Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Qupperneq 1
 Svava Jakobsdóttir segir frá vikudvöl í Kerlingarfjöllum — 1. grein Lopapeysur, föðurlönd, vettlingar og húfur liggja á víð og dreif um her- bergið, ferðataska opin: ég er önnum kafin að raða niður. Milt júlíloftið streymir inn um gluggann og lopinn verður allt í einu þvalur í höndum mínum — ég stanza í miðju verki og það grípur mig sterk kennd óraunveru- leika. Nú er sumarið komið — loksins eftir iangan og kaldan ísvetur er það komið, þetta sumar, og þá stend ég hér í miðjum bing af vetrarfatnaði og er að búa mig í sumarfrí. Qg þarna sem ég stend með lopaleista í höndum og mæni út í sumarið, finnst mér eitthvað hljóti að hafa gengið úrskeiðis í lífi mínu. Við göngum ekki lengur í takt, dagatalið og ég. Ég var að halda upp í Kerlingarfjöll á skíði, en sumarið yrði hér eftir. Og nú grípur mig snögglega sjálfsvorkunnsemi nútima-íslendingsins, sem finnst Mallorca-sól ekki nema sjálf sögð og réttlát umbun honum til handa fyrir það eitt að þreyja þorrann og góuna hér út við íshaf. Ég hlýt í sann- leika að vera orðin í meira lagi ringliuð að ætla á skíði um hásumar, að geta ekki einu sinni notið þessa stutta sum- ars án þess að æða til móts við nýjan vetur löngu á undan sjálfu almanakinu. Það hlaut að vera kalt þarna uppfrá, mjög kalt. Og aldrei hafði ég verið neitt sportfífl, aldrei prílað upp um fjöll og firnindi. Svona lagað háttalag gat raskað öllum réttum hlutföllum í lífi manna — ég vissi til dæmis um eitt hjónaband, sem farið hafði út um þúfur, vegna þess að frúin vildi vera á eilífu fjallarópi. Við þekkjum raunar öll þessi hjón — þau hétu Njörður og Skaði. Skaði var öndiurgyðja og hún gerði svo sem heiðariega tilraun til að búa með Nirði enda þótt hann væri ekki Baldur, en dularkynngi fjallanna seiddu hana í sífellu til sín. Hún hiaut enga ró í sín- um beinum fyrr en hún var komin í ríki sitt á ný og kannski var henni vork unn. Sjálfsagt hefur vald hennar verið meira á fjöllum en í hjónabandi sem svona gáleysislega var stofnað til. En ekki átti ég neitt riki á fjöllum. Hvað var ég eiginlega að vilja þetta borgar- búinn, sem kunni að ganga á asfalti án þess að kikna í hnjáliðum? Mörgum fannst hressandi að dýfa sér í sundlaugina að iokinni skíðaferð eða fjallgöngu. Ljósmynd: Sv.j. Daginn sem ég tók þá ákvörðun að dveljast vikutíma í Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum, virtist mér sú ákvörð- un ákaflega eðlileg og heilbrigð. Einn- ig þá hafði ég staðið við gluggann. En þá var vetur. Snjór huldi götur og gangstéttir. Hann glampaði í sólskininu og í hvítu logninu heyrði ég bresta í honum undan fótum manna á göngu og barna að leik. Mig langaði út. Samt var ég kyrr inni, en á þeirri stundu gerði ég þá skelfilegu uppgötvun, að ég var orð- in svo mikill borgarbúi, að ég kom mér ekki að því að fara út án þess að eiga erindi. Og þegar borgarbúanum er farið að finnast það óviðeigandi að fara út undir bert loft að tilefnislausu — já, að það jaðri við að vera skortur á háttvísi, þá er ástæða til að hafast að, sérílagi ef maður er íslendingur, sem hefur erft landið og melgrasskúfinn og ærlegt regn á Kaldadal, því að enn sem komið er hef ur engin