Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 8
Þegar ég hóf starf mitt sem ungur læknir í Vestmannaeyium fyrir næstum hálfri öld síðan, var baráttan gegn allskonar næmum sjúkdómum höfuðvið- fangsefni íslenzkra lækna. Þar var fremst í flokki berklaveik- in, sem náði mestri útbreiðslu á áratugnum 1920—1930 og varð manndauðinn af hennar vö'ld- um mörg árin 2%c af öllum landslýð. Þetta svarar til þess að með núverandi fólksfjölda dæu 400 manns á ári úr henni einni, aðallega fólk innan þrí- tugs. Hún varð mjög almenn og illkynjuð í Eyjum, enda safn- aðist þar saman fólk hvaðan- æva, en húsakynni víða þröng og heilsuspillandi. Taugaveiki mátti heita þar árviss og varð að hreinni farsótt árið 1923, svo að taka varð Templarahúsið fyr ir farsóttarspítala. Þá fengu hana um 30 manns, og dóu sex þeirra, en með ströngum sótt- vörnum og álmennri bólusetn- ingu tókst að hefta frekari út- breiðslu hennar. Þá var barna- veiki líka landlæg þar, þótt ekki legði hún 5—6 börn frá sama heimili í gröfina á 1—2 vikum, eins og stundum áður, því að serumlækningar höfðu þá verið uppteknar. Þær dugðu þó ekki alltaf til, einkum ef ekki náðist að sprauta börnin strax í byrjun og gat þá orðið að gera barkaskurð til þess að bjarga láfi þeirra. Það tókst mér í tvö skipti, en hið þriðja dó í höndum okkar á leiðinni til spítalans. Það er átakanlegt að sjá angist og átök barns, þeg- ar köfnunardauðinn nær sterk- ari tökum á því með hverjum sogandi andardrætti, sem það tekur. Hvergi voru sóttvarnir svo áríðandi sem í Vestmannaeyj- um, því að auk þessa tóku þar flest farþegaskip fyrst land, er þau komu frá útlöndum, en fjö’Idi erlendra fiskiskipa leit- aði þar hafnar með sjúka menn eða slasaða, einkum á vertíð. Þann 16. desember 1924 gerðist sá sorgaratburður, að héraðs- læknirinn, Halldór Gunnlaugs- son, drukknaði ásamt sjö mönn- um öðrum, er hann var að fara um borð í skip til sóttvarnar- eftirlits. Ég varð þá eini læk irinn í Eyjum og var settur héraðslæknir um hálfs árs skeið, en fékk mér til aðstoðar læknanemann Pétur Jónsson, sem kominn var að því að út- skrifast og varð síðar lengi læknir á Akureyri við ágætan orðstír. Við höfðum meira að gera en með góðu móti varð komizt yfir, því að þessa ver- tíð voru þar um 3500 manns í landi en oft þurfti auk þess að fara um borð í 2—3 skip á sól- arhring á vélbáti eða árabáti. Skottulækningar höfðu lengi tíðkast í Eyjum eins og víðar á þeirn árum. Ég bjó fyrstu ár mín þar andspænis grasa- konu, sem sauð smyrs'l og seyði úr grösum og seldi fólki, en smáskammtalæknir, sem bjó ut- an við bæinn, kom þangað dag hvern og gekk milli húsa með hómópataglös sín hnýtt í vasa- klút. Þetta voru meinleysis- manneskjur og höfðu að vissu leyti samvinnu við okkur lækn- ana, því að þau vísuðu alltaf til okkar sjúklingum, er þau töldu hættu á ferðum, en los- uðu okkur við ýmislegt smá- kvabb. Þetta breyttist mjög, er þriðji skottulæknirinn bættist í hóp- inn um áramótin 1924—1925. Guðrún nokkur, sem þá var nýlega flutt í Eyjar. Hún hafði miklar lamanir á öðrum fæti, en kvað sér nýlega hafa birzt undravera úr öðrum heimi, Friðrik huldulæknir, sem hefði ekki aðeins veitt henni stór- kostlegan bata, heldur gert hana að milligöngumanni, sem þeir sjúklingar gætu leitað til, er óskuðu