Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.1968, Blaðsíða 13
kunningja, hér á Suðurnesjum, eins og hann var vanur. Þann 23. október 1909 deyr hann austur á Seyðisfirði. fprest þjónustubók Dvergasteinssóknar, er hann sagður ógiftur sjómaður frá Eng- ey, hefir sennilega verið þar til heimilis af og til, en ekki skráður þar í sóknar- mannatal á þeim árum. Heima í Tjarnarkoti hjá foreldrum mínum var lengi til mynd af Guðmundi en hefir af einhverjum orsökum glat- azt. Vissi ég ekki til að neins staðar væri til mynd af honum, og þótti mér leitt, að senda þessar línur án myndar, Qg gerði ég allt er ég gat til að hafa upp á mynd af honum, og tókst það loks fyrir góða ábendingu nágrannakonu minnar, er benti mér á, að vel gæti verið að væri til mynd af honum inni í Vog- um í Suðurkoti hjá Guðrúnu Benedikts- dóttur. Bað ég kunningja minn úr Vog- unum að spyrjast fyrir um það, sem og hann gerði með þeim árangri að hann færði mér mynd af honum skömmu seinna. Gaf Guðrún mér síðar myndina, Vil ég hér þakka henni fyrir þá góðu gjöf, eins og líka þeim, sem aðstoðuðu mig við að nálgast hana. Bókmenntir Framh. af bls. 4 lega afbrigðilegum mönnum. Heldur þú að Lawrence hafi verið kynferðislega afbrigðilegur? Corke: Ég hef engar sannanir, alls- engar. Muggeridge: Heldur þú, að hann hafi verið heilbrigður maður kynferðislega? Corke: Hugsi maður sér styrkleika kynorku, þar sem hámark karlmennsku er önnur andstæðan og hámark kven- dóms hin, myndi ég álita líklegt að Lawrence hefði verið svona mitt á mi'lli. Það sama á við um suma beztu lista- menn okkar — flesta. Muggeridge: Með öðrum orðum „Á á skáldsögu þinni. Þar sem þú varst einn hlutlausu svæði“ svo að ég noti nafnið ig sjálf? Corke: Einmítt. Muggeridge: Svo að þið Lawrence hafið þannig átt kynrerðislega saman. Corke: Við vorum bæði á „hlutlausu svæði“. Muggeridge: Hvað þá um hann og Muriel? Corke: Hún var miklu meiri kven- maður. Muggeridge: Heldur en þú? Corke: Já. Muggeridge: Heldur en þú? Corke: Já. Muggeridge: Og þessvegna var at- staða hennar til hans önnur. Corke: Já, mjög ólík. Þau nánu kynni sem voru milli þeirra, eru á engan hátt sambærileg við þau nánu kynni, sem voru milli okkar. Muggeridge: Hvers vegna varð hún svo gröm, þegar hann sendi henni próf- arkirnar af „Sonum og elskhugum“? Corke: Hún hafði vitað um handritið frá því hann byrjaði á því. Hann sýndi henni miklu meira af handritinu en hann sýndi mér. Varðandi eitt atriði hafði hann beinlínis leitað ráð^ hennar. En þegar hann sendi henni prófarkirn- ar var frásögnin orðin svo breytt. Lýs- ingin á henni sjálfri var orðin allt öðru vísi. Hún var ekki gröm, húr var buguð. Þetta voru endalokin milli þeirra. Hún sendi honum aftur bréfin sem hann hafði skrifað henni. Muggeridge: Hún hvorki sá hann né hafði nokkurt samband við hann eftir það. Hvenær sást þú hana í síðasta sinn? Corke: 1940 dvaldi ég hjá vini mín- um í Nottingham, og þá dstt mér í hug að reyna að hitta hana. Ég skrifaði henni og bauð henni, bjóst við að hún myndi þá ef til vill bjóða mér heim til sín. Þetta var um það bil 30 árum eftir að hún giftist, hún giftist 1915. Hún hafði sett mér mót í hávaðasömu veit- ingahúsi í Nottingham. Eg þekkti hana tæplega. Hún var orðin