Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1969, Blaðsíða 9
&r úr ósýni'legri þvottaskál eft- ir að hafa farið höndum um sjúklinga, þurrkaði sér á ósýni- legu handklæði og hengdi það siðan upp á ósýnilegan nagla á veggnum. Við Pétur fórum nú saman í skoðun á allmörg önnur heim- ili, þar á meðal eitt, þar sem kona hélt veiku barni á hand- legg sér við eldhússtörfin. Að- spurð sagði hún Friðrik vera að lækna barnið, enda væri því nú að batna, en litla stúlkan var með lamaða augnvöðva, stjarfan háls, og rænulítil. Þð var því auðséð, að hún var með berklabólgu í heila- himnum og átti skammt eftir ólifað. Þá var mér nóg boðið og ég auglýsti fræðslufyrirlest- ur um huldulækningar og sótt- varnir innan fárra daga. Ýmsir vinir mínir komu að máli við mig og báðu mig um að hætta við þessa fyrirætlun. Þeir sögðu mikinn hluta alls al- mennings í bænum vera á máli Guðrúnar og að ég myndi spil'la vinsældum mínum og framtíðaratvinnu með því að leggjast á móti almenningsálit- inu, enda væri þetta hitamál. Ég efaðist ekki um það, en kvað það skyldu mína að halda uppi sóttvarnareftirliti og að ég gæti aldrei fyrirgefið sjálf- um mér, ef vanræksla í því efni yrði orsök nýrrar farsóttar af taugaveiki eða banvænnar smitunar af berklum. Fyrirléstur minn var hald- inn fyrir troðfullu húsi, um 400—500 manns, og komust þó ekki alilir inn. Það var auðséð, að Guðrún og áhangendur hennar ætluðu ekki að láta í minni pokann, því að búið var um hana í hægindastól beint fyrir framan ræðupúltið og til hvorrar handar henni stóðu tveir menn, teinréttir eins og lífverðir. Loftið var magnað af eftirvæntingu og ég vissi, að mikill meiri hluti áheyrendanna var á öndverðum meiði við mig en þeir gáfu svo gott hljóð sem frekast varð á kosið. Ég talaði blaðalaust og lýsti fyrst þeirri miktu þýðingu, sem hug- arástand manna og sálræn á- hrif gætu haft til þess að auka mótstöðuafl þeirra gegn sjúk- dómum, bar ekki brigður á sál- rænar lækningar eða að svo kö'lluð kraftaverk gætu átt sér stað og vitnaði í ýmsar heim- ildir máli mínu til stuðnings. Því næst snéri ég mér að heil- brigðisástandinu í bænum og nauðsyn þess, að almenningur hjálpaði til að halda uppi lög- skipuðu sóttvarnareftirliti, fyrst og fremst með því að til- kynna lækni þegar í stað, ef um grunsamteg sjúkdómstilfelli væri að ræða. Þegar mál mitt hafði staðið yfir í heilan klukkutíma og ég fann, að mesta ó'lgan hafði minnkað, snéri ég mér að þeim svoköll- uðu huldulækningum, sem talið var að hér hefðu átt sér stað, skýrði frá athugunum okkar Péturs, aðstoðarlæknis míns, og lýsti því yfir, að af þeim 40 til- fellum, sem þær náðu til hefð- um við ekki getað sannfærst um yfirnáttúrlega lækningu í eitt einasta skipti. Ég forðaðist allar ásakanir í þessu efni og t'ilgreindi engin nöfn, enda væri það of viðkvæmt mál og ekki viðeigandi, en endaði ræðu mína, sem stóð í næstum hálf- an annan klukkutíma, á því að innan skamms myndi a'lmenn- ingur fá að sjá dóm reynslunn- ar í þessu máli, og það dóm, sem ekki yrði efast um né á- frýjað. Sá dómur féll innan skamms, því að í næstu viku dó litla stúlkan með heilahimnubólguna og nokkrum vikum síðar tvö önnur berklaveiki börn og gam- all maður með krabbamein, sem talið var, að Friðrik hefði lækn að. Almenningsálitið í Vest- mannaeyjum snérist á móti Guð rúnu og hún flutti næsta haust til Reykjavíkur, þar sem hún stundaði huldúlækningar sínar enn um hríð. En auðvitað rættist sú spá vina minna, að ég myndi missa praxis fyrir af- skipti mín af þessu máli. ýmsir sem áður höfðu haft