Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 10
Frú Rose Kennedy við flygilinn höfn. Bobby reyndi einnig á sinn hátt, með því að hvetja efnaða vini sína til aðgerða". Hún heldur áfram hálf-hátt og slitrótt: „Stundum velti ég því fyrir mér, hvort fjölskylda mín hafi éitthvað það við sig, sem býður upp á ofbeldi. Öf- und? Ég veit það ekki. Ég heyrði í sjónvarpinu eitt kvöldið, að fólk hefði skrifað þessum manni — Shiran Sirh- an — þakkar og viðurkenning- arbréf. . . Ég skil það ekki. Það var eins og með þetta fólk í Dallas sem rak upp húrra- hróp.“ „Kannski_ leyfir Guð þetta ekki. . . Ég hef hlotið svo margt: son, sem varð forseti, tvo syni í öldungadeildinni, tengdason, sem er ambassador. . . . .ef til vill leyfir Guð ekki svo mikið. Við erum af mjög alþýðlegu bergi brotin. Hvað skyldi svo sem vera sérstakt við Kennedyana? Hví skyldi ekki einhver Nixon eða ein- hver Humphrey líka eiga rétt ásér?“ „Ég hef hlotið margar gjaf- ir, heilbrigði, menntun, auð, álit, fjölskyldulíf, rótgróna á- byrgðartilfinningu, töluvert á- hrifavald. En mér hafa einnig verið lagðar kvaðir á herðar. f Biblíunni segir: „Af hverjum þeim, sem mikið er gefið, mun mikils verða krafizt“. Guð ger- ir mismunandi kröfur til mann- anna. Trúin er einnig Guðs gjöf. Sá sem ber gæfu til að eignast trú, verður að gæta þess að glata henni aldrei en efla hana með lestri og bæna- haldi. Sá er einnig gæfusamur sem fær viljastyrk í vöggu- gjöf. . . viljastyrkur er það sem fleytir manni yfir allar torfærur — og það að vera gæddur lifandi áhuga, leitandi hugarfari. . . það stafar að nokkru leyti frá uppeldinu..“ Foreldrar Rose Kennedy voru af írskum ættum, frá þeim hluta Bandaríkjanna sem kall- aðist Nýja England. Þar var stilling og ráðdeildarsemi talin til dyggða og bar uppeldi barn anna keim af því. Móðirin var skynsöm kona, sem ekki taldi viðeigandi að æðrast yfir smá- munum. Rose átti hamingju- sama bernsku í foreldrahúsum. Fróðleiksfýsnina, ferðaþrána og tungumálaáhugann erfði hún frá föður sínum, sem oft tók hana með sér í ferðalög og gerði sér þá far um að skýra allt sem bezt fyrir henni. Á unglingsárum hennar fékk hann hana til að stofna mál- fundafélag fyrir ungar stúlkur, þar sem rædd voru dægurmál og almenn málefni. Hún var elzta stúlkan í sex barna hópi og þegar hún hafði aldur til var hún send til framhaldsnáms í klausturskóla í Hollandi, enda þótt hún sjálf hefði held- ur kosið að stunda nám við Wellesley háskóla. „Þá var ég betri í þýzku en frönsku," seg- ir hún, „það var dásamlegt að lesa Goethe og Schiller á því máli, hlusta á Wagner óperurn- ar í Salzburg eða við tónlistar- hátíðarnar í Bayreuth. Ef ég hefði ekki gifzt, hefði ég ef til vill orðið tónlistarkennari. En tengdadóttir mín Joan hefur nú rænt mig hlutverkinu sem píanóleikari — hún leikur miklu betur en ég“. Frú Kennedy héfur reynt að ala börn sín upp í þeim anda sem ríkti á bernskuheimili hennar. „Börnin höfðu að vísu ýmis efnaleg sérréttindi, en þau hafa alltaf orðið að gegna vissum skyldum og við höfum reynt að innræta þeim hófsemi gagnvart fjármunum, enda þótt oft væri erfitt að skýra fyrir þeim hversvegna þau máttu ekki fá 25 cent í viðbót“. Sem uppalanda lýsir Eunice Shriver móður sinni þannig: „Mamma beitti ströngum aga. Hádegisvexður var stundvís- lega klukkan eitt. Ef maður kom of seint varð maður af fyrsta réttinum. Á hverjum fimmtudegi vorum við send á bóka9afnið að ná í bækur. Við vorum látin sækja tennistíma, sundtíma, gengum öll með tann spengur í sjö ár til að rétta tennurnar. Okkur var öllum stjórnað eftir nótum frá unga aldri, en það voru til allrar hamingju skemmtilegar nótur . . . Við erum ekkert okkar fram úr hófi guðhrædd eða tök um trúarlífið mjög hátíðlega, en mamma á þessa brennandi trú, sem minnir helzt á píslar- vottana forðum, sem vildu heldur deyja fyrir trú sína en láta af henni. Ég held að það stafi af hinu írska ætterni