Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 6
Árni Árnason, dr. med i. Al'lmjög hefir nú undanfarið verið rætt um ýmsar greinar þjóðmála, stjórnmál, atvinnumál, efnahagsmál, heilbrigðismál og skólamál Mun ég ekki bera í þann bakkafulla læk. Ég veit líka, að mig brestur skilning á ýmsu um þau almennu mál. Skulu nefnd dæmi. Ég ski'l ekki hvernig sami f'okkur getur haft fleiri en einn mann — eða lista — í kjöri á sama stað í sömu alþimgiskosningum, en mér er ekki heldur kunnugt, hvernig stjórnarskráin skil- greinir stjómmálaflokk. Ég skil ekki heldur, hvers vegna vér verðum að greiða í aurum að segja má, þegar nágrannar vorir á Norðurlöndum greiða í krónum. Að vísu ber gjaldmið- ill vor nafnið króna — kóróna — og mun nafnið vera einar síðustu minjar þess, er vér lut- um konungum. Nú heyrist kvartað um flokksváld hér á landi Ef þjóð- málaflokkur fer að öllu lýðræð islega, svo sem um kosn- ingu flokksstjórnar, samningu stefnaskrár og vaíl frambjóð- enda til Alþingis, þá sé ég ekki þar ásitæðu til aðfinnislu, og séu flokkarnir og þeir, sem þeim fylgja í kosningunum, megin- hluti þjóðarinnar, þá er þar þjóðræði. En spil'li flokksstjórn- ir eða einstakir áhrifamenn flokksins lýðræðinu og taki sér ranglega aukið vald, þá skilst mér, að það sé ekki flokksræði heldur einræði flokksstjórnar, eða forystunnar. Ef ríkisstjórn væri á slíkan hátt til komin, myndi það þá ekki geta leitt til þess, að fólkið færi að varpa öllum áhyggjum tínum á stjórn ina og — það sem verra er — umhyggju sinni og fyrirhyggju einnig. Þá væri il'la farið. En nóg um þetta, enda var hér aðeins lítiifjörlegur útúrdúr. Þau þjóðmál, sem hér verða rædd, eru ekki áður nefndar greinar almennra þjóðmála, heldur undirstöðuatriði, grund- völlur heilbrigðs þjóðfélags, sem byggja verðu” á og ekki má bila, ef þjóðfélagið á að stand- ast storma og strauma tímans. Því til skýringar, hvað átt er við með grundvelli, vi'l ég nefna, að ekki er hægt að stofna kristið þjóðfélag þar sem engir eru kristnir og það er ekki nægt að stofna í skyndi menningarþjóðfélag með villi- mönnum, sem ekki hafa snefil af menningu En er þá ástæða til að taka grundvöll þjóðmálanna til msðferðar? Svo virðist vera. Málið er á dagskrá, bæði hér í Norðurálfu og vestan hafs. Það eru nú farnar að heyrast kvart anir um alvarlega þverbresti í vorum vestrænu þjóðfélögum. Einkum eru slíkar raddir há- værar í Bandaríkjunum. Það er ekki kvartað svo mjög um, að stjórn ríkjanna, ’ögin né þingið séu ekki viðunandi, ekki kvart- að um almenna þjóðarfátækt, heilsuleysi né þekkingarskort skólaæskunnar. Það er kvartað um siðspillingu, glæpahneigð og eiturlyfjar'Otkun. Kynþátta- vandamálið þar og annarsstað- ar í heiminum er annað mál. Þar eru syndir feðranna að koma niður á börnunum. Hér er ekki að( ins um að ræða ranga stefnu í áhveðnum málum, held ur er komin óáran í mannfólk- ið, og það er einmitt þessi óár- an, sem er alvarlegt sjúkdóms- einkenni í þjóðlífinu. Það er komin skemmd í grundvöllinn. Þessi óáran breiðist áreiðan- lega út. Það er vitað og viður- kennt, að „andlegir straumar", bæði menningar og ómenning- ar, berast nú fljótt og öfluglega þjóða milii. Það liggur í augum uppi, að vér verðum að horfast í augu við þessa staðreynd. En það kemur fyrir, að það þarf að