Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 11
Wytu aB Telta I TcIrK]ugar5In- um eins og annarsstaðar í borg- inni. Nei. Það lið er eins og sálariaus vél, sem gengur fyrir sterkum mótor og þjösn.ast yf ir götur, hoilt og mýrar eftir kerfisbundinni áæitlun. Það er líklegast að þeir álíti óviðeig- andi að leita að skáldi og séníi í vígðum reit. Ég tók nokkrum sinnum á grindarhúninum án þess að opna, en kjarkurinn dignaði til muna við hverja snertingu, því handfangið var blautt og frá því stafaði nákuldi, sem læsti sig inn í merg og bein. Ég hefi alla mína ævi verið ákaflega myrkfælinn og ennþá hefi ég óskerta mína barnatrú á upp- vakningum, afturgöngum, fjöru lölllum og mannskæðum sjó- skrím^lum. Þórbergur hafði fræbt mig um það, að vel skygnir menn sæju þoku- kennda stróka á leiði hvers einasta framliðins manns, þetta væri eins og gegnsæir móhrauk ar, dauð meinlausir, en ókát- iir og nálegir í framkomu. Ég kveið fyrir því, ef ég yrði allt í einu svo rammskyggn, að ég sæi þennan þokulýð í Sólvalla- garði. Ég hleypti í mig ofurmann- legum kjarki, rykkti hliðinu opnu og skálmaði inn í garð- inn. Hjartatitringurinn hvarf að mestu þegar ég sá hvergi móhrauk á leiðunum. Ég hafði líka nokkra von um að ég væri ekki einn í garðinum. Tvær lif- andi manneskjur væru þar kannski einhversstaðar, í þann veginn að ljúka dagsverki sínu Ég gekk í fyrstu með stein- veggjunum, en tók mér smá af leggjara inn í leiðaþröngina og kallaði ekki mjög hátt Þórberg ur. Steinhljóð og grafarkyrrð í hinum víðlenda dauðramanna reit. Ég lagði leið mína til Jóns gamla forseta: karlinn var súr á svipinn í kvöldhúminu og bleytuslyddunni, en drottnaði þó eins og konungur yfir garð- inum. Ég tyliiti mér á tá fyrir framan hans mektuga stein og kailaði hátt: Sobeggi. Ekkert svar. Hann er sjálfsagt ein- hversstaðar þar, sem minnst ber á að puða. Ég lagði leið mína til Sigurðar Breiðfjörðs það gat hugsast að hann hefði halilað sér að honum vegna andlegs skyldleika, en ekki var hann þar. Nú datt mér í hug að hug- boðið hefði verið lygablekk- ing, komin frá hrekkvísum önd um, sem gera það uppá grín að ljúga að saklausu mannfólki, en flissa svo á eftir að fáráð- um mannkindum. Ég kallaði þó einusinni svo háitt, sem ég hafði róm til: Þórbergur. Dauðaþögn eins og áður, en vegfarandi á Kirkjugarðstígnum, sem bar eitthvað fyrirferðarmikið und- ir hendinni tók till fótanna og hljóp allt hvað af tók. Það þýddi ekki neitt að vera að snuðra 'lengur í garðinum. Ég opnaði garðshliiðið, þegar marr aði í dyrajárnunum yfirféll myrkfælnin mig með ofur- þunga. Upphaflega hafði hug- rekki mitt byggzt á því að Þór- bergur sál. myndi anza kalli mínu og koma á móti mér glað- ur og reifur eftir vel unnið dags verk. Ég drattaði heimleiðis von- svikinn með þungan harm í huga. Þórbergur var vissulega ekki í tölu hina lifenda. Aldrei myndi hann koma syngjandi á sunnudagsmorgnum „Fagurt syngja Fuglarnir í eyjunum". Hann kom ævinlega heim til okkar Guðfinnu eins og sendi boði gleði og gamansemi. Hann sagðist koma hingað í Máva- hlíð við Hagamel 47 til þess að hlusta á nið aldanna. í þessu gamla húsi átti heima Gísli hinn skyggni sem Þórbergur skrifaði eftir fyrirburðasögur merkilegar. Hér hafði átt heima um langt skeið Ólafur Jónatans son stórgáfaður og mikið glæsi- menni sem hafði lent í örlaga- ríku ástarævintýri vestur á Snæfellsnesi. Ólafur hafði strokið með brúði sína