henn ar, sem hún er mjög hreykin af. Hún er líka miklu betur að sér en nokkurt okkar um and- leg efni, sem hún hefur viðað að sér með víðtækum lestri guðfræði, heimspeki og kirkju- sögu. . . . Hún skrifar einnig oft bréf til fólks sem hún þekk ir ekkert ef hún veit að það hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli, og reynir að hughreysta það“. „Það auðveldaði mér mjög uppeldi barnanna", segir frú Kennedy, „að ég giftist manni, sem var jafnaldri minn, sömu trúar og hafði líkar hugmynd- ir um barnauppeldi svo ekki kom til neins ágreinings. Börn- in voru líka heppin að hafa Joe sér til fyrirmyndar. Hann bragðaði hvorki áfengi né tób- ak fyrr en eftir tvítugt, og því gerðu hin það ekki heldur. Þau hafa alltaf verið mjög sam- heldin og mér er það mikil gleði að vita að nú eftir þessar síðustu hörmungar hafa þau staðið saman sem einn maður, veitt hvort öðru styrk og ávallt verið reiðubúin að liðsinna mág konum sínum í erfiðleikum þeirra — þau hafa verið þeim Ethel og Jackie sannkallaðar hjálparhellur í raunum þeirra". Viðbrögð Rose Kennedy við hinni óvæntu fregn um hjónaband þeirra Jacqueline og Onassis voru einkennandi fyrir hana: stillileg og jákvæð. „Ég held þau geti orðið mjög hamingjusöm. . .þetta hefur ver ið einmanalegt líf hjá henni. Maðurinn minn og ég höfum þekkt herra Onassis í fimmtán ár og hann kom í kvöldverð hingað til okkar síðastliðið sum ar. Þetta hefur allt verið svo órólegt — og eins og ég sagði við einhvern, við gerum sjald an neitt á venjulegan hátt: það verður alltaf heilmikil sprenging." Hún segist hafa komizt að þeirri heimspeki- legu niðurstöðu að í þessum heimi fái menn ekkert fyrir- hafnarlaust. „Maður verður að leggja sig fram við allt í þess- ari tilveru, haldið þér það ekki? Hvort sem það er hjónabandið, börnin, matartilbúningurinn — nú, eða bara andlitið á manni! Frú Krúchev spurði mig einu sinni þegar fundum okkarbar saman hvað ég gerði til að halda útlitinu! Hún sagðist hafa klæðzt sama kjólnum við em- bættistöku forsetans og ég hafði verið í við krýninguna í Englandi. Mér féll vel við frú Kruchev — hún er kona sem maður myndi óhræddur trúa fyrir börnum sínum ef m-aður þyrfti að bregða sér út kvöld- stund. Ég hef verið spurð hvern ég hafi átt við í ræðu einni, sem ég flutti, þar sem ég sagði að stundum væru tengdamæður betrý að sér en tengdadæturn- ar. Ég átti þar við frú Kru- chev, sem ég kynntist í Vínar- borg — hún er mjög aðlaðandi og þægileg kona af bændaætt- um, víðlesin, kennari að mennt- un, tungumálamanneskja. Hún talaði góða ensku, en hvorug tengdadætra hennar skildi mig, hvort sem ég reyndi ensku, þýzku eða frönsku. Þær kunnu ekkert af þessum málum. Það var sem sé ekki ég sjálf sem ég átti við með þessum ummæl- um um tengdamæðurnar, eins og sumir hafa látið sér detta í hug, enda þótt ég álíti ald- urinn enga ástæðu til að koðna niður og hætta að bæta við sig þekkingu, reynslu og áhugamál um“. Með þvílíkum orðum lýkur heimsókninni til frú Rose Kennedy, konunnar, sem svart- klædd og harmþrungin en hnarreist fylgdi syni sínum til grafar í Arlington-kirkjugarði fyrir fáum mánuðum. „Af hverj um þeim, sem mikið er gefið, mun mikils verða krafizt. . . .“ Þegar Þórbergur \ar myrtur Framh. af bls. 7 um kveldið, hefur henni þótt útséð um að Þórbergur væri á lífi. Þá hringir hún til lögregl- unnar og biður um aðstoð sína við að leita að líkinu Fyrir kurteisissakir kallaði lögregl- an út og bað Þórberg að láta vita um sig með símtali. En þar sem ekki er ennþá komið á not- hæft símasamband milli þessa og annars heims, þá hringdi Þórbergur ekki. Þá var allt lögreglulið borgarinnar og þús- undir skáta sett í gang eins og risastór múgavél, sem átti að raka allan bæinn og nágrenni svo ekki leyndist lítið strá eða fis þegar rakstri væri lokið. Skömmu áður en tilkynning- in um hvarf Þórbergs kom í útvarpinu, hringdi mágkona Margrétar til Guðfinnu konu minnar