Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 5
Árni Óla mannlaust, þó var ég svo viss um, að þaS væri fylgzt með mér, að ég hagaði mér eins og vinnugleðin brytist um í mér: ég reif pennann upp úr vasanum, opnaði hann, settist víð næsta borð og hrifsaði tli mín spurningalistann, eins og þeir bráðlyndu hrifsa til sín reikninginn í veitingahúsi. 1. spurning: Álítið þér rétt, að maðurinn hafi aðeins tvær hendur, tvo fætur, tvö augu og tvö eyfu? Hér naut ég í fyrsta sinn ávaxtanna af fyrirhyggju minni og skrifaði hiklaust: „Jafnvel fjórar hendur, fætur augu og eyru mundu ekki fullnægja athafnaþrá minni. Maðurinn hefur lélegan útbúnað.“ 2. spurning: Hve marga síma getið þér svarað í samtímis? Einnig liér var svarið jafnauðvelt og líking með einni óþekktri: „Hafi ég aðeins sjö síma“, skrifaði ég, „verð ég óþolinmóður, en þegar ég hef níu síma til um- ráða, er allt í bezta gengi“. 3. spurning: Hvað gerið þér í frístundum yðar? Svar mitt: „Orðið frístundir þekki ég ekki — á fimmtánda afmælisdegi mínum strikaði ég það af orðalistanum, því að í upphafi var athöfnin.“ Ég fékk stöðuna. Raunin var sú, að jafnvel með níu síma á borðinu, leið mér •ekki vel. Ég hrópaði í hlustir fólks: „Fljótir við þetta“, eða „Gerið þér nú éitt- hvað“. — „Það verður að gerast“. — „Það mun gerast bráðlega“. — „Það hefur eitthvað gerzt.“ — „I>að ætti eitthvað að gerast í málinu“. I>ó notaði ég oftast boðhátt í samræmi við andrúmsloft stáðarins. Skemmtileg voru matarhléin, þegar við úðuðum í okkur vítamínríkri fæðu í hljóðlátri kæti. I»að var urmull af mönnum hjá Wunsiedel, sem voru óðir og upp- vægir að segja æfisögu sína, svo sem títt er um menn með sterka athafnaþrá. Æfi saga þeirra er þeim mikilvægari en æfin, það þarf aðeins að styðja á hnapp, þá vellur hún hátíðl-ega upp úr þeim. Staðgeng'ill Wunsiedels var maður að nafni Broschek, sem reyndar hafði getið sér gott orð fyrir að hafa alið önn fyrir sér, lamaðri konu sinni og sjö börnum með næturvinnu á námsárunum. Jafnframt næturstarfinu sinnti hann f jórum við- skiptaumboðum með prýði og lauk samt tveimur embættisprófum með ágætiseink unn á tveimur árum. Þegar fréttamenn spurðu hann: „Hvenær sofið þér, Broschek* svaraði hann: „Sá syndgar, sem sefur*. Einkaritari Wunsiedels hafði unnið fyrir lömuðum manni sínum og fjórum börnum þeirra með prjónaskap, tekið doktorspróf í sálfræði og átthagafræði, tam- ið sjefferhunda og orðið fræg sem barsöngkona undir nafninu Vamp 7. Wuns'iedel sjálfur var einn þeirra manna, sem eru varla vaknaðir, fyrr en þeir eru farnir að hugsa um, hvað þeir ætli að gera. „Ég v«rð að láta þetfa ganga, hugsa þeir, meðan þeir hnýta beltið á morgunsloppinum. „Ég verð að gera eitthvað, liugsa þeir, meðan þeir raka sig, þeir líta sigri hrósandi á skegg- broddana í sápulöðrinu, sem þeir sltola af rakvélínni. Þessar leifar af hárv-exti eru fyrstu fórnardýr athafnalöngunar þeirra. Leynilegu athafnirnar verða þessu fólki líka ánægjuauki: Vatn fossar, pappír eyðist. Eitthvað hefur gerzt. Brauð er borðað, annar