Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Page 10
IV
Við athugun á umhverfislýs-
ingunni slær það mann einna
mest, hvað frásögn Snorra her
frábært, norrænt form. Aðal-
persónurnar eru íslendingur
og norskur konungur, ein af
algengustu andstæðunum í ís-
lenzku fornbókmenntunum og
án efa einnig í ótal munnleg-
um frásögnum. Sviðið er aðset-
ursstaður Ólafs helga í Túns-
bergi í Noregi. Á einfaldan en
áhrifamikinn hátt hefur smá-
sögnin þannig öðlast norrænan
staðarblæ ásamt söguforminu.
Auðvitað hefur hin ímyndaða,
munnlega íslenzka frásögn
haft mismunandi umhverfi eft-
ir aðstæðum og lagað sig að
norrænum frásagnarstíl, allt
eins og sú írska ber sterkan
keim af bændasamfélagi lands
síns og tíma. I>að getur því
verið torsótt að greina, hvað al
þýðlegt er eða bókmenntalegt
af fyrrnefndum atriðum. Þrátt
fyrir allt er freistandi að skrifa
á reikning Snorra atriði eins
og staðsetninguna i Túnsbergi
og sambandið við verzlunar-
ferðir milli Noregs og íslands.
En reglulegur, listrænn um-
hverfisblær myndast þó ekki
eingöngu við upptalningu á
nokkrum staðreyndum. Þar
þarf og að koma til afl, sem
hleypir lífi í staðreyndirnar,
fær lesandann til þess að upp-
lifa kringumstæðurnar og sjá
þær með eigin augum. Að mínu
áliti hefur frásögn Snorra slík-
an vekjandi þátt: kaflann, þar
sem segir frá sólaruppkomunni
og geislunum inn í svefnskála
Ólafs helga. Þar er mátulega
mikið sagt til þess að vekja á-
huga okkar, og afgangurinn er
eftirlátinn ímyndunaraflinu.
Við getum í anda fylgt skini
sólarinnar í skálann, þar sem
hirðmaðurinn sefur en konung-
urinn vakir. Við getum hugsað
okkur, að geislinn falli einmitt
á fótarómynd Þórarins, stand-
andi undan ábreiðunni, og
augnatillit konungsins stað-
næmist undrandi einmitt þar.
Engin írsku sagnanna hefur
neitt atriði í líkingu við sól-
skinið, og ég á hágt með
að trúa öðru en að það sé til-
búið af rithöfundi til þess eins
að hafa viss áhrif. Sem rök-
stuðningur við þetta er svo sú
staðreynd, að víða annars stað-
ar hefur Snorri vitandi vits
gert lagfæringar á frumheim-
ildum í sama skyni. Athuga-
semdir um veðurfar, stöðu sól-
ar og annað þessu líkt, sem
hann hiklaust skýtur inn í
heimildir sínar, hafa oftlega
aðeins listræna þýðingu. (19)
Um umhverfislýsingu og blæ
í sögu Snorra ættum við því
að geta sagt, að það er sameig-
inlegur árangur munnlegrar
heimildar og vinnu höfundar.
Skyldi þetta einnig eiga við
um persónulýsingarnar?
Það liggur í hlutarins eðli,
að við getum ekki virt til fulls
frásögn af þessari gerð, nema
söguhetjan sé kynnt fyrir okk-
ur, að minnsta kosti að nokkru
leyti.
í írsku gerðinni, sem tilfærð
er hér að framan „in extenso“,
er í upphafi, auk nafns, auk-
nefnis og starfs, vikið að teg-
und Iýtisins: „Hringjari föður
Patreks, Seán Ó. Muaráin,
hafði ljótustu fætur, sem
nokkru sinni höfðu sézt í gjör-
völlum hinum kristna heimi.
Þessvegna var hann nefndur
Seán Klumbufótur." í flestum
hinum írsku gerðum er kynn-
ingin á sama veg að því er
snertir ytri einkenni og inni-
hald, enda þótt einstakir
drættir séu afbrigðilegir frá
gerð til gerðar eða skorti jafn-
vel alveg.
Einnig hjá Snorra hefst
sögnin með lýsingu á söguhetj-
unni, eins og siður er í forn-
sögunum, þegar nefndir eru
menn til sögunnar. Aðalefnis-
atriðin eru mjög svipuð og í
írsku þjóðsögunum, nafn og
ætt, smávegis um starf, lýsing
á lýtinu. Á sama hátt og öll
þessi atriði eru eðlileg í þjóð-
sögu, eru þau svo fornsögu-
kennd að það hefði varla vak-
ið nokkra athygli, þó Snorri
hefði látið það hjá líða að
segja söguna, sem með fylgdi.
