Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1968, Blaðsíða 11
KATALANAR OC KATALÓNIA Framh. af bls. 4 um ljós, eftir Kúbu-stríðið og miasir þeirrar eyjar 1898, vöknuðu á ný sömu tilfinningar hjá Katalönum er ráðandi voru 1640. Kosningasigur nýs stjórn- málaflokks, „Lliga Regionalista“ 1901, færði mönnum heim sanninn um það að katalönsk þjóðernishreyfing var afl sem taka varð tillit til í stjórnmálunum, og hófst nú baráttan fyrir sjálfsákvörðun- arrétti Katalóníu fyrir alvöru. Vísir að heimastjórn hafði áunnizt 1913, með lög- um, svonefndum „ley de mancomunidad es“ en 10 árum seinna svifti Primo de Rivera, þá einvaldi Spánar, Katalóníu öllu slíku, og réðist harkalega gegn öllu er laut að viðleitni Katalana til aðskiln- aðar og stjálfsstjórnar. Sú stefna de Ri- vera að snúast gegn hinni hægri-sinn- uðu „Lliga“ hvatti hinar lægri milli- stéttir til stuðnings við þjóðernishreyf- inguna — en þær höfðu hingað til ver- ið áhugalausar um slíkt — og fæddist þá vinstri-sinnaflokkurinn „Esquerra Republicana": framámaður þess flokks var Francesc (Francisco) Macíá. „Esq- uerra“ vann stórsigur í bæja- og sveita stjórnar-kosningunum í apríl 1931, og tveim dögum eftir sigurinn lýsti Macíá yfir lýðveldi í Katalóníu. Síðan var komizt að samkomulagi við spænsku lýð veldisstjórnina. (Spánn var þá nýlega orðinn lýðveldi eftir valdaafsal Alfons os XIII.) og í september 1932 voru í Madrid samþykkt lög til sjálfsstjórnar fyrir Katalana, eftir að málið hafði farið gegnum spænska þingið „cortes.“ Katalónía kom mikið við sögu annars lýðveldisins á Spáni og einnig í borg- arastyrjöldinni 1936-39. — Sigur Franc os 1939 olli því að Katalónía missti öll sín sjálfsstjórnarréttindi, og stjórnhans befur verið andvíg hverskonar þjóð- ernisviðleitni í fylkinu, en af því hefir leitt a‘ð Katalanar hafa verið einna mest áberandi í andstöðunni gegn Franco- stjórninni. ÍCatalönsk tunga (catalán) er róm- anskt mál og tala hana 6 milljónir manna á landsvæði að stærð um 35-36 þús. fer- km. — Eru það fylkin Katalónía, hluti af Aragon, Roussillon í Frakklandi, Val encia-hérað og Balsar-eyjar (Mallorca, Menorca, Ibiza, Formentera). Geta má og þess að katalanska er töluð í Alg- hero-héraði á eyjunni Sardiníu (ítölsk) en þangað barst hún á 14. öld. — Var hún ríkismál á ofannefndum slóðum allt til ársins 1716, og aftur ríkismál Kata- lóníu frá 1931 til 39. — Hún er enn daglegt mál almennings í borgum jafnt og til sveita. Meira en tíundi hluti þeirra bóka s;m gefnar voru út á Spáni 1927 voru á katalönsku. 1935 komu út 6 dagblöð á þeirri tungu í Barcelona. ICatalanskan er skyld provencölsku (frönskum dialekt) og spænsku, en all frábrugðin hvorutveggja, einkum þó spænsku. — Mállýskur innan kata- lönsku eru ekki áberandi. Nútímamenn geta auðveldlega skilið textann á 13. aldar handritum Raimóns Lull, sem reit á katalönsku í þann tíð. Tungan virðist vera sjálfkrafa „áframhald" á latínu þeirri sem í fyrndinni var töluð í Bouss illon og mestum hluta Katalóníu: til annarra landshluta barst máli'ð jafnóð- um og þeir voru endurheimtir úr hönd- um Serkja og þeir hraktir á brott á 12 og 13 öld. Heimildir: A. Griera: „Le domain cata lan“. Revue de linguistique romane. A. Barrios: „Historia de Cataluna" o.fl. FERLECRI FÓTURINN Framh. af bls. 8 skýrgreiningar