endi eggsins er sleginn af. Ómerkilegasta hr-eyfing leit út eins og framkvæmd stórvirkis hjá Wunsledel, hvernig hann setti á sig hattinn, hvernig hann hneppti að sér frakkanum titr- andi af ákafa, kyssti konu sína, allt var athöfn. Um leið og hann kom inn í skrifstofu sína á morgnana, hrópaðl hann til einka- ritarans: „Eittlivað verður að gerast. Og hún hrópaði: „Eitthvað gerist bráð- um. Wunsiedel gekk siðan deild úr deild með sömu kveðju á vörum, og allir svöruðu: „Eitthvað gerist bráðlega. Einnig ég svaraði kv-sðju hans með ljómandi brosí: „Eitthvað gerist bráðum. í fyrstu viku fjölgaði ég símunum í ellefu, í annarri viku í þrettán, í strætis- vagninum á morgnana stytti ég mér stundir við að finna upp nýjar fyrirskip- anir og beygja sögnina að gerast í ýmsum tíðum, viðtengingarhætti og boðhætti. f tvo daga var ég að dást að setníngunni: Eitthvað hefði þurft að gerast, í aðra tvo daga var önnur í miklu dálæti hjá mér: Þetta liefði ekki átt að gerast. Þannig fór mér smám saman að líða ákjósanlega, þegar eitthvað gerðist raun- vsrulega. Þriðjudagsmorgun einn, ég var tæplega seztur við skrifborðið, þaut Wunsiedel inn í herbergi mitt og hrópaði, eins og vant var: „Ettthvað verður að gerast. Á andliti hans var óskýranlegur svipur, sem kom í veg fyrir, að ég svar- aði glaður í bragði og samkvæmt venju: „Eitthvað fer að gerast. Liklega hef ég hikað of lengi, því að Wunsiedel, sem sjaldan reiddist æpti: „Svarið þér, svarið, Framh. á bls. 14. Hein.rich Böll, f. 1017, er einn af þekktustu núliíandi rithöfundum í Þýzkalandi. Hann er nú búsettur í Köln. Böll hefur skrifað fjöldamargar skáldsögur og hafa margar þeirra verið þýddar á önnur mál. Lífmagnan í lofti Á æskuárum mínum í Norðurlandi heyrði ég oft orð sem ég get ekki fundið í neinni orðabók. Það er „úti- hundalykt". Þetta orð átti við, að á vissum tímum árs kom ókennileg- ur þefur af hundum, og þótti fólki hann svo vondur, að þá var harð bannað að hleypa hundum inn í bæ ina, svo að þeir bæru ekki þennan þef um húsakynnin. Þegar forvitnir krakkar spurðu um hvernig stæði á þessum undar- lega þef af hundunum, svaraði full- orðna fólkið eitthvað á þessa leið: „Æ, þeir fá þetta af of mikilli úti- vist, það kemur einhver skrattans ó- náttúra í þá, einkum á vorin og svo aftur í miklum hitum á sumrin. En þegar þeir losna við þetta, verða þeir miklu fallegri í hárbragði á eftir, svo að þeir hafa ekkert illt af þessu. Einhver pest er það samt, að þeir skuli lykta svona“. Þessi þefur kom af hundunum þeg ar snjó tók að leysa á vorin, og mig minnir að fólk héldi að hann stafaði af því, að illur þefur mundi vera af jörðinni þegar hún kæmi undan snjón um. En hitt var ráðgáta hvernig á því stæði að sami þefur kæmi af þeim á sumrin þegar mjög heitt var í veðri. En þar var ekki um að vill- ast að þetta var sama „útihunda- lyktin“ og á vorin. En þá kom líka annað einkenni- legt fyrir. Um þær mundir þurfti að koma „ull í fat“ — allur fatnað- ur fólksins var úr ull, enn fremur rekkjuvoðir og jafnvel koddaver