benda á það, sem liggur í augum uppi. Hinsvegar skulum vér einnig treysta því, að það er hægt að varðveita grundvöll- inn, ef rétt er að farið. Það verður að takast því að á því veltur, hvort þjóð vor stemdur áfram heil og sterk. n. TVÆR STEFNUR: Á undanförnum áratugum hefir verið háð hörð barátta í öllum heiminum. Sú barátta stendur enn, einnig hér á landi og er ekki séð, hvenær eða hvernig henni lýkur. Hér er ekki átt við vopnaviðskipti sér- staklega, heldur baráttu milli tvenns kcnar lífsskoðana eða hugmyndafræði, þ.e. milli guðs- trúar eða trúarbragða í ein- hverri mynd annars vegar og guðleysisstefnu, atheisma, hins vegar. Allir, sem hafa ein- hverja skoðun, fylgja annarri hvorri þessari stefnu, vitandi eða óvitandi. Það er ekki um það dieill't, að þessi bar'átta fer fram. Stefnum þessum skal ekki lýst hér, en aðeins skýrt frá því í nokkrum orðum, við hvað er átt. Trú á Guð í einhverri mynd er trú á æðri máttarvöld í al'heimimum. Jalfn'fr.amt er, í æðri trúarbrögðum, trú á æðri tilgang mannlífsins, æðra mark mið með mannlífinu, sem ekki er lokið í líkamsdauðarum. Guð leysið, atheisminn (materialism- inn) neitar tilvaru Guðs. Efn- ið svokallað hefir þróazt fyrir mátt, sem í því býr og maður- inn er orðinn til fyrir þróun ákveðinnar dýrategund- ar. Hann er aðeins dýr, en fremstur þeirra vegna mikils þroska ákveðinna hæfileika, fyrst og fremst hinna miklu vitsmuna, sem gjöra suma ein- staklinga að drottnurum jarð- arinnar. Þessi munur á Hfsskoðunum er ævagamall og hefir komið fram í ræðu, riti og áróðri, eins og gerist um skoðanamun. En baráttan er nú harðari. Á þess- ari ö'ld hefir það gjörzt, að sérstakt samband hefir orðið milli atheisma — guðleysis — og ákveðinnar stjórnmála- stefnu og þjóðmegunarfræði, sem tengd er við Marx, Engels og Lenin. Þetta kerfi, Kommún isminn, er það sem forystumenn ákveðinna ríkja beita fyrir sig í valdabaráttu sinni. Þeii hafa oft ar en einu sinni lýst því yfir, að kommúnisminn muni leggja undir sig heiminn og þeir hafa sýnt tilburði í þá átt Aðferð- irnar hafa verið útþensla — expansio — og inmblö'ndun eða innsmeyg’ng — infiltratio. Ev- rópa varð einkum vör við út- þensluna um og eftir 1940 og er oss minnisstæð árás Rússa á bræðraþjóð vora Finna 1939. iHinni aðferðinni, infiltraitio, seim er fólgin í því, að smeygja skoðunum sínum inn í hug þjóð arinnar, eins og þegar mein- semd vex inn í og ó milli vefja ’líkamans, er beitt áfrm. Að- ferðin er að vísu 'gaimalkuinn, en framkvæmd hennar að því leyti nýstárleg, að beitt er ofbeldi, ef því verður við komið og árang- urinn þykir ekki nægur. Komm únistar gleyma ekki settu marki. Kommúnisminn er að þessu leyti svipaður túnsæk- inni kind Þar sem girðing er fjárheld hverfur hún frá og leitar smugu annars staðar. Sé henni stuggað frá, kemur hún aftur, og hún hættir ekki að hugsa um að komast í túnið, á meðan hún lifir. Um eiriræði og stjórnarfar í kommúnistaríkjum verður hér ekki rætt, en hver verða áhrif þessarar stefnu á þjóðina sjálfa? Ý'msia'r framfarir í lötnduim þessum valda því, að þegnun- um getur liðið vel efnislega. Stuðningur ríkisins við mennt ir, vísindi, tækni og listir, sem þjóna kerfinu, veldur framför- um í þessum grei.ium. Hagsýnn bóndi fer vél með skepnur sín- ar. Vísindi og tækni eru vegur