við. Hvernig þessu sambandi er háttað, get ur hinsvegar leikið tveim tung- um. Þó lilýtur að vera öruggt á þessu stigi málsins að taka það fram að Þórarins-sögnin liggur ekki til grundvallar írsku sögnunum. í þeim birtist eins og kemur skýrar framhér á eftir, nokkur sameiginieg frá vik frá sögu Snorra, og í þeim finnast ekki heldur nein áreið- anleg smáatriði óviðkomandi söguþræðinum, sem skoðast mættu leifar frá íslenzkri heim ild. Við ættum þessvegna að geta gengið út frá því, að frá- sögn Snorra byggi á munnlegri sögn, seni þekkzt hafi á íslandi í síðasta lagi í byrjun 13. aldar og lifi enn í dag á írlandi. Um það, hvort sagan sé upprunn- in á íslandi eða hafi flutzt þangað, er mjög erfitt að segja. Einsog gerðir sögunnar liggja nú fyrir, er áreiðanlega freist- andi að halda, að sögnin hafi borizt frá írlandi til íslands á víkingatímanum, Hinsvegar hef ur það oft komið í ljós, að vitneskja okkar um vinsældir og útbreiðslu skemmtisagna eru af æði skornum skammti. Sá efniviður, sem aðgengilegur er í handritasöfnun og prentuðum sögu- og sagnasöfnum, skortir nokkuð í þessu tilliti. Sögu- mönnunum hefur ekki fundizt vert að telja fram ýmis smá- ræði, og áliugi skrásetjara og fræðimanna hefur fyrst og fremst beinzt að öðrum þáttum þjóðarskáldskaparins. Að öll- um likindum er ekki liægt að búast við því, að sögnin finn- ist enn á Norðurlöndum eða á meginlandinu, og þessvegna er ekki hægt að fara nánar út í spurninguna um f lökkuleiðir. Þótt írsku þjóðsagnirnar geti þannig ekki lijálpað okkur við að finna viðunandi lausn á vandamálinu um uppruna og feril sagnarinnar, geta þær kannski aðstoðað við endur- gerð þeirrar munnlegu frásagn ar, sem Þórarins-sögnin byggir á. X Yfirlit okkar um írska efni- viðinn hefur sýnt, að þessi ein falda saga er þó býsna marg- breytileg í einstökum atriðum. Af því leiðir, að við getum ekki gert ráð fyrir að geta endur- gert í öllum smáatriðum þá frumnorrænu þjóðsögu sem ætla má, að Snorri hafi byggt á. Auk þeirra tilbrigða, sem birtast í írsku sögnunum, verð- um við einnig að reikna með atriðum, sem komið liafa vegna yfirfærslu til í öllu til- liti svo sérkennilegra staðhátta sem á íslandi. A þeim sjö hundr uð árum, sem skilja á milli Snorra og írsku sagngerðanna, gctur sögnin líka hafa breytt sér á annan hátt. En saman- burður gerður af varkárni þarf að þeim sökum ekki að verða árangurslaus. Þvert á móti ætt- um við að hafa möguleika til þess að endurgera aðalatriðin og vissa þætti í þjóðsögu Snorra. Jafnvel hin almenna vitneskja um lögmál og tilhneig ingar munnlegrar frásagnarlist ar, sem við höfum öðlast með rannsóknum okkar, gefur okk- ur vissa punkta, þegar um er að ræða að greina munnlega forsögn frá einhverju sem gæti verið bókmenntaleg viðbót eða fágun höfundarins. Þegar mörg atriði benda í sömu átt, ættum við að vera komin allnærri sannleikanum. Við hefjum því samanburð- inn með því að gaumgæfa viss atriði sem mikla þýðingu hafa fyrir gerð atburðarrásarinnar, og flytjum okkur síðan yfir til umhverfis- og persónulýsinga og frásagnarstils, en á því sviði liggja tækifærin fyrirhöf undana til þess að setja mark sitt á munnlegu frumsögnina. XI Líkingin milli ýmsra eða nærri því allra írsku sagngerð anna og sögu Snorra bendir sterklega til þess að í frumsögn þeirra síðari hafi