Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 6
Af gömlum blöðum Eftir Hannes Jónsson Útspekúleraður refur og upplagður svindlari Ég tíndi njóla og hundasúrur, sem konan matbjó fyrir bömin A þessum árum komu nasist- arnir til sögunnar. Þetta voru þó engir nasistar, heldur frjáls- lyndir strákar úr Alþýðu- flokknum og Sjólfstæðisflokkn- um, nokkurskonafl mótvægi gegn yfirgangi og ribbalda- hætti kommúnista. Strákarnir sóttust eftir ólátum, hávaða og sprelli, og fyrir þeim voru kommúnistarnir nokkurskonar Hjá'lpræðisher, sem hægt var að gera at í. Ég sá þá einu- sinni um áttatíu í hóp ráðast hvað eftir annað á komm- únistafund og tvístra honum. Einar Olgeirsson hótaði að mola nasistana niður, en lagði á flótta strax og strákarnir réðust á útifundina og tvístruðu þeim. Þeir höfðu íslenzka fánann við húin, en rifu þann rauða niður. Það var gaman. Ég þekkti strákana vel, var meira að segja þá kallaður íhaldsnasista- bulla. Og Bretinn varð iseinna að borga einum landa mínum sterlingspund fyrir upplýsingar um það, að ég væri stórhættu- legur nasisti, ekki samt eins hættulegur og Jón B., sem var eins og Hitler. Þá varð líka Alþýðuflokkur- inn valdstjórnarflokkur, smitað ist af Hermanni, og þá gekk ég í íhaldið 1936. Ég hefi a'ldrei ski'lið í þessu, svo marga hæfa forustumenn hefur Alþýðuflokk urinn átt. Og það var ekki fyrr en tveim árum síðar, sem komm únistar gerðu útaf við Jón Baldvinsson á Dagsbrúnarfund inum. Jafnaðarmenn mega aldr ei viðurkenna valdstjórn, sízt á íslandi, þar sem fjöldinn er frjálslyndir umbótamenn. Hefði Alþýðuflokkurinn þá sýnt meiri lipurð, og ekki trúað Hermanni þá hefðu margir haldið tryggð við flokkinn og klofningur Héðins hefði þá varla komið til framkvæmda. Þetta var mik- ið tjón, því okkur vantaði Al- þýðuflokkinn sem sterkan mið- fflokk, þá hefði okkur vegnað betur. Ég gat þess áður, að ég lærði margt af kommúnistum, þar á meðal að hlusta, _og það sem kallað er njósnir. Ég heyrði um orð, sem féllu ó leynifundum stjórnarflokkanna, Framsóknar og Alþýðuflokksins og kom þeim til nasistanna og Morg- unb'laðsins. íhaldið vildi ekki trúa þessu en mátti til vegna sannana, og svo skrifaði blaðið dag eftir dag. „Hvernig er það, Árni, stendur þú fyrir þessum andskota", sagði Vi'lmundur við Árna frá Múla, ritstjórann. Og þetta vakti úlfúð innan stjórn- arinnar, hver bar af sér og eng- inn trúði öðrum. Hefði Her- mann vitað að það var hann, sem gaf upplýsingarnar, hefði hann orðið aumur. Honum var þertta mátulegt. Kosningin 1937 sýndi árangurinn. Og svo var fundurinn i Barna skólaportinu. Það átiti að leggja Kveldúlf að velli, þar vann Ól- afur Thórs sinn fyrsta stórsig- ur og sýndi hver foringi hann var. Hann kom til fólksins, tal- aði við það umbúðalaust al- þýðumál, og eftir það treystu aillir honum. Einu sinni voru verkamennirnir í Kveldúlfi að drekka kaffið, þá voru æsingar og verkfall yfirvofandi. Ólafur kom þar á leið til skrifstof- unnar. „Hvar í flokki værir þú Ólafur, ef þú værir verkamað- ur eins og við“ kallaði einn verkamaðurinn til hans. „Hik- lausit kommi“, svaraði Óiafur. Hann var alltaf fljótur að hugsa og orðheppinn. Ólafur var í senn foringinn og al- þýðumaðurinn, hann mátti ekk- ert aumt sjá. Þjóðin á honum mikið að þakka. Á þessum árum var mikil fá- tækt og margur soltinn. Ég var dragskakkur, en var þó að reyna að rækta kartöflur suð- ur á melum, því þær voru mat- rtr. Ég hafði líka dálítið af róf- um, spínati og rabbabara, tíndi njóla