og sængur. Og þegar stórþvottur var þveginn og hengdur á stög til þerris í brakandi sólskini, þá forðuðust hús mæður að bera hann inn fyrr en komið var kvöld. Þær sögðu að hann þyrfti að slá sig með kvöldinu, ann- ars væri af honum „útihundalykt“. Ekki held ég að þær hafi þó gert ráð fyrir því, að hundar hefðu komið of nærri honum, hann var svona meðan sólarhitinn var í honum, en lítt mun hafa verið um það hugsað hvernig á því stæði. Þetta var göm- ul reynzla, sem húsmæður urðu að beygja sig fyrir. En þær könnuðust við þefinn, þetta var „útihundalykt“ hvernig svo sem á henni stóð, en hún hvarf þegar loftið gerðist rakara á kvöldin. Fyrir kom það líka, að talað var um „útihundalykt" af fólki, einkum af krökkum á vorin. Unglingar voru snemma látnir fylgja fé á vorin þegar jörð var að koma undan snjó. Ég var ekki gamall er ég kom að bráðnandi hjarnfönn í brekku og fann þar sterka „úti- hundalykt“. Mér fannst þetta skrítið en þóttist vita, að hún kæmi úr auðu jörðinni þar um kring. Síðar fann ég oft þennan sama þef og fannst það ekkert undarlegt, hann kom auðvitað víða úr jörð sem var nýkomin und- an snjó, eins og fólkið hafði sagt. En svo var það eitt sinn um há- sumar í steikjandi sólarhita, að ég var að eltast við ær fram í heiði. Þá var ekki siður að hafa vasaklút, við þurkuðum nefið á treyjuermunum. Og sem ég nú þurfti að þurka mér um nefið, brá mér einkennilega, því að sterk „útihundalykt“ var af erm- inni. Ég þefaði að ullartreyjuboð- ungnum, þar var sami þefurinn og eins af treyjukraganum, og treyjan var snarpheit af sólskininu. Ekki gat þessi þefur verið kominn af grózku mikilli jörðinni, en hvaðan kom hann þá? — Síðan hefi ég margsinnis fund ið þennan sama þef af ullarfötum, sem hitna í sterku sólskini, en aldrei af fötum úr öðrum efnum. Sumarið 1938 var ég staddur að Svínafelli í Öræfum, þar sem feg- urð náttúrunnar getur töfrað hvern mann. Veður var bjart og fagurt, en gat naumast kallast heitt. Ég undi mér lengi í skóggiljunum, þar sem fossar hrynja milli svartra kletta og úðinn úr þeim laugar blaðþungar bjarkir og blómskrúð, en loftið ang- ar af unaðsilmi. Síðan gekk ég upp að skriðjöklinum, sem var eins og blár veggur til hliðar við túnið, en aurar fyrir neðan. Ég hefi aldrei séð skriðjökul fyrr. Þegar ég kom að jökulveggnum gaus þar á móti mér röm „útihudalykt". Ég varð undr- andi, en ég kannaðist vel við þefinn og þó var hann ef til vill sterkari en ég hafði átt að venjast og má vera að það hafi verið vegna þess, að hann hafi verið eitthvað bland- inn brennisteinsþef. Daginn eftir kom ég að Morsárjökli, sem er innar í Öræfunum, og þar bar meira á brenni steinslþef, en þó sló þar fyrir þess- um einkennilega þef, sem líktist nokk uð gaslykt en þó öllu fremur lykt af sumum fjörefnum (B-vítamín), og hét í æsku minni „útihundalykt". Þegar litið er á fyrirbæri þetta, sem kemur fram bæði hjá lifandi Framh. á bls. 14 Eiríksjökull. Verður andrúmsloftíð magnþrungið í nánd við jökla? 8. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.