lotin, svo hræði lega mik’lu eldri en ég mundi eftir henni. Augu hennar voru augu Muriel. Sam- ræður mil-li okkar voru nærri útilokað- ar, því hún var orðin svo heyrnardauf. Ég reyndi að ná sambandi við hana, en það var ógerningur, og að lokum reis hún á fætur og flýtti sér til dyra. Henni var Ijóst að tilgnngslaust var fyrir okkur að reyna að ræðast við. Muggeridge: Greinilega hefur Lawr- ence ekki getist að gáfuðum konum ,eða hvað? Corke: Honum geðjaðist betur að konum sem voru móðurlegar eða ást- konum. Muggeridge: En hann kærði sig ekki um eiginkonu sem væri andlegur jafn- oki hans? Corke: Ég held held ekki að hann hefði getað hugsað sér slíka konu. Muggeridge: Slík kona var ekki til. Heldur þú, Helen, að þú sért draum- lynd kona? Corke: Ég kann að hafa verið það, en líklega mætti segja það um flestar ungar stúlkur. Á vissu aldursskeiði er maður draumlyndur. Og með þessu var Lawrence að láta í Ijós hvað ég var honum. í samskiftum okkar Lawrence reyndi aldrei á hvort ég væri gædd eiginleika til að vera hagsýn. Hann sá mig alltaf þegar ég var að hugsa. Hann sá þá hlið á mér sem er andlegri og örvaði hana. Ég bjó stundum til kaffi, það var allt og sumt. Muggeridge: Hvenær sástu þennan bjarta, Ijóshærða mann seinast? Corke: f febrúar 1912 hafði hann dval ið sér til hressingar í Bournemouth og síðan ætlaði hann að fara og dvelja um tíma hjá Edward Garnett. Hann skrifaði mér og stakk upp á því að við hittumst á Victoriajárnbrautarstöð- inni og röbbuðum saman á leiðinni til Croydon. Við drukkum te í járnbraut- arstöðinni og ókum síðan til Croydon, en þar ætlaði ég úr lestinni. Kvöldið var mjög fallegt, við vorum kát og ekki að tala um nein alvörumál. Ég fór því alla leið til Woldingham og þá var sól- in setzt. Þetta var í febrúar, fagur bleik- rauður bjarmi á himni. Ég fór úr lest- inni í Woldingham. Lawrence hélt áfram til Edenbridge. Ég kvaddi, veifaði hend- inni fyrir utan gluggann, þannig var það. Muggeridge: Sástu hann hvorki né heyrðir frá honum eftir það? Corke: Ég fékk bréf sent frá Eden- bridge, en þetta bréf var mér ekki ac skapi. Muggeridge: Hvað stóð í því? Corke: Hann stakk upp á því að ég kæmi til Garnet, en mér fannst það óhæfa. „Viltu ekki koma eitthvert kvöldið og ganga með mér um gras- lendið hérna. Síðan gætum við farið aftur heim til Garnets. Hann er svo ein- staklega frjálslvndur" í þessum tón. Það var auðskilið. Muggeridge: Þú hefur ekki svarað bréfinu? Corke: Ég svaraði því Muggeridge: Kúldalega? Corke Já, ég rvaraði því á þá lund sem honum hefur ekki líkað Muggeridge: Og þetta voru þá enda- lokin? MEDAL “^FLOUR^1 ■ BETR! KÖKUR BETRI BRAUÐ UPPSKRIFT VIKUNNAR: BERLÍNARKRANSAR 1% boB lint smjörliki. 1 bolli sykur. 2 tesk. saxaður appelsínubörkur. 2 egg. 4 bollar GOLD MEDAL hveiti. Hrærir smjörlíkið, sykurinn og appelsínubörkinn og egg- in vel saman. Bætið hveitinu útí. Hnoðið — kælið. Skeri'ð deigið í smábita, rúllið í lengjur. Snúið upp á lengjuna og geirið síðan einfaldan hnút úr lengjunni, þannig að sentimetersendi standi sin hvoru m-egin út úr hnútunum. Setjið í ósmurða plötu. Pennslið hnútinn með sitífþeyttri eg,gjahvítu blandaðri 2 teek. sykri. Skerið kokteiiber til helming og setjfð í miðjan hnútinn. Smáræmur