mig að heimilislækni, snéru sér annað, þegar þess varð kostur. Það er óvinsælt verk að svipta fólk sj álf sblekkingunni. Huldulækningarnar í Vest- mannaeyjum urðu blaðamatur ekki síður en „Sauraundrið“ hans síra Sveins Víkings 40 ár- um seinrra. Einn góðan veður- dag bintu blöðin þá fregn, að Einar H. Kvaran væri farinn til Eyja til þess að rannsaka þessi merkilegu fyrirbæri. Hann dvaldi þar nokkra daga á heim- ili þeirra frú Jóhönnu og Krist- jáns Linnets bæjarfógeta, sem bæði voru að vísu mjög ákveðn ir spíritistar, en alltof menntuð og heiðarieg til þess að láta blekkjast af huldulækninga- farganinu. Þau töldu réttilega, að slíku írafári hlyti að slá í baksegl og spilla er frá liði fyrir heiðarlegri og hlutlausri rannsókn á dulrænum fyrir- brigðum. Ég gekk á fund Einars H. Kvaran, skýrði honum frá at- hugunum okkar Péturs og þeirri hættu, sem sóttvarn- areftirliti hefði verið stefnt í með atferli Guðrúnar. Hann svaraði fáu til, en boðaði ti'l fyrirlestrar, sem ekki var sér- lega vel sóttur, enda var þá þessi alda farin að falla. Heim- kominn til Reykjavíkur skýrði hann frá ferð sinni í blöðum, fullyrti fátt frá eigin brjósti, en sagði, að óneitanlega hefðu allmargir talið sig fá undra- verða lækningu fyrir tilstilli Guðrúnar. Mig afgreiddi hann með því að segja, að ég hefði komið á sinn fund og kv&rtað undan því, að frá mér hefðu verið teknir sjúklingar, en á sóttvarnarhlið málsins minntist hann ekki. Ég undi þessum út- skýringum ekki vel og í ferð til Reykjavíkur snemma sumars hélt ég fyrir fullu húsi fyrir- lestur um málið. Efni hans er rakið í Mbl. frá 10. júlí 1925, m.a. á þessa leið: „Hin háleita hugsjón um áframhald lífsins eftir dauðann væri of heilög til að dragast niður í þá hring- iðu hjátrúar og móðursýki, sem hefði þyrlast upp um þessa konu úti í Eyjum. Hann (þ.e. P. V. G. K.) kvaðist alls ekki neita því, að svokölluð kraftaverk gætu gerzt, en hinu tryði hann ekki, að æðri vits- munaverur reyndu til að sanna tilveru sína og tækist svo klaufalega og ræfilslega sem huldulækningarnar bæru raun um — gerðu það með því að láta sjúkilinga, sem hægt væri að bjarga á annan hátt, veslast upp og deyja, og með því að spana fólk upp til að óhlýðn- ast sóttvarnarráðstöfunum". Fyrirlestur minn varð tilefni ti'l allmikillar ritdeilu, sem endaði með opnu bréfi mínu til Einars H. Kvaran, sem birtist í Mbl. 1.4 1926. Skoraði ég þar á Sálarrannsóknarfélagið, ef það berðist fyrir sannleiksleit en ekki bara sálnaveiðum, að fá læknana, sem áður hefðu haft Guðrúnu undir hendi, þá Guð- mund Guðfinnsson héraðslækni og Guðmund Thoroddsen pró- fessor, til þess að rannsaka hana og ganga úr skugga um, hvort hún hefði fengið nokk- urn bata sjálf af lömun sinni. Ennfremur bauð ég félaginu að fá eindreginn spíritista ásamt mér og þriðja manni hlutlaus- um til að taka til rannsóknar ö'll þau vottorð, sem birzt hefðu í Morgni og gefa álit á þeim. Ekki varð félagið við þessum áskorunum og féll mál- ið þar með niður í bili. í þeim sjónvarpsþætti sem haldinn var fyrir nokkru með okkur síra Sveini Víkingi, lýsti ég andúð minni á því spíritiska heimatrúboði, sem m.a. hefði birzt á mjög óviðfeldinn hátt í sambandi við hinar svokölluðu húldulækningar í Vestmannaeyj um. Þegar Sveinn svaraði þessu með þeim frámunalega dónaskap að telja afstöðu okk- ar læknanna sprottna af ótta við tekjumissi, rann mér í skap og til áherzlu sló ég nokkrum sinnum með 'litlafingursjarka hægri handar í borðið á milli okkar. Ég varaði mig ekki á, að þetta var venjulegt spilaborð á skjögrandi f