Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 5
Emilian Stanev er einn fremsti smása í Búlgaríu. Til marks um það má get trov verðlaunin, einhver mestu bókm landi. Hann er mjög fjölhæfur rithöf hans afbragð. Honum er næm skynj sjálfur hefir hann stundað veiðisl^p dýranna og er skyggn á litbrigði al gnahöfundur, sem fram hefir komið a þe: ;, að árið 1966 hlaut hann Dimi- enntaverðlaun, sem veitt eru þar í undur, en einkum þykja dýrasögur un veiðimannsins í blóð borin, því að frá barnæsku og gjörþekkir atferli ls lífs hinnar villtu náttúru. iDíi SMÁSAGA Eftir Emilian Stanev Er við höfðum eitt sinn verið á lynghænuveið- um, urðum við svo uppgefnir, að fárra kílómetra- ieið til þorpsins, sem við höfðum yfirgefið um morguninn, virtist okkur óendanleg. Þetta ágústkvöld vorum við staddir hjá ánni. Þar koraum við að lynghænuhóp, sem faldist í há- vöxnum maísnum, en langir stönglarnir og sikin á kandamerkjunum hindruðu oltkur í að skjóta. Og þá fugla, sem við skutum, var erfitt að finna. Hundarnir hlýddu ekki skipunum okkar, en rásuðu um sem óðir væru. Skothríöin, sem glumdi frá liyssum okkar og hressandi kvöldsvalinn, æsti þá. „Við skulum hætta veiðunum“, sagði félagi minn. ..Við getum byrjað aftur snemma í fyrramálið, áð- ur en döggin er þornuð. Nú skulum við snúa aftur heim í þorpið.“ „Væri ekki eins gott að dvelja hér í nótt?“ spurði ég. Við höfum regnkápurnar okk- ar meðferðis. I»ær verja okkur fyrir rökum jarð- veginum. Við getum kveikt eld og hreiðrað nota- lega nin okkur hjá heystálinu þarna/ Eins og þú vjlt“ samþykkti vinur minn. Við bjuggum til hlóðir, glóðarsteiktum nokkra fugla, sem við höfðum skot- ið, og eftir dýrindis kvöldvcrð bjuggum við þægi- lega um okkur í heyinu. Við lágum þögulir hjá snarkandi eldinum og nutum hvíldarinnar. Fugla- veiðar með hunda eru lýjandi, en hvíldin á eftir \eitir sérstakan unað Brennheit sólin hafði bak- að jörðina liðlangan daginn. og við fundum enn- þá ylinn í gegnum regnkápurnar, sem við höfðum hreitt yfir heyið. Ilmurinn af lieyi og jörð varð cnnþá böfugri í röku loftinu hjá ánni. Hundarnir okkar lágu hjá eldinum, dilluðu stuttri rófunni letilega og hlustuðu á deyiandi raddir sléttunn- ar, um leið og þeir litu sakbitnir á okkur. „Fógur nótt“, varð mér að orði, og horfði upp í dimmbiáan ágústhimininn, alþakinn stjörnum, sem skinu skært í dimmunni. „Fógur en tunglskinslaus*-. svaraði vinur minn. Júnínæturnar eru fegurri.“ Ilann var þögull um stund, en bætti svo við. „Á júnínóttum er loftið mettað ilmi grasa og ungn laufa.“ „Á nóttunni tru mennirnir góðir“, sagði ég. Myrkrið færðist sinám saman yfir jörðina. Lágur eldurinn brann í lilóð'im. dálítill rauður depill umkringdur myrkri. Þöpull maísinn stóð þétt umliverfis okkur, líkt cg skuggalegur og ógnandi herflokkur hefði stað- næmzt á göngu sinni um sléttuna. í hlýju, röku loftinu kliðuðu söngfætlur án afláts og kvakandi froskar skutust út í nóttina. „Hefurðu nokkurn tíma Iátið veiðidýr ganga úr greipum þér að á- stæðulausu, þegar þú hefur komizt í dauðafæri?“ spurði vinur minn allt í einu. „Það held ég ekki.“ ,,Þá hcfurðu aldrei kennt dýpstu sælu veiðimanns- ins, þegar hann sleppir því.“ „Hvernig sælu?“ „Sem varðar trúna á ódauð- æikann, ef svo mætti segja,“ sagði vinur minn á- kafur, og þótta og gremjusvipur kom á andlit nans, eins og hann byggist við móðgun. Að svo mæltu hélt hann áfram án þess að bíða eftir svari og sagði mér þessa sögu: „Fyrir um það bil tíu árum var ég kennari í þorpunum liérna í kring, unz mér heppnaðist loks að fá vinnu í þorpinu heima. Eg hef ávallt dvalið hér síðan. Draumur minn var alltaf að snúa heim cg setjast að í húsi föður míns, og eins og þú hefur séð, hef ég þegar látið gera við það og enduiviýja. Allt frá barnæsku hafa veiðar verið ástríða mín. Þessi veiðihvot er arfgeng í minni ætt. Hún fékk mig jafnvel til að leggja stund á kennslu, svo að ég gæti verið úti á landi. Þú sæk- ir ákaft á þá staði, »em eitt sinn voru veiðilend- ur þínar og þér er annt um þá eins og eign þína. Júnídag nokkurn, er ég var að veiðum hjá stóru vatnsmyllunni í námunda við þorpið, sá ég spor eftir otur í mjúkum sandinum á bakkanum. Leifar af fiskbeinum vitnuðu um, að oturinn hafði veitt þar í grenndinni. Þetta sama kvöld akvað ég að veita liooum fyrirsát rétt fyrir neðan