einnig verið tvær aðalpersónur og sú þeirra sem Iægra var sett í mannfélag inu, hafi haft vanskapaða fæt- ur. Af sömu ástæðum er hægt að gera ráð fyrir því, að sam- kvæmt frásögninni hafi annar fóturinn vakið athygli — án efa liefur það átt sér stað inn anhúss — og að það hafi leitt til veðmáls um, livort ekki fyndist ljótari fótur, en hinn lýtti hafi þá þegar í stað rek- ið fram hina löppina, sem auð vitað var sýnu ljótari. Það er þó öllu erfiðara að henda reiður á því, hvort ís- lenzka þjóðsagan hefur látið annan fótinn opinberast með því að söguhetjan sparkar af sér sængurklæðunum og einnig látið aðgreiningu fótanna felast í því, að annan vantar stórutá, einsog frásögn Snorra gcrir. Hvorugt þessara atriða á sér fullkomna samsvörun í írsku gerðunum. Það er og óhætt að segja, að bæði þessi smáatriði eru meistarasmíði. Það fyrra veitir óviðjafnanlega ástæðu til þess að bera skárri fótinn en fela liinn, þar til síðar. Það væri þó nokkuð fljótræðislegt að álíta vegna þessa, að þarna sé um stílfágun Snorra að ræða. Einsog fram hefur komið hér að framan, er „svefnher- bergissviðið“ álíka snilldarlega notað í írsku gerðinni nr. 2, þar sem háttatíminn er nýttur í stað morgunstundarinnar. Það er og athyglisvert, að þessi írska gerð er sú eina þeirra, þar sem mismunur fótanna ligg ur í tánum. í henni er þó önnur stóratáin mun lengri en liin, en í frásögn Snorra vantar aðra þeirra gersamlega. Með þetta í huga sýnist mér sennilegra, að bæði þessi atriði hafi verið í íslenzku sögninni heldur en að þau hafi bætzt við á hinu bók- menntalega stigi. Táleysið í Þórarins-frásögn- inni hefur hinsvegar alveg sér staka þýðingu: A þessu atriði reisir Snorri hina tvöföldu úr- lausn. Þórarinn álítur sig hafa unnið veðið, þar sem stórutáar laus fótur verður í hans augum ferlegri en hinn, en konungur svarar, að fótur með fimm van- sköpuðum tám sé örugglega ljót ari en fótur með aðeins fjórum slíkum og slær því föstu að sig urinn sé sinn. Þessi fágaði og velhugsaði þáttur á engan sam svarandi í írsku gerðunum. Það leiðir og vissar líkur að því, að um sé að ræða endurbót í frásögn Snorra, en gera verður sér ljóst, að ályktanir „ex sil- entio“ eru engin sönnun, þegar efniviðurinn er eins lítill og í þessu tilviki. Einnig er hægt að hugsa sér, að fyndni sú, sem birtist í svari konungs, sé meiri orðlist en vandi er til í munnlegum frásögnum og að hún beri meiri keim af þeirri launfyndni, sem finnst víða í verkum Snorra. Það liggur þó í hlutarins eðli, að slíkir dóm- ar eru talsvert lilutdrægir. Það er einnig greinilegt, að Þór- arins-sagan inniheldur einnig viss atriði, sem þjóðsaga, er venjulegast tekur málstað fá- tækra og kúgaðra, þolir tæpast: konungur gengur með sigur af hólmi yfir alþýðumanni. Þess- vegna er, einsog auðsætt virð- ist, tvöfeldnismótívið nauðsyn legt fyrir atburðarásina í sög unni utanum sögnina, en hún hefur án efa ekki verið tengd þjóðsögunni áður. Þórarinn verður að tapa veðinu svo að konungur fái átyllu til þess að láta liann flytja Hrærek til ís- lands. Með allt þetta í huga er mjög sennilegt, að tvöfeldnis- mótívið hafi aldrei þekkzt í ís- lenzku gerðinni og að það sé einn þátturinn í bókmenntalegri byggingu verksins. Niðurlag í næsta blaði. 18. ágúst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.