úr sítrónu berki notist til skrauts. Ofmhiti 400°. Bakið í 10—12 mín. (Úr deginu fást um 60—70 kökur). Ath. Ef deigið spring- ur, velgið það eða vætið með fáeinum dropum þar til sprungumar hverfa. Corke: Já, einmitt, endalokin. Muggeridge: Heldur þú, að þú hefðir getað verið gift honum? Corke: Hvorki honum né nokkrum öðrum. Muggeridge: En ímyndaðir þú þér nokkum tíma, að ef til vill færi svo? Corke: Þú átt við að ég ætti eftir að giftast honum? Nei, hann stakk upp á því, en hann vissi fullvel á þvi sama augnabliki að slíkt var óhugsandi. Þetta var hlutur sem hann gat ekki sjálfur horfst í augu við. Stundum ásakaði ég mig fyrir að hafa orðið honum svo ná- komin, að ég skuli hafa vakið hjá hon- um slíkar tilfinningar. Ég spurði sjálfa mig hvort ég hefði breytt rétt, með því að láta Lawrence lifa sig svo inn í hug- arheim söguhetju „The Trepasser“, að hann, að minnsta kosti um stundarsak- ir, kom tilfinningalífi sínu í uppnám. Muggeridge: Og nú ert þú orðin ódauðleg í verkum Lawrence, það ertu. Að eilífu. Nokkurs konar ævarandi minnisvarði. Hvað finnst þsr um það. Ertu ánægð með hvernig hann lýsir þér? Corke: Sú ég, sem er í þessum verk- um, er einungis ég, eins og David hefur skynjað mig. Ég á ekki annarra kosta völ, en sætta mig við þessa lýsingu. Mynd sýnir aðeins eina hlíð manneskju. Það er meira komið undir manninum sem skapar myndina, heldur en fyrir- myndinni. Hinsvegar fann ég fljótlega að kynni mín af Lawrence yrðu mér meiri lífsreynsla en langflest fólk nokkru sinni öðlast. Ég hef sagt frá málavöxtum umbúðalaust. Þegar ég horfi um öxl, eru þessi 3 ár sem við 3 vorum svo nátengd, athyglisverðasti tími ævi minnar. Ungar leikkonur Framh. aí bls. 9 Litla leikfélagið og sýndum í fyrra „Myndir“ í Tjamarbæ og sjónvarpsþátt- inn „Ástin hefur hýrar brár“, hvort- tveggja undir stjórn Sveins Einarssonar, leikhússtjóra. Það er oft talað um, að ekki sé nóg gert fyrir ungu leikarana, en mér finnst Leikfélagið gefa afskaplega mikið fyrir sitt unga fólk og samstarfið miilli ungu og eldri leikaranna er mjög gott. Við vorum öll hissa á hvað sýningunni í Tjamarbæ var vel tekið og urðum við a'ð hafa margfalt fleiri sýningar en upp- haflega var gert ráð fyrir. Síðari hluti sýningarinnar var settur saman af okkur sjálfum, svo og öll undirbúningsvinna. Ég sá til dæmis um búningana og hver og einn lét eitthvað af höndum rakna. Þetta ýtti svo undir okkur, að við erum nú að vinna að bamasýningu, byggða á ljóðum eftir Jóhannes úr Kötlum. Þetta er skemmtilegt verk, Guðrún Ásmunds- dóttir er leikstjóri, og Jóhannes úr Kötl- um hefur hjálpað okkur og gefið okkur holl ráð. Ég býst við að leikritið verði frumsýnt um jólin. — Hvenær komstu fyrst fram á sviðið? — Að skólasýningum frátöldum kom ég fyrst fram í Einkennilegur maður eftir Odd Björnsston, sem Leikfélag æsk- unnar fór með út á land . . . nei, annars, ég vil sem minnst muna eftir þvi, það Útgefandi: H.f. Árvakur, Beykjavík. FrarrJkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Sigurður Bjamascn frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsion. iRitstj.íltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: AðaUtræti 6. Sími 10100. 8. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.