stifluna upp með fljótinu. Eg fann mér afar góðan relustað. Rétt hjá verður bugða á ánni og þar eru blágrýtisklettar á bakkanum. Neðan við klettana er dálítil sylla, sem skagar út yfir vatnið. Niður á hana liggur stígur í gegnum runnana. Þarna er Ijómandi felustaður. Fáir vita um liann, jafnvel ekki þeir, sem leið eiga framhjá og stoppa oft til að svala þorsta sínum í köUlu lindarvatninu, sem sprettur fram úr klettunum. Fáein smávaxin lindi- tré slúta út yfir vatnið, tins og liljuskógur. Þá voru þau miklu lægri og rétt nýlaufguð. Um kvöld- ið faldi ég mig þarna með byssuna mína. Fyrst skimaði ég út yfir vatnið og beið þolinmóður eft- ir, að oturinn kæmi. Athygli mín beindist öll að veiðiskapnum. Loks fór mér að leiðast og mér virtist ég sjá oturinn stinga upp kollinum. Þarna klauf hann vatnið, og breið straumrákin til beggja hliða myndaði stóra liringi, sem færðust nær bakk- anum. Ég hvessti aftur sjónir, dálítið betur, og sá frosk á sundi, og ég andvarpaði djúpt og tæmdi loftið úr lungunum. Að klnkkutíma liðnum þótti mér biðin orðin löng, og ég hafði misst alla von um, að oturinn léti sjá sig. Það var einmitt þá sem mér varð ljóst, hve júnínóttin er yndisleg. Það var kyrrð og friður og raddir ómuðu í loftinu. Árvatnið glóði eins og skýra gull. Af og til heyrð- nst skellir í vatninu, þegar fiskar stukku upp og glitruðu yfir vatnsborðinu. Froskarnir gáfu frá sér langdregin liljóð, eins og þeir væru að biðjast fyrir. Linditrcn bærðu laufin mjúklega yfir höfði mér og skuggar þeirra liðu hljótt yfir lognslétt vatnið. Fáeinar stjörnur spcgluðust í lindinni eins og gullpeningar hefðu fallið af himni og sokkið til botns. Hefurðu nokkurn tíma hlustað á slíkri nótt, án þess að aðhafast nokkuð? Það er sem grasið beyrist gróa og nýtt líf kvikni allt í kring og vitni í einu og öllu um yndi æsku og hreysti og ’öngun til lífsins. Jörð og himinn fallast í faðma og þú verður eitt með þeim og gleymir þér. Fögnuður streymir um hverja taug og þig langar að faðma að þér allan heiminn. Ég lagði byssuna frá mér, lagðist niður á ylvolgan stein og djúpt hugsi virti ég fyrir mér undurfagran júníliimininn. Og einmitt þegar ég hafði steingleymt otrinum, birtist hann. Óvænt skvamp og skyndileg kyrrð yfir froskunum fékk mig til að líta út á fljótið. Oturshöfuðið klauf vatnsborðið á móti straumnum. Fyrst flaug mér í hug aS grípa byssuna. En ég sá óðar, að sérhver lireyfing mundi koma upp um mig. Tunglið var komið upp og skein á syllima, þar sem ég lá og bjartur geislinn glóði á hlaupinu. Ég varð að bíða betra færis. Oturinn synti knálega. Hann kom upp úr á sandeyri og gljáði eins og svartur kött- ur. Brátt rak hann upp hátt hljóð og lagðist niður. Þrír svartir skuggar hlupu til hans. Þeir söfnuðust um oturinn og þefuðu af trýni hans. Því næst stukku öll dýrin eins og örskot út á höfðann, þar sem þau blésu mæðinui andartak. Litlu síðar hóp- uðust þau saman við bakkann og tóku að hýða vatnið með rófunni. Gamli oturinn var að kenna ungum sínum að veiða fisk. Hann barði rófunni sterklega í vatnið, svo að fiskarnir lentu í svelgn- um. Litlu otrarnir hermdu eftir nxáðurinni. Heppn- aðist þeim veiðin, lilupu þeir upp á sandhöfðann með liskinn spriklandi í gininu og átu hann þar upp til agna. Að þessu störfuðu þeir í fullan klukkutíma. Svo hurfu dýrin fjögur í vatnið og koimi þvínæst örskjótt upp á yfirborðið, eins og fjórir íkuggar. Smám saman minnkaði veiðikapp- ið. Þau höfðu satt hungrið, og nú fóru þau í leiki. Kattfimir búkarnir skutust eins og eldingar í vatn- inu. Þeir eltu hverjir aðra. veltu sér á bakið, undu sig i stóran svartan kuðung, stungu sér létti- lega í vatnið, og komu upp aftur og bárust meö straumnum. Þegar þeir höfðu dýft sér, greip ég tækifærið, þreif til byssunnar, bar hana upp að óxlinni og beið með fingurinn á gikknum, tilbú- inn að lileypa af, er dýrin kæmu úr kafinu. Og allt í einu birtist flatur haus gamla otursins rétt við sylluna, þar seni ég kraup á kné. Hann var svo nálægt, að ég sá gljávot, kringlótt augun, sem Iýstu mannlegri greind. Ef til vill hafði hann séð skugg- ann af mér eða orðið mín var á annan hátt. Hann horfði beint á mig, dálítið undrandi, eins og hann tryði ekki, að hann hefði mann fyrir augunum. Framh. á bls. 15 18. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.