ótum og með þunnri krossviðarplötu, sem buMi í meira en góðu hófi gegndi. Maður einn norður á Akureyri lýsir þessu svo í bréfi til Velvakanda, er birtist í Mbl. 29. des. síðastl., að „alit virt- ist ætla niður að ganga, er míkrafónninn dansaði eftir borðinu." Nú var míkrófónn- inn fastur í borðplötunni og stóð ekki upp úr henni, svo að manntetrið gefur þarna vottorð um enn eitt dularfullt fyrir- brigði, álíka áreiðan'legt og vottorðin gömlu úr Vestmanna- eyjum. Öldum saman og á ýmsum menningarskeiðum um allan heim telja menn sig hafa öð>l- ast ýmiskonar vitneskju eftir öðrum leiðum en gegnum hin ytri skilningarvit. Slík ófreski- gáfa eða ESP (extra sensorial perception) getur birzt í hug- lestri, fjarskyggni, hlutskyggni eða framskyggni og er skýrð á ýmsa vegu, svo sem með þeirri dulvitund, sem svissneski lækn irinn og heimspekingurinn Carl Gustav Jung taldi vera sam- eiginlegan arf kynslóðanna og skýlda arfgengri eðlishvöt dýranna. Ef til vill er ýmis- konar snilligáfa af sömu rót. Þessu skyld er kynngi eða sál- ræn orka (psychokinesis). Allt hefur þetta verið kallað á ís- lenzku dulræn fyrirbrigði og eru þau þó í sjálfu sér ekki dularfyilri en mörg lögmál eði- isfræðinnar, svo sem það að efni geti breytzt í efni og efni í orku. En sálarfræðin stendur enn á sama stigi og eðlisfræð- in stóð, þegar menn trúðu þvl að atómið væri minnsta efnis- eining, sem um væri að ræða, og óumbreytanlegt. Sálarrannsóknafélagið enska, sem var stofnað 1882, á heið- urinn af því að hafa fyrst reynt að rannsaka þessi fyrir- brigði á vísindalegan hátt og greina á milli, hvað af þeim mætti kalla lífeðlisfræðileg, hvað kynni að vera áhrif frá framliðnum mönnum og hvað helber hugarburður eða tál- skynjanir, eins og það er Ak- ureyrinigurinn sá hljóðnemann hoppa upp í gegnum borðið á mi'lli okkar Sveins Víkings og hefja dans eftir því. Á síðari árum hafa þessar rannsóknir verið stundaðar við ýmsa há- skóla, einkum fyrir forgöngu próefssors Rhine við Duke há- skólann í Bandaríkjunum. Það sem hefur mjög spillt fyrir því, að þeim hafi verið gefinn sá gaumur sem vert er, er hið spíritíska heimatrúboð, sem hefur komið óorði á slík við- fangsefni. Það á t.d. sök á þeirri fáfræði, sem algeng er hér á landi og grautar öllum svokölluðum dulrænum fyrir- brigðum saman við áhrif frá öðrum heimi, og ber ég með þessum orðum ekki brigður á, að sum þeirra geti verið þaðan runnin. Gáfaðir og menntaðir menn í þessum sökum greina hér á millflá, eins og t.d. síra Jón Auðuns. Á umræðufindi þeim, sem Stúdenitafélag Reykjavíkur hélt um þessi mál 21. apríl 1961, vorum við frum- mæ'lendur, og erindi okkar birt í Morgni 1961. Þar fórust síra Jóni Auðuns m.a. svo orð um spíritismann: „í næsta óhrjá- legri mynd er hann borinn fram af fólki, sem lætur trú- girnina ráðá og dregur oft fár- ánlegar ályktanir af þeim fyr- irbærum, sem það telur sig vera að fást við.“ „Margir hafa því miður gert spíritismann að trú- arbrögðum. Víða um lönd hafa þúsundir safnaða verið stofn- aðir, margs konar hjátrú verið blandað inn í málið og miðl- arnir dýrkaðir af miklum barnaskap". Hér á landi hefur spíritism- inn oft tekið þessa stefnu, orð- ið að miðladýrkun og andatrú á svipaðan hátt og gerist í shamaniskum trúarbrögðum ýmissa frumstæðra þjóða, og eru húldulækningarnar í Vest- mannaeyjum eitt glöggt dæmi þess. Sálræn áhrif hafa verið rík- ur þáttur í læknismeðferð allra alda, enda læknirinn oft ver- ið heimilisvinur og trúnaðar- maður sjúklinga sinna. Á síð- ustu mannsöldrum hefur lækn- isfræðin að vísu tekið