Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 3
Lars Storléer: STAÐA NORSKRA LEIKHÚSMÁLA styrjöldinni á Spáni, a5 boði föður síns. . . Herra Kennedy var ólíkur mörgum öðrum feðr- um að því leyti að bann vildi heldur lítið láta á sér bera en ýtti þeim mun meira undir syni sina að ferðaSt, þroska sig, menntast, kynnast mi'kil- vægu fólki. Hann gætti þess af samvizkusemi að vei'ta þeim öllum sömu möguleika. . . . A meðan drengirnir voru yngri voru þeir undir mínum vernd- arvæng, en síðan tók faðir þeirra við og lagði á ráðin um menntun þeirra og frama. Hann hafði einnig verið afbragðs íþróttamaður á yngri árum og hvatti þá til dáða á því sviði“. Ein dóttirin, Eunice, sem gift er Sargenlt Shriver, minnist þess hinsvegar hvernig móðir hennar hvatti þau, örvaði og ýtti þeim fram á við. En hún lét sér aldrei lynda að vera óséð afl bakvið tjöldin. Stjórn- málaleg dómgreind hennar er sízt lakari en annarra í fjöl- skyldunni og hún hefur ávallt verið full atorku og samkeppn- islundar: haft áihuga á fólki, sem náð hefur árangri á ein- hverju sviði, hvort heldur það er tónlist, bókmenntir, tízka, stjórnmál, kaupsýsla....Síðast en ekki sízt“, segir Eunice, „hefur hún alltaf verið mjög kvenleg, — hún hefur gaman af fallegum fötum, samkvæm- um, dansleikjum, skartgripum, glaðværð. Hún kann vel að umgangast karlmenn, og öllum tengdasonunum líkar vel við hana.“ Rose Kennedy hefur um langa hríð unnið að því að skrifa ævisögu sína, en nú, eft- ir síðasta hörmungaratburðinn í f jölskyldunni, er eins og henni veitist örðugt að halda áfram við hana. Hún reynir þó þegar tími gefst til, að skrifa athuga- aemdir í dagbók sína, sem hún byrjaði á fyrir mörgum árum í London. ,,Ég hvatti öll börnin til að halda dagbók, skrifa nið- ur dýrmæta reynslu, sem geng- ið gæti í erfðir til þeirra barna.“ Hún skrifar einnig hjá sér ým- is atriði, sem vekja forvitni hennar, upplýsingar og heimild- ir, tilvitnanir í bækur ýmissa rithöfunda, eins og þessa til dæmis: „Horfist djarflega í augu við ellina. Látið ekki blekkjast. Því þótt hinn ytri maður hrörni, vex þeim innra ásmegin með degi hverjum“. Hún er hrifin af þeim auknu möguleikum, sem ungum mæðr- um nú á dögum gefast til að auka við þekkingu sina gegn- um útvairp og sjónvarp. „í gamla daga“, segir hún, „urðu húsmæður þreyttar og gamlar fyrir tímann, staðnaðar ogleið- inlegar. Áður fyrr hafði ég ekkert annað úrræði, ef mig langaði til að heyra frönsku talaða, en að fara og hlusta á messu í franskri kirkju. Nú get ég hlustað á fyrsta flokks frönskuframburð af hljóm- plötunum mínum — lestur úr- valshöfunda eins og Claudelog Colette (þó ég felli mig ekki við röddina í henni). Að ala upp börn er hvetjandi starf — þau halda manni ungum, lifandi í sambandi við allt sem er að gerast í heiminum. Fórni maður þessu fyrir framabrautina, hvað á maður þá að lokinni ævi? Úrklippubækur." Öllum börnunum hefur ver- ið kennt að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta og að þroska Framh. á bls. 9 Hefðin hefur lengi hvílt eins og farg á norsku lei'klistair- lífi. Sýningar á viðamiklum sí- gildum verkum og traustum raunsæisleikjum nútímahöfunda hafa fram á miðjan þennan ára tug verið stærstu viðburðirnir. Bæði viljann og aðstæður hef- ur skort til þess að gera til- raunir til endurnýjunar stíls og kynna áhorfendum ný leiklistar form. Að meginhluta berum við sjálfir sök á þessari menning- arlegu einangrun, en sú stað- reynd að litið er á okkur sem útbyggja Evrópu, hefur leitt til þess að gengið er framhjá okkur, þegar um er að ræða gestaleiki og þátttöku í alþjóð- legum viðburðum eins og leik- húsráðstefnum, viðræðufundum o.