kynslóð, mér vitanlega, erft hitaveituna. Kannski hefði ég unað á- nægð við mitt í funandi stofuhita, hefði ég munað eftir einhverju þjóðlegu lof- kvæði um hitaveituna. En ég mundi ekki til þess að neinn hefði bundið lof um hitaveituna í stuðla og rím og gert hana að þjóðararfi sem gæti ornað mér og svæft samvizku mína. Og þess vegna hringdi ég í Valdimar Örnólfsson og bað um vikuleiðsögn undir beru lofti. En það mega þeir vita, sem eiga þetta eftir, að sá sem einu sinni dvelst viku- tíma í Kerlingarfjöllum, er upp frá því dæmdur maður — líkt og Skaði er hann dæmdur til eilífrar göngu frá fjöru til fjalls. Því að sá sem einu sinni dvelst á fjöllum, hann eignast þar ríki, sem seið- ir hann í sífellu til sín aftur. Svo af- dráttarlaus eru áhrif þeirra félaga þarna uppi í Kerlingarfjöllum. ★ Það má öllum ljóst vera, að dvöl minni í Kerlingarfjöllum lýsi ég ekki frá sjónarmiði hetjunnar, sem hleypur upp á hæstu tinda án þess að blása úr nös eða brunar niður Fannborgina hraðar en fuglinn fljúgandi. Ég hlýt að skrifa af sjónarhóli þess, sem aðfram- komin af harðsperrum stynur þungan við hvert fótmál. Það er eins og allt grjót landsins hafi tekið sér bólfestu í likama minum og þrýsti þar á hverja taug. Ég heyi hart taugastríð við land- ið og lengi er óvíst, hvort okkar sigrar. Stundum finnst mér, að ég hljóti að stirðna hér alveg, verða að steini, týnd og tröllum gefin, að það verði að skilja mig hér eftir í hópi þeirra mýmörgu steinmanna, sem igista hér hvern klett og hverja gjá. Þeir eru fjölmennir hér í Árskarðsgljúfri rétt við skálann: auð- sjáaniega hafa sumir verið lagðir á flótta, þegar landið og náttúruöflin náðu að móta þá í stein — það er hreyfing í þeim, hnykkur á hálsi, höf- uðfð sveigt upp á við, andlitsdrættir skarpir og einbeittir — þessir menn skaga venjulega úr úr yztu þröm. Aðrir hafa verið teknir óvörum þeir ganga friðsamlega fram, heilu fjölskyldurnar saman, þarna í hlíðinni leiðir kona barn við hönd sér. Framhjá slíku fólki skul- um við ganga varlega, svo að það vakni ekki til örlaga sinna, til þessarar ógur- legu þagnar, sem hér ríkir, og er svo djúp, að árniðurinn gerir ekki annað en dýpka hana og magna eins og áin sjálf dýpkar gilið sem hún rennur um. Og sértu einn hér á ferli í rökkrinu spretta aðrar venur fram — allir drauigar og vættir sprengja af sér formviðjar þjóð- sögunnar og lifna á ný, þeir læðast að þér og umkringja þig þar til þú verður fegin að flýja inn í skálann. Þar svell- ur tónlist, harmonikka er þanin, gítar- strengir slegnir, lifandi fólk stígur dans af hjartans lyst meðan skíðafötin hanga til þerris uppi á bita og bíða nýs dags. Hér hafa þeir félagar, eigendur Skíða- skólans, skapað mannheima mitt uppi á öræfum, svo stórkostlega skemmtilega, að stjórnendur annarra mannheima gerðu vel í því að taka þá sér til fyrir- myndar. ★ Aðalskáli Skíðaskólans stendur á bakka Árskarðsgljúfurs. Stjórnendur skólans, þá Valdimar Örnólfsson, Eirik Haraldsson og Sigurð Guðmundss. þarf varla að kynna. Þeir eru þekktir menn bæði uppi á fjöllum og niðri í byggð. Fjórði skíðakennarinn, Jakob Alberts- Eiríkur Magnússon kennir pióginn í sjálfboðavinnu. *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.