 feiknastórar skífur yfir okkur. Þetta sáum við allir i vélunum. Við áætluðum að þvermál þeirra væri allt að 200 metr- ar og hraðinn allt að 1800 km á klst. Þessar skífur þutu framhjá okkur og hurfu út í loftið. Við hættum við árásar ferðina." Árið 1952 var einskonar metár í frá- sögnum af fljúgandi diskum í Banda- ríkjunum. Þeir sveimuðu yfir Washing- ton, yfir Capitol og Hvíta húsinu og voru það bæði flugmenn, vísindamenn og stjórnmálam°nn, sem sáu þá, þ.á.m. samstarfsmenn Trumans forseta, auk, að sjálfsögðu, fjöida annarra borgara. Á einum og sama deginum t.d. sáust 65 óþekktir fljúgandi hlutir yfir Washing ton. Um þetta leyti tók bandaríski flug- herinn að skipta sér af þessum málum. Rannsóknarnefndir voru settar á lagg- i^nar og byrjað að afla sem nákvæm- astra upplýsinga um öll atriði. Frásagn- ir voru skrásettar og skýrslur hrúguð- ust upp. En ,það voru fleiri en yfir- völdin, sem létu málið til sín taka: áhugamannafélög voru stofnuð í Banda ríkjunum og víðar um heim til að rann- saka og skrá þessi fyrirbæri. Eitt stærsta slíkra samtaka er APRO (Aerial Phenomsna Research Organization), sem stofnað var 1952 og hefur nú um 2000 samstarfsmenn og skrásetjara víða um heim. ¦ Jim Lorenzen, formaður og stofn andi APRO, segir: „Þegar maður sér s.n. fljúgandi diska þjóta um himin- hvolfið, getur það svo sem verið hvað sem vera skal: missýning, loftsteinn, eld flaugarhlutar að brenna upp í gufu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.