þ.h. Á undanförnum þrem árum hafa samt miklar framfarir orð- ið í leikhúsum og því er svo ástatt nú, að við erum reiðu- búnir að leggja okkar skerf ti'l evrópsks menningarlífs, einnig á sviði leiklistar, og með það hlutgengum gjaldmiðli, að tekið verði gilt. f rauninni eru starfándi leik hús í Noregi ekki fleiri en sex um þessar mundir. Þau eru National Theatret, sem er aðal- leikhúsið og ræður yfir tveim tilraunaleiksviðum: ABC-Thea tret og Bikuben, og það er Oslo Nye Teater, þriðja leik- hús höfuðborgarinnar. Á-uk þess ara eru Den Nationale Scene í Björgvin, Tröndelag Teater í Þrándheimi og Rogaland Tea- ter í Stavanger. í hópinn bæt- ast svo Riksteatret, en starf- semi þess er þó ekki sambæri- leg við starfsemi ríkisleikhúsa í Svíþjóð og Danmörku, leik- starfsemin í Club C — og að einhverju leyti stúdentaleiksýn ingar. Fyrrum átti Oslo bæði Folketeater og Centralteater og rétt er að taka fram að Od- inteater, leikhús Eugenio Bar- bas, hóf starfsemi sína í Osló. í Norður-Noregi stríða menn enn við að koma leikhúsi sínu, 'Hálogaland Teater á fastan grundvöll. Leikhúsin leitast nú orðið við að koma markverðum nú- tímaverkum á sýningarskrá milli þess sem þau sýna hefð- bundin leikrit og alþjóðleg kassastykki — og rétta hjálp- arhönd nýrri norskri leikriit- un, sem nú er að sjá dagsins ljós. Það segir sína sögu um stöðu leikhússins, að höfund- um eins og Arrabal og Gatti hefur enn ekki verið ljáð rúm, svo nokkru nemi, á fjölum stærri leiksviðanna — við er- um enn langt á eftir öðru sem gerist í leikhúslífi Evrópu (einnig í tíma.). Áhuginn á nú- tímaleikritum, sem nú er farinn að bæra á sér, á ekki sízt ræt- ur að rekja til þess fjörkipps, sem norsk nútímaleikritun hef- ur tekið, þótt undarlegt kunni að virðast. Á útgáfuárinu 1966 ‘67 voru hvorki meira né minna en 18 ný norsk leikrit prent- uð. Mörg þeirra er ógerningur að setja á svið, enda þótt þau séu að mörgu leyti áhugaverð. Þetta á einkum við Adam, hvor er du?, söguleik á grunni kristi legra mannúðarviðhorfa eftir Carl Fredrik EngelStad, fyrr- um þjóðleikhússtjóra. Ekki færri en 13 þessara nýju leik- rita voru þó sett á svið leik- húsárið 1967—68. Hér var um að ræða framsókn nýrrar kyn- slóðar, og enda þótt menn gæfu henni furðanlega lítinn gaum, mun hún hafa varanleg áhrif, vegna þess að þessir ungu efnilegu leikritahöfundar tóku hér upp glímuna við vandamál formsins og tókst að einhverju leyti að tileinka sér leikritun- arstíl nútímans. í kjölfar þess- arar almennu tilrauna á árinu sem leið birtist á þessu leikári agaðri og vandaðri viðleitni til endurnýjunar norskrar leikrit unar, sem var almennt meiri akkur í en það sem við feng- um að sjá í fyrra. Leikritið, sem var fyrirboði nýfl dags í norskri leikritun var Gitrene (Grindin) leikrit í fjarstæðustíl eftir Finn Carl- ing, sem yar frumsýnt í Trönde lag Teater leikhúsárið 66'—67 og síðan sett upp í Det Norske Teater ári síðar. Þegar Det Norske Teater fékk umráð yfir húsnæði revíuleikhússins Edd- erkoppen, og beindi þangað til- raunastarfsemi sína, sköpuðust tæknilegar aðstæður til þessað sýna ný verk, sem voru að koma fram. Athyglisverðust frumsýning ABC—leikhússins var Kassandra eftir Georg Jo- hannessen, sem er nútímaleik- ur og eitt sviðrænasta verk, sem komið hefur fram í Nor- egi eftir stríð. Verkið er út- tekt á vestrænum menningar- arfi, aðalpersónan er feitur karl, forstjóri skemmitigarðs, Guð og fjandinn í einni og sömu mynd. Leikritið