Persónukynningin getur „per
se“ staðið við hlið annarra
kynninga hjá Snorra og í forn-
sögunum. Það er jafnvel engum
erfiðleikum háð að finna hlið-
stæður í óvenjulegum og sér-
kennilegum lýtum. Svo við lát-
um okkur nægja alþekkt dæmi,
skulum við taka skeggleysi
Njáls, kartneglur Bergþóru og
ferlegan hvolft Skarphéðins,
allt kynningarþættir í Njáls
sögu. Það kemur einnig fyrir
í slíkum lýsingum, að getið er
misræmis milli líkamshluta.
Þannig hefur hetjan í Hróa
þætti heimska annað augað
blátt og hitt svart. (20)
f inngangslýsingum forn-
sagnanna er venjulegast líka
lýst andlegum eiginleikum per-
sónanna. Þar kemur ekki sízt
til greina vizka og snjallt mál-
far. (21) í algjöru samræmi við
það er Þórarni lýst sem vitr-
um og orðspökum manni, ó-
feimnum í framgöngu og tali
meðal höfðingja. Þessir eigin-
leikar Þórarins koma fram í
sögunni, og Snorri þarf ekki
að hafa lagað sérkenni þessi í
hendi sér, því í inngangi 7.
írsku gerðarinnar stendur:
„Micky the herd was a d-I-
may-care sort of a fellow and
á great wit.“ (22)
Við gætum því sagt, að í að-
alatriðum gildi það sama um
persónulýsingarnar í þjóðsög-
um af okkar gerð og fornsög-
unum. Það, aö skemmtisögnin
hafi í munni fólksins haft sögu
eiginleika, gæti vel hafa orsak-
að upptöku hennar í söguna
og á óefað sinn þátt í því, hve
vel hún fellur inn í umhverfi
sitt þar. En það er heldur ekki
hægt að komast undan því að
spyrja sjálfan sig, í hversu
ríkum mæli líkindin milli sögu-
stíls og frásagnarstíls (t.d. í
persónulýsingum) geti stafað
af því að alþýðlegar frásafn-
ir, t.d. af okkar gerð, hafi frá
fyrstu hendi átt sinn þátt í að
forma myndun fomsagnanna.
Það er of langur vegur að
kafa dýpra í þetta umdeilda og
D
umrædda vandamál. Ég vil að-
eins lýsa yfir þeirri skoðun
minni, að nægt rúm sé fyrir
nokkrar sérathuganir á tíðni
og veru líkamlegra og and-
legra eiginleikalýsinga í forn-
sögum og munnlegum frásögn-
um. (23) Með þessu vil ég þó
ekki taka afstöðu til hlutfalls-
ins milli hugsanlegra tengsla
þjóðsagna af þeirri gerð, sem
við ræðum hér um, og annarra
hugsanlegra fyrirmynda að
myndræni fornsagnanna eins
og t.d. skarps auga íslendinga
fyrir persónueiginleikum sam-
héraðsmanna (shr. eftirlýsing-
ar afbrotamanna í Alþingisbók
unum, eins og Peter Hallberg
hefur hent á (24)). Ég tel það
heldur ekki útilokað, að latn-
eskar bókmenntir geti hafa sett
mark sitt á persónulýsingar
fornsagnanna, eins og Lars
Lönnroth hefur haldið fram.
(25) Hér er rúm fyrir fleiri
samvirkandi þætti, og þrátt
fyrir íhuganarverðar rannsókn
ir margra fræðimanna, er
þekking okkar á hverjum ein-
stökum þætti ennþá of fátæk-
leg, til þess að það horgi sig
að rökræða um hliðarspor.
Líkindin í myndræni milli
fornsögustíls og frásagnarstíls
felur þó ekki margbreytileik-
ann. Þrátt fyrir efnisatriðin í
persónulýsingunum í írsku
sögnunum og íslenzku konunga
sögunni séu að miklu Ieyti þau
sömu, finnst í hugmynd Snorra
af Þórami þáttur, sem við
myndum álíta bókmenntalegan.