hingað á vetrarmánuðum, því ást þeirra var fædd í meinum. Hér fædd- ust og ólust upp synir þeirra tveir: Erlingur, kannski meata músik-séní sem fæðst hefur á fslandi og Sigurður, sem er frægur söngvari. Þórbergur sál ugi skynjaði og skildi betur „nið aldanna" en nokkur ann- ar. Þegar ég kom á móst við Hringbraut 45, yfirféll mig snögglega fjarsýnisgáfan, sem mér er þó fremur sjaldgæf. Ég sá líklega með ólíkamlegum aug um, en þó svo greinilega, sem lifandi mynd væri, Þórberg ganga eftir götu, sem ég kann- aðist ekki við. Hann var á- hyggjusamlegur í bragði, gekk hægt og bar stafinn fyrir sig eins og hans var venja. Allt í einu eru tveir menn komnir sitt að hvorri hlið hans: þeir heilsa honum með miklum vinalátum og fagurgala, hrósa honum á alla lund segjast vera trúbræð- ur hans í pólitík og að þeir séu í þann veginn að leggja á stað til Norður Viet Nam til þess að berjast og falla fyrir hugsjónina. Þetta þykir Þór- bergi fagurlega mælt og verður léttur í máli og vingjarnlegur. Þar kemur að þeir bjóða honum heim í íbúð sína uppá eitt glas af léttu víni, ef þeir mættu hugsa svo hátt að verða dús við skáldspekinginn, sú upphefð væri sér ómetanlegt veganesti í krossferðina til Viet Nam, þar sem svo gæti farið að þeir létu líf sitt fyrir hið heilaga málefni. Svipur Þórbergs uppljómað- ist allur við þessi vingjarnleg- heit og fórnfýsi þessara ungu manna. Hann fór samt að hafa orð á því, að þótt málefnið væri óneitanlega gott, mættu íslendingar, svo fámennir, se.m þeir væru ekki við mannfalli í siorstyrjöldum og þó ekki væri um bein manndráp að gera, væri leiðinlegt að vita til þess að góðir drengir væru meiddir til óbóta. Þeir sögðu að þetta væri lítil sem engin hætta. bandariskir hermenn væru svo einstakir klaufar að það væri eins og að fara á rjúpnaveið- ar að berjast við þá. Skot frá þeim hittu í hæsta lagi fót eða fingur, en ef Norður Viet Nam maður missti útlim í bardaga fengi hann ókeypis handlegg eða gerfifót frá Rússlandi, sem væri miklu fullkomnari en það sem Guð legði mönnum til, hann væri orðinn svo gamaldags karl inn og langt aftur úr tækni Rússanna. Þeir gengu nú allir inn í kjallara á gömlu timburhúsi, þar ætluðu þeir að drekka skilnaðarskál, því þessir hug- rökku hermenn kváðust fara með flugvél á blóðvöllinn í Vi- et Nam eftir eina eða tvær klukkustundir. Þegar þeir voru komnir inn úr dyrunum ' tók annar hermaðurinn lykil úr vasa sínum, stakk honum í skrána og tvílæsti. Nú breyttu þessir tveir soldátar heldur en ekki um svip og viðmót: þeir skip- uðu Þórbergi að rétta upp hend urnar á meðan þeir tækju til handagagns peningaveski og lausa aura sem kynnu að vera í vösum hans. En dátunum varð þetta ekki eins auðveldur leikur og þeir ætluðu. Þórberg- ur var engin bleyða þegar á hólm var komið, það sýndi hann bezt er hann kom úr mis- heppnari pílagrímsför frá elsk- unni sinni og þurfti að vaða Grímsá í Borgarfirði. Sú mann- skæða elfa hafði mörgum góð- um dreng orðið að aldurtila eins og annálar herma. Þegar hann kom að vaðinu á ánni kom honum í hug: Allir þeir menn sem áin hefur gleypt hafa drukknað af því þeir fóru yfir hana á hinu forna vaði. íhalds- mennskan hefur orðið þeim að bana. Hann hljóp svo ofan með ánni og óð yfir hana, þar sem hún var talin mönnum og skepnum alófær og farnaðist vel. Þegar hinir skæðu soldátar kröfðust rannsóknar á fötum hans, vissi hann fullvel að hann hafði ekkert að verja, nema