Freden, Friheten, Kjærligheten — og alle sammen eftir Anders Bye lætur mun minna yfir sér, og var sett á svið í hringsviði Þjóðleikhússins. Þetta er glæsi- legt léttmeti, sem sýnir djúp- ið milli vilja og athafnar í allt að því kóreógrafískri svið- setningu. Dag Solstad og Einar Ökland sömdu í sameiningu leik ritið Georg, sitter du godt?, þar sem fjallað er um samtím- ann, og var það sett upp í ABC—leikhúsinu s.l. haust. Og loks ber að nefna leikrit Ped- ers Capplens, ljóðrænt og að formi til vel-heppnað framhald á ævintýrinu um Þyrnirósu. Ásamt leikriti Steins Mehrens, Narren og hans hertug, sem verður brátt sýnt á aðalsviði Þjóðleikhússins, eru þessar fimm sýningar stærstu viðburð ir norsks leiklistarfífs á síð- ustu þrem árum. Höfundar þess ara verka eru nær allir ljóð- Skáld, sem standa föstum fót- um í bókmenntaarfi Norðmanna og almennt má fullyrða, að þeir hafi allir náð tökum á tækni leikritunar, fjalli um efni sem búa yfir alþjóðlegri skírskotun og beri vott þjóðfélagslegrar ábyrgðarkenndar. Þeir eru allr- ar athygli verðir, einnig utan landamáera Noregs. Aukinn tæknilegur útbúnað- ur nýrra tilraunaleiksviða hef- ur þó ekki einn nægt til þess að fleyta fram þeirri endurnýj- un, sem nú á sér stað í norsku leikhúslífi. sívaxandi áihrif ungu leikaranna á val leikrita við leikhúsin hefur verið drif- fjöður þessa alls. Einnig sú staðreynd, að stöður leikhús- stjóra skipa að mestu ungir menn. í rúmt ár hefur Arild Brinchmann, fyrrum leikstjóri sjónvarpsins, ráðið ríkjum í Þjóðleikhúsinu. Tormod Skage stad, leikhússtjóri við Det Norske Teater, hefur ráðið unga leikatjóra og leikara til ABC—leikhússins og Bikuben (þar sem höfundur, leikstjórar, leikarar og áhorfendur rök- ræða um sýningarnar) Ungur maður, Erik Pierstorff að nafni, hefur stjórnað Tröndelag Tea- ter í nokkur ár og Toralv Maurstad hefur blásið nýju lífi í Oslo Nye Teater. Að ein- hverju leyti hafa einnig auk- in samskipti við leikhús hinna Norðurlandanna og annarra Ev rópulanda haft sín áhrif. Gesta leikir og gestakomur útlendra leikstjóra eru þó fátíðari hér en á hinum Norðurlöndunum — og hér er fjárhagnum einum ekki um að kenna. En meðan leik- húsin eru ekki fleiri, getum við ekki vænzt þeirrar gagnkvæmu samskipta og samvinnu, sem tíðkast í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð. í almennum umræðum ura leiklistarlíf í Noregi hafa stað- ið deilur um það, hvort halda eigi í vanabundið leikhús fag- urkeranna eða færa það út á breiðari og alþýðlegri grund- velli. Trúlega eru aðstæður okkar mun erfiðari en annars staðar i Evrópu til að sveigja leikhúsið inn á félagslegar brautir og jafnframt beina þvi til stærri áhorfendaskara. Miklar fjarlægðir ásamt þeirri staðreynd að hér eru borgara- samfélög næsta fá, hafa sín áhrif og leggjast á sveif með bæði staðsetningu okkar á enda mörkum evrópskrar menningar- svæðis og þeirri staðreynd að fyrri gullöld okkar í leikhús- lífi bindur leikstarfsemi okkar á klafa enn í dag. Það er því ekki „borgaraleg- ur leikstíllinn og leikritaval- ið“ sem veldur því, að leikhús- ' ið höfðar aðeins til hluta þjóð- arinnar. Öllu heldur ræður smekkur áhorfenda leikstilnum og leikritavalinu. Það hlýfur Stefán HörÖur Crímsson: Fyrnska Þótt leiðin umhverfis steininn sé endalaus þá lýkur ferðinni. En hann kemur annar. Samur kemur enginn ti'l baka. Unum því. Blikin sem hann kveikti í speglum þínum eru með honum. Tungl skín á hlöð en skuggi liggur yfir heiðinni. Hún þykir ekki ein. 26. janúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.