Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Síða 3
íslenzk nútlmaljóðlist 7. grein — Eftir Jóhann Hjálmarsson Sama ár og Sól tér sortna, kom út, birtust í Tímariti Máls og menningar all óvenjuleg ljóð undir dulnefninu Anon- ymus. Þessi „órímuðu ljóð“ héldu áfram að birtast í tímaritinu, vöktu forvitni og oft andúð fyrir nýtískulega fram- setningu. Huldumaður þessi virtist koma úr hópi ungra skálda, sem voru farin að brydda upp á ýmsu nýju, en margt benti þó til þess að skáldið væri enginn unglingur. Anonymus hætti ekki að pirra ljóðeyra landa sinna, gaf út 1948 ljóðaþýðingar, sem hann nefndi Annarlegar tungur, og þótti þá mörgum nóg komið af framandleik, ekki síst gömlum aðdáendum Jóhannesar úr Kötl- um. Mikil var því undrun manna þegar það vitnaðist að Anonymus var enginn annar en Jóhannes, og 1955 komu „ó- rímuðu ljóðin“ út í stórri og þykkri bók: Sjödægru. í eftirmála segir skáldið: „Vera má að einhverjir virði mér til fordildar einnar jafnt form sem efni þess arar bókar. Og einn kann að sakna stuðla, annar stéttabaráttu, hinn þriðji skáldskaparins sjálfs. En hitt er jafn- satt fyrir því, að öðruvísi gat ég ekki ort á þessu stigi málsins — og tjóar því lítt um að sakast." Jóhannes úr Kötlum þurfti ekki að blygðast sín fyrir Sjödægru, því án efa er hún auðugasta bók hans. Enginn, sem les bókina getur því „saknað skáldskapar", vilji hann sjá og heyra. Kristinn E. Andrésson hefur sagt um Sjödægru, að hún sé „fullkomnasta verk Jóhannesar“, og hann talar einnig um, að Jóhannes hafi „tekið eldvígslu ný- tízku ljóðlistar" eftir heimsstyrjöldina. Þýðingarsafn Jóhannesar, Annarlegar tungur, sýnir að hann hefur gerst víð- lesinn í ljóðlist álfunnar, og vafalaust hafa ljóð ungra íslenskra skálda, sem hann tók af föðurlegum skilningi og með vinsemd, haft þýðingu fyrir hann þegar hann var að skyggnast um í heimi Ijóðsins. Mest er þó um vert hvílíkt fagnaðarefni þessi ljóð skáldsins er>u, hverju þau hafa komið til leiðar í skáld skap þess. Jóhannes yrkir um „rímþjóðina", sem á myrkum tímum lagði metnað sinn í sléttubönd, klauf þrá sína í stuðla, og gekk við höfuðstaf til sauða. Loks opnaðist veröldin mikla og huldan steig frjáls út úr dalnum — Þá sökk hennar rím eins og steinn með okinu niður í liafið. Samlíkingin um rímið er að vísu leikur ljóðamanns, en engu að síður er sannleikur í henni fólginn. Frjálst ís- -land veitir skáldum sínum frelsi til að fara sinna eigin fei-ða, varpa því hefð- bundna fyrir borð, gerist þess þörf, verði reynsla þeirra með því tjáð á eðlilegri hátt. En þótt Jóhannes úr Kötlum eigi það til, að leggja að jöfnu ok og rím, er hann sjálfur of rótgróinn í gömlum ís- lenskum skáldskap til þess að geta sárs- aukalaust iðkað nýja ljóðagerð. í Sjö- dægru eru mörg kvæði, hefðbundin að efni og formi; og einnig þegar hann er sem ferskastur gleymir hann ekki tengsl- um sínum við „þjóðlega hefð“, eins og til dæmis Ferskeytlur vitna um: Rennur gegnum hjarta mitt blóðsins heita elfur: upp í strauminn bylta sér kaldir sorgarfiskar. Út um tálknin japla þeir þungum svörtum kvörnum þar til eins og kolabotn undir