og hundasúrur, sem kon- an matbjó handa börnunum. Há tíðamaturinn var hrossaket frá Gunnari í Von. Ég keypti eitt kíló af lærvöðva á 14 krón- ur, en Gunnar skar af tvö til þrjú kfló og flýtti sér að pakka inn. Einu sinni bað ég hann að lána mér 50 krónur, til að búa börnin út í sveit, hann gerði það. Þó ég borgaði vár góð- verkið það sama hjá honum. Það voru fleiri nauðleitarmenn sem Gunnar var góður. Það var talað illa um hann, og vafa- laust hefir hann haft mikla igalla, en hann átti líka mikil gæði. Það var 1938, sem átti að ferma einn drenginn minn, en ég vildi ekki fara til bæjar- ins, til að fá fermingarföt. Þau voru til í Álafoss og kostuðu 125 krónur, en ég átti 25 krón- ur og von um sömu upphæð á mánuði fyrir snúninga. Ég hitti Sigurjón Sigurðsson, sem sagð- ist ekki mega lána, því þá gat enginn borgað, en hann sagði: „Hittu Sigurjón sjá'lfan." Ég kom tvívegis, en hann var ekki við, í þriðja sinnið náði ég hon- um í síma. Ég sagði Sigurjóni erindið og ástæður mínar. „Komdu með strákinn," sagði Sigurjón hressilega, rétt eins og hann væri að tala við mekt- ar bokka. Svona menn þykir manni alltaf vænt um. Ég man ekki eftir að hafa betlað nema einu sinni, það var fyrir einhver jólin á þessum ár- um. Ég vax einhvernveginn vonilaus, fannst að ég ætti stutt eftir lifað, og gat enga tilbreyt- ingu gert fyrir jólin. Mig lang- aði til að gleðja börnin og kon- una, eiga ein jól enn, og skrif- aði tveimur, sem ég þekkti og hélt að væru aflögufærir. Ann ars svaraði, sendi mér hundr- að króna seðil og kort með, virðulegt og kurteis't, rétt eins og hann skrifaði stórborgara, sem væri að gera honum stór- greiða með því að þiggja hundr- að kal'linn, sem þá var sjald- séður. Þetta var Helgi Bergs. Kortið og seðillinn gladdi mig mikið og gaf mér þrek, ég átti gleðileg jól. En mikið skamm- aðist ég mín þó, mér var raun- verulega illa við Helga fyrir góðverkið, sem ég þó síðan man og blessa hann fyrir. Það get- ur enginn skilið tilfinningar ör- snauðs manns nema sá, sem sjálfur hefir 'lent í eymd. Svo eignaðist ég tólfta barn- ið 1939. Ég kom heim eftir há- degið og var sagt, að maður hefði komið og spurt eftir mér. Hann bafði skilið eftir fimmtíu krónur til min. Þetta var Guð- jón Sigurðsson, sem bjó á Hverf isgötu 69 þegar ég var í Ás- byrgi. Ég hitti hann síðar og þakkaði honum gjöfina, sem þá var stór. Það eru til stórhöfð- ingjar, sem klæðast verka- mannafötum. Mig dreymdi að ég væri í Þverárfjallinu, tæplega í miðj- um hlíðum. Það var bjart yfir, og þá var eins og því væri hvíslað að mér, að ég yrði jafngamall og Kristín amma, tæplega 78 ára. Síðan efa ég það ekki, að ég nái þeim aldri, en reyni þó að lifa svo, sem ég ætti að skilja við eftir nokkr ar mínútur. Ég biðst fyrir á hverju kvöldi, og það væri ske’lilihlegið, ef það heyrðist til mín. Samferðamenn mínir hverfa hver af öðrum, og ég reyni að hugsa hlýlega til þeirra og leiðbeina þeim með hugsun minni. Ég hef verið neyddur til að þekkja eigin s_mæð, og fór auðvitað að vola. Ég þekki, að smæð og stærð eru jöfn- Ég veit að ég veit ekki neitt, það er fyrsta stig á námsbraut eilífðarinnar. Ég má vera þakk látur. Ég byrjaði að vinna hjá Þor- steini Sigurðssyni húsgagna- smið fyrst í september 1939. Hann var sá fyrsti sem þorði að treysta mér, og ég hafði orð fyrir að vera svo mikill glæpamaður, að ég mætti ekki koma nærri neinu. Seinna var ég álitinn útspekúleraður ref- ur og upplagður svindlari. Það eru mikil meðmæli í dag. Ég