og spurði hvort Þór- bergur væri hér. Það var ekki og raunar þóttust þá allir úr- kula vonar um að hann væri á lífi, þó lengi lifi von hjá vanda- mönnum og velunnurum um hið gagnstæða á meðan líkið er ekki fundið. Mér var nálega ómögulegt að hugsa til þess a_ð Þórbergur væri fallinn frá. Ég reyndi að gera mér í hugarlund einhver óvenjuleg atvik önnur en dauðs fall sem gilda ástæðu fyrir hvarfi hans. Ekki er því að neita að ég er gæddur nokkrum dulrænum hæfileikum: Ég hefi einu sinni séð uppvakning, Hegg staðaskunda og hefi skráð um þann atburð skilmerkilega sögu sem ég gaf sr. Jóni Thorarensen sem mun setja hana í Rauð- skinnu, sem væntanlega kemur út innan skamms. Svo hefi ég oft fengið sterk hugboð um ó- orðna eða nýskeða atburði. Oft hafa þessi dulrænu hugboð logið að mér, er ekki ástæða til að fást um það, þau eru eins og mannfólkið: segja stund um satt, en ljúga þó miklu oft- ar. Svo hefi ég líka nokkra fjarsýnisgáfu, þannig að ég sé stundum atburði, sem gerast i fjarlægð eða gætu hafa gerzt þar. Nú þegar ég var í öngum mínum og harmi sleginn, fékk ég allt í einu sterkt og kraft- mikið hugboð: Þórbergur er lif- andi. Hann hefur farið inn í Sólvalla-kirkjugarðinn og er þar líklega ennþá. Ég þaut upp, dreif mig í loðskinnsúlpu og vatnsstígvél og skálmaði á leið ofan að Sólyallakirkjugarði. Á leiðinni var ég að hugsa um það, hvort þetta væri lyga- hugboð eins og svo oft hafði komið fyrir áður. „Jú það get- ur verið að Þórbergur hafi far- ið í garðinn, en hann hefur ekki farið þangað einn. Þór- bergur fer ekki að kanna dauðramanna reit þó um há- bjartan dag sé, einn síns liðs. Það er þó bókað, að hann hef- ur einusinni áður farið í kirkju- garðinn að kvöldi til í brúna- myrkri og drýgt þar mikla dáð, sem fáir hefðu eftir leikið, en þá var hann ekki einn að leik og svo var það á þeim árum, sem hann var ungur fullhugi En nú þegar hann var kom- inn á áttræðisaldur og þar að auki einstaklega vel giftur, horfir þetta öðruvísi við. Mað- ur sem er orðinn slitinn af alls- konar brúkun á langri ævi og hefur margsinnis smogið úr veiðinetum kvenna og verið eiginkonu sinni trúr að mestu eða ö'llu leyti í full 30 ár. Og þó getur það alltaf skeð að gamlir menn töfrist af lítt spjöll uðu kvenholdi. Þó Þórbergur sé óvenjulega mikill reglu og staðfestumaður, má ekki ætla að hann sé meiri en skáld- spekingurinn Göte. Hann var nær því áttræður er hann varð yfir sig ástfanginn í barnungri heimasætu, svo hann gekk ein- förum í örvínglun. Hins vegar var á það að líta, að Þórbergur vegna etlli og slits, var lík'legur til þess að þurfa marga klukku tíma til þess að virma verk, sem hann ungur gat hrist af á stuttri stund. Ég hafði oft heyrt Þórberg hallmæla með stórum orðum tíu stunda vinnudegi og þó sérstaklega næturvinnu, sem hann taldi þjóðar spillingu. En sannir mannvinir vilja gjarnan leggja á sig erfiði fyr- ir aðra, einkum ef þeim sjálf- um finnst verkið ekki óskemmti legt. Þetta óheilla kvöld var veð- urfar af því tagi, sem íslenzkt mál á ekkert sérstakt lýsingar- orð yfir. Það var hvorki aust- an, vestan, sunnan eða norðan átt og þó var ekki logn. Það var eins og ógeðsleg bræla kæmi lóðrétt ofan úr loftinu og henni fylgdi slepju úrkoma, sem varð eins og spýja á mal bikinu. Húsagarðar og rang- halasund urðu náklæðaleg í út liti. f slíku veðurlagi verður mannlífið utandyra, óákveðið og nærri ti’lgangslaust. Óhugn- anlegt að vera að vinna í kirkjugarði, seint á kveldi við slíkt önuglyndi náttúrunnar, nema kannski þeirrar mann- legu. En ég vissi að Þórberg- ur var flestum eða öllum mönn- um vandvirknari og ég hélt hiklaust áfram í áttina að kirkjugarðshliðinu. Ég stóð nokkra stund við hliðgrindina og reyndi að finna rökræna ástæðu fyrir því að hætta við leitina. Mér kom í hug að lögreglan og skátarnir 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. janúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.