niðri verður. Sit ég við hið rauða fljót — stari niðrí djúpið þar sem Gleði dóttir mín liggur nár í myrkri. Hér vantar ekkert á nema rím og stuðla til að um venjulegar ferskeytl- ur sé að ræða. Aftur á móti er mynda- valið annað en tíðkast í ferskeytlum al- þýðuskálda, sem láta venjulega hóf- semina ráða í vali orða og líkinga. Sorgarfiskar Jóhannesar eru engir hversdagsfiskar, heldur er merking þeirra táknræn og öfgum mögnuð til þess að harmurinn, sem ljóðið lýs- ir, verði nærtækari, áþreifanlegri: þar til eins og kolabotn undir niðri verður. Seinasta „ferskeytlan" minnir á þjóð- kvæði, enda yfirgefur þjóðkvæðatónn- inn ekki skáldið; sum ljóðin eru aðeins dansar nýs tíma. Það leynir sér ekki heldur, að skáldið hefur kynnst austur- lenskum þjóðkvæðum og vísum. Eða hvaðan er hann ættaður, þessi hreini, viðkvæmi tónn: Enn er mér í minni þá ég sat svo lítill á flauilsgrœnni mosaklöpp og blámi augna minna og blámi himinsins mœttust í tíbránni: hversu hann iðaði og skalf þessi fíni gagnsœi silkivefur sem tilvonandi brúður min hafði ofið úr draumi móður sinnar með ósýnilegum geislafingrum. (Bernska) Eins og oft áður á Jóhannes auðvelt með að ná tökum á lesandanum þegar hann dregur upp einfalda mynd, lýsir afmarkaðri hugsun, eins og þetta stutta ljóð, líkt og klappað í berg, sýnir: Mín fjöll eru blá mín fjöll eru hvít lífsins fjöll við dauðans haf. Mín fjöll eru sannleikans fjöll blátt grjót hvítur snjór. Mín fjöll standa þegcr lygin hrynur min bláu fjöll mín hvítu fjöll. (Fjöll) Að vísu er hægt að spyrja „fávisku- spurninga“ eins og þessara: Fjöll hvaða sannleika á skáldið við? Hvaða lygi hrynur? Eða er hér einungis um lof- söng til íslenskrar náttúru að ræða? Spurningarnar sýna aðeins hvað jafn- vel lítil og óbrotin ljóð geta verið marg- ræð. En þótt heimur Sjödægru sé oft ynd- islega léttur og leikandi, á hann líka til myrkar hliðar. í Atómljóði að harid- an, segir skáldið: Samvizka heimsins logar í þyrnirunni en þyrnarnir geta ekki brunnið einungis rósirnar Byltingarskáldið hefur enn ekki sofn- að á verðinum, enda þótt það leyfi sér að bregða á leik stöku sinnum, rétt eins og heimurinn sé orðinn góður. Hann er enn fús að hvetja til baráttu: Séum vér dauðir þá erum vér dauðir og myrkrið og þögnin ríkja í vorri gröf — en séum vér lifandi þá hrópa eldurinn og stormurinn á jörð og haf og vort líf. (Úr Hann er kominn) „Baráttuljóð“ Jóhannesar í Sjödægru, eins og ljóðið, sem þetta erindi er tekið úr, og enn fremur Kalt stríð, eru ólík þeim þjóðfélagslegu ádeilukvæðum, sem skáldið orti forðum. Þessi ljóð eru myndrík í ætt við særingar, en áður stóð mælskan og umbótaviljinn oft í vegi fyrir skáldskapnum. í Fyrstu bók Sjödægru og þeirri sjöundu er raunar að finna dæmi um það sama. Skáldið Framh. á bls. 4 Nína Björk Árnadóttir: Vindar báru mér fregn Vindar báru mér fregn þú værir ekki lengur hér Ég spurði þá hvar þú værir þeir þögðu alveg um það ég spurði stjörnur þær undruðust spurði regnið það varð leyndardómsfullt spurði mánann hann brosti Ég vissi þú kæmir ekki. 25. ágúst 1068 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.