til heimsyfirráða. Kommúnism- inn lítur öðrum augum á mann gildið og þróun einstaklingsins en vér, og samkvæmt áður nefndri skoðun hans á mönn- unum (dýrunum) er ekki um lífi manna og limum, sem kem- mannhelgi að ræða. Stefna vestrænnar menningar er að auka manngildi á öllum svið- um mannsandans. Kommúnisminn takmarkar per sónufrelsi og frelsi ríkja að ýmsu ltyti. Skoðanafrelsi er takmarkað, máflrelsi, ritfrelsi og tjáningarfrelsi í listum. Kirkjan er ofsótt og sé mönn- um í orði kveðnu 'leyft að trúa því, sem þeir vilja, þá er að- ferðin lík og ef sagt væri við húsmóður, að hún mætti rækta blóm í stofunni, en ekki hafa mold í jurtapottunum. Allt er þetta andstætt hugs- un og hugsjónum vorrar vest- rænu menningar og miðar að vorri skoðun til niðurdreps, enda hefir heilbrigt manneðli sagt til sín og andstaða og mannlegar kröfur lótið á sér bera. En hvernig víkur því við, að kommúnisminn hefir r.áð þeirri útbreiðslu hér á landi, sem raun er á? Á það má benda, að sumir landsmenr eru atheist ar. Einnig iízt ýmsum kristnum mönnum vel á kenningar þeirra og stefnu í einstökum þjóðmá'l- um, t.d. félagsmálum ogfræðslu málum, en gæta ekki aðalstefn- unnar og afleiðinganna af framkvæmd hennar. Þet'ta er undarleg glámskyggni og svo hefir verið komizt að orði, að útbreiðsla þessarar stefnu hér á landi væri blettur á íslenzkri menningu. m. SAMSTARF AÐ ÞJÓÐARSPILLINGU Kommúnisminn er að vísu ill- ur gestur hjá kristinni menning- arþjóð, en hann kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur, í úlfshamnum. Sama er ekki (hægt að segja um þann böóvald, sem véldur þjóðarböli og þjóð- arspillingu á Vesturlöndum við hlið kommúnismans. Hann er í sauðargæru. Þar sem hægt er að rekja afleiðingar til orsaka ihjá kommúniiSimanum er það ekiki auðvelt hér, því 'að orsaikir og afLéiðing- ar blaindaöt iá ýmsan hátt saman. Orsakirnar eru helzt nefndar áfengi og önnur eiturlyf, lítil siðfræðiþekking og sljó siðgæðisvitund, sem er veigamikil orsök, misnotkun fjöl miðlunartækja, spillandi kvik- myndir, spi'llandi skemmtanir og siðlaus tízka. En afleiðingarn- ar eru sú spilling, sem er orð- in það þjóðarböl, að miklum ó- úyggjum veldur, einnig á Norð urlöndum Með aukinni þekkingu og kunnáttu til að afia sér efnis- legra verðmæta hefir aukizt auðshyggja og græðg; í þessi verðmæti svo mikil, að andlegu verðmætin verða útundan. Auðs- hyggja úr hófi fram leiðir til svikse.ni í viðskiptum arðráns, smygls og óheiðarlegrar spá- kaupmennsku. Ekki óskyld er nautnasýki, sem á meinlausara stigi 'lýsir sér í eyðslusemi og bruðli, en leiðir til skaðlegra nautna. Algerlega ótímabærar kynferðisnautnir spilla heil- brigðri æskugleði og æsku- þrótti og gjöra tímabil æskunn- ar í rauninni að engu Siðgæð- isskortur og minnkandi sjálfs- virðing lýsir sér með ýmsu móti, vanrækslu í siðgæðisuppeldi barnanna, óáreiðanleik í við- skiptum og sviknum loforðum og er að finna i öllum stétt- um og starfsgreinum þjóðfé'lag- anna. Af vanræktu siðgæðis- uppeldi leiðir agaleysi í ýms- um myndum, virðingarleysi fyr ir foreldrum, kennurum og öðr- um yfirboðurum og ýmsar ó- spektir og spell á almannafæri. Lítilsvirðing á eignarréttinum kemur fram í ýmiskonar skemmdarstarfsemi og þarf ekki 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.