Auk þess, sem myndin hjá
Snorra er nákvæmari og fyllri
en í nokkurri þjóðsagnargerð-
inni, er efninu hetur skipað
með tilliti til þess atriðis, sem
vera skal í brennidepli: fóta
Þórarins. Það sem venjulegast
er sagt í einni einustu máls-
grein, svo sem: „ljótustu fætur,
sem nokkru sinni höfðu sézt í
gjörvöllum hinum kristna
heimi“, (1,5) eða „ferlegustu
fjarri því að vera gott dæmi
um munnlega frásagnarlist. All
ar hinar írsku gerðirnar hafa
beina ræðu í svipuðu hlutfalli
og frásögn Snorra hefur. Aug-
ljóst er og, að bein ræða getur
í munnlegri frásögn verið fullt
eins vel gerð og listilega fram
sett. Þannig hefur t.d. orðalag
og frásagnarháttur í 1. gerð
lagað sig eftir talvenjum og
skapgerð samfélagsins, eins og
t.d. þegar presturinn segir:
„Guð geymi oss, Seán, þetta er
sannarlega ferlegur fótur, sem
skaparinn hefur gefið þér.“
Samanburður milli beinnar
ræðu í frásögn Snorra og hinni
áðurnefndu klassísku gerð
írsku sagnarinnar sýna einnig,
að viss tilsvör eru sláandi lík
að byggingu, þrátt fyrir ólíkan
tíma, þjóðfélag og mál. Þannig
hefur hverfisetning sögunnar
líklega hljóðað nær orðrétt
svona: „Ég skal veðja um það,
að ekki finnst ljótari fótur
í ... “
Á hinn bóginn er ljóst, að
bein ræða getur aldrei verið
nákvæmlega eins í tveim þjóð-
sagnagerðum, innihald hennar
og þýðing breytist eftir minnis-
hæfni og frásagnargáfu sögu-
manns. Með þessu vil ég segja,
að stigsmunur sá á gæðum
beinnar ræðu, sem án efa er á
írsku gerðunum og frásögn
Snorra, getur að hluta orsakazt
af því, að hin ímyndaða, ís-
lenzka þjóðsaga hafi verið
þeirri írsku fremri, hvað þetta
áhrærir.
Hinsvegar finnast ýmis til-
svör og setningar, sem við
getum með nokkrum sennileika
bókfært hjá höfundi fornsög-
unnar. Ef reiknað er með þeirri
tilgátu okkar, að Snorri hafi
sett inn tvöfeldnisatriðið, gætu
næstu setningar á undan verið
viðbót Snorra. (26) Fyrsta
setning konungs: „Vakat hefi
ek sét þá sýn, er mér þykkir
mikils um vert, en þat er
Bókfast og sagnfært hjá Snorra 3. hluti — EFTIR BO ALMQUIST
fætur, sem nokkrum manni
hafa gefizt“, (7) verður hjá
Snorra þannig: „Þórarinn var
manna ljótastr, ok bar þat mest
frá, hversu illa hann var lim-
aðr. Hann hafði hendr miklar
ok ljótar, en fætrnir váru þó
miklu ljótari.“ Þama finnum
við atriði, sem ég fyrir mitt
leyti vil skilgreina sem þaul-
hugsuð listabrögð, færslu hins
almenna til hins sérstaka og
frá ferlegu til ferlegra til hins
ferlegasta. Álíta má, að þessi
formúla innihaldi meira af stíl
Snorra en stíl munnlegu heim-
ildarinnar.
XIV
Það, sem jafnvel í enn rík-
ara mæli en myndrænið teng-
ist fomsagnastílnum, er ást-
fóstrið við beina ræðu. Það er
alls ekki óvanalegt, að milli
þriðjungur til helmings texta-
magns í sögu sé bein ræða.
Smásaga Snorra með skiptingu
svara og andsvara er einnig í
þessu tilliti fornsögukennd. En
ekki er heldur unnt að finna
í þessu atriði misræmi milli
frásagnar Snorra og munnlegu
frásagnarinnar að baki hennar.
Það er fræðilega hægt að segja
alla smásöguna í óbeinni ræðu
og þannig er það einnig gert í
írsku gerðinni nr. 2, en hún er,
eins og að framan er sagt, tals-
vert tyrfin og er örugglega
mannsfótr sá, er ek hygg, at
engi skal hér í kaupstaðinum
Ijótari vera“, gæti mætavel
hafa verið sett inn af Snorra í
stað annarrar og einfaldari
setningar í munnlegu fyrir-
myndinni. Eins og setningin er
nú, inniheldur hún eitthvað,
sem manni hættir við að kalla
listræna þróun frá almennu til
einstaks, þannig að í fyrstu
beinist athyglin að fætinum en
síðan að ljótleika hans eins og
í kynningarþættinum áður um-
talaða. Ef til vill hefur það
einnig verið hugmynd Snorra
að láta Þórarin svara með eins-
konar máltæki: „Fátt er svá
einna hluta, at örvænt sé, at
hitti annan slíkan“, (27) eins
og það verður að álítast sam-
kvæmt framansögðum ástæðum,
að Snorri hafi bætt við mál-
tækinu, „dýrt er dróttins orð“,
en með því játar Þórarinn gegn
vilja sínum, að hann hafi tapað
veðinu. (28) Ef þetta er rétt,
felur það í sér, að Snorri hafi
lagfært þjóðsöguna (sögnina)
með innskotum úr öðrum þjóð
minnum (orðtækjum).
Lokaorð þessarar rannsókn-
ar okkar geta því vart orðið
önnur en þau, að beina ræðan
í Þórarinssögunni sé eins og
umhverfislýsingin og persónu-
sköpunin eftir öllu að dæma
afkvæmi munnlegrar heimildar
1C LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
26. ágúst 1968