sitt eigið líf sem var öðrum dýr- mætara en honum sjálfum og tvo tuttugu og fimmeyringa, sem höfðu fyrir löngu laum- ast á milli ytraborðs og fóðurs á jakka hans. Enn, ennþá einu Binni hvíslaði Suðursveit í eyra hans: Aldrei að leggj- ast flatur fyrir ofbeldinu Nú rann á hann hetjumóður enda var hann vel vopnaður þar sem hann hafði krókstafinn, sem var bæði högg og lagvopn eft- ir því sem honum var beitt. Þórbergur hjó og lagði á vixl og varðist af frábærri hug- prýði, ákveðinn í því að auka hróður Suðursveitar, hvað sem liði um sitt eigið líf. En eftir snarpan bardaga brotnaði staf- urinn við hjöltun eða krókinn, en þá var vörn hans þrotin og hann lét líf sitt með sæmd, en datt ekki í hug að biðja um prestfund. f sama mund hvarf mér fjarsýnin, en ég stóð sem negldur niður á götuna _ fyrir framan Hringbraut 45. Ég sá að það var ljós í íbúðinni hjá Margréti. Mér flaug í hug að fara upp til hennar og segja henni hvernig komið var, svo hún liði ekki lengur óbærileg- ar kvalir óvissunnar. Hún félli náttúrlega í óstöðvandi grát, en ég tæki hana í faðm minn og reyndi að þurrka af 'henni táraflóðið. Svo hvarf ég frá þessari hugmynd, því þó Þórbergur væri látinn og lík- lega farinn að stirna, myndi sál hans vera nærstödd ef ég færi að handfjatla eiginkon- una á sama dægri og fráfall hans skeði. Það gæti líka kom- ið til að Margrét afþakkaði að ég væri að flangsa utan í sig í sorg sinni. Næstu daga voru að koma í dagblöðunum smáklausur um fjarveru Þórbergs, en ekki var minnzt á að hann væri dáinn. Auðvitað kom hann fljótlega ■heim. Það hefði heldur ekki þýtt neitt að segja þjóðinni að hann væri fallinn frá, hún myndi aldrei trúa því. Þó hann hefði dáið úr krabba eða öðrum löglegum sjúkdómi, myndi hún staðhæfa að það væri slúður og fjarstæða. Þjóðin telur sig ekki geta misst hann ekki frem ur en að hún hætti sjálf að vera til. Því hefur aldrei verið trúað til fulls, að Ólafur konungur Tryggvason hafi fallið eða drukknað við Svoldur. Norð- menn og íslendingar halda enn þann dag í dag að hann lifi góðu lífi einhversstaðar í Sax- landi. Sama verður með Þór- berg á ókomnum öldum. Svip- ur hans mun oft sjást á Hring- brautinni eða annarsstaðar í borginni. Enginn verður felmtri sleginn, slik sýn styrk- ir bara trúna og fullvissu um að hann lifi við beztu heilsu þjóðinni til gagns og gamans, þó hann sé fyrir löngu dauður. Næsta dag fékk ég fréttir um að Þórbergur hefði komið bráð- lifandi heim á Hringbraut 45, kveldið áður. Fréttin gladdi mig ósegjanlega. f gleðivímunni gleymdist mér öll þykkja til hugboðsins og fjarskyggnis- gáfu minnar, sem höfðu logið að mér eins og svo oft áður. Síðar fékk ég eftir beztu heimildum, vitneskju um það dapurlega ástand sem ríkti í húskynnum frú Margrétar nokkru fyrir upprisu Þórbergs. Fregnir höfðu borizt frá lög- reglu og skátum um að Þór- berg væri hvergi að finna. Vita skuld hafði ekki verið leitað í höfninni eða með fjörum. Allir töldu, að Þórbergur skáld og mesti orðlistarmeistari íslands væri fallinn frá Þá lagði nokk- uð af venzla og vinafólki leið sína til frú Margrétar í sam- úðar og huggunarskyni. Það tók sér sæti við borðið í stáss- stofunni. Karlmenn sátu hnípn- ir, orðvana og horfðu ofan í gólfið. Konur misstu málið og grétu í hvíta vasaklúta. Mar- grét sat fyrir miðjum borðs- enda, harkaði af sér þurr í augum, enda mundu þá táralind ir hennar hafa verið að fullu tæmdar, þegar hér