miklum vísindalegum framförum, en jafnframt orðið vélrænni eftir því sem starf heimilislækna hefur faillið í skugga. Á síð- ustu áratugum hefur þó at- hygli hennar beinst að þeim fjölda líkamlegra sjúkdóma, sem eiga sér geðrænar orsak- ir, og er það einkum að þakka rannsóknum prófessors Hans Selye á stressii, en um þær flutti ég fyrir 2—3 árum út- varpserindi. Með auknum skilningi á sálarlífi manna ætti að vera hægt að auka mjög mótstöðuþrek gegn slíkum sjpkdómum, og eru þá minni líkindj til þess að slíkar hjá- trúaröldur geti risið, sem hér liefur verið lýst og helzt má líhtja við andlega farsótt, eins og gerðist á galdrabrennutím- unum. ROSE KENNEDY Framh. af bls. 3 með sér ábyrgðartilfinningu“, segir frú Kennedy. „Að vísu átti Jack til að fíflast og sýna kæruleysi á meðan eldri bróðir hans var á lífi, það var aðeins eðlilegt. En þegar Joe féll í stríðinu, tók Jack við ábyrgð- inni, sá um okkur foreldra sína, sá um að einhverjir úr fjölskyldunni væru hjá okkur á jólum og tyllidögum, um að faðir hans fengi fréttir af um- heiminum, af stjórnmálum. Svo var komið að Bobby. . . Og nú er Teddy einn eftir. . .“ „Ég var í Evrópu, í heimsókn hjá Eunice á meðan á flokks- þinginu stóð, og vissi ekki hversu hart var lagt að Teddy að gefa kost á sér til forseta- framboðs, fyrr en hann tók á móti mér með orðunum: „Sæl mamma, þú varst nærri búin að eignast enn eitt forsetaefni!" Mér fannst hann hafa tekið rétta ákvörðun. . . af augljós- um ástæðum. . . þetta var ekki rétti tíminn. Ég hef haft áhyggj- ur af öryggi hans en ég álít að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Þetta er honum alveg ný reynsla — honum hef ur alltaf verið sagt að spjara sig og hlí-fa sér hvergi en nú er honum ráðlagt að fara sér hægt! Hann er framgjarn: vill gera það sama og bræður hans hafa gert. Hann hefur gaman af ferðalögum og af að kynn-ast fólki, heldur ræður af tölu- verðum þrótti og á alltaf stutt í brosið.“ Edward Kennedy lík- ist mjög móðurafa sínum, hin- um írskættaða Fitzgerald, borgarstjóra í Boston, í útliti, skapgerð og framkomu, í áhuga sinum á þjóðfélagsmálum og al- úðlegu viðmóti. „Teddy leggur mikla áherzlu á að heimsækja föður sinn sem oftast vegna þess að hann veit hve mjög hann saknar Bobby. Hann gerir sér einnig mikið far um að vera Ethel, komu Bobbys, hjálplegur. Eth- el er einstök kona og dásam- leg móðir. Hún lætur stundum þrjú eða fjögur barnanna sofa hjá sér í rúminu. Sílkt væri óhugsandi fyrir sumar mæður.“ Ethel elur börn sín uppp mjög í anda Rose Kennedy. Að til- hlutan Rose skiptir hún þeim til dæmis í tvo hópa við matar- borðið, eldri og yngri, til þess að eldri börnin verði ekki alls- ráða-ndi í samræðunum og þau yngri fái að njóta sín. Þegar frú Kennedy er spurð um álit hennar á þeirri ólgu og ofbeldi innan Bandaríkj- anna, sem orðið hefur tveim sonum hennar að bana á fimm árum, svarar hún: „Þegar ég lít aftur, finnst mér allt hafa verið svo friðsamt og eðlilegt í forsetatíð Jacks. Nú er tilver- an öll miklu misvindasamari. Óeirðir hafa brotizt út fáeina kílóm-etra héðan. Það er sagt að sjónvarpið eigi mikinn þátt í að blása vandamálin út, gera úlfalda úr mýflugunni, fólk get- ur horft á auðinn og allsnægt- irnar, ójöfnuðurinn er svo miklu augljósari. . . En ég trúi því, eins og Jack sagði, að þessi vandamál séu mannanna verk og að mennirnir geti einnig leyst þau. ’Flest fólk, sem ég þekki, er allt af vilja gert, það vill fórna tíma, peningum, fyrir Framh. á bls. 10 26. janúar 1969 L'ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.