vinn hjá Þorsteini enn, þó hann sé dáinn, ekki vegna kaupsins, heldur af þakkláts- semi. Svo lofaði ég honum því líka áður en hann skildi við. Þorsteinn var listfengur smið- ur, dýrkaði fegurð og krafð- ist vandvirkni. Hann var ágæt ur hagyrðingur, mátti næstum segja skáld. Hann var hag- sýnn, hafði mikinn metnað fyr- ir iðnaðarmenn í skólamálum og öðrum, var helzti forgöngumað- ur þess að Iðnaðarbankinn komst til framkvæmda. Hann varði húsgagnasmíði fyrir há- marksverði 1942, byggði þar á skýrslu frá mér. Hann vildi ekki vinna í hafti. Þorsteinn var bráðlyndur og fljótur til sátta, hann gat vel viðurkennt villur hjá sér. Ég varð félagi í Málfunda- féloginu Óðni, félagi Sjálf- stæðisverkamanna og sjómanna 1938. Þar var ég í góðum fé- lagisskap. — Óðinshanarnir þekktu hugsanir og óskir al- þýðunnar og þorðu að segja hreinskilnislega frá, hvort sem var við hærri eða lægri og for ystumenn Sjálfstæðisflokksins. Og það voru Óðinshanarnir, sem börðu niður íhaldshyggj- una og gerðu Sjálfstæðisflokk- inn að frjálslyndum umbóta- flokki, sem hann hefur verið síðan, sterkum og stórum flokki Það tók okkur tvo lands- fundi, en þá var líka sigur unn inn. Okkar lán var það, að að- alforystumennirnir Ólafur Thórs, Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Jóhann Hafstein og Sigurður Bjarna- son skildu okkur og treystu. Sjálfstæðisflokknum hefur ver ið brigzlað um það, að hann hafi hrifsað málin frá Alþýðu- flokknum. Er ekki sama hvað- an gott kemur? Við Óðinshan- arnir þekktum málefni alþýð- unnar og knúðum fram umbæt- ur. Við vorum alþýðumenn. Og svo kom stríðið 1940, og verkamennirnir fóru að geta etið sig sadda. Það var ágætt. Og svo fóru þeir að eignast íbúðir, jafnvel að byggja smá- hús inni í Kleppsholtinu. Einn vinur minn, sem þóttist vera kommúnisti, hafði sýnt fram- færslufúiltrúunum ofbeldi og verið dæmdur. Hann langaði til að fá lóð og byggja, en fékk enga fyrirgreiðslu. Hann fór til Bj arna borgarstjóra og kvart aði. „Það er sjálfsagt að hjálpa hverjum, sem vill hjálpa sér sjálfur, þér skuluð fá lóðina", var svar borgarstjórans. Og lóðin var útvísuð daginn eftir af borgarstjóranum sjálfum. Vinur minn er síðan velmetinn borgari, velstæður og virðuleg ur, en enginn kommúnisti. Bústaðavegshúsin og smáíbúð irnar voru skipúlagðar að til- mælum okkar Óðinshananna og velvilja forystumanna Sjálf- stæðisflokksins. Það gerði um 600 örsnauða menn sjálfstæða og suma efnaða. Þar gat eng- inn gróðamaður grætt, og því voru þessar byggingar baktal aðar. Ég hefi aldrei séð eftir þeim hlut sem ég átti í bygg- ingu þessara íbúða. Þær voru hjálp til sjálfsbjargar. Svo var það Nýbyggingar- ráð. Ég þurfti að útvega íhalds heimili í Þingeyjarsýslu jeppa. Það leit heldur illa út, en leyst ist eins og skot, þegar ég hafði vit á að nefna nafn Jónasar frá Hriflu. Og ég fékk líka vöru bíl þangað norður. Ég var í ililu skapi einn daginn, þegar ég kom heim. Allstaðar varver ið að tala um bílabrask komm- únista og Hermanns. Ég skrif- aði strákslega grein í Vísi, sem kom daginn eftir, hún vakti feikna gleði, þingmennirnir báðu Hermann að útvega bíl, en hann var svo hupplegur að bjóða staurfæti í heimsókn á skrifstofuna í Búnaðarbankan um, ti'l að gefa upplýsingar um bílaeign íhaldsins. En Jónas frá Hriflu skrifaði forlátagrein um bílabrask Hermanns, sannkall að meistaraverk, Já, það er 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. janúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.