meðferðar hans. Fólk fór því að leita til hennar og hún að ganga í einstök hús, en ekki var bati hennar þó meiri en svo, að hún varð eftir sem áður að hafa stál- spelkur við fótinn upp að mjöðm, styðja sig við staf og láta 'leiða sig að auki. Bráfct fóru að ganga sögur af yfir- náttúrlegum kraftaverkum þeirra Friðrikis huldulæknis og Guðrúnar, og varð úr fullkom- in múgsefjun, enta kynt undir af hinu spíritiska heimatrúboði og birt vottorð um þessi stór- merki í Morgni. Manna á milli tóku þessar sögur á sig hrika- legar myndir, svo sem að „hann Friðrik“ hefði læknað fólk, sem ég hefði sagt hafa krabbamein eða berkla á háu stigi, jafnvel heilaihimnubólgu, en Friðrik átti líka að fást við handlækn- ingar og var sagður hafa tekið tönn úr manni einum í svefni. Allt þetta hefði nú verið ti'l- tölulega meinlaust, ef Guðrún hefði ekki í umboði Friðriks harðbannað því fólki, sem leit- aði ásjár þeirra, að hafa nokk- ur samskipti við aðra lækna. Með því var sjálfsögðu sótt- varnareftirliti stefnt í hættu. Margir húsráðendur tilkynntu ekki grunsamlega sjúkdóma, sem upp komu á heimilum þeirra, eins og boðið er í sótt- varnarlögum, berklasjúklingar 'hættu að koma til eftirlits og fengust ekki til að senda hráka ti'l rannsóknar eða fara á heilsuhæli, þótt smitandi væru. Það vildi þó til, að á tveimur heimilum þar sem taugaveiki kom upp þennan vetur, voru húsráðendur ekki trúaðir á Frið rik, svo að hægt var að ein- angra sjúklingana. Tvö atvik urðu þess vald- andi, að ég treystist ekki til að láta þetta mál afskiptalaust. Annað var það, að ég mæfcti á götu stálpuðum dreng, Hall- dóri að nafni, þar sem hann var að flytja kartöflupoka á handvagni, blár í andliti og laf- móður, en þessi drengur hafði verið undir minni hendi sem berk'lasjúklingur, og ég hafði síðast gefið þau fyrirmæli, að hann skyldi liggja í rúminu, því að hann var ekki hitalaus. Ég innti hann eftir heilsu hans og sagði hann sér vera að batna, því að „hann Friðrik" væri að lækna sig. Hitt atvikið var það, að ég frétti af manni, sem legið hafði mikið veikur í næstum sjö vikur, en okkar læknanna hafði ekki verið leit- að til hans. Þetta var á barna- heimili, þar sem fjölskyldan hafði aðeins eitt herbergi til í- búðar. Ég tók Pétur aðstoðar- lækni minn með mér til að rannsaka þetta mál og kom þá í ljós, að maðurinn var að bana kominn af berklum, enda var hann dáinn eftir tvo daga. Við hófum því sameigin'lega rann- sókn á fleiri heimilum, þar á meðal hjá Halldóri litla, sem þá var aftur lagztur í rúmið ög hafði versnað mjög frá síðustu skoðun okkar, en móðir hans hélt því fram, að Friðrik væri að lækna hann og hann hefði aðeins kvefast í bili. Þessari konu var annars vel við mig, enda hafði ég áður stundað fleiri börn hennar, og við töl- uðum rólega um málið. Ég benti henni m.a. á þá hættu, að ný taugaveikifarsótt gysi upp, ef ekki væru viðhafðar sóttvarn- ir, en hún svaraði því til, að engin hætta væri á smitun frá þeim heimilum, sem Friðrik tæki að sér. Hann sæi um það. Síðar frétti ég, að sóttvarnir Guðrúnar voru í því fólgnar, að hún þvoði sér um hendurn- s> 3 •' PVG Kolka Hulduloekningamar í Vestmannaeyjum 1925 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. jainúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.