var komið sögu. Allt í einu opnast stofu- hurðin og inn kemur Þórberg- ur, ekki eins og svipvera dá- ins manns, heldur slompfullur, dálítið reikandi í spori og að öllu leyti veraldlegur í fasi. Þá reis frú Margrét upp úr sæti sínu og mælti: — „Ja, hérna. En að þú skulir geta verið þekkt- ur fyrir að koma lifandi inn úr dyrunum eftir allt sem er búið að iganga á“. Kannski var glettnisglampi í augnatillitinu, en fyrir því er engin vissa, því atburðurinn var því miður ekki kvikmyndaður. Þetta ávarp Margrétar sýnir ótvírætt, hver hetjukona hún er: þegar Þórbergur er af flest- um talinn af og hún er viss um að hún er orðin ekkja, hell- ir hún kannski niður miklu táraflóði í einrúmi, en svo brýzt um í sál hennar gamall ættar- þróttur, sem hún hefur oft áð- ur orðið að grípa til á örlaga- ríkum augnablikum. Hún er staðráðin í því að lifa í ekkju- dómi eins þó hún fengi álitleg tilboð um giftingu á ný, enda væri það eins og .að éta úthey- ið á eftir töðunni, eins og hin mikla kona í Reykholti komst að orði. Hún ætlaði ekki held ur að skæla framan í heiminn eða að biðja hann að telja tár- in sín þó á móti blési. Nú eins og komið var, gat hún búizt við að þurfa að syrgja eigin- mann sinn tvisvar, ef hún lifði honum lengur, en flestum eig- inkonum er það ærin þolraun ■að syrgja sama ektamaka einu- sinni. SMÁSAGA Framh. af bls. 5 leiðis að kærastan þín í Kaup- mannahöfn vill þig ekki. Ekki e'inu sinni sú geðveika vill þig-“ Fífí brosti. „Hansdóttir, Hansdóttir!“ „Já, mamma þín sagði, að pabbi þinn hefði heitið Hans’ var það ekki?“ „Hansdóttir, melludóttir!" Fífí hló við. „Líttu á mig, Fífí, svona geng urðu, svona ertu í framan, svona líturðu út, svona talarðu Enginn karlmaður, ekki einn einasti, myndi vilja líta við þér, ekki einn einasti." Brosið var horfið af Fífí. Hún sat og beit á jaxlinn og enginn vissi, hvert hún horfði hinum rangsnúnu augum. Allt í einu rak hún upp villidýrs- legt öskur og henti sér yfir hinar stúlkurnar. Hún beit, sparkaði, klóraði og lamdi í blindni í allar áttir, meðan tryllt hljóð sprengdust upp úr háls- inum á henni. Slagurinn varð ekki langur. Þær voru fimm á móti einni. Fífí var fleygt út úr herberg- inu eins og druslu, sem fauk undan roki. Nokkur kröftug spörk fylgdu henni síðasta spöl inn. Hún brölti á fætur og æddi inn i sitt eigið herbergi, henti sér á dívaninn, gróf andlitið í púðann og engdist af gráti og orgum langa hríð, skreiddist síðan fram úr og læsti hurð- inni sinni. Svo settist hún á dívaninn og reri fram í gráð- ið. Stök ekkasog brutust fram við og við. Það varð lengra og lengra á milli þeirra. Loks sat hún grafkyrr og svipbrigða- laus. Þá fór hún yfir að skrif- borðinu, tók fram blokkina og blýantinn og byrjaði að skrifa: Fífí, Fífí —Horinn lak úr nef- inu á henni. Hún náði í út- saumaðan vasaklút með hvítri blúndu og snýtti sér. Að því búnu hélt hún áfram að skrifa. Því lengur sem hún skrifaði, því rólegri varð hún. Loks hætti hún. Hún lagði smáar, fagurskapaðar li-endurnar fram á borðið og horfði eitthvað út í bláinn. Það færðist bros yfir andlitið. Hún lokaði augunum og hneigði höfuðið og studdi andlitið með krepptum hnef- um, þannig, að munnurinn sást ekki og skyndilega varð hún undarlega fríð. Svo tók hún hendurnar frá munninum og opnaði augun. Hún brosti enn. „Mér er sama“ hvíslaði hún. „Ég er kynvillt." A. L. 26. janúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.